Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 4

Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 4
:p jauic .u a jUÁi'-Kimúhi mmuýmjútítm___ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 9SöyS55Sar=~í»3=a Morgunblaðið/Hafl)6r Ferdinandsson Tjölduðu í brunagaddi á Þingvöllum Fjórir Bretar hafa verið á ferð um landið undan- fama daga til að taka myndir af landinu í vetrarbún- ingi. Tveir mannanna, Richard Sale og Tony Oliver, hafa skrifað bók um þjóðir á norðurhveli og skrif- uðu þeir um ísland í bókinni. Fjórmenningamir voru fyrstu gestir tjaldstæðisins í Laugardal á þessu ári og um helgina tjölduðu þeir á Þingvöllum og gistu næturlangt. Þeir létu það ekkert á sig fá þótt frost- ið væri 18 stiga enda hafa þeir félagar tjaldað í 40 stiga frosti í Síberíu. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 17. MARZ YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 960 mb djúp og víðáttumikil lægð sem þokast norðaustur. Heldur kólnar í veðri. SPA: Hæg norðlæg átt og dálítil él við norðurströndina, en annars að mestu þurrt. Jafnvel nokkuð bjart veður um landið sunnanvert. Hiti 2-5 stig að deginum sunnantil, en annars vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg norðlæg átt og dálítil él á Norður- og Norðausturlandi, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum og víða bjart á Suður- og Suðausturlandi. Hiti um eða undir frostmarki. HORFUR A FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt og víðast þurrt framan af degi, en suðaustanátt og slydda meö snjókomu siðla dags sunnan- lands og vestan. Vægt frost norðanlands, en syðra hlánar. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r a Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda ♦ * ♦ * * * * * Snjókoma Alskýjað v ý ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig y súid = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Greiðfært er um vegi i nágrenni Reykjavíkur, um Suðurnes og Mosfells- heiði svo og austur um Hellisheiði og Þrengsli um Suðurland og með Suðurströndinni til Austfjarða. Á Austfjörðum er ágæt færð nema um Breiðdalsheiði og Vatnsskarð eystra. Agæt færð er fyrir Hvalfjörð um Borgarfjörð, vestur um Snæfellsnes og um Dalí tíl Reykhóla. Bratta- brekka er ófær. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Frá ísafiröi er fært til Bolungan/íkur og ísafjarðardjúp, einnig er fært frá ísafirði til Súgandafjarðar og Þingeyrar. Greiðfært er norður yfir Holtavörðuheiði, norður til Hómavíkur og Drangsness en Steingríms- fjarðarheiði er ófær. Þá er greiðfært um allt Norðurland og með strönd- inni til Vopnafjarðar. Möðrudalsöræfi eru fær jeppum. Mjög víða um land er talsverö hálka á vegum. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hlti 6 3 veður skýjað haglél Bergen +1 snjókoma Holslnki 2 skýjað Kaupmannahöfn S léttskýjað Narssarssuðq +2 slydda Nuuk +6 alskýjaö Ósló 3 skýjað Stokkhólmur S léttskýjað Þdrshöfn S rigning Algarve 20 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín s haglél Chicago +4 heiðskírt Feneyjar vantar Frankfurt 7 skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg S skýjað London 13 aiskýjað LosAngeles 12 alskýjað Lúxemborg S léttskýjað Madrfd 18 mistur Malaga 19 léttskýjað Maliorca 18 léttskýjað MontreaF +16 heiðskírt NewYork +7 léttskýjað Orlando 13 heiðskírt Parfs 8 skýjað Madeira 16 alskýjað Róm 16 léttskýjað Vin 3 snjóél Washlngton +6 léttskýjað Winnipeg ■f6 heiðskírt Grunnskólar Reykjavíkur: __ Innritun sex ára barna að hefjast 1.400 nemendur hefja nám í haust INNRITUN sex ára nemenda og grunnskólanemenda sem flytja milli skóla næsta vetur, stendur yfir dagana 17. og 18. mars næstkom- andi og fer innritunin fram í grunnskólum borgarinnar. Samkvæmt íbúaskrá Reykjavíkur hefja um 1.400 börn skólagöngu í haust í 27 grunnskólum. Að sögn Ragnars Júlíussonar forstöðumanns kennslumáladeildar, er mjög brýnt að nemendur innrit- ist þessa daga, þar sem árleg skipu- lagning og undirbúningsvinna stendur fyrir dyrum í skólunum, svo sem ákvörðun um fj'ölda bekkjar- deilda og ráðning kennara. Innritun barna, sem fædd eru á árinu 1986, fer fram milli klukkan 15 og 17 báða dagana. Innritun bama og unglinga sem flytja milli skóla fer fram á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjamargötu 12, milli klukkan 10 og 15, báða dagana. Er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur eða burt úr borginni næsta skólaár. Einnig þá sem koma úr einkaskólum, skóla Isaks Jónssonar eða Landakots- skóla og þá grunnskólanemendur sem skipta um skóla vegna breyt- inga á búsetu innan borgarinnar. Þrotabú Islenska stálfélagsins: Fyrirtæki í fimm löndum sýna áhuga á kaupum FYRIRTÆKI í fimm löndum sýna nú alvarlegan áhuga á að kaupa verksmiðju þrotabús íslenska stálfélagsins og segir Helgi Jóhannes- son búsljóri vænta þess að tilboð fari að berast á næstu vikum. Þá er hópur íslenskra aðila í sambandi við hin erlendu fyrirtæki um þátttöku í kaupum verksmiðjunnar. Þegar hafa komið fulltrúar fyrir- Helgi vildi ekki greina frá hvaða tækja í Þýskalandi, Hollandi, Sví- fyrirtæki þetta væru en sagði að g Italíu til að skoða verk- þau tengdust stáliðju éða stálvið- þjóð og Ítalíu til að skoða verk- smiðjubúnaðinn og í næstu viku eru væntanlegir fulltrúar frá fyrirtæki í Pakistan. skiptum og þau hefðu öll áhuga á að starfsrækja verksmiðjuna hér- lendis í samstarfi við íslenska aðila. Vogum. HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði um hálf sexleytið á sunnudaginn. Tveir slösuðust. Ökumaður annarrar bifreiðar- innar var fluttur á Borgarsjúkra- húsið í Reykjavík og farþegi úr hinni bifreiðinni var fluttur á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík og fékk hann að fara heim að lokinni læknisskoðun. Báðir bílamir eru mikið skemmdir. Um tveimur tímum áður varð bílvelta á Reykjanesbraut skammt vestan Vogavegar, en enginn meiddist. - E.G. Helga Kr. Möller bæjarfulltrúi látin Helga Kristín Möller, bæjar- fulltrúi í Garðabæ og kennari við Digranesskóla í Kópavogi, lézt á Landspítala 15. marz sl. eftir erfið veikindi. Hún var 49 ára að aldri. Helga Kristín stundaði nám í þýzku og frönsku við heimspeki- deild Háskóla íslands og lauk kenn- araprófí frá Kennaraskóla íslands 1968. Hún stundaði framhaldsnám í skólasafnsfræðum í Danmörku og sótti námskeið í ensku og stærð- fræði í Bandaríkjunum. Hún var kennari að ævistarfi, lengst af í pigranesskóla, og var jafnframt kennsluráðgjafi við Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Helga' Kristín á að baki fjölþætt félagsmálastarf á vegum Aiþýðu- flokksins, Kvenréttindafélags Is- lands, Reykjavíkurborgar og Garða- bæjar. Hún var bæjarfulltrúi í Garðabæ frá 1986 til dánardægurs. Varaborgarfulltrúi í Reykjavík var hún árin 1978-80 og sat þá m.a. í fræðsluráði Reykjavíkur og stjórn Borgarbókasafnsins. Hún var kjörin í menntamálaráð árið 1991. Hefur setið í flokksráði Alþýðuflokksins síðan 1986, verið formaður sveitar- stjómarráðs flokksins síðan 1990 og sat um árabil í í stjórn Alþýðu- flokksfélags Garðabæjar og var for- Helga Kristín Möller maður þess 1983-84. Helga Kristín Möller fæddist 30. október 1942. Foreldrar hennar eru Helena Sigtryggsdóttir og Jóhann G. Möller, fyrrv. bæjarfulltrúi á Siglufirði. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Karl Hariý Sigurðsson, aðstoðarútibússtj óri hjá íslands- banka. Dætur þeirra eru Helena Þuríður, laganemi, og Hanna Lillý, nemi. Arekstur og bflvelta á Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.