Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helg’in 13.-16. mars. Sextán slys á fólki voru til- kynnt til lögreglunnar um helg- ina. Átta slösuðust í fímm um- ferðarslysum og einn um borð í togara þar sem hann var staddur úti á Faxaflóa. Það var skipveiji sem festist í vír og tók útbyrðis. Hann náðist, en þegar í Ijós kom að hann hafði hlotið opið bein- brot á fæti og fengið sjó í lungu var hann fluttur með þyrlu á slysadeild Borgarspítalans. Þá féll kona af hestbaki, vélsleða- maður slasaðist við Hvítárvatn og var fluttur með þyrlu til borg- arinnar, en önnur slys voru vegna falls í hálku. Alls var tilkynnt um 51 um- ferðaróhapp um helgina. í einu tilviki reyndist um ölvaðan öku- mann að ræða. Þegar átta manns slasast í umferðaróhöppum og hátt á annað hundrað bflar skemmast í umferðinni í borginni á einni helgi hlýtur að vera eitt- hvað meira en lítið athugavert við_ umferðarmenninguna. Á föstudagskvöld handtóku lögreglumenn í fíkniefnadeild í samvinnu við lögreglumenn frá RLR átta manns í húsi við Lind- argötu. Hald var lagt á eitthvert magn fíkniefna og áhalda, sem notuð höfðu verið við neysluna. Mál þeirra handteknu tengist umfangsmikilli þjófnaðar- og innbrotastarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu undanfamar vikur. Á laugardag var óskað aðstoð- ar lögreglu vegna kattar sem virtist hríðskjálfa úr kulda í kjall- aratröppum húss við Skúlagötu. Einhver vegfarandi hafi veitt kettinum athygli, en ekki séð aðra leið að koma honum til aðstoðar en að hafa samband við lögregluna. Kötturinn hafði hins vegar ekki beðið um neina aðstoð og taldi sig ekki þurfa hana, enda á heimaslóðum. Tvisvar var tilkynnt um búð- arhnupl. í öðru tilvikinu áttu tveir piltar hlut að máli. Þeir höfðu nýlega komið til stórborg- arinnar utan af landi, atvinnu- lausir og févana. í fyrstu höfðu þeir gert tilraun til þess að selja dagblöð, en gengið illa, og því ákveðið að ná sér í eitthvað matarkyns með því að hnupla. Piltarnir voru staðnir að verki, enda verslunarfólk í borginni vant að sjá við hnuplurum. í hinu tilvikinu var um fertugan óreglu- mann að ræða sem einnig reyndi að ná sér í svanginn. Fremur rólegt var í miðborg- inni um helgina, enda viðraði illa til útiveru, bæði kalt og hryssingslegt. Á laugardagskvöld var öku- maður mældur með radar á 110 km hraða á Sæbraut við Höfða. Ökumaðurinn var færður á lög- reglustöðina og sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Til sölu nýr Toyota 4-Ronner '92 Bíllinn er sjólfsk. m/vökvastýri V-6, beinni innspýtingu, rafm. í rúðum og samlæsingum, útvarpi og kassettutæki, ólfelgum og stærri dekkjum. Innfluttur af Toyota umboðinu. Til sýnis ó staðnum bÍLÁSALÁ RtXKJAVÍKUR SKEIFUNNI 11, SÍMI 67 88 88 rv S! S s * s s s s s s s s s s s s s Mwí%% Mwíu Bjóðum í nokkra daga hvítan undirfatnað á niðursettu verði Hvítt við öll tœkifœri Óðinsgötu 2, sími 13577. Vélsleðamaðurinn fluttur um borð í TF-SIF í Kerlingarfjöllum á laugardag. Morgunbiaðið/ingvar Kerlingarfjöll: Þyrla sótti slasaðan vélsleðamann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í skíðaskálann í Kerlingafjöllum síðdegis á laugardag. Maðurinn hafði slasast í vélsleðaslysi, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Landhelgisgæslunni barst þyrlan, TF-SIF, lent við skíðaskál- beiðni um aðstoð kl. 16.45 og var ann kl. 17.50 og fór í loftið aftur fimm mínútum síðar. Hún lenti við Borgarspítalann í Reykjavík kl. 18.31. í ljós kom að maðurinn var ekki alvarlega meiddur og fékk hann að fara heim af sjúkra- húsinu í gær. Vélsleðamaður féll 50 metra fram af hengju ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti á laugardagskvöld mann á Langjökul, sem hafði slasast þegar hann ók vélsleða sínum fram af 50 metra hárri hengju. Mjög erfiðar aðstæður voru á slysstað. Þyrlan varð að fara mjög nærri sryóhengju og læknir stökk út úr henni í lítilli hæð, til að aðstoða manninn. Maðurinn fékk talsverðan áverka á brjóst, en er ekki í lífs- var hann enn á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann var þó ekki í lífshættu. í áhöfn þyrlunnar voru þeir Benóný Ásgrímsson, Jakob Ólafs- son, Kristján Þ. Jónsson og læknir- inn Sveinbjörn Brandsson. 18 ára stúlka frá Hellu kjöriii Ungfrú Suðurland hættu. Lögreglunni í Reykjavík barst ósk um aðstoð kl. 22.32 á laugar- dagskvöld, þar sem maður hefði slasast í vélsleðaslysi í austanverð- um Langjökli, upp af Hvítárvatni. Vegna versnandi veðurs gekk ferð þyrlunnar erfiðlega. Á leiðinni náð- ist farsímasamband við vélsleða- mann, sem var nærri slysstað og kvaðst hann senda neyðarblys á loft þegar þyrlan væri nærri. Þeg- ar SIF var yfír Hvítá, norð-austur af Bláfelli, sást blysið á lofti. Slys- staðurinn var í snjógili í 1320 metra háum tindi norð-vestur af Fjallkirkju. Þangað kom þyrlan kl. 23.53. Létta varð hana um 250 kíló af eldsneyti, því ekki tókst að lenda á slysstað vegna slæmra aðstæðna og hættu á snjóblindu, þar sem kennileiti voru fá og myrk- ur. Eftir nokkrar atrennur tókst að koma þyrlunni í „hang“ yfir slysstaðnum, þ.e. láta hana svífa stöðuga yfir. Sjúkrabörum var slakað niður, en læknirinn, Svein- björn Brandsson, varð að stökkva á eftir úr lítilli hæð. Þegar hann hafði búið um sjúklinginn voru þeir hífðir um borð. Lokið var við það fimmtán mínútum eftir mið- nætti og þyrlan kom til Reykjavík- ur fimm mínútum fyrir kl. 1 að- faranótt sunnudags. Maðurinn hlaut talsverðan áverka á bijósti við fallið og í gær Selfossi. UNGFRÚ Suðurland var valin á hátíðarkvöldi á Hótel Örk á föstudagskvöld. Það var Hanna Valdís Garðarsdóttir frá Hellu sem hlaut sæmdarheitið að þessu sinni. Hún var valin úr hópi sjö stúlkna. Hanna Valdís er 18 ára, dóttir hjónanna Garðars Jóhannssonar og Erlu Hafsteinsdóttur, Heiðvangi 21, Hellu. Hanna Valdís stundar nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands, á málabraut. Vinsælasta stúlkan í hópnum var vaiin íris Böðvarsdóttir frá Eyrar- bakka og sem Ijósmyndafyrirsæta Suðurlands varð fyrir valinu Lára Björk Eriingsdóttir, Hveragerði. Aðrar stúlkur sem tóku þátt í keppninni voru Drífa Nikulásdóttir, Hellu, Guðrún Eiríksdóttir, Hruna- mannahreppi, Hrafnhildur Þor- steinsdóttir, Hveragerði, og íris Björk Magnúsdóttir, Selfossi. Húsfyllir var á Hótel örk á föstu- dagskvöldið en auk fegurðarsam- keppninnar voru fjölbreytt skemmtiatriði þar sem fram komu íslandsmeistararnir í suður-amer- ískum dönsum, Ingvar Þór og Anna Sigurðardóttir. Spaugstofan skemmti og Módelsamtökin sýndu vor- og sumartískuna. Danstónlist sá Geirmundur Valtýsson um. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ungfrú Suðurland, Hanna Valdís Garðarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.