Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 43 minntist hún líka á höfuðverki sem angruðu hana en grunaði greinilega ekki hvers fyrirboði þessir verkir væru. Það var mikið lán að drengur- inn var víðs fjarri þegar sorgarstund- in reið yfir. Hugur minn reikar nú til Pascals og Kristjáns því þeir hafa misst mikið. Ég votta þeim feðgum, foreld- rum Önnu Báru, Kristjáni og Álf- heiði, systrunum fjórum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Bjartar minningar um góða konu munu lifa í hugum okkar um ókomna framtíð. Kristín Vala Ragnarsdóttir. Kveðja frá bekkjarsystkin- um á Bifröst Kveðjuorðin eru fátækleg. Þó er okkur mikið í hug, þegar við með þessum skrifum kveðjum kæra vin- konu og skólasystur okkar, Önnu Báru Kristjánsdóttur. Það var í Samvinnuskólanum á Bifröst, haustið 1984, að leiðir okkar Önnu Báru lágu saman. Þangað bar okkur að, bekkjarsystkinin, hvert úr sinni áttinni, full lífsgleði og vona. Við vorum eins óltk og við vorum mörg, hvert með sínu sniði. En fljótt mynduðum við góða og sterka fé- lagsheild, glaðan hóp, sem undi sér vel saman, bæði við sætt og súrt. Við vorum ung, áttum okkur drauma og vonir og við horfðum björtum augum til framtíðarinnar og með nokkurri eftirvæntingu. í skóla, bæði í starfi og leik, verð- ur félagsandinn sterkur, og vináttu- böndin sem þar eru hnýtt, eru traust og haldgóð. Enn nánari verður vin- áttan, samhugurinn og félagsskap- urinn í heimavistarskólum. Það fundum við vel í Bifröst. Þar deildum við gleði daginn út og daginn inn, nutum æsku og ynd- is, sorga og sælu, með þeim til- finningahita og einlægni, sem ungu fólki er lagið. Það fer enginn samur og hann kom, þegar leiðir skilja, eftir litríka samveru í Samvinnuskó- lanum á Bifröst. Minningar lifa, vináttan vakir og teygir sig um óravegu. Hún þekkir hvorki rúm eða tíma, — hún bara er. í hvert sinn sem við hittumst, er eins og við höfum skilið í gær. Þá er handtakið hlýtt, gleði á vör og sólskin í sinni. Þetta þekkjum við öll. Anna Bára, bekkjarsystirin okkar góða, hefur nú kvatt þennan heim, er farin frá okkur til annarra og betri heima. Henni fylgja hlýjar kveðjur og hjartans þökk frá okkur, félögum hennar í Samvinnuskól- anum. Önnu Báru mætti kannski líkja við fiðrildi, þar sem segja má að hún hafi alltaf verið flögrandi út um allt. Hún var hér, og hún var þar, glöð og góð, hjartahlý og kærkomin. Við munum hana með prjónana sína, pijónandi hveija peysuna á fætur annarri handa vinum sínum. Við munum hve snögg hún var að leysa bókfærsluverkefnin og við ritvélina var hún hraðvirkari en nokkurt okk- ar hinna. Já, Anna Bára stundaði námið af kappi, en jafnframt var hún virkur þátttakandi í félagslífinu og íþrótt- um. Anna Bára var góður félagi og vinur. Það fundum við vel, þegar á móti blés og við þurftum á trúnað- arvini að halda. Það var gott að tala við Önnu Báru. Hún var svo opin og hlý, traust og sönn. Stundum var hún alvörugefin, ákveðin og föst fyrir, en það var samt alltaf stutt í brosið hennar bjarta. Seinni veturinn á Bifröst bjó Anna Bára uppi í sumarbústað ásamt Guðdísi vinkonu sinni. Þar á bæ var alltaf tekið vel á móti manni með kaffi og nýbökuðum pönnukökum eða öðru góðgæti. Og oft var þar glatt á hjalla. Anna Bára var haldin mikilli út- þrá. Áður en hún kom á Bifröst hafði hún dvalið í Bandaríkjunum um skeið. Og eftir skólann vann hún um tíma á Norrænu. Síðan fluttist hún til Frakklands. Þar settist hún að ásamt Pascal manni sínum. Þau eignuðust eitt barn, sveininn Krist- ján Óla. Samband okkar við hana eftir skólann varð minna en við hefð- um óskað vegna búsetu hennar. Þá var vík milli vina. . Fregnin um andlát hennar kom yfir okkur óvænt og skelfileg. Það hafði ekki hvarflað að okkur, að eitt- hvert okkar myndi yfirgefa þennan heim svo snemma og skyndilega. Allt í einu stóðum við frammi fyrir þeirri helköldu staðreynd, að stórt skarð hafði verið höggvið í hóp okk- ar bekkjarsystkinanna. Anna Bára er horfin á braut og sorgbitin horfum við skólafélagar hennar á eftir henni. En huggun er það harmi gegn, að minningin um góða stúlku lifír i hjörtum okkar, sem áttum því láni að fagna að kynnast henni, að eiga hana að skólafélaga og vini. Sú minning er lifandi og hlý, yndisleg og góð. Guð blessi Ónnu Báru og leiði hana og styðji um ókunnar slóð- ir. Og einhvern tíma liggja leiðir saman að nýju. Þá verða fagnað- arfundir og gott að vera til. Veri hún sæl og góða ferð. Eiginmanni hennar, barni, foreld- rum og systrum vottum við dýpstu samúð okkar. Megi almáttugur guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna úr Samvinnuskólanum, Guðrún Harðardóttir, Kristrún Helga Ingólfsdóttir. Laugardagurinn 7. mars rann upp bjartur og fagur hér á Reyðarfirði. Einn sá sólríkasti síðan sólin fór að skína aftur á ný og fjöllin spegluð- ust svo fallega í firðinum okkar. En sú birta var ekki lengi fyrir augum okkar því snemma morguns hringdi síminn og Kristján mágur minn hafði þá sorgarfregn að færa að Anna Bára dóttir hans hefði lát- ist þá um nóttina í París. Fyrsta spurningin var, lenti hún í slysi, það var það eina sem mér gat dottið í hug að hent hefði þessa elskulegu frænku mína sem bjó í stórborginni. Nei, slys var það ekki, heldur hafði hún veikst skyndilega þá um nóttina og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún lést skömmu síðar. Fleiri spurningar sem leita á hugann eru, af hveiju frænka mín en ekki einhver annar og hvers vegna Anna Bára? Hún sem var ný orðin 26 ára, hún sem var svo dugleg og lífsglöð og átti svo margt ógert í lífinu. Anna Bára var þriðja barn hjón- anna Álfheiðar Hjaltadóttur og Kristjáns Kristjánssonar. Hinar eru tvíburarnir Aðalheiður Erla og Mar- grét Rósa fæddar 1964, Kolbrún fædd 1968 og Lára Valdís fædd 1979. Allar voru þær systur fluttar að heiman og hafa stofnað sín eigin heimili nema Lára Valdís sem enn er í foreldrahúsum. Orð á stundu sem þessari verða afar fátækleg en minningin er auður sem varðveitist í huga mínum. Anna Bára eða Ambra eins og hún var oft kölluð hjá okkur á Hóln- um var lítil og grönn en þrátt fyrir smæð sína var hún alltaf full af lífs- orku og glaðværð. Léttleikinn var henni kær sem og góðvild í garð annarra. Hún hafði þörf fyrir útrás og vildi reyna eitthvað nýtt og fram- andi. Henni fannst gaman að takast á við störf sem oft voru frekar talin til karlastarfa, því að ekki var langt í strákinn í henni. Á stundu sem þessari leita á hugann ótal atvik úr lífi okkar, stundir sem ekki verða aftur upplifaðar eða upprifjaðar með Ömbru, en minningar geymast í hugum okkar, minningar um glað- væra og ljúfa frænku sem óx og þroskaðist í samvistum með mér. Hún lauk prófí frá Samvinnuskól- anum á Bifröst, var eitt ár sem „au pair“ í Bandaríkjunum, og á Norr- ænu starfaði hún lengi auk ýmissa annarra starfa á unglingsárum. Hún fór til Parísar 1987, því löngunin til að læra tungumál var mikil og þar kynntist hún barnsföður sínum og síðar sambýlismanni Pascal Ssossé. Þann 16. janúar 1988 fæddist henni sonur, sem skírður var Kristján Óli. Hann var fyrsta barnabarnið og augasteinn allra í Ásgerði. Anna Bára bjó sér og syni sínum hlýtt og notalegt heimili í kjallaranum hjá foreldrum sfnum. Á þessum tíma vann hún við skrifstofustörf á sama stað og ég. Er leið að vordögum 1990 duldist engum að hugurinn stefndi út til Parísar, til sambúðar við barnsföður hennar, sú sambúð varði til dauða- dags. í maí það sama ár yfirgaf hún fjörðinn sinn. Sú stund var ekki síð- ur erfíð fyrir hana heldur en þá sem sátu eftir heima, því enginn vissi hvort eða hvenær þau flyttu aftur til íslands. Þegar tækifæri hefur gefist hefur litli augasteinninn kom- ið í heimsókn til afa síns og ömmu. Á komandi sumri var ætlunin að koma saman heima hjá pabba og mömmu og eiga saman gleðistund með systrum sínum og fjölskyldum Minning: Garðar Einarsson Fæddur 4. júlí 1919 Dáinn 8. mars 1992 í dag kveðjum við elskulegan afa okkar. Hann var fæddur á Isafirði og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Einars Odds Kristjáns- sonar gullsmiðs og konu hans Hrefnu Bjarnadóttur. Á unga aldri hneigðist hugur hans til sjó- mennsku, 26 ára gamall fór hann til Reykjavíkur til skipstjómarnáms og stundaði eftir það sjó á ýmsum skipum og bátum frá ísafirði. Árið 1945 gekk afi að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem einnig er frá ísafirði og áttu þau fjögur börn. Árið 1971 fluttust afí og amma til Reykjavík- ur og hóf hann þá störf hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Fljótlega eftir komu þeirra til Reykjavíkur veiktist afi af þeim sjúkdómi sem að lokum reyndist honum um megn. Þrátt fyrir þennan erfíða sjúkdóm í rúm 20 ár var hann ávallt boðinn og búinn til að sinna okkur barnabörn- unum. Afi og amma ferðuðust mikið með börnum sínum og fjölskyldum þeirra og heimsóttu okkur á ísa- fjörð og í Aðaldal. Ávallt var veiði- stöngin höfð með í för því að afí hafði mjög gaman af veiðiskap. Yfirleitt var rennt fyrir silung í góðu veðri og var þá ýmsum brögð- um beitt til að ná þeim stóra. Hæst bar þó að komast í laxveiði og einn slíkan dag átti afí með dóttursyni sínum í Aðaldal. Þá náðu þeir að krækja í lax og koma honum í sam- einingu á land. Þá var kátt á hjalla því þetta var hinn myndarlegasti fiskur. Einnig lágu leiðir okkar krakk- anna í göngutúra niður í bæ, þá var oft haft brauð með í för og stoppað við tjörnina og öndunum gefið. Nú þegar við kveðjum elsku- legan afa okkar viljum við þakka honum samfylgdina og allt það góða sem hann hefur verið okkur. Við biðjum algóðan guð að styrkja óg vernda ömmu okkar á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning afa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Br.) Barnabörn. þeirra. Örlögin haga því svo, að sú samverustund sem vera átti, er hald- in nú og er stund sorgar og saknað- ar. Einhver örlög gerðu það að verk- um að með fárra daga fyrirvara í febrúar var ákveðið að sonurinn Kristján Óli kæmi heim til íslands og dveldi hér um tíma hjá afa, ömmu og Láru Valdísi. Þegar sorgarfregn- in barst var það mikil huggun harmi gegn að hann var staddur hér. I dag verður Anna Bára lögð til hinstu hvílu við hlið ömmu og afa frá Ásbrún, afa og ömmu sem henni þótti vænt um og ábyggilega taka vel á móti henni í hennar nýju heim- kynnum. Elsku Heiða, Kristján, Pascal og Kristján Óli, sem og aðrir ástvinir, megi góður guð styrkja ykkur og varðveita á þessari miklu sorgar- stund. Sigurbjörg og fjölskylda. Það var laugardaginn 7. mars sl. að mér barst sú sorglega frétt að mín elsku vinkona Anna Bára væri látin. Hvað lífíð getur verið mis- kunnarlaust að taka burt unga konu í blóma lífsins og gera lítinn fjögurra ára dreng móðurlausan. Við sem syrgjum hana verðum að trúa því að það sé einhver tilgangur með þessu öllu. Ég og Anna Bára höfum þekkst lengi. Leiðir okkar lágu saman þeg- ar við eignuðumst báðar börn í fyrsta skiptið 1988, börnin okkar Kristján Óli og Mist fæddust með rúmu tveggja mánaða millibili. Við vorum báðar í sömu aðstöðunni, bjuggum einar með börnin okkar í kjallara í foreldrahúsum. Þennan tíma tengdumst við sterkum bönd- um, við sátum oft tímunum saman og töluðum um börnin okkar, vonir og langanir. Mér fannst alltaf að við værum svolítið líkar, lifðum líf- inu frekar hratt og gerðum það sem okkur datt í hug. Kannski var það þetta sem tengdi okkur svo mikið saman. Oft eftir að Anna Bára fór til Frakklands þá hugsaði ég um þennan tíma því þetta var mjög góður tími fyrir okkur báðar. Þegar Anna Bára kom til að kveðja i maí 1990 var hún á förum til Parisar með Pascal eftirlifandi sambýlismanni sínum og syni þeirra. Þá skein gleði út úr svip hennar, þetta var það sem hún vildi. Ég man þennan dag eins og hann hefði verið í gær, veðrið var mjög gott og ég pínulítið stressuð því ég gat ekki talað frönsku við Pascal. Það fór allt vel því að Anna Bára túlk- aði jafnóðum, hún var frábær mála- manneskja. Hugur minn fýlltist tómleika fyrst eftir brottför hennar, því ákveðnum kafla í lífí okkar beggja var lokið. Nú vorum við báðar aftur í sömu aðstöðunni, þ.e. að hefja sambúð með mönnum sem okkur þótti vænt um. Þrátt fyrir fjarlægðina héldum við góðu sambandi. Annaðhvort hringdum við hvor í aðra eða skrif- uðumst á. Tveim dögum fyrir andlát hennar fékk ég bréf frá henni, þá eins og endranær var bréfið skemmtilegt og mikið að gerast hjá henni. Það er svo margt sem mig lang- aði að segja elsku Onnu Báru minni. Elsku Kristján Óli, Álflieiður, Kristján, Pascal, Alla, Magga, Kolla og Lára Valdís, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Innilegar samúðarkveðjur. Veiga. Þótt það sé eins víst að maður fæðist og að maður deyr þá er andlátsfregn ungrar manneskju svo óbærilega óskiljanleg og vægðarlaus. Þannig var þvi farið með okkur laugardaginn 7. mars sl. þegar Kristján frændi minn og vinur hringdi til mín og tilkynnti að Anna Bára dóttir sín hefði látist þá um nóttina í sjúkrabíl á leið á spítala. Anna Bára var búsett í París þegar hún lést og hafði verið síðast- liðin tvö ár. Hún bjó þar með sam- býlismanni sínum Pascal Ssossé og fjögurra ára gömlum syni þeirra, Kristjáni Óla, sem var staddur í heimsókn hjá ömmu sinni og afa á Reyðarfirði þegar dauðinn barði að dyrum og tók mömmu hans. Hún hafði kennt sér meins í stuttan tíma, en engan óraði fyrir að svona væri komið. Anna Bára fæddist 18. desember 1965, dóttir Álfheiðar Hjaltadóttur og Kristjáns Kristjánssonar á Reyð- arfirði. Þau áttu fyrir tvíburadæt- urnar Aðalheiði Erlu og Margréti Rósu. Seinna eignuðust þau Kol- brúnu og Lára Valdísi. Það var föngulegur hópur, frændfólkið okk- ar á Reyðarfirði. Þegar við, árið 1976, fluttum til Reyðarfjarðar með börnin okkar fjögur var gott að eiga þann hauk í horni sem þessi frændfjölskylda var öll sem einn og fjölskyldumar tengdust sterkari böndum en ann- ars hefði ef til vill orðið, það höfum við fengið að reyna. Anna Bára var mikill fjörkálfur og laðaði að sér stóran vinahóp, sem syrgir hana nú. í þessum vina- hópi voru eldri börnin okkar tvö, Katla og Óli, hann og Anna Bára voru þar að auki bekkjarfélagar, svo hún var tíður gestur á heimili okkar á þeim árum. Hann Öli er líka farinn yfír móð- una miklu og Guð einn veit hve mikinn þátt frændfólkið okkar á Reyðarfirði tók í harmi okkar. Anna Bára sýndi líka hug sinn til frænda síns og félaga þegar hún skírði barnið sitt eftir honum ásamt nafni pabba síns. Hún Anna Bára var ekki gömul þegar hún ákvað að hún vildi skoða heiminn. Sautján ára fór hún sem barnfóstra til Bandaríkjanna og dvaldi þar í eitt ár. Þegar heim kom hóf hún nám við Samvinnuskólann að Bifröst og var þar í tvo vetur, en á sumrin vann hún fyrir sér sem þjónustustúlka á feijunni Norrönu. Áð námi loknu í Bifröst var svo ferðinni heitið til Frakklands I fíönskunám. í París bar fundum þeirra Önnu Báru og Pascal saman, það var stóra ástin. Hún eignaðist Kristján Óla 16. janúar 1988 heima á Islandi. Þau mæðginin bjuggu fyrstu tvö æviár- in 'hans hjá foreldrum hennar á Reyðarfirði, en fluttu síðan alfarin til Parísar í maí 1990. Og nú er hún alfarin úr þessu lífi, en við sitj- um eftir hnípin. í vanmætti, sorg og samúð hverfum við á vit minn- inganna um elskulega og glaðværa frænku. Minningar eru dýrgripir sem enginn tekur frá okkur. Guð blessi Önnu Báru. Elsku Kristján og Heiða, Krist- ján Óli, Pascal, systumar og fjöl- skyldur ykkar, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur nú og ávallt. Þorsteinn og Kolfinna. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um eriidrykkjur fyrir > allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur. sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR KCrKJAVlKURFLUGVELLI. 101 RCYKJAVlK SIMI 91-22322

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.