Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 27

Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 27 inn á sagnir Dananna og fékk harða refsingu, var doblaður í 3 tíglum og tapaði 800 og 12 IMP- stigum. A meðan fréttist að sveit Zia hefði unnið sveit Sally Horton 19-11 og á þessari stundu voru Danirnir því sigurvegarar. En í næstsíðasta spili leiksins sögðu og unnu Bjöm Eysteinsson og Magnús Ólafsson slemmu sem Danimir slepptu. íslendingunum tókst því að vinna leikinn 16-14 en það dugði þeim ekki til að fara upp fyrir Danina. Þá var aðeins eftir að sjá hvern- ig spilurum Keiluhallarinnar reiddi af, en þeir unnu einnig 16-14 og misstu því af verðlaunasætunum. Röð efstu sveitanna var þessi: 1. Zia Mahmood 188 2. ICL-Danmark 187 3. Sigurður Sverrisson 183 4. Keiluhöllin 180 5. Sally Horton 179 6. Metró 172 7. Steingrímur G. Kristjánsson 172 8. Novo Nordisk 171 9. ísland (heimsmeistararnir) 170 10. L.A.Café 169 Með Zia spiluðu Eric Rodwell, Larry Cohen og Neil Silverman. I dönsku sveitinni voru Jens Auken, Denis Kock, Steen Möller og Lars Blakset, og í sveit Sigurðar Sverris- sonar spiluðu auk hans, Sverrir Ármannsson, Bjöm Eysteinsson, Magnús Ólafsson, Karl SigurhjarL arson og Sævar Þorbjörnsson. í sveit Sally Horton spiluðu auk hennar Karen McCallum, Raymond Brock og John Pottage og í sveit Keiluhallarinnar spiluðu Jón Hjaltason, Sigfús Árnason, Svavar Björnsson og Sveinn R. Eiríksson. Alls tóku 64 sveitir þátt í Flug- leiðamótinu en gamla metið var 50 sveitir. Má væntanlega af þessu merkja aukinn bridsáhuga í kjölfar sigurs íslands á heimsmeistara- mótinu í Yokohama sl. haust. Þrátt fyrir þennan sveitafjölda gekk óvenju vel að raða sveitunum sam- an í hveija umferð en um keppnis- stjóm sáu Agnar Jörgensson, Kristján Hauksson, Elín Bjama- dóttir og Sigurður B. Þorsteinsson. Zia og Rodwell unnu bæði mót Bridshátíðar: Mér líður eins og á heima- velli þegar ég er á Islandi - sagði Pakistaniiui Zia Mahmood við verðlaunaafhendinguna í mótslok _____Brids____ GuðmundurSv. Hermannson ZIA MAHMOOD vann báðar keppnir Bridshátíðar 1992, fyrst tvímenningsmótið á laugardag og síðan Flugleiðamótið i sveita- keppni á mánudagskvöld eftir spennandi lokaumferð en fyrir síðasta leikinn áttu margar sveitir möguleika á að vinna Flugleiðamótið. „Menn spyija mig hvers vegna ég vinni alltaf mótin á íslandi þótt ég vinni engin önnur mót. Það er vegna þess, að á íslandi finnst mér ég orðið vera eins og heima hjá mér. Ekki aðeins vegna þess að ég á hér marga vini heldur einnig vegna þess að um leið og ég sest hér niður við spilaborðið byija allir að dobla mig og þá mér líður eins og í Pakistan,“ sagði Zia Mahmood eftir að hafa tekið við Flugleiðabik- amum fyrir hönd sveitar sinnar. Þetta er í fjórða sinn sem Zia vinn- ur Flugleiðabikarinn en hann hefur aldrei áður unnið tvímenningsmót- ið. Fyrir síðustu umferðina af tíu áttu fimm sveitir góða möguleika á að vinna sveitakeppnina. ICL- Danmark var efst með 174 stig, Zia var í öðra sæti með 169 stig, Sally Horton var í 3. sæti með 168 stig og Sigurður Sverrisson í 4. sæti með 167 stig. í þessari síð- ustu umferð spiluðu Zia og Horton, og Sigurður og ICL-Danmark sam- an. Fimmta sveitin, sveit Keilu- hallarinnar, var með 164 stig og Morgunblaðið/Amór Sveit Zia með Flugleiðabik- arinn. Frá vinstri eru Zia Mah- mood, Larry Cohen, Neil Silver- man og Eric Rodwell. átti að spila við hina dönsku sveit- ina á mótinu, Novo Nordisk. Leikur ICL-Danmark og Sigurð- ar var sýndur á sýningartöflu og var jafn framan af. Menn Sigurðar höfðu þó jafnan yfirhöndina þar til tveimur spilum var ólokið á sýning- artöflunni. Þá hætti einn þeirra sér Zia og Rodwell spila við Brock og Pottage i síðustu umferð sveitakeppninnar. Einstakt uppsláttarrit eftir Geir Viðar Vilhjálmsson 2.140 síðna alfræðibók í tveimur bindum kom út í þriðju útgáfu ný- verið, útgefin af Sambandi alþjóða- stofnana, Union of International Associations, B-1050 Braxelles, 40 Rue Washington, Bélgíu, í sam- vinnu við K.G. Saur, 1991. Enska heitið er Encyclopedia of World Problems and Human Potential. Undirbúningur fyrstu útgáfunn- ar fyrir næstum 20 áram fól í sér söfnun svara frá fjölmörgum aðil- um, sem annaðhvort létu alþjóðleg mál eða vaxtarmöguleika mannsins til sín taka. Árangur þessarar víðf- eðmu söfnunar upplýsinga, sem einnig náði til íslands, sá undirritað- ur ekki fyrr en fyrir tveimur áram á bókasafni erlendis. Þar lá frammi 2. útgáfan og var með ólíkindum hversu fjölþætt og ítarleg umfjöllun birtist í þeim köflum sem tími gafst til að kanna. Greinilegt að byggt var á upplýsingum frá fyrstu hendi, alþjóðafélögum, áhugastofnunum, þróunarsérfræðingum og úr heimi mannræktar, sálfræði, félagsvís- inda og andlegra mála. Þessi upp- stilling vandamála og mögulegra leiða til þess að leysa þau eða hindra er annað það sem gerir þetta rit einstakt. Hitt er magnið af upplýs- ingum og hugmyndum sem er að fínna í þessum tveimur bindum. í 3. útgáfunni eru tekin til um- fjöllunar yfír þrettán þúsund atriði tengd hnattrænum vandamálum og er fjallað þar um í fyrra bindinu. Þar á meðal eru öll stóru vistrænu, stjórnmálalegu og mannlegu vanda- málin, sem fólk kannast við úr fjöl- miðlunum. En fjöldi mála kemur þarna fram, sem vekja litla athygli venjulegra fjölmiðla, svo sem trúar- ofstæki, hjátrú, bæling, sköpunar- kraftar og uppfinningasemi. Sjón- arsviðið er breitt því inntak upplýs- inga kemur frá meira en 25.000 alþjóðafélögum og stofnunum, sem útgefandinn heldur skrár um og birtir sem heild í árbók. Seinna bindið tekur svo fyrir það brennandi viðfangsefni að kort- leggja sem nákvæmast hugmyndir um þróun mannsins frá mörgum heimshlutum og tímum. Þar er efn- inu safnað í fímm aðalkafla: Mannleg þróun = Human Devel- opement. Samræming þekkingar = Inte- grative Knowledge. Líkingamál og flokkanir = Metaphors and Pattems. Aðferðir við þróunarstökk = Transformative Approaches. Lífsgildi og viska mannsins = Human Values and Wisdom. Undir Mannlegri þróun er meðal annars fjallað um þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, en einnig þjálfun innsæis, sállækningar, and- lega leit, trúarleg og heimspekileg Geir Viðar Vilhjálmsson hugmyndakerfi. Sem dæmi um að greinargerðir ritsins kafa djúpt má taka að ein af flokkunarskrám verksins tekur til vel yfir þúsund tilvitnana til hugmyndatengsla talna, sem finna má í textum þessa meira en tvö þúsund og eitt hundr- að síðna rits. Þetta ritverk væri til mikifcs? stuðnings fyrir alla sem takast vilja á við að greina þverstæðufulla stöðu manrikynsins eða skynja marg- breytni menningarverðmætanna. Skólum og bókasöfnum gæti þetta upplýsingasafn gagnast sérstak- lega vel, sparað leitartíma og gefið hagkvæman aðgang að mikilli þekkingu um sálarlíf og hugvísindi. Höfundur er sálfræðingur. Frá íslendingum í Suðvestur-Þýskalandi Stuttgurt í janúar. Hinn árlegi fullveldisfagnaður Fé- lags íslendinga í Karlsrahe var hald- inn með sama sniði og undanfarin ár, sameiginlegur kvöldverður á veit- ingahúsinu Burghof og dans á eftir á stúdentaheimili, sem stóð til morg- uns að vanda. Formaðurinn, Steingrímur Gunn- arsson, leit ánægður yfir stóran hóp gesta, 112 manns, sem komu frá Karlsrahe og öðram borgum í ná- grenninu, Heidelberg, Freiburg, Stuttgart og víðar að. Eftir aðalrétt voru mörg ágæt skemmtiatriði sem fengu góðar undirtektir. Stöðugt fjölgar Islendingum í Karlsruhe, að- allega vegna samninga milli háskól- anna í Karlsruhe og Reykjavík um framhaldsnám fyrir verkfræðinga útskrifaða frá Háskóla íslands. Helg- ina á eftir var jólafagnaður í Karlsru- he. Sóttu hann 18 börn, 30 fullorðn- ir og svo jólasveinninn. Jólafagnaður í Stuttgart Um miðjan desember stóð Félag íslendinga í Stuttgart og nágrenni, FÍSN, formaður er nú Þóra Tómas- dóttir, fyrir jólafagnaði með íslenskri messu í safnaðarheimilinu í Birki- mannsweiler hjá Winnenden í boði Péturs Hotzelmanns (Pálssonar) prests þar. Jólafagnaður þessi hefur verið árlegur viðburður með sama sniði í 9 ár. Það var árið 1982 sem séra Pétur bauð íslendingum í fyrsta sinn í messu hjá sér og sýndi ásamt konu sinni handbrúðuleik í safnaðar- húsinu á eftir. Pétur var þá orðinn vel kunnur íslendingum hér. Hann talar reiprennandi og lýtalausa ís- lensku, hreimurinn er eins og hann sé íslendingur, sem hefur verið nokk- ur ár erlendis. Hann hefur í mörg ár sinnt prestsstörfum fyrir hinn litla hóp íslendinga í Stuttgart og ná- grenni, skírt börn og gefið saman í hjónabönd og alltaf talað jafnhliða á íslensku og þýsku. íslenskukunnátta hans er undra- verð, en hann bytjaði í menntaskóla að kynna sér íslensku. Veturinn 1951/52 var hann við nám í guð- fræðideild Háskóla íslands og kynnt- ist þá starfí KFUM, Friðriks Friðriks- sonar og Magnúsar Runólfssonar. Fyrsta messa hans var þýsk jóla- messa í Dómkirkjunni í Reykjavík 1951 á Þorláksmessu að beiðni Jóns Auðuns. Eftir þetta eina ár á íslandi hefur hann bara komið í stuttar heimsóknir til Islands, en staðið í bréfaskriftum á íslensku við ýmsa. Móðurmál hans er lágþýska, hann er fæddur og uppalinn í Fríslandi í Norður-Þýskalandi. Hann minnist þess að margt er sameiginlegt með lágþýsku og íslensku t.d. orðin tíð = tiden og minn = min. Hann lætur af prestsstörfum í september og flyst til Fríslands. Þetta var því síðasta íslenska messan í Birkmannsweiler. Orgelleikari var Kristinn Árni Emilsson frá Trossing- en og leikið var með á þijár fiðlur. Eftir messu var prestinum afhent bók með áritun biskups í kveðju- og þakkarskyni. Um 100 manns, þar af um 30 íslensk böm, sóttu messuna og jólafagnaðinn í safnaðarhúsinu. Það er eitt af verkefnum stjómar félagsins að athuga, hvort hægt verður að fá íslenskumælandi prest í jólamessu árið 1992. Næstu viðburðir Nú er verið að undirbúa þorrablót- ið í Gaststaette Waldheim í Stutt- gart 22. febrúar. Búist er við um 150 gestum, þorramat og íslenskri hljómsveit. : - Þar á eftir verður sameiginlegur 17. júní fagnaður félaganna í Suð- vestur-Þýskalandi á hestabúgarði í Marxzell-Burbach hjá Karlsrahe laugardaginn 20. júní. Þýsk-íslenska félagið’ i Stuttgart stendur fyrir ýms- um fyrirlestrum um ísland á næst- unni og heldur íslenska tónleika í Stuttgart 18. júní, en þá er frídaguj^- í Þýskalandi. Helgi B. Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.