Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
41
Sigurrós Gísla-
dóttir — Minning
Fædd 9. febrúar 1906
Dáin 8. mars 1992
Sigurrós Gísladóttir, eða Rósa
eins og hún vildi vera kölluð, andað-
ist að morgni sunnudagsins 8. mars
á Borgarspítalanum, en á vistheim-
ilinu Skjóli hafði hún átt heimili
sitt síðustu árin. Hún var lögð til
hinstu hvíldar í gær, mánudaginn
16. mars, í kyrrþey frá Fossvogs-
kapellu, að viðstöddum einungis
sínum allra nánustu. í kyrrþey hafði
hún innt af hendi hina hljóðlátu
þjónustu sína sem húsmóðir og
móðir og í kyrrþey taldi hún við
hæfi að kveðja. Þó fór hér ein
þeirra, sem hvað hæstan frúarsess
skipuðu í þjóðlífinu, ekkja Jónatans
Hallvarðssonar hæstaréttardóm-
ara, sem féll frá fyrir 22 ár.um, öll-
um sem til þekktu sár harmdauði.
Þegar svo langt er um liðið, hefur
fennt yfir margan kunnugleika og
mörg bönd rofnað, og mun því eftir-
greint koma mörgum fyrir sjónir
sem ný kynning.
Rósa var fædd 9. febrúar 1906,
dóttir Gísla Kristjánssonar sjó-
manns frá Ánanaustum og konu
hans Halldóru Sigurðardóttur af
Melhúsaætt á Akranesi. Átti hún
gott atgervi að sækja til þessara
ætta. Afabróðir hennar, Pétur
Gíslason, reis frá tómthúsmennsku
til að verða áhrifamikill bæjar-
stjórnarfulltrúi, en sonarsonur hans
varð Jakob Gíslason, orkumála-
stjóri. Annar þremenningur við
Rósu var Sverrir Kristjánsson,
sagnfræðingur. Síðar á ævinni,
einkum eftir að hún var orðin ekkja,
lagði Rósa mikinn hug og stund á
ættfræði og hafði mikla ánægju af
að tengja fólk við uppruna sinn.
Ég get aðeins reynt að gera mér
i hugarlund af lesningu og afspurn,
hvernig Rósu hefur farnast í upp-
vextinum í sex barna hópi í frum-
stæðri en ört vaxandi bæjarbyggð,
þar sem kjör manna voru almennt
kröpp og heimsstríð og fáheyrð
dýrtíð fór í hönd. En ekki virtist
árferðið hafa skaðað þá tápmiklu
ungu konu, sem ég man fyrst fagra,
vel klædda og snyrta og í alla staði
vel mennta og mannaða. Þótt ég
hafi verið henni samtíða í höfuð-
staðnum nokkur fyrstu ár mín, man
ég hana fyrst sem góða og gjöfula
frænku í borginni, sem gott var
heim að sækja og frísklegt að fá í
heimsókn út á landsbyggðina.
Að jólum 1930 gekk Rósa að
eiga Jónatan Hallvarðsson, sem
brotist hafði til mennta af fágætum
I URVALI FYRIR:
• Verktaka_________
• Fiskeldi__________
• Skip/báta
Frystihús
• Sumarhús
• Sundlaugar
• Skolpkerfi
Skrúðgarða
• Ahaldaleigur
O.fl. o.fl.
Ráðgjöf - Sala - Þjónusta!
Einkaumboð á íslandi:
Skútuvogur 12A • 2 812530
dugnaði, lokið lögfræðiprófi þá um
vorið og ráðist þá þegar sem full-
trúi lögreglustjórans í Reykjavík.
Hófst með því mikill embættis-
frami, þar sem hann með nokkurra
ára millibili varð lögreglustjóri,
stofnandi sakadómaraembættisins,
sem þá náði einnig yfír rannsóknar-
lögregluna, og var loks hæsta-
réttardómari í nærfellt aldarfjórð-
ung, eða alls í meira en 40 ár í
þessum umfangsmiklu og ábyrgð-
arþungu embættum. Ég hygg, að
það sé nú orðið ekki metið sem
skyldi, hvern hlut eiginkonurnar
eiga oft í að axla ábyrgðina og
styðja að kjarki og siðferðisþreki
manna sinna.
Víst er um, að Rósa lá ekki á
liði sínu og sómdi sér glæsilega við
hlið manns síns í öllum hans hlut-
verkum. Ég fæ ekki varist þeirri
hugsun, að þegar forsetaframboð
var orðað við Jónatan, var með því
einnig lagt mat á framgöngu henn-
ar og virðuleika.
Hjónaband þeirra var fágætlega
ástúðlegt og hamingjusamt og ein-
kenndist af gagnkvæmri virðingu
og tillitssemi. Að sama skapi var
heimilið vistlegt og vel og smekk-
lega búið munum og listaverkum
allt frá fyrstu árunum í Norðurmýr-
inni, síðan við Nesveginn og loks í
höfðinglegu einbýlishúsi, sem þau
byggðu í prófessorahverfinu við
Aragötu. Þau voru bæði hinir ágæt-
ustu uppalendur og höfðuðu tif
manndóms og dáða með börnum
sínum, sem hafa búið að því alla
tíð síðan og raunar einnig barna-
bömin, sem flest hafa þegar komist
til góðra mennta. Böm þeirra eru:
Halldór forstjóri Landsvirkjunar,
kvæntur Guðrúnu Dagbjartsdóttur,
og eiga þau ijórar dætur og þrjú
bamabörn; Bergljótj gift Jóni
Sigurðssyni forstjóra Isl. járnblendi-
félagsins, og eiga þau þijú börn og
8 barnabörn; og Sigríður gift Þórði
Þ. Þorbjamarsyni borgarverkfræð-
ingi, og eiga þau þrjú börn. Alls eru
afkomendur Rósu orðnir 24 talsins.
Ég átti ungur því láni að fagna
að vistast hjá þeim hjónum fyrsta
vetur minn í gagnfræðaskóla hér
fyrir sunnan. Naut ég hjá þeim
góðs aðbúnaðar og atlætis og um
leið mannbætandi uppeldis og hæfi-
legra umvandana. Nokkrum árum
eldri en þau systkinin hef ég sjálf-
sagt reynst ákjósanlegt æfínga-
stykki í táningauppeldi. Átti Rósa
við mig ýmsar siðbætandi atrennur
og að kenna mér frísklega fram-
göngu og röskleika í athöfnum, en
náttúran vildi reynast náminu rík-
ari. Þegar ég svo ætlaði að misnota
Jónatan við námshjálp, fékk ég af
honum vænan fyrirlestur um hinar
miklu fórnir þjóðarinnar við að
halda uppi menntakerfinu, og væri
nú mörgum hollt að hlýða. Mér
þótti vænt um að geta þakkað fyr-
ir mig með besta námsárangri, sem
ég hefi náð, dúx yfir fyrstu bekki
skólann. Brosandi af ánægju sagð-
ist Rósa ekki skilja í þessu, hún
hefði ekki séð mig lesa svo mikið.
Manngæði þeirra hjóna voru ekki
einskorðuð við fjölskylduna, heldur
voru þau stöðugt að greiða fyrir
einhverjum og hjálpa fram til nokk-
urs þroska. I minningarorðum
Bjarna Benediktssonar eftir Jónat-
an sagði hann frá því, að nauðleitar-
menn sóttu til hans að fá úrlausn
síns vanda. Sama var um Rósu, að
hún mátti ekki aumt sjá og var
mjög á varðbergi um, hvar hún
gæti rétt hjálparhönd og vikið ein-
hveiju að fólki. Eitt tilvik man ég,
þar sem fólk falaðist eftir hlut, sem
þau voru að skipta út. Eftir andar-
taks umhugsun var mér falið að
svara því, að þau vildu heldur gefa
en selja. Álþýðuhollusta virtist Rósu
í merg runnin, og tók hún gjarnan
svari lítils megandi og láglauna-
fólks, þegar við frændur ræddum
málin af kaldri skynsemi. Svipuðu
máli gegndi um hann, er verið hafði
sáttasemjari í mörgum illvígustu
vinnudeilunum, að hann lýsti for-
göngumönnum þeirra sem mestu
sóma- og ágætismönnum. Þannig
mætti lengi rekja minningar, viðtöl
og viðhorf, en þó verður að láta
staðar numið.
Ævilok Jónatans voru óneitan-
lega harmræn, þar sem honum
auðnaðist ekki að njóta hvíldar og
hugðarefna að starfslokum, heldur
lagðist banaleguna nóttina eftir að
hann kvaddi starfsfélaga sína. Rósa
bar þá sáru raun af hljóðlátri þolin-
mæði og geðprýði og lagaði sig vel
að nýju æviskeiði. Hún dró kjarna
heimilisins saman í hóflega íbúð í
Auðarstræti, í grennd við þeirra
fyrstu slóðir. Við tók hlutverk ömm-
unnar, sem fylgdist með vaxandi
hópi barnabarna og síðan barna
þeirra verða til, vaxa og þroskast
og veitti þeim fræðslu um ætt og
uppruna og samhengi við fortíðina.
Þetta er verðugt hlutverk og veit-
ult á lífsfyllingu.
Trú mín og tilfinning segja mér,
að Rósa hafi nú náð samfundum
við Jónatan sinn á ný. Við biðjum
þeim Guðs blessunar. Megi minning
þeirra verða eftirkomendunum til
varanlegrar blessunar.
Bjarni Bragi Jónsson.
Veljið það besta
FORMICA^
er til i hundruðuri
lita og mynstra senil
beygja má á borðplötur. >
gluggakistur, skáphurðir
eða næstum hvað sem er.
ÁRVÍK
ÁRMLILI 1 - REYKJAVlK - SIMI 607222 -TELEFAX 687295
Ertu í fasteignahugleiðingum?
TAKTU SKATTAFSLÁTTINN
0G HUSNÆÐISLANIÐ
MEÐ í REIKNINGINN!
Bústólpi, húsnæðisreikningur
Búnaðarbankans, er örugg
ávöxtunarleið sem gefur mjög góða
vexti og veitir rétt á húsnæðisláni
hjá Búnaðarbankanum í lok
sparnaðartímans. Húsnæðis-
reikningurinn er kjörinn fyrir þá sem
vilja safna fyrir eigin húsnæði eða
skapa sér eins konar lífeyrissjóð á
auðveldan hátt. Reikningurinn veitir
auk þess rétt til skattafsláttar sem
neniur einurn fjórða af árlegum innborgunum á reikninginn.
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi Búnaðarbankans.
Kynntu þér Bústólpa!
Bll N AÐARBAN KIN N
- Traustur banki
BUSTOLPI
HÚSNÆÐISREIKNINGUR
GAMLJl VERDIÐ!
Við eigum enti takmarkaðar birgðið afgegnheilu Insúluparketi á gamla
verðinu, þ.e. án tollgjalda.
Við veitum sérstakan magnafslátt af stafaparketinu.
Gullfallegur askur 16 mm, natur á 2.998,- (stgr.) og rústik askur á
2.539,- (stgr.).
Eik, beyki, askur, jatoba og eukalyptus.
Við verslum einungis með gegnheilt gœðaparket, þ.e. tréð er límt
beint á steininn ogsíðan slípað, spartlað og lakkað eftir á.
Gegnheil (massív) gólf eru varanleg gólf!
Hefðir miðalda í heiðri hafðar. — Gerið verðsamanhurðl
Fagmenn okkar leggja
m.a. fiskibeinamynstur
(síldarmynstur) og skrautgólf,
lakka eða olíubera.
Opið kl. 10-18
virka daga
Suðurlandsbraut 4a, símí 685758 - 678876, fax 678411
B
m