Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992
29
Krisiján F. Bjarna-
son - Kveðjuorð
Fæddur 18. maí 1971
Dáinn 21. desember 1991
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HIH)
Mig langar að kveðja hann elsku
frænda minn, Kristján Friðberg
Bjamason. Það eru engin orð sem
geta lýst þeim mikla harmi sem
gagntók mig við fráfall hans því
annan eins vin og félaga hef ég
aldrei eignast. Vinátta okkar var
svo traust og gagnkvæm að ekkert
gat nokkurn tíma komist þar á
milli. Enda hafði hún þróast með
okkur frá því við vorum smábörn
og vorum óaðskiljanlegir alla tíð.
Ég vil þakka Stjána, eins og
hann var alltaf kallaður, fyrir öll
árin okkar saman allt frá því við
lékum okkur með bílana í moldar-
haugnum á Skarði og þar til núna
sem uppkomnir að við höfðum önn-
ur áhugamál, s.s. að fara í bíltúr,
í smalamennsku á Skarði, út í eyjar
með pabba eða bara skafa grindur
og að hittast bara til að spjalla
kvöldstund og þá gjarnan með Kollu
frænku sem var ómissandi félags-
skapur og traustur vinur. Það voru
ófáar stundir sem við áttum öll
saman bæði heima á Skarði og í
bænum. Það er trú mín að hann
sé nú í góðum höndum með öfum
sínum Kristjáni nafna sínum og
Hilmari afa sem báðir eru farnir á
undan og taka örugglega á móti
stráknum sínum. Bið ég góðan guð
að vernda vin minn á ókunnum slóð-
um og blessa fjölskyldu hans í
þeirra miklu sorg.
Með þér leið mín lá
um liljum skýdda grund,
já, þér muna má
ég marga glaða stund,
þú ert horfinn heim
ég hvorki græt né styn,
en aldrei hef ég átt
né eignast betri vin.
(Káinn)
Elsku Ásta, Bjarni, Sveiney og
Brynjar Þór, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar.
Bogi og Harpa.
Við viijum senda elsku frænda
þakkir fyrir allt sem hann var okk-
ur. Dýrmætar minningar lifa í hjört-
um okkar og eru þær huggun í
þessari miklu sorg og söknuði.
Við vottum Ástu, Bjarna, Svein-
eyju og Brynjari Þór okkar innileg-
ustu samúðar og biðjum Guð að
styrkja þau og gefa þeim kraft í
þessari miklu þolraun. Guð geymi
elskulegan frænda okkar.
Dáinn horfinn harmafregn,
hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir
það er hugpn harmi gegn.
(Káinn)
Hilmar Jón, Hrefna og dætur.
Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið
hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.
(Spámaðurinn, Kahlil Gibran)
Þann 21. desember sl. var okkur
tilkynnt að elsku strákurinn okkar
hann Kristján væri dáinn.
Engin orð geta lýst þeim tilfinn-
ingum sem heltekur fólk á svona
stundu, að hann svona ungur í
blóma lífsins með allt lífið framund-
an skuli vera farinn, þessi elskulegi
hægláti en skemmtilegi piltur sem
alltaf var tilbúinn til alls. Ekki ór-
aði okkur fyrir í haust er hann kom
og hjálpaði okkur að smala að við
ættum ekki eftir að sjá hann aftur.
Börnin okkar eru það dýrmæt-
asta sem við eigum og þess vegna
erfiðast að sætta sig við að missa
þau. Kristján var systursonur undir-
ritaðrar, foreldrar hans voru Ást-
liildur Hilmarsdóttir frá Reykjavík
og Bjarni Kristjánsson frá Tindum
í Skarðshreppi í Dalasýslu. Naut
hann mikillar ástúðar og góðrar
umönnunar góðra foreldra sem
aldrei fannst neitt of gott barni sínu
til handa og hafði hann fengið gott
veganesti úr foreldrahúsum. Hann
var mjög greindur og átti auðvelt
með að læra. Hann koin fyrst til
okkar aðeins fimm ára gamall, til
að fá að vera yfir sumartímann og
á hverju ári eftir það þar til hann
fór að sækja á vinnumarkaðinn eins
og flestir aðrir en aldrei sleppti
hann úr tækifæri til að skreppa
vestur ef færi gafst,' ýmist til að
fara í réttir, komast í heyskapinn
og rétta hjálparhönd með baggana,
komast á sjóinn með Kidda en þeir
voru mestu mátar. Mikil vinátta
tókst frá fyrstu tíð með Boga syni
okkar og honum, voru það ó_rjúfan-
leg bönd sem héldust á milli þeirra
alltaf. Einnig fór það svo að þeir
óskuðu eftir að fá að fermast sam-
an hér í Skarðskirkju. Ekki hvarfl-
aði að foreldrum hans að mæla því
mót, þau sáu hvað það var þeim
mikils virði, enda átthagar föður
hans hér.
Við viljum nú þakka elsku
frænda fyrir samfylgdina og
tryggðina við okkur og hlýhug í
okkar garð og-biðjum góðan guð
að blessa hann á nýjum stað hjá
öðrum ættingjum sem gæta hans.
Elsku Ásta, Bjarni, Sveiney og
Brynjar Þór, guð gefi ykkur styrk
til að standast þessa miklu sorg sem
á ykkur er lögð. Guð geymi hann
Kristján okkar.
Stella, Kiddi og
Inga Dögg, Skarði.
Minning:
Hólmfríður Hjartar-
dóttir frá Skagaströnd
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast nágrannakonu minnar, Hólm-
fríðar Hjartardóttur. Hún var fædd
á Skagaströnd 31. desember 1909
og átti lengst af þar heima. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Ásta Þ.
Sveinsdóttir og Hjörtur Klemensson
og var Hólmfríður elst 1& systkina.
Ég sem þessar línur rita kynntist
fyrst Fríðu, eins og hún var daglega
kölluð, árið 1948 er við hjónin flutt-
um á Hólabrautina hér á Skaga-
strönd. Fríða og maður hennar
Pálmi bjuggu þá í næsta húsi. Á
fyrstu jólum þessa nýja heimilis
veiktist ég mikið. Kom þá þessi
nágrannakona til að hjúkra mér og
daglega gerði hún það þar til ég
komst á fætur aftur.
Oft hef ég sagt að ég ætti Fríðu
líf mitt að þakka, næst Guði. Að
ég segi frá þessum veikindum er
vegna þess að í þeim kemur best
fram í verki hennar innri maður.
Fórnfýsin og kærleikurinn til ná-
ungans. Þannig var Fríða enda trú-
uð kona sem setti allt sitt traust á
Drottin, Jesú Krist.
Fríða var greind og fjölhæf kona
á margan hátt, hafði yndi af garð-
rækt og lagði mikla vinnu í garðinn
sinn, bæði við að sá litlum tijáplönt-
um sem í dag eru á aðra mannhæð
og að gera hann sem fallegastan á
ailan hátt. Hlaut hún oftar en einu
sinni verðlaun fyrir hann. Einnig
tók hún upp þá nýbreytni að rækta
grænmeti í gróðurhúsum og var á
undan sinni samtíð hér á Skaga-
strönd með það.
Fríða hafði mikinn áhuga á söng
og lestri góðra bóka. Hún kynnti
sér náttúrulækningastefnuna og las
sér til gagns bækur um þau efni.
Þannig hafði hún áhrif til góðs á
matargerð heimilisins og til annarra
er hún miðlaði þekkingu sinni. Fríða
var góð móðir sem lét sér annt um
börn sín og fjölskyldu.
Við Fríða bjuggum hér hlið við
hlið í yfir 20 ár. Börn þessara Ijöl-
skyldna ólust því upp saman en
aldrei man ég eftir að styggðaryrði
færi á mili okkar þótt stundum
slægi í brýnu hjá mörgum, fjörmikl-
um börnum. Og þótt Fríða og Pálmi
flyttu til Reykjavíkur árið 1973 þá
hefur vinátta milli þessara fjöl-
skyldna haldist alla tíð.
Fríða var tvígift. Fyrri maður
henriar var Einar Pétursson og
eignuðust þau 4 börn en með seinni
manni sínum, Pálma Sigurðssyni,
átti hún 5 börn. Fríða lést á Borgar-
sjúkrahúsinu 15. des. sl. eftir langt
og erfitt sjúkdómsstríð. En allan
þann tíma naut hún sérstakrar
umönnunar og ástúðar eiginmanns
síns.
Ég vil enda þessar línur á orðun-
um úr sálmi eftir Valdemar Briem:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Soffía S. Lárusdóttir,
Skagaströnd.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN KRISTJÁNSSON
frá Súgandafirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10.30.
Rannveig Magnúsdóttir,
Sigríður S. Jónsdóttir,
Magnús S. Jónsson, Ágústa Gísladóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGIMAR RAFN GUÐNASON
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður,
Vörðubrún 2,
lést í Landspítalanum 17. febrúar.
Erla Sylvía Jóhannsdóttir, Þórhildur Sölvadóttir,
Inga Jóna Ingimarsdóttir, Hallgrimur Arthúrsson,
Ómar Ingimarsson, íris B. Hilmarsdóttir,
Haukur Ingimarsson, Kristín S. Sigurðardóttir,
Víðir Ingimarsson
og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN SIGTRYGGSSON
tannlæknir, lœknir
og fyrrum prófessor,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. febrúar
kl. 15.00.
Jón Örn Jónsson,
Ingvi Hrafn Jónsson,
Óli Tynes Jónsson,
Sigtryggur Jónsson,
°g
Guðrún Guðbergsdóttir,
Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir,
Vilborg Halldórsdóttir,
Margrét Jónsdóttir
barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINN RÓSINKRANS JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Hjartavernd
eða Gigtarfélag íslands.
Þorgerður Sveinsdóttir,
Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason,
Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir, Guðmundur Helgi Guðmundsson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Vorsabæ, A-Landeyjum,
Víkurbraut 14,
Grindavík.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GÍSLA ÞORSTEINSSONAR,
Æsufetli 2.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaða-
spítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hans.
Margrét Sigurðardóttir,
Sigurður I. Gíslason, Fanney Davíðsdóttir,
Guðmundur Gíslason, Sigurlaug B. Gröndal,
Þorsteinn Gíslason
og barnabörn hins látna.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐMUNDU GUÐRÚNAR
SIGURÐARDÓTTUR
frá Litlalandi,
Vestmannaeyjum,
Njálsgötu 17.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
á deild 4-B Borgarspítala fyrir einstaka umönnun í veikindum
hennar.
Ólafur B. Þorsteinsson,
Svanlaug M. Ólafsdóttir, Sigurður Ásgeirsson,
Sigurður Ólafsson,
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Kristín D. Ólafsdóttir,
Ester Ólafsdóttir,
Anna Ólafsdóttir,
Unnur Ólafsdóttir,
Hanna Ólafsdóttir,
Kristín M. Þorvaldsdóttir,
Vilhjálmur Hendriksson,
Sigurður Guðjónsson,
Kart J. Steingrímsson,
Arnar H. Gestsson,
Sigurmundur Einarsson,
Matthías Ægisson,
barnabörn og barnabarnabörn.