Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992
Blómlegt mannlíf í Reykjadal:
Húsmæðurnar fjöl-
menna í söngtíma
Laugum, Reykjadal.
FÉLAGSSTARF hefur verið mjög gott hér í dalnum í vetur að
vanda. Ungmennafélagið Efling er fyrirferðarmikið í félagsstarf-
inu, en á vegum þess eru m.a. brids-æfingar á þriðjudagskvöldum
og í janúar hófust dansæfingar þar sem menn rifja upp gömlu
dansana, m.a. fyrir þorrablótin.
Kvenfélag Reykdæla hefur m.a.
haldið konfekt og keramiknám-
skeið, basar o.fl. og hefur þátttak-
an verið góð. Hjálparsveit skáta
er einnig starfandi í sveitinni, og
heldur hún fundi reglulega og var
einnig með skyndihjálparnámskeið
í janúar.
Tónlistarskóli er starfandi í
Reykjadal með 63 nemendum. Þar
er kennt á hin ýmsu hljóðfæri, s.s.
píanó, gítar, bassa, fiðlu, harmó-
nikku, flautur, o.fl., auk þess sem
söngkennsla hófst í vetur og hafa
húsmæður í dalnum fjölmennt í
sönginn. Leikskólakrakkamir
mæta einnig einu sinni í viku í
tónlistarskólann og hefur sú ný-
breytni gengið mjög vel að sögn
Björns Þórarinssonar skólastjóra.
Þá er starfandi kór innan tónlist-
arskólans, auk þess sem dans-
hljómsveitin Frænka hreppstjórans
er starfandi í •sveitinni. Tóniistar-
skólinn heldur tónleika á haustin
og eru þeir ávallt fjölsóttir. Kirkju-
skólinn hefur einnig verið starf-
ræktur í vetur í Einarsstaðarkirkju
undir stjórn séra Kristjáns Vals
sóknarprests.
íþróttir- og heilsurækt eru einn-
ig mikið stundaðar, enda íþróttaað-
Mývatnssveit:
Tvö lömb
fundust í Búr-
fellshrauni
Björk, Mývatnssveit.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag fann
maður sem var á ferð austur í
Búrfellshrauni tvö lömb sem ekki
komu af fjalli síðastliðið haust.
Ekki tókst honum að handsama
lömbin, enda voru þau eldstygg. Á
mánudag fóru tveir menn með hunda
að leita lambanna. Fljótlega fundust
þau og gekk vel að koma þeim inn
í bíl sem þeir voru með og flytja til
byggða. Eigendur lambanna eru Árni
Halldórsson í Garði og Eyþór Péturs-
son í Baldursheimi. Lömbin líta mjög
vel út og er ekki að sjá að þau hafi
liðið neinn skort í vetur.
Kristján
staðan hér mjög góð. Ungmenna-
félagið er með æfingar í fijálsum
íþróttum og fótbolta og leikskóla-
krakkarnir fá líka sinn tíma. Á
mánudagskvöldum er „old-boys“
æfing í fótbolta og konur eru í lík-
amsrækt tvisvar sinnum í viku.
Innan ungmennafélaganna er
starfandi leiklistardeild og hefur
hún áformað að hefja leikæfingar
nú í febrúar. Hið árlega þorrablót
var haldið á Breiðumýri 8. febrúar.
Eins og sjá má er í nógu að
snúast hér í dalnum og mikið að
gera hjá okkur sveitarvörgum.
- U.V.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nuddstofa
Ingu stækkar
Nuddstofa Ingu, sem Ingibjörg
Ragnarsdóttir, löggiltur sjúkra-
nuddari, rekur í KA-heimilinu
við Dalsbraut, hefur verið
stækkuð mikið og endurbætt,
en starfsemin var flutt úr bílskúr
við Espilund í KA-heimilið um
áramót. „Eg ákvað að stækka
við mig þegar aðrir eru að draga
saman seglin," sagði Ingibjörg.
Á nuddstofunni starfar nú gesta-
nuddari frá Júgóslavíu, Iztok
Race, og verður hann á stofunni
næstu vikur, en auk þess hefur
Ingibjörg einnig tekið nema í
greininni þannig að um þessar
mundir eru starfsmennimir þrír.
Á stofunni er nuddpottur, gufu-
bað og ljósalampar svo eitthvað
sé nefnt og segir Inga að heil-
mikið sé að gera.
Folda hf., Akureyri,
auglýsir breytingar á símanúmerum
frá og með mánudeginum 17. febrúar 1992:
Folda hf., Gleráreyrum, Akureyri.
Bréfasími: (96) 2 72 95.
Beinir símar:
- Heildsala . 2 14 91
— 2 14 96
- Skrifstofa . 2 19 01
— 2 19 02
— 2 19 00
- Fatadeild:
- Smávörulager (Hekluhús).. . 2 18 05
- Prjónasalur . 2 18 08
- Vefdeild . 2 18 06
Verksmiðjuverslun . 1 11 67
Geymið þessa auglýsingu.
Leikklúbburinn Saga frumsýnir „Tíu litla negrastráka" á fimmtudagskvöld. MorKunblaðlð/Runar
Leikklúbburinn Saga:
Negrastrákamir frumsýndir
LEIKKLÚBBURINN Saga frumsýnir leikritið „Tíu litlir negra-
strákar" eftir Agötu Cristie í Dynheimum annað kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 20. febrúar kl. 20.30. Leikstjóri er Felix Bergsson,
en alls taka 18 manns þátt i sýningunni.
Leikklúbburinn Saga var stofn-
aður árið 1976 af Sögu Jónsdótt-
ur og Þóri Steingrímssyni. Leik-
kiúbþurinn hefur síðan sett upp
eina sýningu á hveiju ári, að einu
ári undanskyldu.
Árið 2982 hóf Saga samstarf
við danskan leikklúbbinn Ragn-
arrock þegar klúbburinn var á
ferð með sýninguna „Önnu Lísu“
í Danmörku. Ári seinna koma
Ragnarrock til Akureyrar með
sýningu og upp úr því var efnt
til samnorræns leikrits, Fenris,
sem ferðast var rneð um Norður-
löndin árið 1985. í framhaldi kom
Fenris II, sem einnig var farið
með um Norðurlöndin árið 1989
og ári seinna til Síberíu þar sem
leikhópurinn Stúdía bættist í hóp-
inn. Nú er Fenris III í bígerð og
stefnt er að leikferð árið 1994. A
milli Fenrisferðanna var farið til
Þýskalands með sýninguna
„Grænjaxla".
I ár er 15. leikár Leikklúbbsins
Sögu og í tilefni þess verður sér-
stök afmælissýning á „Tíu litlum
negrastrákum" laugardaginn 22.
febrúar kl. 16 í Dynheimum og
verður öllum gömium og nýjum
Sögufélögum boðið á þá sýningu.
Atvinnuástand á Húsavík svipað og undanfarin ár:
Fj ölgar í þjónustu en
fækkar í framleiðslu
Húsavík.
ATVINNUÁSTAND á Húsavík
í janúarmánuði var svipað og
síðastliðið ár. Skráðir voru at-
vinnulausir í mánaðarlokin 65
en 1991 62. En á öllu svæði
Vinnumiðlunar Húsavíkur voru
skráðir alls 145 atvinnulausir
og eru það fleiri en verið hafa
undanfarið og útborgun at-
vinnubóta í janúar nam alls um
8,5 millj. króna, sem er hærri
fjárhæð en áður hefur verið
greidd.
Síðia hvers árs hefur Húsavík-
urbær gert atvinnumálakönnun,
sem miðuð er vð fyrsta október
og kemur þar ýmislegt fróðlegt
fram.
Á síðasta ári voru atvinnurek-
endur á Húsavík 157 og hafði þeim
fækkað um 7 á árinu. Heild-
arstarfsmannafjöldi reynist vera
1.002 og hafði fækkað á árinu um
20 störf og öll í fiskvinnslu. En í
þjónustugreinum fjölgaði um 13
störf.
Þróunin hefur hér orðið sú að
alltaf fjölgar í þjónustugreinum en
þeim fækkar sem vinna að fram-
leiðslunni, sem sjá má á eftigreind-
um tölum, ef bomar eru saman
tölur frá árunum 1965 og svo aft-
ur síðastliðið ár. Árið 1965 unnu
við fiskveiðar og úrvinnslu fiskjar
35% Húsvíkingar en á síðasta ári
24%. Að iðnaði unnu þá 32% en
nú 19% en við ýmiskonar þjónustu-
störf unnu 33% en nú 57%. hefðbundnum fiskimiðum og kvót-
Hér ráða bæði breytingar á þjóð- askerðing.
félagsháttum og svo aflaleysi á - Fréttaritari
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vann í teiknimyndasamkeppni
Jón Hjörleifur Stefánsson nemandi í Oddeyrarskóla á Akureyri vann í
teiknimyndasamkeppni sem Flugleiðir efndu til í tilefni af komu Ásdís-
ar, fyrstu Fokker 50 flugvélar félagsins en hún lenti sem kunnugt er á
Akureyrarflugveili á laugardag. Samkeppnin fór fram á meðal nemenda
í 5. bekk grunnskóla á Norðuriandi, en samskonar keppni mun einnig
fara fram á meðal 5. bekkinga í öðrum landshlutum. í verðlaun hlaut
Jón Hjörleifur helgarferð fyrir sig og foreldra sína til eins af áfangastöð-
um Flugleiða innanlands. Mynd hans verður sett upp í flugstöðinni á
Akureyri. Myndin var tekin er Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða
tilkynnti um úrslitin við komu Ásdísar á laugardag, en auk hans eru á
myndinni verðlaunahafinn Jón Hjörleifur Stefánsson og Sigurður Helga-
son forstjóri Flugleiða sem heldur á myndinni.