Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 33

Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 33
MQEGUNBLADIÐ ÞKIDJUDAGUR 17. MARZ 1992 33 Frumvarp til laga um breytingu á Seðlabankalögum: „Seðlabankinn ákveður að fengnu samþykki ríkistjórnarinnar hvern- ig verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum skuli ákveðið. Heimilt er að ákveða að gengi krónunnar skuli skil- greint gagnvart einum erlendum gjaldmiðli, meðaltali erlendra gjaldmiðla eða samsettum gjaldm- iðli, svo sem evrópsku mynteining- unni (ECU) og sérstökum dráttar- réttindum Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins (SDR).“ Einnig er kveðið um það að heimilt sé að ákveða sér- stakt hámarks- og lágmarksgengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri erlendu gengisviðmiðun sem valin hefur verið. Fyrirvarar Við umræður í gær gerðu full- trúar stjórnarandstöðu í efnahags- Jón Sigurðsson Tengingu fylgja margir kostir segir viðskiptaráðherra Frumvarp um breytingu á lögum um Seðlabanka íslands var til annarrar umræðu í gær. Ekki er ágreiningur um samþykkt frumvarpsins en hins vegar er verulegur ágreiningur um hvaða ástæður eru fyrir því að samþykkja frumvarpið. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að gengi hinnar íslensku krónu ráðist í aukn- um mæli af framboði og eftirspurn og er það óumdeilt. En stjórnarandstæðingar óttast tengingu við evrópsku mynteining- una, ECU. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir ríkistjórnina stefna að slíkri tengingu þegar aðstæður verða réttar. Frumvarpið var lagt fram síðastliðið haust og miðar að því að laga seðlabankalögin að ákvæð- um í lögum um fjárfestingu er- lendra aðila. En einnig er það flutt til þess að unnt verði að breyta núverandi fyrirkomulagi á gengis- skráningu krónunnar til þess að gengi hennar ráðist í auknum mæli af framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaði. Samhliða þessu frumvarpi og sem fylgifrum- varp var einnig lagt fram frum- varp um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála sem miðar af því að aflétta sölu- og skilaskyldu á er- lendum gjaldeyri enn frekar svo unnt sé á þróa gjaldeyrismarkað hér á landi. Samstaða í nefnd Að aflokinni fyrstu umræðu var þessum tveimur frumvörpum vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Síðastliðinn fimmtudag mælti Matthías Bjarnason (S- Vf) for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar fyrir áliti og breytingartil- lögum nefndarinnar. Nefndin náði samstöðu um afgreiðslu þessara frumvarpa. Fulltrúar stjómarand- stöðu höfðu þó fyrirvara á sínu samþykki. Nefndin flutti breyting- \ artillögu um ákvæði þess efnis að í lögum um Seðlabanka íslands skuli kveðið á um að gjaldeyri- svarasjóður skuli varðveittur eftir því sem unnt væri í tryggum og auðseljanlegum verðbréfum eða innlánum og gjaldeyri sem nota má til greiðslu hvar sem er. En einnig var í 2. tölulið breytingartil- lögunnar lagt til að orðalagi í 2. gr. frumvarpsins breyttist að hluta. Samkvæmt tillögu efna- hags- og viðskiptanefndar mun m.a. verða skráð í 18. gr. laga um Seðlabanka íslands svohljóðandi: og viðskiptanefnd, Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne), Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) og Kristín Astgeirsdóttir (Sk-Rv), grein fyrir fyrirvömm stjórn- arandstöðu. Þessir fyrii’varar lúta í fyrsta lagi að efasemdum um að Seðlabanki íslands sé nægjanlega í stakk búinn fjárhagslega og stjórnunarlega til að takast á við nýjar aðstæður og aukið hlutverk. Hins vegar gerðu stjórnarand- stæðingar mjög sterka fyrirvara um að með samþykkt þessa frum- varps væri á engan hátt verið að gefa jáyrði við hugsanlegri teng- ingu við hina evrópsku myr.tein- ingu, ECU. Þeir hvöttu til mikillar varfærni í því máli öllu. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra tók undir að efla þyrfti Seðlabankann og benti ráðherra á að á vegum viðskiptaráðuneytisins starfaði nefnd sem ynni að heildar- endurskoðun Seðlabankalaganna. Hann vonaðist eftir að geta lagt fram fmmvarp þar að lútandi í vor eða haust. Ráðherra ítrekaði einnig það sem hann hefur fyrr sagt að frumvarpið miðaði að þvi að undirbúa jarðveginn fyrir nauð- synlegar breytingar í gengis-, gjaldeyris- og peningamálum, til þess að unnt yrði, ef menn svo ákvæðu, að tengja gengi krónunn- ar „t.d. við ECU. Eins og stefna þessarar ríkisstjórnar stendur til.“ Stjórnarandstæðingar lögðu áherslu á að í þeirra stuðingi fæl- ist stuðningur við aðlögun og ný- sköpun í fijálsræðisátt á gjaldeyr- ismarkaði en ekki við tengingu við ECU. — En það kom einnig fram í umræðum að í sjálfu sér er ekk- ert í gildandi lögum sem hindrar tengingu íslensku krónuna við ECU. — Stjórnarandstæðingar óttuðust að tenging við ECU gæti hindrað eða aukið áhættu í við- skiptum við önnur viðskiptasvæði heldur en Evrópu. Viðskiptaráð- herra var krafinn raka um hvers vegna honum þætti það vænlegt að tengja hina íslensku krónu við þennan samsetta evrópska gjaldmiðil. Rök mæla með Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra taldi ýmis rök mæla með tengingu við ECU ög telfdi m.a. fram: Með slíkri yfírlýsingu væri gefín sterkari yfírlýsing um stöð- ugra gengi en hingað til hefði verið gefín. Tenging við ECU drægi úr gengisáhættu í viðskipt- um við Evrópulöndin sem væru nú okkar mikilvægasta viðskipta- svæði. ECU- tenging væri líka viljayfírlýsing íslendinga um nán- ara samstarf við Evrópuþjóðir á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ennfremur myndi tenging hinnar íslensku krónu gera hana gjald- gengari i erlendum viðskiptum heldur en nú væri. Ráðherra þótti fyrrgreint vera fullkomin rök fyrir því að þessi kostur væri vandlega kannaður og að því stefnt að skapa forsendur slíkrar ákvörðunar, þótt ríkisstjórnin teldi ECU-tengingu ekki tímabæra nú. Hinn sam- eiginlegi gjaldmiðili Evrópu- þjóða, mynt- in ECU, var slegin í silf- ur árið 1987 í Belgíu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) lét ekki sannfærast af rök- um viðskiptaráðherra. Hann boð- aði breytingartillögu við þetta frumvarp til að taka af öll tví- mæli um að með samþykkt þessa frumvarps væri ekki verið að leggja blessun yfír ECU-tengingu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra þakkaði efnahags- og viðskipta- nefnd fyrir breytingartillögur sem hefðu bætt frumvarpið og þakkaði þingmönnum þann stuðning sem þeir sýndu málinu, óháð þeim fyr- irvörum sem þeir gerðu. Hann hvatti menn til að horfa ekki svo mjög til þess hvaðan gott kæmi og samþykkja þetta frumvarp sem væri til framfara. Ekki tókst að ljúkja annarri umræðu um frumvarpið vegna þingflokksfunda og Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) átti eftir að mæla fyrir breytingartillögu sinni og annarra fulltrúa stjórnarand- stöðunnar í efnahags- og við- skiptanefnd við breytingartillögu þá sem öll nefndin stendur að. Stjórnarandstaðan vill nú að orðin: „Svo sem evrópsku mynteining- unni (ECU) og sérstökum dráttar- réttindum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (SDR) í 2. tölulið" falli á brott. Deilt um tengingu krónunnar við ECU Fyrirspurnir: Spurst fyrir um auglýsinga- og kynningarkostnað ráðuneyta AUGLÝSINGAÁHUGI sameinar þingmennina Árna Mathiesen (S-Rn) og Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rv). Árni hefur lagt fram alls tólf fyrirspurnir um auglýsinga- og kynningarkostnað ráðu- neytanna og Guðrún fimm. Fyrirspurnir Árna Mathiesens ná til allra ráðuneyta að Hagstof- unni frátaldri: Menntamálaráðu- neytis, utanríkisráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, forsætisráðu- neytis, dóms- og kirkjumálaráðu- neytis, landbúnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, sjávarút- vegsráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, félagsmála- ráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Fyrirspurnir Árna Mathiesen eru svohljóðandi: „1. Hver var auglýsinga- og kynningarkostnað- ur ráðuneytisins á árinu 1990 ann- ars vegar og fyrstu fjóra mánuði ársins 1991 hins vegar? 2. Hvaða aðilar fengu-greiðslur vegna þessa kostnaðarliðar? 3. Hversu háar voru greiðslurnar og hvenær voru þær greiddar? 4. Fyrir hvað var greitt? 5. Voru einhveijar reglur í gildi í ráðuneytinu varðandi þessi atriði?“ Þingmaðurinn óskar eftir skrif- legum svörum. Forsætisráðuneyt- ið hefur sent svar og þar kemur m.a. fram að á árinu 1990 nam auglýsingakostnaður ráðuneytis- ins 69.982 kr og fyrstu fjóra mán- uði síðasta árs 25.661. Aðallega var auglýst í Lögbirtingarblaðinu. Áhugi Guðrúnar Helgadóttir (Ab-Rv) er nokkru sértækari. Þingmaðurinn spyr um auglýsing- akostnað þeirra ráðuneyta sem eru undir tilsjón Alþýðuflokksmanna: Viðskiptaráðuneytis, iðnaðar- ráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, félagsmála- ráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Fyrirspurnir Guðrúnar Helgadótt- ur eru svohljóðandi: „1. Hversu háa upphæð greiddi ráðuneytið fyrir auglýsingar í Alþýðublaðinu frá. 1. maí 1991 til 1. mars 1992? 2. Hvað var auglýst?“ Þingmaðurinn óskar eftir skrif- legum svörum. Utanríkisráðuneyt- ið hefur skilað inn svari. Ráðu- neytið auglýsti fyrir 442.880 krón- ur í Alþýðublaðinu. Auglýstir voru kynningarfundir með utanríkis- ráðherra um EES og GATT. Einu sinni var auglýst laus staða til umsóknar. Stuttar þmg’fréttir Varamenn Tveir varamenn tóku sæti í fyrsta sinn á Alþingi í gær. Það er Auður Sveinsdóttir landslagsarkitelct sem skipar nú sæti Guðrúnar Helgdóttur (Ab-Rv) sem verður að fara til útlanda í opinberum erindagjörðum. Ragnar Arn- alds (Ab-Nv) hefur einnig orðið að fara í utanför á veg- um hins opinbera. í stað Ragnars hefur Anna Kristín Guðmundsdóttir verið kölluð til þings. Atkvæði greidd með rafbúnaði Atkvæði voru greidd með hinum tölvuvædda rafbúnaði í gær. Greidd voru atkvæði um þijú mál, veitingu ríkis- borgararéttar, beitumál og jarðgöng milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis bað þingmenn um að leið- beina nýkomnum þingmönn- um um notkun rafbúnaðar- ins. Ekki tókst alveg jafnvel til og þingforseti hafði vonast eftir. Hrafnkatli A. Jónssyni (S-Al) varamanni Egils Jónssonar varð það á að ýta ekki á hnapp við eina at- kvæðagreiðsluna. Svavar Gestsson (Ab-Rv) gagnrýndi það að enn hefði orðið mis- brestur á atkvæðagreiðslum með hinu „þjóðkunna at- kvæðagreiðslukerfi". Hrafkell harmaði mistök sín en þótti nokkuð til um hversu sumir þingmenn væru þrautseigir í baráttu við framfarir og tækni. Þing- maðurinn jafnaði þessu við mótmæli sunnlenskra bænda gegn símanum árið 1905. Olafur Þ. Þórðarsson (F-Vf) taldi nauðsynlegt að bera sakir af íslenskum bændum. Olafur benti á að menn hefðu mótmælt samingum um sæ- streng í eigu hins Mikla nor- ræna símafélags en viljað þráðlaust samband með loft- skeytum. Nú annaðist Skyggnir slíkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.