Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 25 Tvær aukasýningar hjá Sioux-indíánum ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til tveggja aukasýninga á Pow- Wow hátíð Sioux-indíána vegna mikiliar eftirspurnar á áður aug- lýstar sýningar í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu næstkom- andi sunnudag. Fyrri sýningin verður í íþróttahúsi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti við Austurberg, mánudaginn 23. mars kl. 20.30 en sú seinni í íþróttahúsi Selljarnarness við Suðurströnd þriðjudag- inn 24. mars kl. 20.30. Guðlaugur Bergmann, einn að- standenda sýningarinnar, sagði að korthöfum í Borgarleikhúsinu hefði verið boðinn forkaupsréttur miða á sýninguna í Borgarleikhús- inu. „Viðtökurnar voru merkilega góðar. Símkerfíð í Borgarleikhús- inu sprakk gjörsamlega á laugar- daginn og uppselt varð á sýning- una. Einhveijir miðar voru enn eftir á sýninguna í Þjóðleikhúsinu, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að efna til tveggja auka- sýninga í íþróttahúsi Fjölbrautar- skólans í Breiðholti á mánudag og íþróttahúsi Seltjarnamess ' á þriðjudag," sagði Guðlaugur en í samtalinu kom fram að hluti miða á aukasýningarinnar væri ætlaður framhaldsskólanemendum. Skýringuna á mikilum áhuga fólks á sýningum hópsins rekur Guðlaugur til lífsspeki indíánanna. „Indíánarnir eru þeirrar skoðunar að landið sé ekki þeirra eign. Þeir verði að lifa með landinu og bera virðingu fyrir því. Þessum hugsun- arhætti hefur aukist fylgi á síð- ustu árum ekki síst hérna á ís- landi. Við erum að gera okkur grein fyrir því að við megum ekki ofbjóða landinu," segir Guðlaugur. „Að þessu leyti erum við banda- menn indíánanna og finnum til ■ samsvörunar með þeim.“ Guðlaugur segist afar ánægður með móttökur indíánanna hér á landi en í heimalandi sínu séu * þeir undirokaðir. Hópurinn, sem ' samanstendur af 15-20 manns, , mun meðal annars þiggja boð Vijg- dísar Finnbogadóttur, forseta Is- ' lands, á mánudag. Sýningar indí- ánanna byggjast upp á dans, söng og menningarkynningu. Miðar eru seldir í versluninni Betra líf við Laugaveg. Sýning á listaverkagjöf Finns Jónssonar í Listasafni Islands I Listasafni íslands hefur verið opnuð sýning á úrvali verka úr listaverkagjöf Finns Jónssonar listmálara og Guðnýjar Elíasdóttur konu hans til safnsins. Meðal viðstaddra við opnunina var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Þijú meginstef í list Finns eru á sýningunni, abstraktmyndir frá þriðja áratugnum auk yngri verka, expressjónískar mannamyndir og landslagsmyndir en gjöf listamannsins til safnsins spannar allan listferil hans frá árinu 1907 til ársins 1987.1nnfelda myndin er af Beru Nordal forstöðu- maður Listasafns íslands, við opnun sýningarinnar Morgu nblaðið/KG A Aðalfundur Kvenréttinda- félags Islands AÐALFUNDUR Kvenréttindafé- lags íslands verður haldinn fimmtudaginn 19. mars nk. kl. 17.00 í Bríetarsalnum (í kjallara) á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Dagskrá er samkvæmt lögum fé- lagsins um aðalfund. Að þessu sinni verður kosinn nýr formaður þar sem Guðrún Árnadóttir hefur ákveðið að segja af sér formennsku. Þá verða kosnir fulltrúar til setu á landsfundi félagsins sem haldinn verður 24.-26. september nk. Styrktarfélag Islensku óperunnar; Tónleikar Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur SIGRÚN Hjálmtýsdóttir heldur söngtóulcika á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar í Óperunni á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskrá tónleikanna verða sönglög eftir ítölsk tónskáld og aríur úr óperum eftir Arne, Puccini, Verdi, Donizctti, Rossini og Johann Strauss. Þetta verða fyrstu einsöngstón- leikar Sigrúnar í Reykjavík. Hún hóf söngferil sinn með Spilverki þjóðanna og söng með því á fjölmörgum hljóm- plötum. Hún stundaði fyrst söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavik, en hélt síðan til Lundúna til frekara náms við Guildhall School of Music and Drama og lauk þaðan prófi í einsöng og kennslu. Að því loknu stundaði hún framhaldsnám á Ítalíu, þar sem hún tók þátt í söngkeppnum og vann til verðlauna. Sigrún hefur víða komið fram sem einsöngvari m.a. með Sinfóníuhljóm- sveit Islands, íslensku hljómsveit- inni, í óratóríum, messum og á tón- leikum með kórum. í febrúar sl. söng hún á hátíðartónleikum í óperunni í Vilnius í Litháen við undirleik sin- fóníuhljómsveitarinnar í borginni. Á síðustu árum hefur Sigrún kom- ið fram í mörgum óperum; hún hefur sungið hlutverk Olympíu í Ævintýr- um Hoffmanns, Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu Sigrún Hjálmtýsdóttir og næturdrottninguna í Töfraflaut- unni og sópranhlutverkið í Carmina Burana. Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk burtfarai'prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði síðan framhaldsnám við Guildhall School of Music í London. Hún hefur spilað bæði á tónleikum víða um land og í útvarpi og sjónvarpi. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Ekkert fyrirtæki á yfir 2% af veiðiheimildunum KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að í dag sé ekki þörf á að setja reglur um að fyrirtæki sem ráði aflaheimildum yfir tilteknu marki séu rekin sem opin almenn- ingshlutafélög þar sem ekkert fyrirtæki á íslandi eigi það stóran hluta af veiðiheimildunum. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir ráðstefnu um framtíð sjávarútvegs á Akureyri sl. laugardag að nauðsynlegt gæti verið að setja slíkar reglur. „í dag getur þetta ekki talist mik- ið mál þar sem ekkert fyrirtæki á íslandi á 2% af veiðiheimildunum," segir Kristján. „Síðan er líka til þess að líta að þessi stærstu fyrirtæki sem hafa verið að kaupa til sín veiðiheim- ildir hafa á sarna tíma verið að opna sig fyrir almenningi, til dæmis Grandi, ÚA, Skagstrendingur og Síldarvinnslan," segir Kristján. Hann segir að sjái menn ástæðu til og óttist að setja þurfí slíkar regl- ur til að tryggja valddreifingu í fram- tíðinni sé hann ekki andvígur því. „Ég sé ekki heldur að það sé neitt fyrirtæki í dag með svo takmarkaða eignaraðild að þörf sé á að setja regl- ur um hámarkseign einstaklinga en ef menn aftur telja að þetta sé leið til að skapa frið um þetta mál þá tel ég að sjálfsagt sé að huga að þessu,“ segir Kristján. Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% j| endurvinnanleg sem hefur mikið að segja * þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er X nýjung í Civic sem opnar ventlana í •I hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. ÞeSsi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæn. ŒD HONDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.