Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 25 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: 59% útvegsfyrirtækja eru á gjaldþrotabraut Sj ávar útvegur inn rekinn með 4% halla, fiskvinnslan 8% halla við aðrar þjóðir og treysta lífskjörin hér á landi. Sérstækar aðgerðir yrðu ekki á vegum opinberra aðila og því yrði ekki undan því vikist að taka á þessum grundvallarvanda. Ríkis- stjómin hefur ákveðið að fela nefnd um endurskoðun fiskveiðistefnunn- ar og mótun nýrrar sjávarútvegs- stefnu frekari könnun á stöðu sjáv- arútvegsins og gera tillögur til úr- bóta til lengri tíma. Ráðherra segir að endur- skoða þurfi skylduspamað - félagsmálaráðherra svarar Kristni H. Gunnarssyni KRISTINN H. Gunnarsson (Ab-Vf) gerði fyrirspurn síðastliðinn fimmtu- dag um innheimtu á skyldusparnaði ungmenna. Það er Ijóst að Hús- næðisstofnun rikisins hefur ekki úrræði til að knýja fram greiðslur eða upplýsingar í samræmi við lög og reglugerðir. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra vil endurskoða þessi mál, m.a. í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á útlánastarfsemi Byggingarsj óðs ríkisins. Morgunblaðið/KGA Ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson á Alþingi í gær. MEIRIHLUTI sjávarútvegsfyrir- tækja, eða 59% þeirra, eiga við núverandi aðstæður ekki fyrir afborgunum og vöxtum og eru á beinni gjaldþrotabraut, sam- kvæmt mati nefndar skipaðri af sjávarútvegsráðuneytinu um endurskoðun fiskveiðistefnunnar og mótun nýrrar sjávarútvegs- stefnu, sem byggir á framreikn- aðri greinargerð sem Þjóðhags- stofnun gerði um greiðslu- og skuldastöðu fyrirtækja í sjávarút- vegi árið 1990. Samkvæmt grein- argerðinni áttu 45% fyrirtækja í sjávarútvegi i verulegum greiðsluerfiðleikum árið 1990. Sjávarútvegurinn er rekinn með 4% tapi, þar af fiskvinnslan með 8% tapi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra í umræðu utandagskrár á Alþingi um atvinnumál í gær. „H.ér er um að ræða yfir 200 fyrir- tæki í sjávarútvegi sem eiga við erf- iðleika af þessu tagi að etja. í úrtak- inu, sem eru rúmlega 140 fyrirtæki, eru um 85 fyrirtæki sem eiga við þessa erfiðleika að etja,“ sagði Þor- steinn. Á milli 50-60 milljarða króna vantar upp á til að útgerðarfyrirtæki landsins hafi verið rekin með eðlileg- um hætti og haft eðlilegan hagnað síðastliðinn áratug. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hagfræðistofnun- ar Háskóla íslands á afkomu útgerð- arfyrirtækja sl. áratug sem sjávarút- vegsráðherra hefur nýlega borist. Ráðherra gerði ríkisstjóminni grein fyrir þessum niðurstöðum á ríkis- stjómarfundi í gær. Hann hefur ósk- að eftir því við Hagfræðistofnun Háskólans að hún geri samskonar úttekt á rekstri fiskvinnslunnar á liðnum áratug. HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur samið lagafrumvarp um inn- heimtu skylduspamaðar. Að sögn Kristins H. Gunnarssonar (Ab-Vf), stjórnarmanns í húsnæðismála- stjórn, gerir fmmvarpið m.a. ráð fyrir því að fé skyldusparanda verði ávallt tryggt að fullu, þrátt fyrir hugsanleg vanskil launa- greiðanda. Þetta fmmvarp virðist ekki hafa borist félagsmálaráðu- neytinu. Húsnæðismálastjórn sendi síðastl- iðinn október til félagsmálaráðuneyt- isins frumvarp til laga um breytingar á lagaákvæðum um innheimtu skyld- uspamaðar og ríkisábyrgð. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf), stjómar- maður í húsnæðismálastjóm, segir ástæður fýrir gerð þessa frumvarps vera m.a. að margir skyldusparendur hafi glatað vemlegu sparifé vegna gjaldþrota launagreiðenda. Lög um ríkisábyrgð á launum hafi ekki náð að tryggja endurgreiðslu sparifjárins, nema að hluta, en hann vissi þess dæmi að öll krafa skyldusparandans hafi fallið utan ríkisábyrgðar. Krist- inn H. Gunnarsson lagði sérstaka áherslu á það i samtali við Morgun- blaðið að ungmennum væri með laga- boði gert að spara. Það væri réttlæt- ismál að tryggja rétt skyldusparanda að fullu með endurgreiðslu úr ríkis- sjóði, ef launagreiðandinn brygðist. Að sögn Krístins H. Gunnarssonar gerir framvarpið ráð fyrir því að ef launagreiðandi standi ekki skil á skylduspamaði, sem hann hafi tekið af launum starfsmanns sins, geti launþegi að liðnum tveimur mánuð- í máli sjávarútvegsráðherra kom fram að samkvæmt athugun Þjóð- hagsstofnunar á rekstrarstöðu sjáv- arútvegsfyrirtækja í byijun þessa árs miðað við rekstrarskilyrði í byrj- un janúar er sjávarútvegurinn í heild rekinn með 4% tapi. Útgerðin er rekinn með 2% hagnaði, sem er fyrst og fremst hagnaður af rekstri frysti- togaranna. Tap er hins vegar á rekstri bátaflotans. Fiskvinnslan er rekin með 8% halla, bæði frysting og söltun. „Hér er um mjög alvarleg- ar tölur að ræða en tjl viðbótar er á það að líta að við megum frekar vænta þess að verð lækki á mörkuð- um á næstu árum en að það hækki. Ég hef fengið minnisblað frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva þar sem reynt er að meta væntanlegar verð- breytingar á næstu mánuðum og þar kemur fram að að mati Samtaka fiskvinnslustöðva er gert ráð fyrir því, miðað við óbreytt framboð á fiski, að verðlækkanir á botnfiskaf- urðum á næstu 6-8 mánuðum verði 4-6%. Ef verðþróun verður með þess- um hætti verður hallarekstur sjávar- útvegsins á þessu ári enn meiri en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir. í heild gæti hallarekstur sjávarút- vegsins, ef þessar svartsýnu spár ganga eftir, orðið 7-8%, og halli af fiskvinnslunni gæti orðið 12-13%,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að íslendingar hefðu í a.m.k. tvo áratugi búið við grand- vallarskekkju í íslenskum þjóðarbú- skap þar sem of lítið væri gert úr stöðu framleiðslunnar en of mikið vægi lagt á neysluna. Viðvarandi viðskipahalli væri hérlendis, hagn- aður og afskriftir fýrirtækja 10 hundraði minni en í OECD-löndun- um og taka yrði á þessum grandvall- arvanda ef við ætluðum að halda í um frá útborgun launa óskað eftir innlausn kröfunnar hjá félagsmála- ráðuneytinu eða þeim aðila serh ráðu- neytið hefur samið við um að annast slík mál. Sinni launagreiðandi ekki áskoran um að greiða skuldina skal krafan innleyst og skuldin greidd úr ríkissjóði inn á reikning skylduspar- anda hjá Byggingarsjóði ríkisins, enda liggi fyrir framsal skylduspar- anda á kröfunni til ríkisjóðs. Þetta skal gera innan fjögurra mánaða frá því að krafa launþegans var sett fram. Krafan skal studd gögnum um íjárhæð hennar og gjalddaga, s.s. launaseðlum. Lagaframvai-pið mun gera ráð fyr- ir því að heimilt verði að greiða kröf- ur vegna skylduspamaðar sem fallið hafa í gjalddaga eftir 1. júlí 1987. Ekki skipti máli í því sambandi hvort bú launagreiðanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta eður ei. Á innleysta skyldusparnaðarkröfu ríkissjóðs falla 7,5% viðurlög við inn- lausnina. Á kröfuna reiknast síðan dráttarvextir, eins og þeir eru ákveðnir hvetju sinni. Kröfu skyldu- sparanda vegna vangreidds skyldu- spamaðar og kröfu ríkissjóðs vegna innleystrar skyldusparnaðarkröfu fylgir lögtaksréttur. Jóhanna Sigurðardóttur félags- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að eftir athugun og könnun í ráðuneytinu virtist sem svo að þetta framvarp hafi ekki borist ráðuneytinu. Félagsmálaráðherra var því ekki reiðubúinn til að tjá sig svona snarhendis um efni frumvarps- ins. En hún sagði að hún hefði í ágúst síðastliðnum farið fram á til- í fyrirspumartíma síðastliðinn fimmtudag benti Kristinn H. Gunn- arsson á að lög kveða á um að ung- menni „skuli“ spara en einnig kveði lög á um að Húsnæðisstofnun eða innlánsstofnun sem hún semur við „skuli annast innheimtu á skyldu- spamaðinum og ennfremur sé launa- greiðanda „skylt“ að halda eftir skyldusparnaði og skila til Húsnæðis- stofnunar. Kristinn spurði félags- málaráðherra um hver væra vanskil launagreiðenda sundurliðuð eftir kjördæmum og hve mikið af þeim væra eldri en sex mánaða. Kristinn lögur um heildarendurskoðun á fyrir- komulagi skylduspamaðar og þær tillögur hefðu ekki enn borist. Nýlega hefðu tilmæli hennar verið ítrekuð og vænti hún tillagna mjög fljótlega. dómsmálaráðherra. I athugasemd- um segir að fyrirmynd frumvarpsins sé einkum dönsk skaðabótalög frá 1984. Markmið þess er að endurbæta reglur um ákvörðun bóta fyrir tjón á mönnum, þar á meðal tjón vegna missis framfæranda. Að færa til nútímahorfs reglur um tengsl skaða- bótaréttar og annarra bótaúrræða. Að setja lagaákvæði sem gera dóm- stólum kleift að taka eðlilegt tillit til hagsmuna þeirra sem valda tjóni eða bera af öðram ástæðum skaða- bótaábyrgð. Auk þess era í frum- spurði einnig um hvemig væri fylgst með því að launagreiðendur gerðu skil á skylduspamaðinum? Og enn- fremur hvort félagsmálaráðherra hyggðist beita sér fyrir aðgerðum sem tryggðu betri skil á skylduspam- aði innan sex mánaða frá útborgun launa? Það kom fram í svari félagsmála- ráðherra að samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins vora vanskil 20. janúar 1992 vegna skyld- usparnaðar ungmenna 25,4 milljónir króna. Þar af væra um 22,7 eða um 89% vegna vanskila sem væra eldri en 6 mánaða. Ekki var merkjanlegur munur á vanskilum milli kjördæma. Félagsmálaráðherra upplýsti að Hús- næðisstofnun hefði engin ákveðin úrræði til að knýja fram greiðslur í samræmi við lög og reglugerðir ef upplýst væri um vanskil. Hér væri um að ræða afleidda lögtaksheimild, stofnunin óskaði opinberrar rann- sóknar á meintum vanskilum. Lög- taksbeiðnir byggðust svo til ein- göngu á upplýsingm frá launþegum, staðfestum með launaseðlum eða launamiðum.„Stofnunin hefur að lögum engar heimildir til að knýja fram upplýsingar frá launagreiðend- um eða frá skattayfirvöldum um það varpinu ákvæði um skiptingu bóta- réttar milli aðila, sem bera ábyrgð vegna sama tjóns, aðilaskipti að bótakröfu o.fl. Bjarni Þórðarson tryggingafræð- ingur vann ýmsa útreikninga, sem stuðst _var við er frumvarpið var samið. I fylgiskjölum, sem því fylgja, eru ýmis samanburðardæmi um skaðabætur í Danmörku (og Svíþjóð) og skaðabætur hér á landi, annars vegar miðað við gildandi lög og regl- ur og hins vegar miðað við framvarp- ið. Fyrsta dæmið er um 52 ára full- trúa sem slasast mjög alvarlega í umferðarslysi (sköddun á heila, lö- mun ganglima). Samtals bætur í hvort eða hvar fólk á skylduspamað- araldri er að störfum eða hver skil ættu að vera í krónum talin. Það er því fyrst og fremst launþeginn sjálf- ur sem verður að fylgjast með því hvort skil hafi verið gerð frá launa- greiðanda." Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fór ekki dult með þá skoðun sína að hún teldi að endur- skoða þyrfti núverandi fyrirkomulag skylduspamaðar ungmenna og væru _ þau mál til athugunar á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. „í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á útlánastarfsemi Byggingar- sjóðs ríkisins er nauðsynlegt að at- huga sérstaklega stöðu skylduspam- aðarins og hlutverk hans í framtíð- inni.“ Ráðherra kvaðst hafa óskað eftir tillögum frá húsnæðismála- stjóm um breytingar á núverandi skipan skylduspamaðar ungmenna en svar ekki en borist." Fyrirspyijandi taldi nú vera upp- lýst að þessi mál væru ekki í því horfi sem þyrfti að vera. Það væri staðreynd að í fjölmörgum tilvikum væri launþegum á skylduspamaðar- aldri kunnugt um vanskil launagreið- andans en veigraðu sér við aðgerð-'r- um, teldu sig vera í erfíðri stöðu til aðgerða. Kristinn sagði það líka vera með öllu óásættanlegt að ríkisábyrgð á þessum greiðslum gæti rannið út. Kristinn H. Gunnarsson taldi að hús- næðismálastjóm hefði fyrir nokkru sent félagsmálaráðuneyti framvarp til laga um skipan þessara mála. Danmörku væru 16,6 m.kr., sam- kvæmt gildandi lögum hér 13,3 m.kr., og samkvæmt ákvæðum frumvarpsins 18,1 m.kr. Fyrsti kafli laganna ber yfirskrift- ina Bætur fyrir líkamstjón og fjallar m.a. um líkamstjón, sem veldur ekki dauða, tímabundið atvinnutjón, þjáningar, varanlegt mein, varan- lega örorku, Örorkunefnd, missir framfæranda, bætur til maka, bætui' til bams o.fl. Annar kafli fjallar um skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem vátrygging tekur ekki til, m.a. um skaðabótarétt ríkissjóðs, sveitarfé- lags eðá annars opinbers aðila sem hafa hagsmuni sína í eigin áhættu. Þriðji kafli tekur til bótaábyrgðar starfsmanns og skiptrar bótaábyrgð- ar. Fjórði kafli kveður á um gildi-' stöku 1. júlí 1992. Framvarpið með athugasemdum og fylgiskjölum er 64 blaðsíður. Frumvarp um tryggari inn- heimtu skylduspamaðar - kannast ekki við þetta frumvarp segir félagsmálaráðherra Stjórnarfrumvarp til skaðabótalaga: Bætur fyrir meiðsl miðaðar við getu til að afla vhmutekna Fyrirmyndin dönsk skaðabótalög frá 1984 FRAM HEFUR verið lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp til nýrra skaða- bótalaga í fjórum köflum og 29 greinum. Frumvarpið byggir meðal annars á fjárhagslegu (félagslegu) örorkumati, sem felur það í sér að metin eru til örorkustigs þau áhrif sem líkamsmeiðsli (eða geð- rænt tjón) hafa á fjárhag eða hæfni viðkomandi til að afla tekna með vinnu. Frumvarpið er samið af Arnljóti Björnssyni prófessor að tilhlutan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.