Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 fclk f fréttum Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Krakkarnir I Ungmennafélaginu Heklu kampakát við heimkomuna með bikar í farteskinu. IÞROTTIR Góð frammistaða í íþróttum Fyrir stuttu var haldið aldurs- flokkamót í frjálsum íþróttum innanhúss á vegum Héraðssam- bandsins Skarphéðins fyrir krakka 14 ára og yngri. Mótið fór fram í Þorlákshöfn og alls tóku 22 félög þátt í mótinu. Það er skemmst frá því að segja að Ungmennafélagið Hekla á Rang- árvöllum sigraði glæsilega með samtals 51 stig, í öðru sæti var Umf. Selfoss með 42 stig og Umf. Þórsmörk hafnaði í því þriðja með 30 stig. Mikið og blómlegt starf fer nú fram innan Ungmennafélagsins Heklu á Rangárvöllum og krakk- amir æfa reglulega fijálsar íþróttir, boltagreinar og síðan hefjast sund- æfingar með vorinu. Nýlega voru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir afrek á sl. ári. Friðsemd Thor- arensen fékk afreksbikar í íþróttum fyrir frábæra frammistöðu í lang- stökki bæði með og án atrennu í aldursflokki 11-12 ára. íþróttamað- ur ársins var kjörinn Bjarki Steinn Jónsson en hann skilaði flestum verðlaunum ti! félagsins á árinu. Sérgrein hans er 400 m hlaup. Hér er nú mikill áhugi á íþróttum og æfingamar stundaðar af kappi, en helst háir það starfi Ungmenna- félagsins að ekki er íþróttakennari á staðnum og tilfinnanlega vantar íþróttahús ti! æfínga. Þær hafa flestar farið fram í Hellubíói en þar er ekki hægt að æfa allar greinar s.s. hástökk, boltagreinar, svo að bömunum hefur verið ekið á Lauga- land í Holtum þar sem er glæsilegt íþróttahús en það þykir bæði tíma- frekt og kostnaðarsamt. - A.H. Bjarki Steinn Jónsson sem kjör- inn var íþróttamaður ársins lyá Umf. Heklu á Rangárvöllum. MORGUNVERÐARFUNDUR föstudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.00 á Hótel Holiday Inn, Hvammi Árangur í íslenskum útfíutningi Hvernig verða tækHæri til? Framsögumenn verða: Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri Virkis-Orkint Tryggvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Össurs hf. V Félagsmenn FVH og aðrir áhugamenn um umræðuefnið eru hvattir til að mæta. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA VIÐURKENNING Karitas íþrótta- maðurársins 1991 * Aaðalfundi íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað sem haldin var nýlega, var lýst kjöri • íþróttamanns ársins 1991. Fyrir valinu varð Karitas Jónsdóttir, knattspymukona Þróttar í sum- ar sem leið. Hún er öllum knatt- spymuáhugamönnum að góðu kunn og hefur margoft leikið með kvennalandsliðinu í knatt- spymu. Þess má til gaman geta að þetta er fjórða árið í röð sem kona er valin íþróttamaður árs- ins hjá Þrótti. - Ágúst Karitas Jónsdóttir, íþróttamaður ársins 1991. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal VINATTA Eru Nastassia og Quincy aðeins vinir? Leikkonan Nastassia Kinski er sögð hafa eytt nokkrum dögum með bandaríska tón- listarmanninum Quincy Jones í Róm nýlega. Þau hafa ekkert látið uppi um samband sitt en talsmaður Quincy hefur sagt að þau séu aðeins góðir vinir. Nast- assia er gift Egyptanum Ibrahim Moussa og eiga þau tvö börn. Quincy skildi við þriðju eigin- konu sína á síðasta ári, en hann á sex böm. Nastassia og Quincy eiga að hafa varið nokkrum tíma saman að undanförnu en faðir hennar, Klaus Kinski, spáði því stuttu fyrir andlát sitt í nóvem- ber síðastliðnum að dóttir hans myndi giftast aftur. Quincy Jones og Nastassia Kinski á flugvellinum í Róm á leið til Los Angeles. GOSPER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.