Morgunblaðið - 19.02.1992, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
Vesnia þessa voru mótmælín
eftir formenn
fjögnrra nem-
endaráða
Nú er kröfuganga grunnskóla-
nema nýafstaðin og eggjakastið
mikla, en þegar litið er um öxl
finnst okkur að eitthvað hafí
gleymst — nefnilega ástæðan fyrir
göngunni, en hún virðist algjör-
lega hafa fallið í skuggann á
ómerkilegum uppátækjum nokk-
urra einstaklinga. Gangan var að
sjálfsögðu ekki farin til að óvirða
háttvirtan menntamálaráðherra
heldur til þess að mótmæla fyrir-
huguðum niðurskurði í mennta-
kerfinu. Góð menntun er hom-
steinn í góðu þjóðfélagi. Þó að
nauðsyn sé að spara á mörgum
sviðum er það skammsýni að spara
í menntakerfínu. Það leysir engan
vanda heldur frestar honum að-
eins: Fái unga kynslóðin ekki nóga
menntun verður hún ekki fær um
að stjóma þessu landi og takast á
við þann vanda sem því fylgir.
í upphafi fóm mótmælin mjög
kurteislega fram, en það er mis-
jafn sauður í mörgu fé og þegar
líða tók á gönguna fór að bera á
svörtu sauðunum. Okkur fínnst
að þessir örfáu einstaklingar hafí
fengið langtum meiri athygli en
þeir verðskulda. Þegar fjölmiðlar
vom búnir að fjalla fram og til
baka um þessar ósvífnu persónur
vom allir krakkamir í kröfu-
göngunni dæmdir eggjakastarar.
Það er eins og við manninn mælt,
að þegar unglingar eiga í hlut er
umfjöllunin annaðhvort neikvæð
eða engin.
Við urðum fyrir miklum von-
brigðum þegar menntamálaráð-
herra fullyrti í sjónvarpi, án þess
að færa nokkur rök fyrir máli sínu,
að kennarar standi á bak við mót-
mælin. Af þessu mætti draga þá
ályktun að háttvirtur ráðherra,
sem á að sjá um menntun unga
fólksins, viti ekki hvers unglingar
em megnugir.
Við lýsum því hér með yfir að
formenn nemendaráða gmnnskóla
á Stór-Reykjavíkursvæðinu áttu
hugmyndina að þessum mótmæl-
um og undirbjuggu gönguna án
þess að kennarar kæmu þar nokk-
uð við sögu.
Við vonum að þessi fullyrðing
menntamálaráðherra valdi því
„ Við lýsum því hér með
yfir að formenn nem-
endaráða grunnskóla á
Stór-Reykjavíkursvæð-
inu áttu hugmyndina að
þessum mótmælum og
undirbjuggu gönguna
án þess að kennarar
kæmu þar nokkuð við
sögu.“
ekki að fólk verði neikvætt í garð
kennara og haldi að þeir noti okk-
ur sem vopn í baráttunni fyrir sín-
um málstað. Það gæti orðið til
þess að sundra þeim hópi fólks sem
sýnt hefur mikla samstöðu gegn
framkomnum tillögum um breyt-
ingar á menntakerfinu.
Það vakti hjá okkur undrun á
útifundinum á Lækjartorgi er okk-
ar háttvirti menntamálaráðherra
lét þau orð falla, eftir að við höfð-
um lesið fyrir hann eftirfarandi
pistil, að það sem fram kæmi þar
væri allt rangt. Við birtum hér
umrætt ávarp og skorum á
menntamálaráðherra, Ólaf G. Ein-
arsson, að leiðrétta okkur og
fræða í leiðinni lesendur Morgun-
blaðsins um þetta mál.
,,Kæri menntamálaráðherra
Ólafur G. Einarsson.
Við undirritaðir nemendur í
Reykjavík, sem erum í 8., 9. og
10. bekkjum, erum mjög á móti
framkomnum tillögum til breyt-
inga á menntakerfinu.
Okkur fínnst að í þeim felist
niðurskurður á þeim mannréttind-
um sem grunnskólanemendur á
íslandi hafa notið og eiga að njóta.
Með því að setja lágmarkseink-
unn til að komast inn í framhalds-
skólana er verið að skerða rétt
allra nemenda til framhaldsnáms
frá því sem nú er.
Með því að fjölga í bekkjum,
troða í hveija kennslustofu, er
verið að draga úr aðstoð við nem-
endur, sem þurfa á henni að halda.
Við óttumst afleiðingamar af
því, ef kennarastöðum verður stór-
lega fækkað við grunnskóla lands-
ins, jafnframt því að sett er lág-
markseinkunn til inngöngu í fram-
haldsskóla.
Við sjáum ekki fram á það
hvemig við getum einbeitt okkur
í kannski 30 manna bekk.
Okkur finnst að það eigi að
skera eitthvað annað niður sem
ekki bitnar á framtíð íslands og
þáokkur.
í dag fáum við færri tíma en
við eigum rétt á. Samt á að taka
af okkur enn fleiri tíma. Ef þetta
verður samþykkt munu 6 ára börn
í dag fá um hálfu ári stytti mennt-
un en þeir sem nú eru að ljúka
10. bekk.
Við mótmælum þessum aðgerð-
um og skorum á þig menntamála-
ráðherra, Ólafur G. Einarsson, að
beita þér gegn þessum hugmynd-
um og standa þannig vörð um
réttindi grunnskólanema á íslandi
bæði til náms og menntunar."
Að lokum viljum við taka fram
til að koma í veg fyrir allan mis-
skilning, að kennarar eða aðrir
fullorðnir komu hvergi nálægt
gerð þessarar greinar.
F.h. formanna allra nemenda-
ráða og annarra grunnskólanema
á höfuðborgarsvæðinu:
Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir,
formaður nemendaráðs
Árbæjarskóla, Eva Dögg
Guðmundsdóttir, formaður
nemendaráðs Setjaskóla, Linda
Rós Alfreðsdóttir, formaður
nemendaráðs Fellaskóla, Kári
Sigurðsson, formaður
nemendaráðs Öiduselsskóla.
Röntgentæknir
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs vantar
röntgentækni til starfa sem fyrst eða nú í vor.
Deildin er búin nýjum röntgentækjum og eru
rannsóknir um 4000 á ári. Um er að ræða
80-100% stöðu með bakvöktum.
Vinsamlegast hafið samband við deildarrönt-
gentækni eða undirritaðan sem fyrst.
Framkvæmdastjóri.
KÍSILIÐJAN ?
REYKJAHLÍÐ VIÐ MÝVATN
Framkvæmdastjóri
Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að
ráða framkvæmdastjóra.
Kísiliðjan starfrækir verksmiðju, sem framleiðir
síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til út-
flutnings. Starfsmannafjöldi er 61. Afkoma
félagsins hefur verið góð og eiginfjárstaða er
mjög traust. Aðaleigendur Kísiliðjunnar eru
Ríkissjóður íslands (51%) og bandaríska fyrir-
tækið Celite Corporation (48,56%).
Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt, en er
aðallega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð,
ásamt stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri.
Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd fé-
lagsins og gætir hagsmuna þess út á við.
Leitað er að hæfum manni, helst með reynslu
í fyrirtækjastjórnun, sem tilbúinn er að tak-
ast á við krefjandi ábyrgðar- og stjórnunar-
starf. Góð kunnátta í ensku er skilyrði.
Skriflegum umsóknum um starf fram-
kvæmdastjóra ásamt upplýsingum um
starfsferil og menntun, skal merkja stjórn
félagsins og senda til Kísiliðjunnar hf., 660
Reykjahlíð, fyrir 24. febrúar nk. Umsóknum
skal skila á íslensku og í enskri þýðingu.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri,
vs. 96-44190, hs. 96-44129.
Pétur Torfason, stjórnarformaður,
vs. 96-22543, hs. 96-22117.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál og þeim svarað.
EÐALSTÁL HF.
Vestvör 11,
Kópavogi.
Ryðfrítt stál
Óskum að ráða, nú þegar, menn vana smíði
úr ryðfríu stáli. Aðeins duglegir og reglusam-
ir menn koma til greina.
Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum, ekki
í síma.
Eðalstálhf.,
Vesturvör 11, Kópavogi.
Sunnlendingar
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, verður með viðtalstíma fimmtudaginn
20. febrúar á bæjarskrifstofunum á Selfossi
frá kl. 15.00-17.00.
Þeir, sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma
við ráðherrann, geta látið skrá sig á skrifstof-
um Selfosskaupstaðar í síma 21977.
Iðnaðarráðuneytið,
viðskiptaráðuneytið,
12. febrúar 1992.
I.O.O.F. 9 = 1732198’/2 =
□ GLITNIR 599202197 - 1
I.O.O.F. 8 = 173219872 = 9.1.
I.O.O.F. 7 = 173219872 =
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
RF.GLA MIISTERJSRIDDARA
RMHekla
5.2.VS-FH-FL
19.2.-SPR-MT
IOGT
St. Einingin nr. 14
Fundur með þátttöku Þingstúku
Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30.
Hagnefndaratriði.
Félagar fjölmenniö.
Æ.T.
Fella- og Hólakirkja
Guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30.
Ræöumaður séra Guðmundur
Karl Ágústsson. Fyrirbænir.
Sönghópurinn Án skilyrða ann-
ast tónlist.
fSLENSKI
ALPAKLÚBBURINN
éSAMBAND ÍSLENZKRA
- KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma
á Háaleitisbraut 58 í kvöld
kl. 20.30.
Ræðumaður séra Jónas Gísla-
son, vfgslubiskUp.
Allir velkomnir.
Vetrarfjallamennsku-
námskeið ÍSALP
verður helgina 29. febrúar-
1. mars. Skráning fer fram á
Grensásvegi 5, 2. hæð, miðviku-
daginn 18. febr. kl. 20.30.
Umsjónarmenn verða Guð-
mundur Eyjólfsson, sími 677765
og Sigursteinn Baldursson, sími
36854.
Hörgshiíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00. /
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLOUGÖTU3 & 11798 19533
Fjölbreyttar ferðir og
félagsstarf
Áttavitanámskeið
Uppselt er á námskeiðið 19., 20.
og 27. febrúar, sem auglýst hef-
ur verið að undanförnu. Það er
einnig kynnt i nýju fréttabréfi
F.i. sem kemur út í vikunni. Ver-
ið er að athuga með nýtt nám-
skeið.
Vetrarfagnaður
Ferðafélagsins 7. mars
Félagar og aðrir, mætið vel á
vetrarfagnaðinn laugardaginn 7.
mars. Hann verður haldinn í
Básnum, Ölfusi. Frábær
skemmtun. Rútuferð úr bænum
kl. 18. Pantiö timanlega á skrif-
stofunni Öldugötu 3, símar:
19533 og 11798. Vinnudagur í
félagsheimili F.Í., Mörkinni 6, nú
á laugardaginn 22. febrúar. Sjálf-
boðaliðar óskast. Gullfossferð
kl. 10.30 og Kjalarnesgangan
4. ferð Id. 13 á sunnudaglnn
23. febrúar.
Þorrablót Hornstrandafara
22. febrúar
Við minnum Hornstrandafara
F.l. síðustu tveggja sumra á
þorrablót laugardaginn 22. fe-
brúar. Það verður haldið í veit-
ingasalnum við Bláa lónið. Brott-
för með rútu kl. 19.00 frá Hreyf-
ilshúsinu, Grensásv. Upplýs-
ingar veitir undirbúningsnefnd-
in: Guðmundur, sími 686114,
Guðrún, sími 46887, Gróa, sími
674018, Ágústa, sími 92-68206,
Andri, sími 72524 og Unnur, simi
21486.
Mætum síðan öll á vetrarfagnað
Ferðafélagsins 7. mars.
Ferðafélag íslands.
Í1ÚTIVIST
Hallveigarstíg 1, sími 14606
Helgin 21 .-23. febrúar
Góuferð f Bása
Kynnist Þórsmörk að vetri til.
Upplagt að taka gönguskíðin
með. Gist í góðu húsi.
Fararstjóri: Björn Finnsson.
Tindfjöll undir fullu tungli
Göngu- og skíðaferð. Gist ÍTind-
fjallaskála. Um 4 klst. gangur
upp í skálann. Fararstjóri: Þráinn
Þórisson.
Brottför kl. 20 f báðar f erðirnar.
Uppl. og miðasala á skrifstofu
Útivistar.
Sjáumstl
Útivist.