Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992
Leikendur: Sólveig Arnarsdóttir, Haraldur
Hallgrímsson, Ingvar Sigurðsson, Þorlakur Kristins-
son, Eggert Þorleifsson, Björn Karlsson,
Magnús Ólafsson.
Leikstiórn og handrit: Ásdís Thoroddsen.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Miðaverð kr. 700.
BILUNIBEINNI
ÚTSENDINGU
*** Pressan
**** Bíólínan
★ ★ ★'A HK DV
★ ★ ★ ★ S. V. Mbl.
Sýnd kl. 6.40 og 9.
Bönnuð i. 14ára.
Framlag íslands til
Óskarsverðlauna.
Sýnd í B-sal kl. 5.
SPEIMIMU-TRYLLIRINIM
LIKAMSHLUTAR
Þegar Bob fékk
ógræddan nýjan
handlegg...
Sýnd kl. 5.10, 9.10 og
11.10.
Bönnuð innan 12 ára.
Rf.C ÍARÐINC:
HENRY
Sýnd kl. 9.10 og
11.10.
Bönnuð i. 12 ára.
Sýnd 5.10 og 7.10
Fáar sýningar eftir.
TVOFALT LIF
VERÓNIKU
Það er stórkostlegt hvað læknavísindin geta.
En hvað gerist þegar hönd af morðóðum manni er grædd á
ósköp venjulegan mann og fer siðan að ráðskast með hann?
AI. MliL.
CAf.NIÍ
DOUBLE LIFE
of veronika
ATH.: SUM ATRIÐI í MYNDINNI ERU EKKI FYRIR VIÐKVÆMT FÓLK
Leikstjóri: Erik Red. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Brad Dourif.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7.05 og
11.05.
Fáar sýningar eftir.
★ ★ ★ SV. MBL.
Sýndkl.7.10.
Sýndkl.7.10.
Fáarsýningar eftir,
Lögreglan leitar vitna
Morgunblaðið/Emilía
Lovísa Jónsdóttir varaform.
Sambands hárgreiðslu og hár-
skerameistara og Kristján Sig-
mundsson forstjóri Halldórs
Jónssonar hf.
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að
árekstri sem varð við Faxafen 12
miðvikudaginn 12. þessa mánaðar
um klukkan 13.
Þar var gráum jeppa með rauðri
rönd ekið á bláan Lancer-fólksbíl
og síðan af vettvangi án þess að
skemmdir á þeim bíl væru kannað-
ar. Er skorað á ökumann jeppans
og vitni að gefa,sig fram.
Wella styrkir
landsliðin í
hárgreislu
og hárskurði
UNDANFARIN ár hefur Hall-
dór Jónsson hf. sem er umboðs-
maður fyrir Wella-hársnyrti-
vörur í samvinnu við Samband
hárgreiðslu og hárskerameist-
ara staðið fyrir hárlitunar-
keppni á meðal hársnyrtifólks.
í tengslum við þessa keppni
stofnaði Halldór Jónsson hf.
sérstakan styrktarsjóð, „Tokyo
92“, og skyldi allur ágóði af
hárlitunarkeppni ásamt fram-
lagi frá Halldóri Jónssyni hf.
renna í þennan sjóð.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
landslið Islands í hárgreiðslu og
hárskurði til þátttöku í næstu
heimsmeistarakeppni sem haldin
verður í Tókýó í Japan í október
nk.
Eftir síðustu hárlitunarkeppni
sem haldin var í janúar sl. afhenti
Halldór Jónsson hf. Sambandi
Hárgreiðslu og hárskerameistara
andvirði sjóðsins til ráðstöfunar
eða alls um 800.000 krónur.
lyndstækkarinn, sem Hans Petersen í Kringlunni hefur tekið í notk-
Hans Petersen:
Myndstækkari í Kringluimi
HANS Petersen hf. í Kringlunni kynnir nú nýjung á ljósmyndamark-
aðinum. Um er að ræða myndstækkara, sem viðskiptavinir hafa
fullkomna stjórn á. í myndstækkaranum sameinast hefðbundin ljós-
myndatækni og nútímarafeindatækni.
Til þess að útbúa stækkun, setur
viðkiptavinurinn bút með framkall-
aðri filmu í rauf á myndstækkaran-
um. Hann les af fílmunni fílmuteg-
und, lýsingu og stillir sig samkvæmt
því. Myndin birtist á sjónvarpsskjá
og með stjórnhnöppum ræður við-
skiptavinurinn, hvort hann hafi
stækkunina lárétta eða lóðrétta, eða
stækkar ákveðinn hluta myndarinn-
ar allt að 17 sinnum. Hægt er að
velja myndstærðir 13x18 til 28x35
sm. Þegar allt hefur verið valið er
einfaldlega stutt á hnapp og stækk-
unin verður tilbúin innan 5 mínútna.
Síðasta sýning á M.
Butterfly á fimmtudag
SÝNINGUM á verðlaunaleikritinu
M. Butterfly eftir David Henry
Hwang, sem sýnt hefur verið á
Stóra sviði Þjóðleikhússins, lýkur
á fimmtudag. Leikritið sem er
byggt á frétt úr heimspressunni
sem vakti furðu almcnnings fyrir
örfáum árum, hefur hvarvetna
vakið mikla athygli. Nú hefur
verið ákveðið að gera kvikmynd
eftir leikritinu með Jeremy Irons
í aðalhlutverki.
Hwang er af austurlensku bergi
brotinn og í leiknum nýtir hann sér
þekkingu sína á austrænum menn-
ingarheimu,m eða öllu heldur skiln-
ing á fordómum Vesturlandabúa í
garð austrænna kvenna, og varpar
þannig ljósi á þetta dæmalausa ást-
arsamband.
Með aðalhlutverk á sýningunni
fara Amar Jónsson og Þór Tulinius.
Þeir hafa fengið góða dóma fyrir
túlkun sína, sýningin þykir fallega
og fagmannlega unnin af Þórhildi
Þorleifsdóttur leikstjóra og dansar-
arnir hafa fengið lof fyrir frábæra
Arnar Jónsson í hlutverki sínu í
M. Butterfly.
frammistöðu en það var Unnur Guð-
jónsdóttir sem stjórnaði kínversku
dönsunum. Leikmynd gerði Magnús
Pálsson myndlistarmaður og bún-
inga Helga Rún Pálsdóttir en þau
starfa bæði í Bretlandi um þessar
mundir. Lýsingu annaðist Björn B.
Guðmundsson en þýðandi verksins
er Sverrir Hólmarsson.
(Úr fréttatilkyiuiingu.)
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Fíkniefnasalinn deyr ekki í ræsinu
Lögreglan hefur látið gera veggspjald sem ber yfirskriftina —
FÍKNIEFNASALINN DEYR EKKI I RÆSINU. Tilgangur vegg-
spjaldsins er að vekja athygli á símsvara fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar - 609090 - um leið og fólk er hvatt til þess að hafa samband ef
það hefur einhVeijar upplýsingar um innflutning eða sölu fíkniefna.
Fólki sem hringir í símsvarann er heitið nafnleynd og að með allar
upplýsingar verði farið sem trúnaðarmál.
Markmiðið með veggspjaldinu er einnig að vekja almenning til
umhugsunar um að það eigi að þykja sjálfsagt að fólk gefi lögregl-
unni upplýsingar um innflutning, dreifíngu og neyslu fíkniefna og
gera þannig þeim hlutfallslega fáu einstaklingum, sem þá iðju
stunda, eins erfitt fyrir og nokkur er kostur. Með því getur fólk
lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa lögreglunni við að uppræta
þessa ólöglegu starfsemi, sem sýnt er að hefur jafn hrikalegar af-
leiðingar í för með sér og raun ber vitni.