Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 15

Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 15 Paradís á jörðu eftir Súsönnu Svavarsdóttur Það er alltaf látið eins og til sé einhver pólitík á íslandi. Menn láta meira að segja eins og til séu hug- sjónir hér. Það er skipt um ríkis- stjóm á fjögurra ára fresti, eftir undangenginni markaðssetningu á loforðum. Einn flokkur undir alls konar bókstöfum, býður fram ódýrustu ferðina til paradísar á jörðu. Það vilja svo ótrálega marg- ir karlar ráða að þeir geta ekki raðað sér saman í einn flokk. En fýrir því er líka önnur ástæða. Þá þyrftu þeir að játa það sem þeir eru að reyna að fela; að þeir eru hópur harðstjóra, sem er ekki ós- ammála í öðrum grundvallaratrið- um en því hver skuli leiða flokkinn. í raun og veru finnst mér sam- skipti þjóðarinnar og valdhafanna hverju sinni minna æ meira á alkó- hólískt hjónaband. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég var að horfa á hina ágætu þætti Birgis Sigurðssonar um sfldarárin, sem Sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum ( vikum (og ætti að sýna aftur, þar sem ég hef ekki hitt marga sem sáu þættina). Það var nefnilega svo að á Is- landi voru peningar næstum óþekktir áður en síldin fór að þrýsta sér upp að landinu. Við ís- lendingar höfum nefnilega alltaf hundsað þá matarkistu sem við búum á og sfldin þurfti nánast að synda á land til að við tækjum eftir henni. Þegar hún hélt að landi, voru nokkrar hræður sem áttuðu sig á því að á henni mætti græða og nú var hafist handa við að moka sfldinni upp og selja til út- landa. En vegna þess að peningar voru þessari þjóð svo framandi, kunni hún ekkert með þá að fara. Þeim var fleygt í stórbrotnar verk- smiðjur og síldarskip, rétt eins og síldm væri gijónagrauturinn í pott- inum í sögunni um kerlinguna sem óskaði þess að eignast pott sem syði endalausan graut. En síldin hvarf og verksmiðjurnar og bát- amir grotnuðu niður. Semsé, þeir sem áttu að sjá um auðinn, kunnu ekki með hann að fara; hentu hon- um í óskhyggju og draumóra. Þjóð- in treysti valdhöfunum blint og hélt að aldrei yrði aftur erfitt að lifa á íslandi. En einn daginn vaknaði þjóðin upp við það að hún hafði verið svikin og stóð í skuldapytti upp fyrir haus. Nýir stjórnmálamenn komu fram á sjónarsviðið, sem lof- uðu að laga til, en í rauninni vom þetta sömu mennirnir — bara með ný andlit. Og þarmeð upphófst vítahringurinn sem enn sér ekki fyrir endann á. Fyrir hveijar einustu kosningar hér á landi er þjóðin búin að fá yfir sig nóg af sambúðinni við ríkj- andi stjórn. Þeir einstaklingar sem sækjast eftir völdum á íslandi, hafa nefnilega aldrei lært það ein- falda lögmál að „orð skulu standa.“ Þegar kemur að kosningum, er þjóðin orðin eins og kúguppgefín eiginkona alkóhólista; búin að fá nóg af sviknum loforðum, orðin þreytt á að verða vonsvikin og trá- ir því ekki lengur að það sé öðrum flokkum að kenna að þessi ríkis- stjórn hafi ekki getað staðið við sín loforð. Sitjandi (og fráfarandi) ríkisstjórn gerir sér grein fyrir þessu (eins og hver meðalgreindur alkóhólisti),’ burstar í sér tennurn- ar, kaupir sér ný grá föt, nýja hvíta skyrtu, hendir bindinu sem var í tísku fyrir fjórum árum og kaupir nýtt, færir frúnni (þjóðinni) rósabúkett og fullan kassa af lof- orðakonfekti, smjaðrar og þvaðrar þar til roði fer að færast í vangana á fránni og hún gefst upp undir þessu blaðri og ákveður að treysta — einu sinni enn. En ríkisstjórn á íslandi hefur aldrei fýrr verið hleypt inn fyrir þröskuldinn, en hún tekur til við að svíkja loforðin. Eftir fáeina daga hefur hún komið sér snyrti- lega fyrir frammi fyrir speglinum, sem sýnir henni það sem hún vill sjá; snyrtilegan einstakling — og á fremur erfitt með að þola nöldr- ið í fránni. Þetta er jú allt fortíðar- vandi. Allir fjórir meginflokkarnir á íslandi hafa verið í fortíðarríkis- stjórnum og engir flokkar aðrir (nema flokksmenn sem hafa farið í fýlu vegna þess að þeir fengu ekki að vera númer eitt og bjuggu til úttbú). En eins og góðum alkó- hólista sæmir, afneita þeir hlut- deild sinni, kenna öðrum um og hafna því alfarið að bera nokkra einustu ábyrgð á ástandinu. Hingað til hafa átökin milli þjóðarinnar og ríkjandi valdhafa verið stórátakalaus, það er að segja, það hefur ekki komið til handalögmála. En það verður að segja eins og er að leikurinn er að harðna — en það gerir hann jú alltaf jafnt og þétt í alkóhólísku hjónabandi. Það fer ekki hjá því að þjóðin kveinki sér undan þeim aðgerðum sem nú hafa riðið yfir þjóðina — enda varla til annað orð yfír þær en „þjóðarofbeldi". Það er höggvið og skorið með báðum höndum og sparkað með báðum fótum í þessa litlu vamarlausu þjóð sem var nú ekki burðug fyrir. Og þegar hún reynir að bera hönd fyrir höfuð sér og spyr „hvers vegna“, þenja vald- hafarnir bijóstkassana. og segja „fortíðarvandi — þú hefur eytt um efni fram“. En hver hefur eytt um efni fram? Ég fæ ekki séð að nokkur ein- asti einstaklingur sem ekki hefur verið í ríkisstjóm, hafí átt mögu- leika á því að ráðstafa einni krónu úr ríkiskassanum. Mér er því aftur spum; hver hefur eytt um efni fram? Núna eru framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn sökudólg- arnir. í síðustu ríkisstjórn vora sjálfstæðismenn sökudólgarnir. En allir hrista hausinn, hneykslaðir og sárir og segja „ekki benda á mig“, rétt eins og að þeir hafi aldr- ei gert neitt alvarlegra af sér en að æfa með lögreglukórnum. Svo taka þeir höndum saman og benda á þjóðina. Én þjóðin má ekki kvarta og þjóðin má ekki vera bölsýn og þjóðin má ekki eyða peningunum sem hún vinnur fyrir og þjóðin má ekki vera kvíðin og hún má ekki vera hrædd. Henni er bara skipað að þegja og borga. Og það er ekki alveg laflaust við valda- hroka í röddinni. Það er ekki þjóðinni að kenna að hér hefur verið eytt um efni fram, því eftir höfðinu dansa lim- irnir og valdhafar hér á landi (eins og annars staðar) hafa alltaf talið þjóðinni trú um að þeir hugsi fyrir hana. Þeir era jú útvaldir af sjálf- um sér til þess. Eða hver hefur óskað eftir því að þeir byðu sig fram? Eins og kaupin gerast á eyrinni hér, sækjast menn eftir því að vera við völd og þurfa til þess litla hvatningu frá öðrum. Þessir sömu valdhafar hafa lagt sitt af mörkum til að skapa skil- yrði fyrir efnishyggju, sem þeir nú álasa þjóðinni fyrir að velta sér upp úr. Efnishyggja verður aldrei til af sjálfri sér. Hún verður aðeins til þegar tómleiki og sársauki yfir svikum í uppeldi hefur fest rætur svo rækilega, að ekkert nema dauðir hlutir geta glatt mannsins hjarta — þótt ekki sé nema stund- arkorn. Sú þjóð sem byggir ísland í dag er alin upp við endalaus svikin lof- orð. Hún treystir ekki lengur. Hún trúir ekki lengur. Hún vonar ekki lengur. Sjálfsvirðing hennar er í molum, jafnvel þótt við eigum sterka menn og fallegar konur. Súsanna Svavarsdóttir yÞað er engin pólitík á Islandi — bara valda- fíkn. Það eru ekki til hugsjónir heldur — bara hagsmunir sem gera valdhöfum kleift að halda velli.“ Og nú er orðið ljótt að gamna sér við glingur. Og hvað þá? Því trúi ég vel að tími sé kominn til að draga úr neyslu og eyðslu og að við verðum að hætta að fylla líf okkar með einskisverðum dauð- um hlutum. En það verður eitthvað að koma í staðinn. Það er ekki nóg fyrir valdhafa að þenja bijóstið og segja: „Af því að ég er húsbóndi hér og ég ræð.“ Það er nefnilega þessi húsbóndi sem hingað til hefur ráðið, sama hvert af fjórum andlitunum hann hefur haft. Hann getur ekki lengur sagt að þessi þjóð sé vanhæf til að lifa hérna af því að hún hafi eytt um efni fram, vegna þess að þjóðin hefur ekki ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum — heldur húsbóndinn. Ef einhver hefur sannað vanhæfni sína, er það hann. Sá sem tekur gildismatið af þjóð sinni, verður að færa henni nýtt gildismat sem segir henni að hún sé einhvers virði. Það hefur engum núverandi stjórnmálamanni tekist. Valdahrokinn er svo gengdarlaus að einu skilaboðin sem þjóðin fær eru þau að hún eigi ekkert gott skilið. Sumir ráðherrar láta ekki einu sinni svo lítið að yrða á hana. Það er ekki pólitík. Það er engin pólitík á Islandi — bara valdafíkn. Það eru ekki til hugsjónir heldur — bara hagsmun- ir sem gera valdhöfum kleift að halda velli. Og eins og á öllum alkóhólískum heimilum eru breyt- ingar framkvæmdar þannig að það er öraggt að ekkert breytist. Hús- ið er málað að utan, nýjar gardín- ur hengdar fyrir gluggana, en starrinn kemur með flæmar aftur að vori og skolpræsið er stíflað og rottumar leika lausum hala. Þjóðin stendur ráðþrota í öllum dammin- um, fær ekki við neitt ráðið og er að gefast upp. Hún hefur tapað voninni, hún lítur framtíðina ekki björtum augum, hún hefur ekkert til að byggja sjálfsvirðingu sína á. Næsta stig er sinnuleysi. Á meðan era gijótharðir vald- hafarnir að höggva. Landsfeðurnir! Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil ekki eiga svona feður. Þeir virka á mig eins og vélmenni. Látum vera að þeir þurfi að taka óvinsæl- ar ákvarðanir, en af framkomu þeirra mætti ætla að þeir séu þar að stunda sína uppáhaldsiðju. Hvernig er það, er ekki hægt að fá manneskjur til að bjóða sig fram í næstu kosningum? Höfundur er blaðamaður á Morgvnblaðinu. HÓTEL ÍSLAND V * E ' 1' S * L * u $ # A * L # I * R FYRIR FÉLAGASAMTÖK OG EINSTAKLINGA Leigjum út sali fyrir árshátíbir og hvers konar einkasamkvæmi, erfidrykkjur, afmælis-, fermingar- og brúbkaupsveislur. Fyrir stóra sem smáa hópa, frá 20 til 900 manns. Ef þú hyggur á fund eða ráðstefnu þá höfum við örugglega rétta salinn fyrir þig. Fullkomin funda- og ráðstefnuþjónusta. Hafðu samband viö veitingastjórann okkar og talaðu vib hann um salinn sem þig vantar. Sími 687111. Veitingastjóri ísleifur Jónsson EB Scholtes SKYNDISALA! 8i F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. kr. 46.900.- kr. stgr. Lok fyrir örbylgjuofn 450^ kr. 20.370.- kr. stgr. Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastilli og hitaljós. 54^90^ kr. 37.350.- kr. stgr. LV 8 343 Uppþvottavél 8-manna, 45 sm breið, 4 kerfi, þar af eitt sparnaðarkerfi, svört og hvít. 6a440Tkr. 53.900.- kr. stgr. Aðeins 25 eintök af hverju tæld! Funahöfða 19 sími685680 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.