Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 17 SIF g’agiirýnir utanríkisráðuneytið fyrir að virða ekki eigin reglur: Utflutningur annarra leiðir til verðlækkunar STJÓRN Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) samþykkti í gær ályktun þar sem utanríkisráðuneytið er gagnrýnt fyrir að virða ekki eigin reglur um bann við útflutningi annarra en SIF á saltfiski til Evrópulanda. Telja saltfiskframleiðendur að sú óvissa sem fjölgun útflytjenda skapi á mörkuðum erlendis Ieiði til birgðasöfnunar og beinn- ar verðlækkunar. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra neitar því að ráðu- neytið bijóti eigin reglur. Hann segir að verðlækkun geti ekki stafað af útflutningi annarra héðan, því þeir skili hærra verði en SÍF. í ályktun SÍF segir að í apríl 1991 hafi utanríkisráðherra fallist á sjón- armið fiskframleiðenda og sett reglur sem bönnuðu öllum öðrum en SÍF útflutning á saltfiski til Evrópulanda. Reynslan sýnir að ráðuneytið virðir ekki eigin reglur og hefur veitt tak- mörkuðum fjölda útvaldra aðila út- flutningsleyfí og eru afleiðingar þess nú að koma í ljós á helstu saltfisk- mörkuðum íslendinga, segir í álykt- uninni. Þar segir einnig: „Erlendir kaupendur eru tregir að birgja sig upp af fiski vegna óvissu um þær leikreglur sem gilda og væntinga um verðlækkun í kjölfar fjölgunar selj- enda á íslenskum saltfiski. Afleiðing- arnar verða í fyrsta lagi vaxandi birgðasöfnún hjá framleiðendum, sem mun valda þeim og þjóðarbúinu ómældu tjóni, í öðru lagi bein verð- lækkun sem nemur mörg hundruð milljónum króna og í þriðja lagi ótt- ast framleiðendur einnig, að þetta geti leitt til samdráttar í atvinnu í þeim fjölmörgu sjávarplássum sem byggja afkomu sína á saltfiskverk- un.“ Stjórn SÍF segir að til þess að stöðva þessa óheillaþróun verði stjórnvöld þegar í stað að afturkalla öll útflutningsleyfi og lýsa því yfir að framleiðendur innan SÍF muni halda sérleyfi sínu á útflutningi salt- fiskafurða til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa aðr- ir en SÍF flutt út rúmlega 1400 tonn af saltfiskafurðum, auk 650 tonna af ferskum afurðum, aðallega flött- um fiski. Sigurður Haraldsson, að- stoðarframkvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þó megnið af þessum físki væri í fyrstunni fluttur út til Danmerkur, Englands og Hollands endaði hann á helstu mörkuðum SÍF, það er Port- úgal, Spáni, Grikklandi og Ítalíu. Tiltölulega fáir kaupendur væru í þessum löndum og því væri þessi fiskur boðinn aðilum sem SÍF væri í viðskiptum við eða hefði ekki getað sinnt vegna samdráttar í framleiðsl- unni. Sigurður sagði að geyma þyrfti stóran hluta af framleiðslunni yfir sumarið vegna þess að aðalfram- leiðslutímabilið 'væri í mars til maí en sölutímabili frá september til páska. Kaupendurnir hefðu hingað til keypt fiskinn á framleiðslutíman- um og annast birðahaldið en nú væru þeir ekki tilbúnir til þess vegna þess að ekki væri hægt að gefa þeim ákveðin svör um hvaða fyrirkomulag yrði á útflutningnum í haust. Því yrðu framleiðendur að annast birgða- haldið með tilheyrandi rýrnun og kostnaði. Þeir hefðu ekki góðar að- stæður til þess og því væri hætta á að framleiðslan minnkaði. Sigurður sagðist fínna fyrir þrýstingi á verð- lækkun vegna þessarar stöðu, verð- lækkun lægi í loftinu. Það gæti orð- ið nauðvörn SÍF að lækka verðið til að losna við birgðahaldið. Félagsfundir SÍF hafa undanfarin fjögur ár ályktað um sölumálin þar sem skorað er á stjórnvöld að við- halda sérleyfí SÍF til útflutnings. í stjórnarsamþykktinni frá í gær kem- ur fram að stjórnin mun leggja til við félagsfund að félagið endurskoði þessa afstöðu sína. Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra neitaði því í gær að ráðuneytið væri að bijóta eigin reglur. Aftur á móti hefði á sínum tíma verið sagt að reynt yrði að beina mönnum sem mest á Ameríkumark- að, atorka manna yrði nýtt við mark- aðsleit þar. Sagði Þröstur að við- skiptin í heiminum hafi breyst og þau hafi einnig verið að breytast hér á landi. Aukin ásókn hefði verið í útflutning á saltfíski og ráðuneytið talið erfítt að segja alltaf nei. Þröstur sagði að engin breyting yrði í haust á sölumálum saltfisks, það hefði alltaf legið fyrir að breyt- ing yrði með gildistöku EES-samn- inga en það yrði í fyrsta lagi 1. jan- úar 1993. Varðandi yfírvofandi verðlækkun sagði Þröstur að skilaverð útflytj- enda utan SÍF, en þar væri aðallega um að ræða Heildverslun Jóns Ás- björnssonar, væri svipað og hjá SÍF, heldur hærra ef eitthvað væri. Ekki væri hægt að kenna því um verð- lækkun. Ekki væri hægt að kenna ráðuneytinu um breytingar sem væru að verða á mörkuðum, m.a. vegna aukinnar samkeppni og undirboða frá Norðmönnum. AÐALFUNDUR SJOVA-ALMENNRA TRYGGINGA HF. VERÐUR HALDINN 20. MARS 1992 AÐ HÓTEL SÖGU Fundurinn verður í Súlnasal og hefst kl. 15.30 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga um arðgreiðslur. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5, frá 17. mars til kl. 12.00 á fundardag. SJÓVÁ-ALMENNAR KRINGLUNNI 5, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 91-692500 UUJJ J JJ UJJUUJJJiStU FERÐASKRIFSTOFA GUÐWIUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 Frá Graz eru greiðar leiðir til allra átta: Um Austurríki, suður til Ítalíu, norður il Þýskalands, vestur til Sviss og í austurátt t Ungverjalands. Ýmsir valmöguleikar á hótelum í Graz.£ Flug og bíl: Verð frá kr. 27.100,- . \ m.v. 2 í bíl. «// Flug og hótel í 2 m. herb. kr. 29.700,- r<W, V\ Flugvallarskattur kr. 1.250,- Leitið nánari upplýsinga. & Rútuferð Austurríki — Italía — Sviss Verð kr. 88.500,- m.v. 2 í herb. Óperuferð með Sigurði Björnssyni Verð kr. 41.500.- m.v. 2 í herb. Ferð: Salzburg — Graz. Verð 35.500,- m.v. 2 í herb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.