Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 19 FRIÐARGÆSLUSVEITIR SÞ I JUGÓSLAVÍU Boutros Boutros-Ghali framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lagt til að allt að 14 þúsund manna friðargæslulið á vegum SÞ verði tafarlaust sent til Júgóslavíu. ÁÆTLANIR UM FRIÐARGÆSLULIÐ* ► HEILDARFJÖLDI 14.000 hermenn og lögreglumenn Fjórar herþotur -^SIovenia 10.400 manns -12 herfylki Argentína, Brasilfa, Danmörk, Frakk- land, Kanada, Kenýa, Nepal, Nígería, Pakistan, Rússland, Tékkóslóvakía, og Belgía leggja til herfylki. í því belgíska verða einnig 40 hermenn frá Lúxemborg. AÐSTOÐARSVEITIR Afvopnun Sambandsherinn, sem er undir stjóm Serba, á að hörfa frá Króatíu og aðrar sveitir að afhenda vopn sín. % Makedónía ■ h - r 2.840 manns L-\ Finnland (framkvæmdir), Bretland (skipulagning), Svíþjóð (höfuðstöðvar), Kanada (verkfræði) og Holland (fjarskipti) HERNAÐARLEGIR EFTIRLITSMENN 100 liðsforingjar Allt að fimm frá hverju eftirtalinna rikja: Argentina, Ástralía, Bangladesh, Belgía, Brasilia, Danmörk, Egyptaland, Finnland, Frakkland, Ghana, Holland, írland, Kanada, Kenýa, Kólumbía, Malta, Nepal, Nígería, Noregur, Nýja Sjáland, Pakistan, Portúgal, Pólland, Rússland, Singapore, Sviss, Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Venesúela LOGREGLUMENN 530 manns Allt að 30 frá hverju eftirtalinna ríkja: Argentína. Ástralía, Bangladesh, Belgía, Brasilía, Danmörk, Egyptaland, Finnland, Frakkland, Ghana, Holland, írland, Kanada, Kenýa, Kólumbía, Lúxemborg, Malta, Nepal, Nígería, Noregur, Nýja Sjáland, Pakistan, Portúgal, Pólland, Rússland, Singapúr, Sviss, Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Venesúela Þau lönd sem talin eru upp hafa verið beðin um að senda sveitir en ekki er enn vitaö hvort öll hafi veitt samþykki sitt Talið að vopnaMéið haldi til komu fríðarffæslusveita Belgrad. Reuter. ^ JOAO Guerra Salgueiro, sem er í forystu fyrir eftirlitsmönnum Evrópubandalagsins í Júgóslavíu, átti í gær viðræður við forystu- menn Serbíu í Belgrad og yfirmenn júgóslavneska sambandshers- ins. Er hann ræddi við blaðamenn að fundinum loknum sagði hann ekkert hamla því lengur að hægt yrði að senda friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna til landsins. Salgueiro sagðist einnig vera gæsiulið verði send til Júgóslavíu þeirrar skoðunar að vopnahléið, sem gildi tók þann 3. janúar sl., myndi halda þangað til friðargæslu- sveitimar kæmu. „Það er hagsmun- amál allra þeirra sem aðild eiga að málinu," sagði hann. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til við öryggisráðið að allt að fjórtán þúsund manna friðar- án tafar. Enn hefur ekki verið geng- ið frá því hvenær sveitirnar verða sendar til landsins. Sex þúsund manns hafa fallið í borgarastyijöldinni í Júgóslavíu sem hófst í kjölfar þess að lýðveld- ið Króatía lýsti yfir sjálfstæði í júní í fyrra. Alls hafa nú 45 ríki viður- kennt sjálfstæði þess. Þýskir stríðsglæpamenn í Suður-Ameríku: Efasemdir um upplýsinga- gildi skjala Argentmumanna Josef Mengele eða „Helmut Gregor“ í Argentínu. FYRIR rúmum tveimur vikum lýsti Carlos Menem, forseti Arg- entínu, því yfir að hann hygðist svipta hulunni af leyniskjölum Argentínumanna um þýska stríðsglæpamenn sem sest höfðu að í landinu eftir siðari heimsstyrjöldina. „Argentína gerir upp skuld sína við heims- byggðina," sagði forsetinn við þetta tækifæri. Óteljandi sögu- sagnir, margar þeirra mjög ævintýralegar, hafa verið í gangi um þýska nasista í Suður- Ameríku, sem tókst að forða sér frá Þýskalandi í ringulreiðinni í styijaldarlok, og vakti því þessi ákvörðun Argentínufor- seta mikla athygli. Það er hins vegar óvist hvort að þau gögn sem nú verða gerð opinber muni svo nokkru nemi draga fram í dagsljósið nýjar upplýs- ingar um afdrif þýskra stríðs- glæpamanna sem hurfu spor- laust árið 1945. Meðal þeirra sem talið er að hafi komist yfir Alpana til Ítalíu og þaðan áleiðis til Suður-Ameríku á fölsuðum vegabréfum eru menn á borð við Adolf Eichmann, Klaus Barbie, Josef Mengele, Walter Rauff og Josef Schwammberger, en allir gegndu þeir lykilhlutverki í helför nasista á hendur gyðingum. Til margra hefur þegar náðst og þeir verið látnir svara til saka fyrir glæpi sína. Meðal þess sem kemur fram í argentínsku skjölunum er að Juan Peron, sem síðar varð leiðtogi Arg- entínu, gegndi lykilhlutverki í að aðstoða þýsku flóttamennina. Á hann að hafa útvegað 2.000 óút- fyllt argentínsk vegabréf sem Þjóð- vetjamir gátu notað til að byggja upp nýjan „persónuleika“. Þessu hefur raunar núverandi innanríkis- ráðherra Argentínu, José Luis Manzano, mótmælt og heldur því fram að allir þeir sem komu til landsins hafi þegar haft vegabréf frá fiauða krossinum undir hönd- um. Því trúa hins vegar fáir. Peron var mikið í mun að fá aðgang að þýskum tækni- og hernaðarsér- fræðingum og hafa nýverið verið færðar sönnur á að aðalræðismað- ur Argentínu í Kaupmannahöfn lét hundruð Þjóðveija fá fölsuð vega- bréf svo að þeir gætu haldið áleið- is til Buenos Aires. Alls hafa Argentínumenn gert opinberar sjö möppur úr hirslum alríkislögreglunnar með gögnum um þýska stríðsglæpamenn og fjalla tvær þeirra einvörðungu um Josef Mengele sem gerði óhugnan- legar „tilraunir" á þúsundum gyð- inga í Auschwitz-útrýmingarbúð- unum. í fyrri Mengele-möppunni eiga að vera alls 175 blaðsíður en blaðsíðurnar 105-124 svo og blað- síðu 143 vantar. Voru þær fjar- lægðar i nóvember 1971. Engin gögn vantar í síðari möppuna. I skjöiunum um Mengele kemur fram að hann kom til Argentínu í inaí árið 1949 með gufuskipi. Hann var með vegabréf frá Rauða krossinum sem sagði hann vera ítala. í nóvember 1956 krafðist hann hins vegar að fá útgefið fæðingarvottorð sem sýndi þýskan uppruna hans og varð þýska sendi- ráðið í Buenos Aires við þeirri beiðni. Ferðaðist hann margsinnis til Þýskalands með nýju skjölunum undir nafninu Helmut Gregor. Það var ekki fyrr en árið 1959 að þýsk lögregluyfirvöld fóru að lýsa eftir stríðsglæpamönnum en beiðni þeirra um að fá Mengele framseldan var vísað á bug vegna „tæknilegra galla" á umsókninni. Þegar forseti Argentínu, Arturo Frondizi, kom í opinbera heimsókn til Þýskalands árið 1960 kröfðust Þjóðveijar þess enn á ný að Meng- ele yrði framseldur en Argentínu- menn kröfðust þá sannana íyrir því að hann hefði í raun framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Mengele virðist ekki hafa óttast um öryggi sitt í Argentínu fyrstu árin og það var ekki fyrr en ísra- elska leyniþjónustan rændi Adolf Eichmann á götu í Buenos Aires að hann fluttist tímabundið til Paraguay. Því hefur verið haldið fram að Mengele hafi drukknað í sjónum fyrir utan Sao Paulo þann 7. febrú- ar árið 1979 þó margir hafi orðið til að draga það í efa jafnvel eftir að lík hans var grafið upp og rann- sakað árið 1985. Nú hefur hins vegar sonur hans, Rolf, sem starfar sem lögmaður í Freiburg, sagst vera reiðubúinn að láta taka úr sér blóðprufu og bera saman litninga hans og beinagrindar Mengele. Hið rétta í málinu ætti því að verða leitt í ljós innan skamms. Upplýsingar um marga aðra stríðsglæpamenn er að finna í arg- entínsku skjölunum en sérfræðing- ar telja óvíst að þau muni leiða neitt nýtt í ljós. Nasistaveiðarinn Simon Wiesenthal telur líklegt að í þeim séu upplýsingar um einstök atriði sem geti verið mikilvæg við réttarhöld en segist þó vera viss um að argentínskir embættismenn hafi fjarlægt allar verulega bita- stæðar upplýsingar. Alfred Streim, sem er yfirmaður þeirrar stofnunar í Þýskalandi sem vinnur að því að upplýsa stríðsglæpi nasista vonast einnig til að í skjölunum komi fram hveijir hafi aðstoðað við flóttann og hveijir hafi skotið skjólshúsi yfir nasistana í Suður-Ameríku. Byggt á Der Spiegel. TILBOÐ Á ÞREK- OG ÆFINGATÆKJUM Æfingastöð KETTLER CLASSIC. Frábær æfingastöð með fjölda æfinga á mjög góðu verði. Verð án lóða: Verð aðeins kr.........35.700,- Staðgreitt kr..........33.600,- Þrekstigi frá KETTLER, V- Þýskalandi, meðtölvumæli. Verð aðeins kr....23.715,- Staðgreítt kr.....22.320,- Ótrúlegt verð á æfinga- bekkjum með fóta- og flugu- æfingum og 50 kg. lóða- setti. Verð aðeins kr.....17.790,- Staðgreitt kr......16.900,- Einnig frábær tilboð á öðrum þrek- og æfingatækjum, svo sem riml- um, fjölnotatækjum, handlóðum, sippuböndum og æfingastöðvum. VARAHLUTIR 0G VIÐGERÐIR. VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐ í MARKINU. Fjölnotatæki - 16 æfingar frá KETTLER V-Þýskalandi. Róður, bekkpressa, arm- réttur, armbeygjur, hné- beygja, o.fl. Verð aðeins frá kr.. 17.250, Staðgreitt kr.16.380, GREIÐSLUKORT OG GREIÐSLUSAMIMINGAR. ÁRMÚLA 40 - SÍMI 35320 Frábær þrekhjól frá KETTLER V-Þýskalandi. Verð aðeins frá kr.. 13.515,- Staðgreitt kr.....12.720,- Kerslunin AAA HEILSUDAGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.