Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 33

Morgunblaðið - 19.02.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1992 3; Bll#H#LU ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 Minmmi imMinhmiiiJHIIIII NÝJA GRÍN-SPENNUMYNDIN SÍÐASTISKÁTINN DAMON WAYANS BRUCEWILLIS „The Last Boy Scout“ örugglega besta grín-spennumynd ársins. „The Last Boy Scout" meft Bruce Willis. „The Last Boy Scout“ með Damon Wayans. „The Last Boy Scout" einfaldlega ennþá betri en toppmyndirnar „Lethal Weapon" og „Die Hard". „TIE LAST 60Y SCOUT“ - BARA SÚIESTA! Aðalhlutverk: Bruce Willis, Damon Wayans, Chelsea Field, Taylor Negron. Framleiðandi: Joel Silver. Leikstjóri: Tony Scott. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. KROPPASKIPTI THELMA & LOUiSE THSbMA&tXHftSE Sýnd kl. 9 SNORRABRAUT 37, SÍMI 11 384 BESTA SPENIMUMYND ÁRSINS 1992 0^-0 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 STÓRGRÍNMYND í SÉRFLOKKI STÓRISKÚRKURINN Aðalhlutverk: Goldie Hawn, John Heard, Damon Redfern og Robin Bartlett. Framleiðandi: Michael Finnell. Leikstjóri: Damian Harris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. LÖGGANÁHÁU HÆLUNUM Sýnd kl. 9 og 11 FLUGÁSAR Svnd kl. 5. Siðustu sýningar. BILLY BATHGATE Sýnd kl.9og11. B.i. 16 áre Síðustu sýningar DUTCH Sýnd kl. 5 og 7. ALDREIÁN DÓTTUR MINNAR Sýnd kl. 7. Síð. sýn. „The Super“ er einhver sú besta grinmynd sem komið hefur, enda fer hér Óskarsverðlaunaleikarinn Joe Pesci á kostum eins og áður. „The Super“ er framleidd af þeim sömu og gerðu „Die Hard“-myndirnar. „The Super“, stórgrínmynd í algjörum sérflokki Aðalhlutverk: Joe Pesci, Vincent Gardenia, Madolyn Smith, Rubin Blades. Framleiðandi: Charles Gordon (Die Hard). Handrit: Sam Simon (Taxi Driver). Tónlist: Miles Goodman (What about Bob). Leikstjóri: Rod Daniel (K-9). Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. LÆTIILITLU TOKYO Sýnd kl. 5,7 og 11.15. FLUGÁSAR Sýnd kl. 5 og 9. PENINGAR Sýnd kl.7og 11. Saga - tímarit Sögu- félagsins komin út SAGA, tímarit Sögufélagsins, 29. árgangur 1991, er komin út. Ritið er 304 síður að stærð og ritstjórar eru Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Sigurður Ragnarsson. Hulda Sigurborg Sigtryggs- dóttir skrifar grein um aðdrag- andann að aðskilnaði Alþýðu- flokks og Alþýðusambands ís- lands á árunum 1940-1942. Þór Whitehead fjallar um stefnumótun í utanríkismálum eftir síðari heimsstyrjöld. Jón Ólafur Ísberg fjallar um sögu- skoðun höfunda sem nýlega hafa lagt yfirlitsgreinar um Is- landssögu til tveggja alfræði- rita. Gunnar Karlsson fjallar um heppilegt vinnulag við ritun kristnisögu íslands. í ár birtist í Sögu þýðing Árna Böðvarssonar á skoðana- skiptum norskra fræðimanna um rúnakefli sem fundust við uppgröft í Noregi, en grein um þau birtist í Sögu 1988 og Hi- storisk Tidskrift í Noregi sama ár. Þrír höfundar gera athuga- semdir við ritdóma um verk sín í áögu síðasta árs, þeir Birgir Sigurðsson, Gunnar Karlsson og Stefán F. Hjartarson. Tólf höfundar birta ritfregnir um fjórtán bækur. Gunnar Karlsson minnist Björns Sigfús- sonar, fyrrverandi háskóla- bókavarðar, sem um iangan aldur var einn af ritstjórum Sögu, og Helgi Þorláksson ritar minningarorð um Jón Steffen- sen prófessor. Stúlkan sem hvarf Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Aðalvitnið („Krönvitt- net“). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri: Jon Lindström. Aðal- hlutverk: Gösta Ekman, Emma Norbeck, Marika Lagercrantz og Per Mattson. Svíar eru iðnir við að filma sakamálamyndir, stundum með ágætum ár- angri. Nú eru t.d. sýndir þættir í ríkissjónvarpinu frá Svíþjóð um Carl Ham- ilton, sænskan James Bond, sem líka hefur verið gerð um bíómynd, „Coq Rouge“, reyndar ekki burðug. Er víst að sögur Sjövall og Wahlöö eiga einhvern þátt í þessum áhuga sænskra á saka- málamyndum. Aðalvitnið eftir Jon Lindström er nýleg sænsk glæpamynd um dularfullt hvarf ungr- ar stúlku og blandast ást- armál aðalpersónanná mjög inní. Myndin er vel gerð tæknilega en sagan er gloppótt nokkuð og langdregin. Gösta Ekman leikur lögreglumann sem stjórn- ar rannsókn málsins. Per Mattson er líffræðingur og kunningi stúlkunnar og hann er grunaður um að hafa myrt hana. Matt- son leikur hann ákaflega dauflega svo úr verður einkar leiðinleg persóna. Hann vinnur á tilrauna- stofu með m.a. hundruð- um rotta og ein kenning Ekmans, sem hefur að vísu ekki úr miklu að spila, er sú að hann hafi látið rotturnar éta líkið af stúlkunni. Þegar Mattson er stungið inn tekur eigin- kona hans, leikin af Mar- ika Lagercrantz sem líkist talsvert Ingrid Bergman ungri, að rannsaka málið. Myndin byijar vel en það vantar talsvert uppá rökræna þáttinn í handrit- inu, trúverðugleika og spennu þegar á líður. Aldrei er skýrt hvers vegna Mattson, sem í ljós kemur að þekkir lausn málsins, er þögull um það sem gröfin. Aldrei er könnuð slóð sem áhorf- andinn hlýtur að setja strax spurningarmerki við og geymir reyndar lausn gátunnar. Lindström virð- ist stefna að því að láta morðmálið virka sem spennandi bakgrunn fyrir sálarstríð aðalpersónanna, ótryggð og ástir og upp- gjör við fortíð: En persón- urnar eru ekki nógu áhugaverðar og þyngsla- legur stíllinn dregur úr spennunni sem myndast milli þeirra. Ekman er íjarska góður sem hinn þreytulegi rann- sóknarlögreglumaður, sem í ljós kemur að á nok- kurra hagsmuna að gæta, en hin fallega Lagercrantz er heldur stíf og óörugg með sig þegar hún tekur að sér hlutverk spæjarans. ■ DREGIÐ hefur verið í ferðahappdrætti Flugleiða er selt var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sunnudaginn 16. febrúar sl. Upp komu eftirtalin númer: Amsterd- amferðir: 130, 888 og 542. Innanlandsferðir: 671, 14 og 670. Vinninganna skal vitja á skrifstofu Flugleiða á annari hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. (Birt án ábyrgðar) ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna heldur um- ræðufund um Baráttuna fyrir sameiningu Kóreu fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.00. Málshefjandi er Estelle DeBates, formaður ungsósíalista í Bandaríkjun- um og varaforsetaframbjóð- andi Sósíalíska verkamanna- flokksins þar í landi. Estelle er nýkomin frá alþjóðlegum fundi í Madrid á Spáni um málefni Kóreu. Fundarstjóri verður Pétur Böðvarsson. Fundurinn er haldinn í að- setri málfundafélagsins á Klapparstíg 26, 2. hæð og er öllum opinn. (Fréttatilkynning) JWor0«nbr«bib Auglýsingasíminn er69 11 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.