Morgunblaðið - 19.02.1992, Side 14

Morgunblaðið - 19.02.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 Staðreyndir málsins Um málfiutning Sveinbjöms Bjömsson- ar háskólarektors um Háskólasjónvarp eftir Olaf Arnarson Að undanfömu hefur Háskóli íslands haft uppi harkaleg mót- mæli vegna þess niðurskurðar, sem skólanum er ætlað að taka á sig í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar, og m.a. hefur háskólaráð ályktað að nauðsynlegt verði að loka skólanum fyrir ný- nemendum næsta haust. í sama mund er send inn umsókn Háskóla íslands til útvarpsréttamefndar um leyfi til „að reisa, eiga og reka sjónvarpsstöð“, undirrituð af rekt- or, Sveinbimi Bjömssyni. Mörgum hefur fundist þessi forgangsröð háskólans undarleg, ekki síst í ljósi ýmissa annarra yfirlýsinga sem frá háskólanum hafa komið. Öllum er í fersku minni ályktun háskólaráðs frá 16. desember sl. þar sem segir m.a. í 1. málsgrein: „Háskóli íslands er í hættu. Ef svo ferfram sem horfir um fjárveiting- ar á næsta ári mun Háskólinn ekki geta veitt neinum nýnemum kennslu á næsta hausti, þrátt fyrir áform um skólagjöld og þrátt fyrir ýtrasta niðurskurð kennslu og þjónustu. “ Síðar í ályktuninni seg- ir: „Nái fýrirhuguð skerðing fram að ganga á Háskólinn engan annan kost en að takmarka fjölda nem- enda. Hann er bundinn skyldum við þá nemendur sem nú þegar em í námi og því yrði takmörkunin að koma niður á nýnemum á næsta hausti. Auk þess yrði að koma til varanleg lokun námsbrauta og deilda og afnám margs konarþjón- ustu. “ í kjölfar þeirra umræðna sem spunnist hafa um þrengingar há- skólans hefur Sveinbjöm Bjöms- son háskólarektor látið að því liggja að menntamálaráðherra fari með rangt mál þegar hann heldur því fram að háskólinn hafi uppi ráðagerðir um sjónvarpssendingar á þessu ári. Staðreyndir málsins em hins vegar þær, að Sveinbjöm Björnsson, háskólarektor, sendi bréf til formanns útvarpsréttar- nefndar 18. desember 1991, þar sem farið er fram á leyfi til þess að „reisa, eiga og reka sjónvarps- stöð“. í bréfinu kemur fram að það hafi orðið niðurstaða sjónvarps- nefndar Háskóla íslands að „brýnt sé, að ofangreint útvarpsleyfi verði veitt hið fyrsta“. Fram kemur að ef ekki reynist unnt að fá meðeig- endur að stöðinni muni Háskóli íslands standa einn að málinu og bera fjárhagslega ábyrgð á henni. Ennfremur kemur fram að ekki er ráðist í lítið; sjónvarpað skal allan sólarhringinn og notuð skal fremsta tækni, sem völ er á, svo sem beinar útsendingar um gervi- hnött erlendis frá. Hér verður látið liggja milli hluta hvað kostar að reisa, eiga og reka slíka sjónvarps- stöð. í bréfi háskólarektors er einnig vikið að fjármögnun Háskólasjón- varpsins. Þar segir m.a.: „Verði sjónvarpið nýtt til kennslu í reglu- bundnum námskeiðum á kennslu- skrá Háskóla íslands greiða deildir háskólans fyrir þá þjónustu af rekstrarfé sínu.“ Satt best að segja er erfítt að ímynda sér tilgang háskólasjónvarps, ef ekki á að nýta það til kennslu í reglubundn- um námskeiðum viðkomandi há- skóla. Það er athyglisvert að að- eins tveimur dögum eftir að há- skólaráð ályktar að Háskólinn sé í hættu, að ekki verði hægt að taka inn nýnema að hausti og að til verði að koma varanleg lokun námsbrauta og deilda, skuli há- skólarektor treysta sér til að gera að tillögu sinni að rekstrarfé Há- skólasjónvarps skuli tekið af rekstrarfé deilda háskólans. Háskólarektor hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að háskólinn hafí sent umsókn sína til útvarpsréttar- nefndar í þeim tilgangi einum að tryggja sér aðgang að tíðnisviði til að hafa upp á að hlaupa í framtíð- inni, alls ekki sé hugmyndin að fara af stað með háskólasjónvarp nú í ár. Þetta er rangt hjá rektor. í umræddu bréfí hans til útvarps- réttamefndar er sérstaklega vikið að upphafi sendinga. Þar segir orðrétt: „Fyrirhugað er að hefja „í ljósi ofangreinds er nauðsynlegt að háskól- arektor geri hreint fyr- ir sínum dyrum. Um- mæli hans í fjölmiðlum að undanförnu, um stöðu umsóknar háskól- ans um Háskólasjón- varp, hafa fallið illa að staðreyndum málsins. Hann hefur gefið í skyn að menntamálaráð- herra fari með rangt mál um Háskólasjón- varpið. Því er þveröf- ugt farið eins og rakið hefur verið hér að framan.“ tilraunasendingar á sjónvarpsefni strax á komandi vori. Dagskrár- sendingar eru fyrirhugaðar frá og með ágúst 1992“ Ennfremur er tekið fram að háskólinn fer fram á sjónvarpsleyfi til 5 ára. Þetta er í samræmi við reglugerð um út- varp samkvæmt tímabundnum leyfum. Þar segir í 5. gr.: „Hafi handhafi útvarpsleyfis ekki hafið útvarp innan 8 mánaða frá dag- setningu leyfís útvarpsrétt- amefndar fellur leyfíð sjálfkrafa niður.“ Vænta má þess að háskóla- rektor hafí kynnt sér ákvæði út- varpslaga og viðkomandi reglu- gerðar áður en umsókn var send útvarpsréttamefnd, enda bera upplýsingar í bréfí rektors vott um það. Þess vegna eru óskiljanleg þau ummæli rektors, að umsókn há- skólans sé til þess eins að tryggja honum aðgang að tíðnisviði ein- hvern tíma síðar. Honum má vera það fullljóst að umsóknin er um að fá að hefja dagskrársendingar strax á þessu ári, annars fellur leyfíð sjálfkrafa niður. Ummæli menntamálaráðherra í sjónvarpsþætti 5. febrúar sl. um áætlanir háskólans um sjónvarps- rekstur vom byggð á bréfí rektors til útvarpsréttamefndar frá 18. desember 1991, enda höfðu ekki borist formlegar eða óformlegar upplýsingar, sem felldu þetta bréf úr gildi. Umsókn Háskóla íslands til útvarpsréttamefndar stendur. Hún hefur ekki verið dregin til baka. Rektor hefur ekki tilkynnt menntamálaráðherra að háskólinn sé horfínn frá fyrirætlunum sínum. Það sem eftir stendur er að Háskóli íslands ályktar 16. des- ember sl. að hann muni ekki geta tekið við nýnemum í haust og að hann muni verða að loka deildum háskólans vegna naumra fjár- framlaga. Tveirhur dögum síðar sendir Sveinbjöm Bjömsson, há- skólarektor, bréf til útvarpsréttar- nefndar þar sem hann óskar eftir leyfí til handa háskólanum að hefja sjónvarpssendingar af fullum krafti í ágúst á þessu ári, og að þær verði, a.m.k. að hluta til, kost- aðar af rekstrarfé deilda háskól- ans. í ljósi ofangreinds er nauðsyn- legt að háskólarektor geri hreint fyrir sínum dyrum. Ummæli hans í fjölmiðlum að undanfömu, um stöðu umsóknar háskólans um Háskólasjónvarp, hafa fallið illa að staðreyndum málsins. Hann hefur gefíð í skyn að menntamála- ráðherra fari með rangt mál um Háskólasjónvarpið. Því er þveröf- ugt farið eins og rakið hefur verið hér að framan. (Leturbreytingar em höfundar.) Höfundur er aðstoðarmaður menntamálariðherra. Fundur um niður- skurð og Háskólann „HÁSKÓLI í skugga skerðing- ar“ er yfirskrift opins fundar sem Bandalag háskólamanna stendur fyrir fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.00 í Norræna húsinu. Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að varpa ljósi á hvað sam- dráttur í framlögum til háskóla hefur í för með sér fyrir starf skól- ans og hvaða afleiðingar það hefur fyrir þjóðfélagið ef háskólar geta ekki gegnt hlutverki sínu. Þessar spumingar gerast sífellt áleitnari þegar kröfur um menntun aukast sífellt og fleiri tækifæri bjóðast háskólamenntuðu fólki með nánari samvinnu við Evrópulönd. Framsöguerindi á fundinum flytja Heimir Pálsson, formaður BHM, og Þórólfur Þórlindsson pró- fessor. Að lokum framsöguerind- um verða pallborðsumræður. Þátt- takendur auk framsögumanna verða Sveinbjöm Bjömsson, rektor Háskóla íslands, Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla íslands, Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri og Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla íslands. Stjórnandi pallborðs verð- ur Margrét S. Bjömsdóttir. endur- menntunarstjóri Háskóla íslands. (Fréttatilkynning frá BHM.) Ólafur Amarson 0BOSCH fyrir fagmanninn GUF 422A Kexvél/fúgufræsari. Blað 105x4 mm 620 W/10.000 snVmín. Jámkassi fylgir. Sl ípirokkar620,710 og 900 W. Skífustærð 115-150 mm SDS lyklalaust festikerfi á 900 W slípirokkunum. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt MEÐAL ANNARRA ORÐA Um norræn sendiráð eftir Njörð P. Njarðvík Þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur og fram á sjónarsviðið komu mörg sjálfstæð ríki, þá varp- aði Thorvald Stoltenberg, utanrík- isráðherra Norðmanna, fram þeirri hugmynd að Norðurlöndin ættu að setja upp sameiginleg sendiráð. Hugmyndin er að því leyti góð, að hún hefði í för með sér annað tveggja spamað eða möguleika á sendifulltrúum í fleiri löndum en ella. Forsenda slíkrar hugmyndar er auðvitað hin einstaka norræna samvinna og náin vináttutengsl. Og víst er um það, að slík hug- mynd væri trúlega óhugsandi hjá nokkrum öðrum hópi þjóða, þótt þær teldu til skyldleika og vinsam- legra samskipta. Það eitt að hún skyldi vera borin fram, segir margt um trú manna á samstöðu Norður- landaþjóðanna. Engu að síður fékk hugmynd Stoltenbergs dræmar undirtektir. Og það er skiljanlegt í Ijósi þeirrar staðreyndar að hags- munir norrænna þjóða fara ekki alltaf saman i viðskiptum, þótt samstaða sé mikil á sumum sviðum. Og í sumum tilvikum er um beina fjárhagsárekstra að ræða. Ekki gætum við t.d. fallist á að Norð- menn eða Danir önnuðust mark- aðskönnun fyrir sjávarafurðir eða sæju um fisksölusamninga. Auðrit- að mætti hugsa sér sérstakar samninganefndir hverrar þjóðar til að annast slíka hagsmunagæslu, en þá er jafnframt hætt við að málið í heild endaði í einni allsherj- ar embættismannaflækju. Og þar sem við erum langminnsta ríkið í þessum vinaþjóðahópi, þá lifðum við trúlega í sífelldum ótta við, að okkar hlutur yrði fyrir borð borinn, eða að minnsta kosti ekki sinnt með þeirri ýtni og árvekni sem við teldum nauðsyn á. Norræn hús Hér á landi hef ég ekki séð neina umfjöllun um hugmynd Stolten- bergs, þótt undarlegt megi virðast. Kannski hefur hún einfaldlega þótt fráleit. Finnska blaðið Helsingin Sanomat hefur hins vegar gert málinu skil og komið fram með athyglisverða viðbótarhugmynd. Nú skal tekið fram að ég hef ekki lesið umrædda grein, heldur hef ég vitneskju mína úr yfirliti um fjölmiðlaumræðu sem finnska ut- anríkisráðuneytið lætur taka sam- an og sendir víða. Þar er þess get- ið að í greininni sé bent á svipaða annmarka og hér er vikið að. Hins vegar er þar ýmislegt talið nýtilegt í hugmynd Stoltenbergs. Rætt er um tæknilegt samstarf sendiráða og hugsanlega samnýtingu starfs- fólks eftir því sem við á. En síðan er varpað fram þeirri mjög svo athyglisverðri hugdettu, að Norð- urlandaþjóðimar kæmu sér upp sameiginlegum menningarstofnun- um, eins konar „norrænum húsum“ sem hýstu sendiráðin og þjónuðu þeim. Ekki veit ég hvemig Helsingin Sanomat hefur hugsað sér útfærslu þessarar hugmyndar í einstökum atriðum, en það er auðvelt að sjá fyrir sér mikla kosti og marga möguleika. Einsætt virðist að töluvert gæti unnist í sparnaði við húsnæði, starfsfólk og tæknibúnað ýmiss konar. Yrði það ekki hvað síst hag- ræði fyrir það ríki sem minnst er. En svo kæmi til viðbótar sameigin- leg, markviss menningarkynning. Þær fátæklegu tilraunir sem við höfum haft í frammi í þeim efnum, hafa verið ærið fálmkenndar og því miður eru dæmi þess, að þær hafí snúist upp í heldur hlálegar uppákomur. Það er einna helst að aðrar þjóðir hafi tekið á sig rögg eins og íslenska menningarvikan í Tampere í hittifyrra er dæmi um. Með því að leggja saman En jafnvel þótt raunverulegur vilji væri fyrir hendi (sem ekki er raunin), þá höfum við lítið fjárhags- legt bolmagn til að standa fyrir öflugri menningarkynningu. Og hið sama fínnst öðrum norrænum þjóð- um, þótt stærri séu en við. En með því að leggja saman, geta þessar vinaþjóðir látið taka eftir sér. Við höfum dæmi um það bæði frá Bandaríkjunum og Japan. Hugsum okkur til dæmis að svona „norræn hús“ væru stofnsett í London og París eða Berlín þegar sú borg verður á ný höfuðborg Þýskalands. Þá væri á einum stað hægt að leita eftir öllu sem snertir Norðurlönd (eitthvert þeirra eða sameiginleg málefni) á sviði stjóm- mála, viðskipta, lista og menning- ar, ferðamála, skólamenntunar, vísinda, trygginga- og heilbrigðis- mála o.s.frv. Og öllum þessum sömu málaflokkum gætum við komið á framfæri sameiginlega í viðkomandi landi. Öll skipulagning yrði óðar miklu auðveldari og ein- faldari. Og ef staðið væri að slíkum „norrænum húsum“ af myndar- skap, þá yrði þar að sjálfsögðu bókasafn, norræn blöð og tímarit, og á sama stað væri hægt að kynna hvaðeina, efna til tónleika, dans- og leiksýninga, kynna bókmenntir, hvers konar fræði og þjóðfélagsum- ræðu. Eftir slíku starfi yrði sannar- lega tekið, og það gæti orðið öðrum fyrirmynd. Þau umskipti sem nú eru að verða í skipan mála í Evr- ópu, kalla í raun á að hinar fámenn- ari þjóðir standi saman, svo að þær verði ekki hreinlega með öllu út- undan þegar hin gustmiklu efna- hagsveldi eru að halsa sér völlinn allan. Hér er óneitalega komin fram athyglisverð hugmynd, sem vert er að gefa gaum. Ef henni yrði hrint í framkvæmd, er einsýnt að möguleikar okkar í samskiptum við aðrar þjóðir breyttust svo mjög til batnaðar að líkja mætti við gerbylt- ingu. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslunds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.