Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 37

Morgunblaðið - 17.03.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 Minning: Vilhjálmur Guð- mundsson frá Gerði Fæddur 21. ágúst 1900 Dáinn 10. mars 1992 Andlátsfregn Vilhjálms Guð- mundssonar frá Gerði kom engum á óvart. Hann hafði lifað langa ævi og mátt reyna margt á lífsleiðinni. Lengi hafði hann verið rúmliggjandi á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn og beðið þess sem koma skyldi. Hann kvartaði ekki yfir hlut- skipti sínu og tók því af sama æðru- íeysi og hafði einkennt allt hans líf. Vilhjálmur fæddist á Skálafelli í Suðursveit 21. ágúst aldamótaárið. Það var bjart yfir landinu þetta sumar. Svo virðist sem þá hafi þjóð- in fundið á sér að það væri að birta til í sögu hennar. Hátíðarhöld voru um allt land og í stað tómlætis öðlaðist þjóðin smátt og smátt sjálfsöryggi og fékk trú á framtíð sína og var þess fullviss að hún væri fær um að glíma við þau mörgu mál sem til úrlausnar voru. Þessi hugsun kemur glöggt fram í aldamótaljóðum Einars Benedikts- sonar: Öld! Kom sem bragur með lyftandi iag og ieiddu oss upp á þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti í tilfinning snúa, í trú, sem er fær það, sem andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Það var í þessu andrúmslofti sem Vilhjálmur kom í þennan heim. Andi þessa ljóðs einkenndi líf hans og störf. Foreldrar hans voru Sigríður Aradóttir frá Reynivöllum í Suðursveit og Guðmundur Sig- urðsson frá Borg á Mýrum. Vil- hjálmur var næstyngstur af 13 systkinum. Hann var í foreldrahús- um til 13 ára aldurs, en þá fór hann í vist að Selbakka á Mýrum til Jó- hönnu systur sinnar þar sem hann var í 10 ár. Vilhjálmur gleypti fljótt í sig anda aldamótakynslóðarinnar. Þrátt fyrir kröpp kjör ákvað hann að leita sér mennta og búa sig sem best undir lífið. Hann fór norður í Eyjafjörð og var hjá séra Gunnari Benediktssyni í Saurbæ um nokk- urt skeið. Hann hreifst eins og margir aðrir af skólamanninum Jón- asi Jónssyni frá Hriflu, sem hafði barist manna harðast fyrir því að efla alþýðumenntun í landinu. Hann fór í Samvinnuskólann haustið 1924 og útskrifaðist þaðan vorið 1926. Að loknu námi ákvað Vilhjálmur að fara til vinnu í allt öðrum landshluta og var hjá Kaupfélaginu á Þórshöfn um tveggja ára skeið. Þar líkaði honum vel að vera en æskustöðvam- ar toguðu í hann þótt aðstæður væm þar um margt erfíðar. Þótt hann hefði mikinn áhuga á að afla sér nýrrar reynslu þá er áreiðanlegt að Guðný átti hug hans og hann ákvað því að snúa heim, en þau giftust sumarið 1928. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Flatey en síð- an lá leið þeirra að Haukafelli á Mýrum. Nú er í Haukafelli unaðs- reitur Skógræktarfélags Austur- Skaftfellinga þar sem skógi hefur verið plantað í stórkostlegri nátt- úru, en í þá daga var aðkoman með öðrum hætti. Ræktað land var það lítið sem ekkert og var heyskapur afar erfiður. Ekki bætti úr skák stöðugur ágangur vatna og eftir nokkurra ára búskap fluttu þau aftur í Flatey um nokkurt skeið. Á þessum ámm tók Vilhjálmur þátt í félagsmálum á Mýmm og þau fylgdu honum ávallt síðan. Hann var þar bamakennari um skeið og sat í hreppsnefnd frá 1930-1938. Hann var mikill áhugamaður um skólamál og þótti því sjálfsagður sem formað- ur skólanefndar þann tíma sem hann sat í hreppsnefnd. Hann var jafn- framt mikill áhugamaður um mál- efni Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga og einlægur samvinnumaður. Árið 1931 var hann kjörinn endur- skoðandi Kaupfélagsins og vann við það um áratuga skeið. Þvf starfí sinnti hann af mikilli tnímennsku og samviskusemi, eins og einkenndi öll önnur störf hans. Á árinu 1938 urðu mikil þátta- skil í lífí þeirra hjóna. Þá keyptu þau jörðina Gerði í Suðursveit og fluttust þangað með fjölskyldunni þá um vorið. I Gerði iifðu þau Guðný og Vilhjálmur áreiðanlega bestu ár ævi sinnar. Þar undu þau vel og byggðu þar upþ af miklum dugn- aði. Þar var hann virkur í félagsmál- um og sinnti mörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og sýslu. Ég átti því láni að fagna að dvelja í nokkur sumur hjá þeim hjónum. Þótt íbúðarhúsið væri ekki stórt var þar nóg rúm fyrir alla og þar ríktu gleði, vinnusemi og bjartsýni. Guðný gekk til vinnu sinnar af miklum krafti og það lék allt í hönd- unum á henni. Hún var glaðvær, fljótvirk og taldi ekkert eftir sér. Þótt heimili væri stórt þá var hún komin í störf úti við ef eitthvert hlé gafst. Samband hennar og Vil- hjálms var mjög kært og þau létu sér annt um alla sem til þeirra komu. Á þessum árum var Suðursveitin einangruð. Menn voru heilan dag að fara til Hafnar í Hornafírði og lítil samskipti voru milli Suðursveit- ar og Öræfa. Allt heimilishald ein- kenndist af þessum staðreyndum, en í Gerði var ávallt nóg af öllu og þar gátu þau búið fjölskyldunni gott heimili. Vilhjálmur hafði yfír- leitt ekki mörg orð um hlutina. Hann gekk til starfa sinna þögull og ákveðinn. Þess í milli var hann glaður og hafði gaman af að segja frá ýmsu sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Hann var áhugasamur um allan fróðleik og í tómstundum sem voru fáar grúskaði hann all- mikið í ættfræði. Það er algengt í Austur-Skafta- fellssýslu að margir bæir standa í sama túni. Næstu bæir við Gerði og í sama túni eru Hali og Breiða- bólstaður. Mikil samvinna var á milli þess fólks sem þama bjó um margvíslega hluti. Vélar voru að hluta til sameiginleigar. Heyskapur, garðrækt, silungsveiði og jafnvel sjósókn voru stunduð í samvinnu. Mikill samgangur var á milli bæj- anna og samvinna eins og best. var á kosið. Á Breiðabólstað bjó Þór- hallur Bjarnason sem var stór mað- ur, mikill vexti, ákaflega hlýr og í góðu jafnvægi eins og flestir á þess- um slóðum. Á Hala var Steinþór Þórðarson sem var landskunnur fyrir óvenjulega frásagnarhæfileika og hafði áhuga á öllu sem til fram- fara horfíð. Steinþór segir svo um samskipti þeirra: „En ef vafi þótti um eitthvað sem ráðslagið var um var málinu skotið undir úrskurð Þórhalls. Hann var maður réttsýnn Okkur langar til að minnast ást- kærs afa okkar í fáeinum orðum. Baldur afí fæddist 21. nóvember 1918 á Sveinsstöðum í Þingi, sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar bónda og hreppstjóra og Jónsínu Jónsdóttur. Þann 27. september 1940 kvænt- ist afí Sigriði Guðrúnu Sigurðardótt- ur frá Steiná í Svartárdal, sem lést fyrir fáeinum árum. Dætur þeirra eru Ingibjörg Dóróthea, Magnhildur og Kristíana. í okkar huga er erfitt að hugsa sér betri afa. Hæglæti og glaðværð voru hans aðalsmerki og því var hann hvers manns hugljúfi. Góðar stundir með afa eru of margar til að telja upp hér en þó eru okkur minnisstæðastar útileguferðirnar norður að Hólabaki, þar sem hann stundaði búskap í hartnær þrjátíu ár. í þessum ferðum kom það best og góðgjam og vildi hvers hlut bæta og því síst stofna til vand- ræða. Þess vegna hlýddu grannarn- ir hans úrskurði og allir voru ánægðir. Svona var sambúðin á meðan Vilhjálmur og hans fjöl- skylda bjó í Gerði. Hún var sannar- lega til fyrirmyndar og öllum sem að stóðu til ánægju.“ Þótt þessar þijár kempur væru húsbændur á heimilum sínum vom það ekki síst böm þeirra og aðrir heimamenn sem sáu um verkin. Það var greinilegt að þeim var öllum mikið ánægjuefni að sjá böm sín taka við búskapnum og finna að samvinna innan heimilanna og á milli þeirra gekk vel fyrir sig. Vilhjálmur og Guðný eignuðust sex börn se öll erfðu dugnað og myndarskap foreldranna. Synimir vora Halldór, Gunnar og Sigurður, en dæturnar Sigríður, Heiður og Guðbjörg. Það var mikið reiðarslag og áfall fyrir heimilið þegar Gunnar drukknaði við silungsveiðar í ósnum við Breiðabólstaðarlón árið 1965. Gunnar var hvers manns hugljúfí og var mjög líkur móður sinni í skapi og hreyfíngum. Hann var glaðvær og alltaf fljótur til verka ef eitthvað þurfti að gera. Hann átti marga vini og var umhyggjusamur við alla sem í kringum hann vora. Það var gam- an að vera með honum hvort sem var við störf heima við, veiðar eða þegar hann var að bijótast yfír vötn á hertrakk sem hann átti. Upp úr þessu fluttu þau Vilhjálm- ur og Guðný á Höfn og komu sér þar ágætlega fyrir, en áföllin urðu fieiri. Árið 1967 lést Sigurður sonur þeirra af slysförum við vinnu á Höfn. Sigurður hafði dvalist lengst af í Flatey hjá móðurfólki sínu og varð fráfall hans mikið áfall fyrir fjölskyldurnar frá Gerði og í Flatey. Þau hjónin bára sorgina vel, enda trú þeirra mikil og vissa um annað tilverustig. Þau höfðu þroskast af harðri lífsbaráttu og vora vön að taka því sem bar að garði. En enn á ný barði sorgin að dyram, því Guðný varð fyrir slysi og andaðist á Landakotsspítalanum 30. júní 1970. Það þarf sterka menn til að þola slík áföll, en Vilhjálmur var enginn venjulegur maður og hélt áfram að takast á við lífið með hjálp eftirlif- andi ástvina sinna. Hann bjó hjá sveitinm sinni þótt nú séu 20 ár síð- an hann og amma fluttu til Reykja- víkur. Síðastliðið sumar hélt ætt Sigríðar ömmu ættarmót að Steiná í blíðskap- arveðri. Þar lék afi á als oddi og taldi ekki eftir sér að vaka jafn lengi eða lengur en helmingi yngra fólk. Sunnudaginn 2. mars á þessu ári, daginn fyrir bolludag, kynnti afi fímm mánaða gamalt langafabam sitt fyrir rjómabollum með súkkul- aði, og tók Eiður litli hraustlega til matar síns, við mikla kátínu við- staddra. Nú ríkir hins vegar sorg í fjölskyld- unni því elsku afí er horfínn frá okk- ur. Hans verður sárt saknað af okk- ur öllum, en þótt „okkur Baldurs- mönnum" hafi fækkað um einn von- um við að það verði aðeins um stund- Minning: Baldur Magnússon í ljós hversu mikið afí unni gömlu Halldóri syni sínum og konu hans, Hallberu Karlsdóttur, úr Öræfum, þar til hann flutti á Skjólgarð. Dótt- ir hans Sigríður er gift Jóni Ara- syni, en þau bjuggu lengi að Nýpu- görðum á Mýrum, Heiður er gift Kristni Guðjónssyni og eiginmaður Guðbjargar er Einar Gíslason. Þær systur hafa búið á Höfn eftir að þær fóru frá Gerði og búa öll systk- inin þar nú. Það styrkti Vilhjálm mikið í langri sjúkralegu að eiga bömin og barnabörnin við hliðina á sér og njóta umhyggju þeirra og ástúðar. Skjólgarður varð hans síð- asta heimili þar sem starfsfólkið hugsaði um hann af mikilli alúð. Þrátt fyrir mikil þrengsli og á marg- an hátt erfiðar aðstæður gat þetta ágæta fólk búið honum gott ævi- kvöld eins og fjölmörgum sýslungum hans. Fyrir þetta var hann og ættingjar hans afar þakklátir. Hann eins og allir aðrir óskaði þess inni- lega að enn betur mætti búa að þeim sem síðar kæmu. Hans kynslóð var sátt við sitt en naut þess að upp- lifa framfarir í landinu ásamt betri kjöram og aðbúnaði afkomendanna. Þegar ég nú kveð vin minn, Villa í Gerði, verður manni hugsað til þess hvað hans kynslóð mátti reyna og hveiju hún fékk áorkað. Með ekkert í höndunum fór hann til mennta, byggði upp myndarlegt býli og eignaðist stóra fjölskyldu. Hann hafði lítið handa í milli allt sitt Iíf, en gat þó ásamt elskulegri eiginkonu búið fjölskyldu sinni gott heimili. Hann mætti ekki aðeins óblíðum náttúruöflum þegar hann var að koma sér fyrir undir Vatna- jökli milli beljandi vatnsfalla. Sorgin knúði dyra og fáir máttu reyna jafn mikið og hann. Hvað gerði honum kleift að komast í gegnum þetta allt? Ég er ekki í nokkrum vafa um að það var túin á landið og trúin á það, sem yfir okkur vakir. Þrátt fyrir allt mótlætið var hann sá gæfumaður að líta til hins bjarta í lífínu, meta það meira sem honum var gefið og bera í hljóði þá miklu sorg sem hann varð fyrir. Það er hægt að læra mikið af lífi þessa manns og hann gaf mörgum mikið. Þar á vel við sem segir í því ljóði sem áður var vitnað til: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Steinþór á Hala sagði um Vil- hjálm sjötugan: „Vilhjálmur fæddist á morgni þessarar aldar. Hann telst því einn af bömum aldarinnar. Hann hefur unnið sitt hlutverk sem sannur íslendingur á langri ævi með trú á land sitt og þjóð. Hann hefur í hvívetna lagt orð og rétt hönd til þess sem betur hefur mátt fara. Slíkir menn eru virðingarverð- ir.“ Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Vilhjálmi og Guðnýju og átt með þeim ógleymanlegar stundir. Við Siguijóna og foreldrar mínir, Ásgrímur og Guðrún, sendum börn- um, tengdabömum og bamaböm- um okkar innilegustu samúðaróskir í þeirri vissu að Vilhjálmur muni nú mæta Guðnýju sinni á nýjan leik á öðru tilverustigi. Halldór Ásgrímsson. arsakir og við hittumst öll á sama stað að leiðarlokuin. Baldur Benediktsson, Linda Rut Benediktsdóttir. 37 SIEMENS ■ Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœöur Ferðaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Gódandaginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.