Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 17.03.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 RETTUR TIL HEIL- BRIGÐISÞJÓNUSTU •• eftir Orn Bjarnason Endalok kommúnismans og velferðarkerfisins? Þeir atburðlr hafa nú gerzt, að tæpum sjötíu og fimm árum eftir rússnesku byltinguna eru Sovétrík- in liðin undir lok. Kommúnisminn ógnar ekki lengur hinum vestræna heimi. Því hefir verið haldið fram, að óttinn við kapítalismann hafi knúið sósíalismann til að auka frjáls- ræði, og óttinn við sósíalismann hafi knúið kapítalismann til að auka jafnræði. í Vestur-Evrópu hafi þannig verið gerð málamiðlun sósíalisma og kapítalisma, sem stuðli að endurskiptingu auðs inn- an velferðarþjóðfélagsins (1). Hins vegar hafi margir Bandaríkjamenn stimplað sem kommúnisma opin- berar ráðstafanir af þessu tagi og afneitað þá samtímis þeim gildum lýðræðisins, sem felst í félagslegu réttlæti (2). Afleiðing þessa er meðal annars sú, að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna njóta ekki sjúkratrygginga og aðrar tutt- ugu hafa mjög lélegar tryggingar. Þar blasir á hinn bóginn við önnur þversögn: í markaðskerfínu vestra er kostnaðurinn í heilbrigðisþjón- ustunni miðaður við verga þjóðar- framleiðslu hærri en í nokkru öðru ríki. Samtímis er um það rætt í Vestur-Evrópu, að kominn sé tími til að endurskoða velferðarkerfið, einnig af þeirri ástæðu að það sé orðið of dýrt og gætir áhrifa þeirr- ar hugmyndar hér á landi. Fijálsar tryggingar — skyldutryggingar? Hinn 1. júní 1990 tók gildi tilskip- un Evrópubandalagsins um frjálsar tryggingar. Nú eigum við íslending- ar kost á að gerast aðilar að póli- tísku bandalagi sem forystumenn Evrópubandalagsins samþykktu vorið 1990, að stefnt skyldi að á næsta ári. í því sambandi verður að huga vel að því, hvaða áhrif til- skipunin kann að hafa á heilbrigðis- þjónustuna. En hver er réttur okkar til heil- brigðisþjónustu innan þeirra skyldu- trygginga, sem nú gilda? I lögum um almannatryggingar frá 1946 (3) sagði, að íslenzkir rík- isborgarar, sem dveljast hér á landi, skyldu tryggðir samkvæmt lögunum og njóta réttinda til bóta og Tryggingastofnun ríkisins var falið að vinna að því, í samráði og sam- vinnu við heilbrigðisstjórnina, að látin yrði í té skipuleg heilbrigðis- þjónusta. í stað síðamefndu ákvæðanna kom eftirfarandi árið 1973 í lögum um heilbrigðisþjónustu: „Allir lands- menn skulu eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem á BOLIR Nýkomin sending af einlitum stuttermabolum fyrir börn og fullorðna. - Ódýrir. - Margir litir. - Tilvaldir til áprentunar. ILlpn G.GUaAQnF sími 20 000. Ilmhverfisvænar mm jjjib0í bleiur passu best Vegna þess að Libero bleiur eru T lago og þær einu með teygju oð ofton og réttu buxnalogi bleiur eru óbleiktor og ofnæmisprófaðar NÝTT Þær fóst nú einnig í stærðinni Maxi Plus 10-20 kg. Góð sem næturbleio hverjum tíma er hægt að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Heilbrigðis- þjónustan tekur til hvers kyns heilsugæzlu, heilbrigðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga í sjúkrahúsum og endurhæfingar- starfs. Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sér um, að heilbrigð- isþjónustan sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og reglugerðir." (4). Evrópuráðið og sáttmálar þess Fyrir þessa umræðu hefir mikla þýðingu stofnun Evrópuráðsins (5) og í framhaldi af því gerð sáttmál- ans um verndun mannréttinda og mannfrelsins frá árinu 1950 (6). Félagsmálasáttmáli Evrópu var síðan gerður árið 1961 (7). Þar er greint frá ýmsum atriðum, sem samningsaðilar telja sig bundna af, svo sem rétt til heilsuverndar, rétt til félagslegrar aðstoðar og læknis- hjálpar, rétt til að njóta góðs af félagslegri velferðarþjónustu, rétt líkamlega eða andlega fatlaðra til starfsþjálfunar, endurhæfingar og endurheimtar félagslegrar aðstöðu og að síðustu rétt til félagslegs ör- yggis. í því sambandi segir meðal annars, að samningsaðilar skuld- bindi sig til að reyna smátt og smátt að hefja almannatryggingamar á hærra stig. Við getum meira en við völdum Hér þarf að huga að öðrum og Örn Bjarnason „Hátækni læknisfræð- innar tekur sífellt til sín meiri fjármuni og hún veldur sífellt meiri mannaþörf. Þetta leiðir svo aftur af sér, að f or- gangsröðunin verður sífellt erfiðari.“ eigi ómerkari þáttum. Eitthvað kostar þetta nú allt saman og sagt hefir verið, að í heilbrigðisþjón- ustunni gildi það, að við getum meira en við völdum (8) eða með öðrum orðum sagt, að alltaf skorti frekari úrræði. Hátækni læknis- fræðinnar tekur sífellt til sín meiri fjármundi og hún veldur sífellt meiri mannaþörf. Þetta leiðir svo aftur af sér, að forgangsröðunin verður sífellt erfiðari, en hugtakið felur í sér að kostum er raðað eftir mikil- vægi. Danski læknirinn Henrik R. Wulff ■ ALMENNUR fundur í Gigtar- félagi íslands lýsir yfir miklum áhyggjum í tilefni fyrirhugaðra að- gerða heilbrigðisyfirvalda varðandi skerta fjárveitingu til sjúkrastofn- ana á landinu. Ljóst er að þessar ráðstafanir, ef þær ná fram að ganga, munu bitna mjög hastarlega á gigtarsjúklingum. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar Gigtarfélags íslands, að hún mót- mæli niðurskurði á sérhæfðri þjón- ustu við gigtarsjúklinga og beiti sér fyrir því að þeirri uppbyggingu, sem verið hefur á síðustu árum, verði fram haldið. A Norrænu gigtarári vill stjóm Gigtarfélags Islands árétta, að gigtarsjúklingar eru stærsti sjúklingahópurinn í þjóðfé- laginu og gigtarsjúkdómar kostnað- arsamastir. Lækning gigtarsjúkl- inga er því arðbærasta fjárfesting í heilbrigðismálum. (Fréttatilkynning) KJTF.L IglAND NÆSTU HELGI: FÖSTUDAGS- 0G LAUGARDAGSKVÖLD THE PLATTERS Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu The Platters. Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pretender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor Lights Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You'll never Know, Red Sails in the Sunset, Remember When.. o.fl. Einnig: 27. 0G 28. NIARS 0G 3. og 4. APRÍL Hljómsveitin STJÓRNIN leikur fyrir dansi. Sýningar á heimsmælikvarða á Hótel íslandi ImfeLMD heldur því fram „að á Norðurlöndum sé heilbrigðiskerfi byggt á samfé- lagssáttmála og að einnig sé fyrir hendi skilmerkileg ósk um gagn- kvæma samheldni, til dæmis þegar um sjúkdómsmeðferð er að ræða“ (9). Enginn stjómmálaflokkur hefir lýst því yfir, að hann sé andvígur opinbera heilbrigðiskerfinu og Wulff segir, að menn „taki því sém sjálf- gefnu, að mikilvægur borgari og allendis óþekktur einstaklingur eigi að fá sama lyfið og að sama aðgerð verði gerð á þeim, séu þeir með sama sjúkdóminn." Samúð og markaðsöfl Fyrr var minnst á hugsanleg áhrif fijálsra trygginga. Við þurfum að geta treyst því, að í þeim ríki sú samúð, sem felst í orðum Adams Smiths, að maðurinn sé frá náttúr- unnar hendi búinn þeim eiginleikum, sem eins og hulin hönd leiði ein- staklingana til þess að vinna að al- mannahag, þó að þeir leitist ein- göngu við að tryggja eigin ábata. Séu þessar forsendur fyrir hendi, verður okkur auðvelt að virða þá samninga, sem við höfum gert hvert við annað og við getum búið svo um hnútana, að allir séu tryggðir og að virtur sé jafn réttur allra manna til heilbrigðisþjónustu. Tilvitnanir: 1. Will og Aricl Durant. f ijósi sögunnar. Heykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1985, síðum 19-20 og 75-76. Björn Jónsson þýddí. Sjá: The Les- sons of History. New York: Simon & Schuster 1968. 2 Alexander Kaplan. The New Worid of Philosophy. New York: Vintage Books 1961, siðu 166. 3. Lög um almannatryggingar nr. 50, 7. mai 1946. 4. Lög um heilbrigðisþjónustu númer 56/1973 og 57/1978. Núgildandi lög eru nr. 59/1983 (samanber breytingar nr. 110/1984, 108/1985, 84/1986 og 5/1988]. 5. Auglýsingar um þátttöku íslands í Evrópuráðinu nr. 74,10. marz 1950. Sljórn- artíðindi C 1950 bls. 163. Fylgiskjal, Stofn- skrá Evrópuráðsins. 6. Sjá auglýsingu um fullgildingu Evr- ópusamnings um veradun mannréttinda og mannfrelsis nr. 11, 9. febrúar 1954. Sljónuirtiðindi A 1954 bls. 7. Fylgiskjal: Samningur um veradun mannréttinda og mannfrelsis. c 7. Sjá auglýsingu um aðild að Félagsmál- asáttmála Evrópu nr. 3, 22. janúar 1976. Stjórnartíðindi C 1976 bls. 1-2. Fylgiskjal: Félagsmálasáttmáli Evrápu. 8. Povl Riis. „Við getum meira en við völdum." Siðferðileg vandamál og val- þröng tengd niðuijöfnuninni í heilbrigðis- þjónustunni. Læknablaðið 1991; 77:325-7. 9. Henrik R. Wulff. Siðfræði á samfélags- stigi. Læknablaðið 1990; 76:124-30. Höfundur er læknir. Kaupsel h(. Heildverslun, sími 27770. Miðasala og borðapantnanir í sima 687111 Ný gerð bamabílstóla * Fýrir börn frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - Borgartúnl 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.