Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992
t
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON
sjómaður,
áðurtil heimilis Vesturbergi 142,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, 17. febrúar.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn,
VILHJÁLMUR ÞÓR ÞORBERGSSON,
Vogagerði 27,
Vogum,
er látinn.
María Henley.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA EMILSDÓTTIR,
Kirkjubraut 22,
Njarðvík,
lést aðfaranótt 17. febrúar í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
frá Hryggjum, Mýrdal,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar
kl. 13.30.
Kristvaldur Eiríksson,
Guðbjörg Einarsdóttir,
Concordia Konráðsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SAMÚEL JÓNSSON
frá Þingdal í Villingaholtshreppi,
Víðivöllum 2,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 21. febrúar
kl. 13.30. Jarðsett verður í Villingaholti sama dag.
Stefania Eiríksdóttir,
Eyrún Samúelsdóttir, Loftur Jónsson,
Jón Samúelsson, Jóhanna Reginbaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN JÓNSSON
fyrrverandi lögregiuþjónn,
Álftamýri 54,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. febrúar
kl. 15.00.
Kristín Bjarnadóttir,
Jón Haukur Björnsson, Ágústa Egilsdóttir,
Brynhildur Björnsdóttir, Bergsteinn Vigfússon,
Hjördis Björnsdóttir, Jónas S. Hrólfsson,
Unnur Hlfn Guðmundsdóttir,
Bjarni H. Guðmundsson, Maria Þorgrímsdóttir,
Ögmundur H. Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir,
Guðmundur Hlynur Guðmundsson, Álfheiður Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Þetta er minningarkort
Slysavarnafélags íslands
Skrifstofan sendirpau bæði
innanlands og utan.
Þau fást með enskum, dönskum eða
þýskum texta.
Sími SVFÍer 27000.
Gjaldið er innheimt með gíró.
Minning:
Steinunn Bima Ingi-
marsdóttir frá Þórshöfn
í svartasta skammdeginu tendr-
um við ljós í öllum regnbogans lit-
um, við skreytum glugga með fal-
legum jólaseríum, stjömum og
krossum að ógleymdum aðventu-
ljósunum. Ekki voru slík ljós til er
Birna var að alast upp þó svo að
hún hafi fengið að sjá þau er hún
fullorðnaðist. Frænka mín hafði
listræna hæfileika af Guðs náð,
m.a. útbjó hún mikið af fallegum
kertastjökum fyrir sig rétt fyrir ein
jólin og voru þeir úr kartöflum og
dugðu fram á þrettándann, hún
tálgaði þær til og setti blómapappír
utanum eða fallegan glanspappír.
Margir dáðust að þessum fallegu
stjökum og spurðu: Hvar keyptirðu
þá? Þá hló hún við og sagði þeir
kostuðu nú ekki mikið og trúði fólk
því ekki í fyrstu að þeir væru bún-
ir til á þennan hátt. Frænka dó 11.
desember á dvalarheimilinu í
Skjaldarvík eftir erfið veikindi, ör-
ugglega hvíldinni fegin. Hún var
fædd á Þórshöfn 9. október 1916.
Foreldrar hennar voru Oddný Frið-
rikka Ámadóttir og Ingimar Bald-
vinsson. Systkinin vora ellefu, átta
systur og þrír bræður. Þau voru:
Soffía Arnþrúður, fædd 26. mars
1912, dáin 1. nóv. 1979, Hólmfríður
Þórdís, fædd 26. júní 1913, Helga
Aðalbjörg, fædd 27. janúar 1915,
dáin 26. júní 1945, Steinunn.Birna,
fædd 9. október 1916, Arnþrúður,
fædd 12. júlí 1918, Halldóra, fædd
19. júní 1920, Oddný Friðrikka,
fædd 1. júní 1922, Jóna Gunnlaug,
fædd 23. nóvember 1923, dáin 11.
nóvember 1988, Jóhann, fæddur
23. júlí 1926, Ingimar, fæddur 24.
ágúst 1929, og Árni Sigfús Páll,
fæddur 1. október 1932, dáinn 30.
nóvember 1935.
Amma var fjölhæf kona, hún var
organisti til fleiri ára við Sauðanes-
kirkju í N-Þing. og stjórnaði kór
barnaskólans, saumakona og síðast
en ekki síst góð húsmóðir. Afí var
mikill atorkumaður, stundaði land-
búnað og útgerð og sá um póst og
síma. Frænka var því alin upp við
söng og mikinn dugnað.
Eg á margar góðar minningar
um frænku, hún var mér einstak-
lega góð er ég var lítil stúlka á
Þórshöfn. Ótaldar era fjöruferðirn-
ar okkar og göngutúrarnir. Ég var
og er mikið náttúrubam, eftir því
tók Birna fljótt. Kom hún eitt sinn
að mér er ég sat á steini í fjörunni
fremur döpur í skapi talandi við
öldurnar og bað þær um að taka
mig. Þá hrökk ég við er hún sagði:
Komdu elsku stúlkan mín, við skul-
um koma heim og búa til falleg
blóm. Svo fór ég heim með henni
og sótti hún inn í skáp fallegan
kreppappír og sneið til blóm, vír var
notaður sem uppistaða. Var nú al-
deilis tekið til hendinni og sköpuð-
ust mörg falleg blóm á smástundu
og ég komin í sólskinsskap. Eins
og sjá má þá hafði hún gott lag á
að koma bömum í gott skap. Eitt
sinn er ég kom í heimsókn þá var
komið gat á sokkinn minn, hún sá
það og bauðst til að kenna mér að
stoppa í sokkinn, var ég þá tíu ára.
Ég var himinlifandi yfir því að læra
þetta og flýtti mér heim til mömmu
og sýndi henni handbragðið og hún
spurði: Hefur þú virkilega gert
þetta sjálf? Sagði ég henni þá hvað
frænka hefði verið svo góð að kenna
mér þetta. Síðan hefur mér fundist
mjög gaman að stoppa í hvað sem
er. Eins og áður er sagt var frænka
fædd með listræna hæfíleika, það
bókstaflega lék allt í höndunum á
henni og hún hafði mikið hugmynd-
aflug. Gat búið til fallegar og nota-
legar gjafir úr litlu. Móðir mín á
ýmislegt fallegt og þarflegt eftir
hana, m.a. datt henni í hug að
sauma svuntu með málbandi og
skæram hangandi í bandi sem hún
festi við strenginn en málbandið var
neðst á svuntunni. Henni datt þetta
í hug af því að mamma var alltaf
að týna málbandinu. Þetta fannst
nú móður minni góð lausn og og
hefur ekki þurft að leita að mál-
bandi síðan.
Eftir að ég flutti á Hvammstanga
þá sáumst við ekki oft en ég frétti
alltaf af henni í gegn um móður
mína og stundum skrifaði ég henni
góð bréf enda átti hún það svo sann-
arlega skilið.
Frænka var hreinskiptin kona
með öra lund, næm á börn og vann
sitt verk vel og hratt, kona sem var
glettin og gat gert grín að ýmsu
án þess að særa nokkurn. Frænka
giftist Sigurði Elíasi Siguijónssyni
á Þórshöfn 23. mars 1952 en þau
slitu samvistum 1974. Þá fór hún
að vinna í Skjaldarvík en 1986 gerð-
ist hún vistmaður þar. Frænka var
oft misskilin af sínu samferðafólki,
þótti frekar skapstirð en undir niðri
var hún viðkvæm kona með sínar
langanir eins og gerist og gengur.
Frænka annaðist ömmu og afa sein-
ustu æviár þeirra á Ingimarsstöð-
um, Þórshöfn. Hafi hún kærar
þakkir fyrir það.
Ég veit að Birna hefur átt góða
heimkomu í faðmi foreldra, systkina
og annarra ástvina. Jón Kristinsson
mágur hennar, studdi hana afar vel
seinni árin og ber sérstaklega að
þakka það. Minningarathöfnin var
í Akureyrakirkju 16. desember en
jarðsungið í Sauðaneskirkjugarði
21. desember. Ég vona að algóður
Guð styrki okkur öll. Guð blessi
minningu frænku.
Þegar mér ganga þrautir nær,
þér snú þú til mín, Jesú kær.
Hjartað hressi og liugann minn
himneskur náðarvökvi þinn.
(H.P.)
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR JÓNSSON
frá Ey,
fyrrverandi birgðavörður á Hótel Sögu,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. febrúar
kl. 13.30.
Jón Halldórsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Elsa Halldórsdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
JAKOB ÓSKAR ÓLAFSSON
frá Vestmannaeyjum,
Háteigsvegi 8,
Reykjavík,
andaðist í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, 18. febrúar.
Guðrún J. Jakobsdóttir, Sigurður Tómasson,
Sigríður S. Jakobsdóttir, Eyjólfur Martinsson,
Ólafur Ó. Jakobsson, Sigríður Þórarinsdóttir.
+
Frændi okkar,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Hátúni 10b,
andaðist að morgni 7. febrúar í Hátúni 10b.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Páll Þórðarson,
Rakel Björnsdóttir,
Jóna Björk Guðmundsdóttir,
Jóhannes Sigurbjörnsson.
+
Útför systur minnar,
ÁSLAUGAR ODDSDÓTTUR,
Merkigerði 8,
Akranesi,
sem andaðist 14. febrúar, verður gerð frá Akraneskirkju föstudag-
inn 21. febrúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Þórunn Oddsdóttir
og aðrir vandamenn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBJARTUR GUÐJÓNSSON
frá Efri-Húsum, Önundarfirði,
nú Hlíf, l'safirði,
sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 10. febrúar, verður jarðsung-
inn frá (safjarðarkapellu í dag, miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 14.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag (slands.
Petrína Ásgeirsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Hildur Kristín Jakobsdóttir