Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIl 19. FEBRÚAR 1992
17
Ungt fólk þarf að finna
að þörf er fyrir það
- segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir forstöðu-
maður Námsráðgjafar Háskóla íslands
ÁSTA Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar Háskóla
íslands, segir það ábyrgðarhluta að ræða um niðurskurð í
menntakerfinu og breytta menntastefnu án þess að leggja aukna
áherslu á náms- og starfsráðgjöf. Hún segir mikinn fjölda nem-
enda leita til Námsráðgjafar Háskólans vegna þess mikla óörygg-
is sem ríki meðal þeirra og að slík ráðgjöf komi í veg fyrir rangt
námsval nemenda og sé því sparnaður fyrir þjóðfélagið.
Ásta segir að ekki vanti að
nemendur sjálfir hafi mikinn
áhuga á að leita sér ráðgjafar.
„Námsráðgjöf Háskólans veitti á
síðasta ári um 3400 einstakling-
sviðtöl og nú er aðsóknin það
mikil að biðtimi eftir viðtali er
um hálfur mánuður," segir Ásta.
Hún segir að íjöldi nemenda
leiti nú til Námsráðgjafar vegna
hins mikla óöryggis sem nú sé
ríkjandi í náms- og starfsmögu-
leikum. Jafnframt segir hún að
námsráðgjöf sé hvað brýnust á
samdráttartímum og því þurfi að
auka slíka þjónustu fremur en
að draga úr henni. „Ungt fólk
þarf að finna að þörf er fyrir það
í þjóðfélaginu. En með yfirlýsing-
um. um niðurskurð, lokun náms-
leiða og efasemdum um að stúd-
entsprófið, sem það hefur lokið,
standi undir merkjum, sé hætta
á að þetta unga fólk finni fýrir
tilgangsleysi. Enginn vilji láta
fjalla um sig sem afgangsstærð
og of lítið sé talað um hið gagn-
stæða og að unga fólkið sé orkubú
þjóðarinnar sem beðið er eftir.
„Það þarf að fara mjög varlega
í sakirnar í umræðu um breytta
menntastefnu og ný skilyrði til
náms því að slík umfjöllun ógnar
þessu fólki. Með ráðgjöf gefst
nemendum kostur á aðstoð við
að vega og meta stöðu sína og
eygja nýja möguleika þrátt fyrir
erfiðari skilyrði,“ segir Ásta.
Hún segir námsráðgjöf því
vera leið til sparnaðar iyrir þjóð-
félagið þar sem hún dragi úr lík-
um á misheppnuðu námsvali sem
kosti þjóðarbúið ómælt fé.
Hún segir ennfremur að nám-
sval á röngum forsendum hafi
einnig fjárhagslegt tjón í för með
sér fyrir einstaklinginn auk þess
sem það geti leitt til skertrar
sjálfsmyndar og valdið andlegri
vanlíðan.
„Með markvissri leiðsögn
minnka líkurnar á að tími og fjár-
munir fari til spillis. Þegar litið
er til útreiknings á því hvað hver
einstakur nemandi kostar Há-
skólann á hveiju ári og árlegrar
grunnframfærslu einstaklingsins,
sem samanlögð nema vel yfir eina
milljón króna er ljóst hversu
gífurlegur sparnaður felst í því
að veita nemendanum haldgóða
Ásta Kr. Ragnarsdóttir
ráðgjöf,“ segir hún.
Asta segir breyttar aðstæður í
þjóðfélaginu krefjast nýrra
lausna fyrir ungt fólk. „Okkur
ber því skylda að sjá fyrir fag-
legri náms- og starfsráðgjöf sam-
hliða breyttum forsendum til
náms og starfs. Það er svo sann-
arlega í þjóðarþágu,“ segir Ásta
að lokum.
Krefjast
afsagnar
sendi-
herrans
LANDSSAMBAND lögreglu-
manna hefur í bréfi til utanríkis-
ráðherra krafist þess að Róbert
Trausti Árnason sendiherra,
verði þegar í stað látinn víkja
úr starfi sínu við varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins
og jafnframt krefst sambandið
þess að ráðuneytið biðjist form-
lega afsökunar á ummælum
sendiherrans í útvarpi Bylgjunn-
ar nýverið.
Ástæðui' þessa eru ummæli
sendiherrans um lögreglumenn í
Leifstöð og athugasemdir Lands-
sambands lögreglumanna við niður-
fellingu á sérsveit lögregluþjóna í
Leifsstöð, sem stunduðu vopnaleit
á farþegum i stöðinni. Telja lögregl-
umenn að sendiherrann hafi skop-
ast að þeim með því m.a. að óska
eftir við Bylgjuna að leikið yrði lag-
ið „Money, money“ fyrir Landssam-
band lögreglumanna og Lögreglu-
félag Suðurnesja.
LIONSKLÚBBURINN EIR
KVIKMYNDASÝNING í HÁSKÓLABÍÓI
LAUGARDAGINN 22. FEBRÚAR KL. 17
STYRKTARLINUR
Júllabúð, Bergvík hf., Skipavarahlutir hf., Veitingaskálinn Vestmannaeyjum, T. Pétursson &
Co, Ólafur Þorsteinsson & Co, Heimilistæki hf., Völusteinn, Andrés fataverslun,
Verkfræðistofan Vista, AVS Hagtæki, Glitnir hf„ Lögfræðistofa Suðurnesja, Rafvörur hf„
Miðnes hf., Farvis-Áfangar, Osta- og smjörsalan, Verslunin Brynja, Ráðgarður hf.,
Kjötsalurinn hf. Harðviðarval hf., Véla & skipaþjónustan Framtak hf„ Ó.M. búðin.
JÖFUR
M-GAR ÞÚ KA
Nýbýlavegi 2, sími
Nýi Volkswagen Golfinn sem kynntur verður á sýningunni hjá Heklu
um helgina.
Bílasýning:
Hekla hf. kynnir nýja
Golfinn um helgina
Kjörinn bíll ársins í Evrópu árið 1992
HEKLA hf. efnir til mikillar bílasýningar fyrir almenning um næstu
helgi þar sem frumsýndar verða helstu gerðir af nýja Volkswagen
Golf sem valinn hefur verið bíll ársins 1992 í Evrópu. Sýningin stend-
ur frá kl. 10-17 á laugardag og frá kl. 13-17 á sunnudag.
Golfinn hefur verið söluhæsti nýjum vélum.
fólksbíllinn í Evrópu um árabil en
þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýt-
ur þessa eftirsóknarverðustu viður-
kenningu evrópsks bílaiðnaðar. Nýi
bíllinn er þriðja kynslóðin af Golf
en birtist nú mikið breyttur í allri
hönnun innra sem ytra og með
Á sýningunni um helgina verða
kynntar ýmsar útgáfur af nýja
Golfinum sem kosta muni allt frá
röskri milljón upp í 2,2 milljónir.
Eins og áður segir verður sýningin
um helgina öllum opin í sýningarsöl-
um Heklu að Laugavegi 174.
Lars Hamberg sjötugur
LARS Hamberg blaðamaður er
sjötugur í dag, 19. febrúar. Ham-
berg er þekktur um Norðurlönd
fyrir skrif sín um menningarmál
og hefur ritað greinar í fjölmörg
dagblöð og tímarit í Finnlandi,
Svíþjóð, Noregi og á Islandi. Birt-
ust margar greinar eftir hann í
Morgunblaðinu og Lesbók Morg-
unblaðsins á árunum 1974-1982.
Lars Hamberg fæddist í Helsinki
árið 1922. Hann lauk fil. mag. prófi
árið 1950 og starfaði sem menning-
ar- og leiklistargagnrýnandi á
Hufvudstadsbladet frá árinu 1946.
Hamberg hefur á ferli sínum starf-
að við fjölmarga fjölmiðla á Norður-
löndum og einnig gegnt trúnaðar-
störfum innan ýmissa samtaka.
Hann var m.a. varaforseti finnsku
PEN-samtakanna um langt skeið,
formaður samtaka finnskra þýð-
enda og hefur setið í stjórnum al-
þjóðasamtaka þýðenda og alþjóða-
samtaka leiklistargagmýnenda.
Norðurlöndin og Norðurlanda-
samvinna hafa ætíð gegnt lykilhlut-
verki í starfi Hambergs og hefur
hann verið meðal helstu frammá-
manna í norrænni menningarum-
Lars Hamberg
ræðu um áratuga skeið. Á síðustu
árum hefur Lars Hamberg skipu-
lagt margar norrænnar menningar-
ráðstefnur í Finnlandi á vegum
Pohjola-Finland og hefur fjöldi ís-
lendinga tekið þátt í þeim.
SÝND VERÐUR GAMANMYNDIN „STEPPING OUT“
MEÐ AÐALHLUTVERK FARA: LIZA MINNELLI, SHELLEY WINTERS OG JULIE WALTERS.
Marteinsdóttir
syngja nokkur lög
við undirleik
Guðna Þ.
Guðmundssonar