Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 39 Sigríður Ögmunds- dóttir - Kveðjuorð Fædd 22. júlí 1897 Dáin 8. mars 1992 " Ljóðið Kirkjuhvoll eftir Guðmund Guðmundsson hefst á orðunum „Hún amma mín það sagði mér“. Þessi orð hafa oft komið upp í huga mér þegar ég hef hugsað til hennar ömmu minnar.Það var svo margt sem hún amma mín sagði mér; sagði og kenndi. Það var amma sem rölti með mig litla telpu út í náttúruna til að sjá kindurnar með litlu lömbin sín, til að skoða blómin og gróðurinn. Það var amma sem kenndi mér að umgangast náttúruna, að sjá margbreytileika hennar og bera virðingu fyrir henni. Það var amma sem gaf mér nammi í búðinni en sagði mér svo að setja umbúðirnar í vasann og henda er heim var komið. Það var amma sem kenndi mér að biðja til Guðs. Já, það var svo margt sem hún amma mín sagði mér. En þótt ég sé ekki lítil stelpa lengur og hafi undanfarin ár verið búsett fjarri ömmu og mínu æsku- heimili munu orð ömmu fylgja mér alla tíð. Ég veit að vel verður tekið á móti henni í nýjum heimkynnum og endurfundirnir við horfna ástvini munu gleðja hana. Lífsins kynngi kallar. Kolbítamir rísa upp úr öskustó. Opnast gáttir allar, óskastjörnur lýsa leið um lönd og sjó. Elín Sigurbergs- dóttir - Minning Kær vinkona mín er látin. Elín Sigurbergsdóttir var fædd 17. jan- úar 1921, hún andaðist 1. mars 1992, hún var því aðeins 71 árs. Fyrstu kynni okkar Ellu eins og við vinir hennar kölluðum hana urðu er við þá bæði innan fermingar breiddum fisk á Kirkjusandi í Reykjavík. En á kreppuárunum var helsta sumarvinna unglinga fisk- breiðsla. Mér er Ella mjög minnis- stæð frá þessum dögum. Hún var ekki stór vexti, en ákaflega létt í hreyfingum og framúrskarandi rösk. Nú liðu nokkrir áratugir, þá lágu leiðir okkar saman á ný, þá í gegnum hestamennsku sem var áhugamál okkar beggja. Eiginmað- ur hennar, Hans Þorsteinsson, var góður vinur minn og mikill áhuga- maður um hesta og hestamennsku. Áttum við kona mín og ég margar ógleymanlegar ánægjustundir í hestaferðalögum með þeim hjónum. Við áttum því láni að fagna að hafa aðstöðu til beitar og útreiða austur í Landeyjum ásamt nokkrum ágæt- um félögum. Ella náði strax ágæt- um árangri í hestamennskunni þótt hún væri komin á miðjan aldur þeg- ar hún byijaði, naut hún þar létt- leika síns og áræðis. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar félaganna á bökkum Affallsins nú þegar Ella er horfin okkur, og við njótum ekki lengur samvista við hana. Hennar gæfa var, að hún átti elskulegan eiginmann sem var hennar stoð og stytta í erfiðum veikindum, góður félagi í þeirra áhugamálum, stóran hóp bama og barnabama, sem bera foreldrum sínum fagurt vitni dugn- aðar og mannkosta. Hans; vinur minn, þú hefur misst mikið. Eg vona Suma skorti veijur og vopn við hæfi, þótt veganestið móðurhjartað gæfi, Hvarf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín, fylgdi mér alla ævi. (Örn Amarson) Ég þakka ömmu minni. Hulda Karen. að sá sem öllu stjórnar styrki þig í þinni miklu sorg. Megi minningin um Ellu lifa á meðan sólin stafar geislum sínum á hinn fagra fjalla- hring sem við svo ótal sinnum dáð- umst að saman, sem hún kunni svo vel að njóta í hópi góðra vina. Vigfús Tómasson. Sigurður Siguijóns- son - Minning Fæddur 5. ágúst 1921 Dáinn 9. mars 1992 í dag fylgjum við elsku pabba, Sigurði Siguijónssyni, til grafar. Þessi sterki maður, sem lét ekkert slá sig út af laginu, varð loks að láta í minni pokann. Pabbi gekk ekki heill til skógar síðustu misser- in en gegn því mótlæti sem öðru var hann ákveðinn að berjast. Hann barðist með reisn og hógværð uns yfir lauk 9. mars sl. Það er köld staðreynd að vita til þess að við höfum pabba ekki leng- ur hjá okkur. Það sem yljar okkur aftur á móti eru þær góðu minning- ar sem við eigum um hann. Þær eru ótaldar stundirnar heima í Aust- urbrún þar sem við ræddum málin saman og oftar en ekki var fjöl- skyldan og hagur hennar umræðu- ■efnið. Fjölskyldan var honum allt lífið og alltaf var hann tilbúinn að rétta okkur börnunum hjálparhönd. Pabbi gerði sér grein fyrir í hvað stefndi og síðustu dagana sem við áttum með honum sagði hann oft hvað sér liði vel yfir því að við værum búin að koma okkur fyrir. Þrátt fyrir lasleika var alltaf stutt í fallega brosið og það sýndi hann oft þó að á móti blési undir það síðasta. Sigurður Siguijónsson fæddist að Minni-Bæ í Grímsnesi 5. ágúst 1921. Hann var þriðji yngstur af sextán bömum þeirra hjóna Sigur- jóns Jónssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Pabbi var á öðru ári þegar faðir hans lést en móðir hans féll frá 1975, 91 árs að aldri. Það voru skemmtilegar samveru- stundir með pabba þegar við fórum með honum á æskustöðvamar í Grímsnesinu. Þar naut hann sín í hvívetna enda þekkti hann þar nán- ast hveija þúfu. Við eigum oft eftir að minnast þessara ferða þarigað með hlýjum hug. Síðastliðið haust hætti pabbi að vinna að loknum löngum starfs- degi. Hann hlakkaði mikið til að geta hvílt sig og varið tímanum með afabömunum en þau voru sól- argeislamir hans. Við kveðjum nú elsku pabba okk- ar og þökkum honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Við biðjuiiÉr algóðan Guð að gæta hans og geyma. Blessuð sé minning hans. Börnin. Leiðrétting Lokaorð í minningargrein um Jóhönnu Svendsen, eftir Sossen, í blaðinu á laugardag brengluðust. Þau áttu að vera svohljóðandi: Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir ómælda vináttw og hjálpsemi við mig og fjölskyldu mína. Ég kveð elskulega vinkonu og bið Bjössa, Sigrúnu, sonum, systk- inum og öllum öðmm ástvinum Jóhönnu guðsblessunar. Sossen. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Skrifstofuhúsnæði Lítið útgáfufyrirtæki vantar skrifstofuhús- næði, helst í Múlahverfi eða nágrenni. Þarf að vera á jarðhæð. Æskileg stærð 30-40 fm. Upplýsingar í síma 681290, en einnig má senda skrifleg tilboð, merkt: „Skrifstofa", í pósthólf 8055, 128 Reykjavík. Bókhald - skattuppgjör Viðskiptafræðingur, með áratuga reynslu í bókhaldi og skattuppgjöri, getur bætt við sig verkefnum gegn sanngjörnu verði. Notað er TOK bókhalds- og endurskoðendakerfi. Upplýsingar í símum 685460 og 685702, utan skrifstofutíma í síma 813312. Aukin þjónusta e Grænt númer: 99-65 60 G.J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63 - Reykjavfk Sfmi 618560 65 ára afmælishátíð 65 ára afmælishátíð Heimdallar verður haldin í Valhöll, Háaleitis- braut 1, laugardagskvöldið 21. mars. Afmælisdagskráin hefst kl. 19.00 með kvöldverði. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Skráning í síma 682900. IIFIMIMI.IUK F ■ U ■ S ATVINNUHÚSNÆÐI Arðbær eign til sölu Ca 900 fm atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Mögulegar leigutekjur 6-8 milljón- ir. Hagstæð áhvílandi lán. Skipti á minni eign möguleg. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 14881“. Húsaviðgerðir Endurnýjanir og viðhald á íbúð- um, gluggaskipti, smíða allar innréttingar, múrverk, öll gólf- efni, þ.m.t. flísar, og málun. Laus strax. Upplýsingar í síma 670867. Nýaldarsamtökin Fyrirlestur í kvöld. Jörundur Guð- mundsson fjallar um Sókrates meðal meistara kl. 20.30 á Laugavegi 66. SK RR1 Bláfjallagangan sem er 20 km almenningsganga á skíðum og liður í lands- göngunni, fer fram í Bláfjöllum laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Gengið verður með hefðbund- inni aðferð. Þátttökutilkynningar verða í kaffiteriunni f Bláfjalla- skálanum kl. 12.00 á keppnis- daginn. Einnig verður boðið upp á styttri vegalengdir 10 km og 5 km. Ef veður verður óhagstætt á keppnisdaginn kemur tilkynn- ing f Ríkisútvarpinu kl. 10.00. 4 Skíöaráð Reykjavfkur. □ FJÖLNIR 599203177 = 2 Frl. I.O.O.F.Ob. 1 =1733178'/2 = FL □ EDDA 59921737 - 1 Fri. Atkv. Til leigu Skrifstofu- og lagerhúsnæði (kælir fylgir) á jarðhæð til leigu. Góð staðsetning. Góð bílastæði. Upplýsingar í vinnusíma 617002 eða heima- síma 35968. HELGAFELL 59923177 IV/V 2 □ HAMAR 59921737-1 Kosn. Stm. LO.O.F. Rb. 4= 1413178 - 8</t AD KFUK Fundur f kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Halla Jónsdóttir: „Börn og sorg.“ Kaffi eftir fund. Allar kon- ur hjartanlega velkomnar. □ SINDRI 59923177 - Fr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.