Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 56
Launakröfur ASÍ, BSRB og Sambands bankamanna: Samið verði nm sama kaup-' mátt og gilti í júnímánuði Forystumenn launþegasamtaka og vinnuveitenda sam- mála um að samningar verði að nást innan tíu daga í LAUNAKRÖFUM Sambands íslenskra bankamanna sem lagðar hafa verið fyrir samninganefnd bankanna er gert ráð fyrir að þjóðarsáttar- samningarnir verði framlengdir miðað við 1. september sl. og gildi til 31. janúar 1993. Samið verði um sama kaupmátt og gilti 1. júní 1991. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, er Alþýðusambandið með sömu kaupmáttarviðmiðun í sínum hugmyndum og skv. heimildum Morgunblaðsins gerir kröfugerð BSRB og KI ráð fyrir að ná sama kaupmætti og gilti í júní auk iáglaunabóta á öll laun undir 80 þús. kr. í skammtímasamningi til næstu áramóta. Danir hafna fargjalda- umsoknum 'Flugleiða DANIR hafa hafnað umsókn Flug- leiða um að láta frímiða fyrir maka fylgja flugmiða á Saga-class til Norðurlandanna. Einnig hafa Danir hafnað umsókn Flugleiða um sértakt fargjald í maí til að mæta leiguflugssamkeppni til Danmerkur. Flugleiðir hafa í kjöl- farið óskað eftir því við sam- gönguráðuneytið að loftferða- samningur Islands og Danmerkur verði endurskoðaður. Umsókn SAS um 90% afslátt fyr- ir maka farþega sem greiðir fullt fargjald á ferðum milli Norðurlanda —- -var samþykkt í síðasta mánuði og í kjölfarið óskuðu Flugleiðir eftir því við dönsk flugmálayfirvöld að veita mökum þeirra, sem greiða fullt Saga- class fargjald, frímiða á þessum leið- um. Þessu höfnuðu Danir, að sögn Péturs J. Eiríkssonar framkvæmda- stjóra markaðssviðs Flugleiða. Hins vegar fá Flugleiðir að bjóða 90% afslátt í samræmi við SAS. íslenska samgönguráðuneytið féllst hins veg- ar á þessa ósk. Þá sóttu Flugleiðir um að bjóða sérfargjald til Danmerkur í maí til *að mæta leiguflugssamkeppni frá Kaupmannahöfn, en því var hafnað á þeirri forsendu að þau fargjöld væru ekki í takt við fargjöld sem gildi innan Evrópu. Pétur sagði að þessi svör Dana væru endanleg og Flugleiðir myndu því bjóða mökum farþega sem fljúga á Saga-class 90% afslátt á ferðum til Norðurlandanna en frímiða á öðr- um leiðum. „Við erum komnir í þá stöðu að geta illa haft frumkvæði í samkeppni við SAS og aðra. SAS hefur hingað til fengið allt í gegn sem það vill á íslenska markaðnum og hjá yfirvöld- um í öðrum Norðurlöndunum. Ef þetta heldur svona áfram getum við aðeins apað eftir SAS og gert það sem það fær samþykkt. Með öðrum orðum þá ræður SAS fargjöldunum milli íslands og Norðurlandanna," sagði Pétur. ------»-♦ ♦---- Hafnarfjörður; Alþjóðlegt skakmót hafið ALÞJÓÐLEGT skákmót hófst í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær. 12 þátttakendur eru í mótinu. Eftirtöldum skákum lauk í gær- kvöldi: Jón L. Árnason vann Björn Fr. Bjömsson, Motwani vann Helga ^ Áss Grétarsson og jafntefli gerðu Þröstur Þórhallsson og Howell og Margeir Pétursson og Levitt. Sjá skákþátt á bls. 55. „Menn semja ekki um kaupmátt, hann er afrakstur efnahagsstarfsem- innar, sem er um 4% minni en á síð- asta ári og það eru einfaldar stað- reyndir sem við getum ekki umflúið. Menn geta reynt að nálgast þetta þannig að reynt verði að veija þá lægstlaunuðu en kostnaðarþróuninni haldið sem mest í skefjum. Ef ég ætti kost á að velja kaupmátt myndi ég velja einhvern ennþá betri en var 1. júní,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, að- spurður um. þær kaupmáttarhug- myndir sem verið er að móta. Fyrsti sameiginlegi fundur ASÍ, BSRB, KÍ og viðsemjenda þeirra fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Þar var rætt um vinnutilhögun í viðræðunum. Ásmundur segir að niðurstaða í viðræðunum verði að liggja fyrir á næstu tíu dögum. Þór- arinn segist vera sammála því að kjarasamningar verði að takast inn- an tíu daga og Ogmundur segir nauð- synlegt að niðurstaða fáist í samflot- inu innan viku eða tíu daga og mjög æskilegt sé að kjarasamningar verði gerðir fyrir mánaðamót. Bankastarfsmenn gera kröfu um þijár launahækkanir á samningstím- anum í samræmi við þróun fram- færsluvísitölunnar, þ.e. um 2% 1. september 1991 og 1,5% 1. febrúar 1992, sem komi til útborgunar við undirritun samningsins, og 1,5% hækkun 1. september næstkomandi. Þá vilja bankastarfsmenn að sett verði rauð strik í samningana í maí og nóvember. „Þetta er bara grín. Liðinn tími er liðinn og við hendum jafnharðan því sem dettur af dagatal- inu en geymum það ekki,“ sagði Þórarinn um þessar kröfur. Samtök opinberra starfsmanna og ASÍ hafa ekki fest niður nákvæmar kauphækkanir í sinni kröfugerð en vilja ná upp kaupmættinum eins og hann var í júní. Samband bankamanna tekur ekki þátt í samfloti heildarsamtaka á vinnumarkaði fyrr en niðurstaða hef- ur fengist varðandi ágreining um túlkun á kjarasamningum um sam- bærileg lífeyrisréttindi starfsfólks ríkisbanka og einkabanka en íslands- banki hefur vísaði því máli til Félags- dóms. Lögmaður sambands banka- manna leggur greinargerð sína fyrir dóminn í dag og er búist við að málflutningur hefjist í vikunni. Enn er ágreiningur milli aðila í sameiginlegu viðræðunum um lengd samningstímans. BSRB hefur lagt áherslu á skammtímasamning en mun þó sætta sig við kjarasamning til áramóta. ASÍ hefur lagt áherslu á samning fram í mars eða apríl en Ásmundur segist ekki eiga von á að það atriði tefji viðræðurnar. Þórarinn segist eiga von á að í viðræðunum verði gengið út frá eins árs samningi. Sjá einnig frétt á bls. 2. ------♦ ♦ ♦------ Legutími ekki lengri en í öðrum löndum SÍMON Steingrímsson, verkfræð- ingur á skrifstofu Ríkisspítala og Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans, segja í grein sem birt er á miðopnu blaðsins í dag að ályktanir Hagfræðistofnunar HÍ um að íslendingar iiggi tvö- falt lengur á sjúkrahúsum en Danir, séu tilhæfulausar og byggðar á röngum forsendum. Höfundar greinarinnar segja að þvert á móti bendi samanburður á legutíma á sjúkradeildum fyrir sams konar sjúklinga til að legutími sé síst lengri á Islandi. Benda þeir m.a. á að skilgreining- ar á sjúkrastofnunum hjá OECD sé svo losaralegur að samanburður milli landa sé tilgangslítill. Kjarvalsstaðir: Miró-sýning í sumarbyrjun SÝNING á verkum hins heimsþekkta spænska listamanns Mirós verður opnuð á Kjarvalsstöðum í sumarbyrjun. Um er að ræða 10 málverk, 40-50 skúlptúra og 10-15 teikningar frá Maeght-listasafn- inu í nágrenni borgarinnar Nice í Frakklandi. Miró er einn af frum- legustu og merkilegustu listamönnum 20. aldarinnar að sögn Gunn- ars Kvarans forstöðumanns Kjarvalsstaða. Gunnar sagði að hingað til lands hefst um mánaðamótin maí-júní og kæmi gott úrval verka Mirós frá Maeght-listasafninu en það væri álitið eins konar Mekka 20. aldar nútímalistar. Verkunum yrði komið fyrir í vestursal Kjarvalsstaða og ekki væri ólíklegt að hún yrði einn- ig á göngum safnsins. Sýningin stendur yfir í einn mánuð. Miró er fæddur á Spáni ( 1893- 1983) en bjó og starfaði lengst af í París. Hann aðhylltist kúbisma í upphafi ferils síns en undirritaði stefnuyfirlýsingu súrrealista ásamt fleirum árið 1924. Eftir það var hann lengi virkur þátttakandi í hópi súrrealista. Nú á timum er þó talað um verk Miró óháð stefn- um og straumum í myndlist. Miró er einn af frumlegustu og merkileg- ustu listamönnum 20. aldarinnar og telst þar í hópi listamanna eins og Picasso og Matisse, að sögn Gunnars Kvarans. Stór hluti verkanna á Kjarvals- stöðum verður hluti af úttekt á verkum Mirós á Edinborgarhátíð í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.