Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 2
 2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 Ljósmynd/Sigfús Eymundsson/Þjóðminjasafn Þetta er ein elsta myndin sem til er frá Borgarnesi, tekin einhvern timann á árabilinu 1878 til 1886. Vinstra megin er hvítmálað Kaupangs- húsið, íbúðarhús kaupmannsins og nær sjónum er svart verslunarhúsið. Þessi tvö hús standa enn og eru í notkun. Að frumkvæði Jóns Jónssonar á Ökrum lét Langeverslun reisa verslunarhúsið 1977 og íbúðarhúsið ári síðar. Teitur Olafsson var fyrsti faktorinn sem flutti í íbúðarhúsið ogjafnframt fyrsti skráði íbúinn í Borgarnesi. Thor Jensen flutti í Kaupangshúsið árið 1886 og þar fæddist jafnframt sonurinn Ólafur Thors. 125 ARA VERSLUNARAFMÆLI BORGARNESS I DAG sölum í krafti stærðar sinnar. Þessi verslun hjá okkur hefur gengið vel, auðvitað upp og ofan á köflum en í dág er það helst mikill fjármagns- kostnaður sem háir okkur. Við stund- um töluverða lánastarfsemi og það eykur fjármagnskostnaðinn." Að- \ spurður um markaðshlutdeild kvaðst Jón telja að verslun JS stæði nokkuð jafnfætis Kaupfélaginu varðandi verslun Borgnesinga en kaupfélagið hefði betur varðandi sveitirnar. Ann- ars hefur verið aukning í veltu og til dæmis var hún 17 til 18% á milli áranna 1990 og 1991 sem er rúm- lega tvöföldun miðað við verðlags- þróun. Bústaðafólkið „Sumarbústaðafólkið sem dveiur í Borgarfirði verslar mikið hjá okkur. Við verðum varir við þá breytingu að það tekur minna með sér að sunn- an heldur kemur við hjá okkur á leið- inni í bústaðinn og verslar. Það er til dæmis stundum þannig hjá okkur á föstudögum að það er enginn Borg- nesingur inni í versluninni sem þó er full af fólki. Þetta bústaðafólk er farið að treysta á að fá góða vöru og þjónustu og kemur því aftur og aftur við hjá okkur. Sumir eru í bú- stöðunum af og til um helgar allan ársins hring en mest er þó aukningin í ferðamannaversluninni yfir sumar- tímann. Borgarfjörðurinn er vinsæll til dvalar og útiveru og sumarbústöð- um er alltaf að fjölga. Ég tel að Borgarnes eigi mikla möguleika fólgna í aukinni ferðamannaþjónustu á næstu árum. Undanfarin tvö ár höfum við haft verslunina hjá okkur opna laugardaga og sunnudaga til kl. 16 og hefur þetta mælst mjög vel fyrir hjá ferðafólki sem og öðrum viðskiptavinum. Það sem vantar enn upp á þjónustuna í Borgamesi er að ekki hefur enn tekist að fá opnaða áfengisútsölu í bænum en hún hlýtur að fara að koma. Annars sé ég það fyrir mér að það verði ekki langt í það að leyft verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum hérlend- is. Þetta er úrelt fyrirkomulag sem er í gildi í dag. Menn voru hræddir Verslunarferð í Borgarnes skömmu eftir aldamót. Myndin er tekin undir Búðakletti á Suðurnesi, þar sem nú liggur vegurinn út að Brákarbrú. Pakkhúsið fyrir miðri mynd er frá Langeversluninni og til vinstri er sláturhúsið. Þessi hús standa enn. Borgarnesi. ÞESSA dagana halda Borgnesing- ar upp á 125 ára verslunarafmæli bæjarins. Ólíkt öðrum kauptúnum við sjó hefur Borgarnes ekki haft afkomu sína af sjávarútvegi held- ur Borgarnes byggst upp að mestu í kring um verslun og þjónustu við héraðsbúa og nágrannabyggð- alögin. Borgarnes er vel í sveit sett til að sinna sínu hlutverki, miðsvæðis í héraðinu og nú sem oftast áður í þjóðbraut. að gekk ekki þrautalaust fyrir Borgfirðinga að fá löggildingu verslunar- réttinda fyrir Borgar- nes en að iokum tókst það með konungsbréfi 22. mars 1867. Það var mikil breyt- ing fyrir héraðsbúa að fá kaupskip inn á Brákarpoll í stað þess að þurfa að fara um langan veg út á Snæfells- nes eða til Reykjavíkur í kaupstaðar- ferðir. Byggð og búseta í Borgamesi þróaðist hægt fyrstu árin eftir verslunarréttindin. Fyrsta verslunar- húsið, sem enn stendur, lét Akra- Jón, frá Ökrum í Hraunhreppi, reisa 1877 undir Búðarkletti í umboði Jo- han Lange frá Bergen og íbúðarhús lét hann byggja ári síðar skammt frá og er enn búið í því húsi. Segja má að með verslun Akra-Jóns hafi versl- unarrekstur náð varanlegri fótfestu í Borgarnesi. Eftir níu ár tekur Thor Jensen við verslunarrekstri Akra- Jóns undir Búðarkletti og er hún rekin af honum fram til 1907 að Jón Bjömsson og Co. taka við henni. Upp úr því fyrirtæki rís síðan Verslunar- félag Borgarfjarðar árið 1924 og var það rekið þar til 1969. KBB Kaupfélag Borgfirðinga var stofn- að 1904. Aður hafði verið stofnað til félagsverslunar með sama nafni árið 1883, en sú tilraun mistókst. Fyrstu árin, eða fram til 1909 var kaupfélagið rekið sem pöntunarfé- lag. Árið 1910 var stofnuð söiudeild í Borgamesi og var hún rekin sam- hliða pöntunardeildinni fram til 1916 og var lægra vöruverð i pöntunar- deildinni. Árið 1916 kaupir félagið öll verslunarhús Brydesverslunar í Borgamesi og hafði þar alhliða verslunarstarfsemi fram til 1960 er flutt var í nýtt verslunarhús við Eg- ilsgötu. Við Egilsgötu em nú reknar 4 verslunardeildir auk Bónus-mark- aðar sem opnaður var 1989. Þá er rekin umfangsmikil byggingavöru- verslun við Skúlagötu og nýjasta verslunin og þjónustumiðstöðin er Hyrnan við Brúartorg. Núverandi kaupfélagsstjóri er Þórir Páll Guð- jónsson og tók hann við af Ólafi Sverrissyni árið 1988. Aðrar verslanir Auk þessara verslana má nefna nokkrar verslanir sem voru starfandi upp úr 1920, eins og Verslunarfélag- ið Borg, sem starfaði frá 1924 til 1964, Verslun Bjarna Guðjónssonar, Verslun Kristjáns Jónassonar og Verslun Hans Grönfeldt. Þjónustan skiptir mestu mál Jón Haraldsson er einn nútíma- kaupmannanna i Borgarnesi. Hann byijaði að vinna verslunarstörf í Hvítárskála við Hvítárbrú. Það má segja að hann hafí fylgt umferðinni, því með tilkomu Borgarfjarðarbrúar- innar flutti Jón sig um set og keypti verslunina Neskjör í Borgarnesi, ásamt Stefáni bróður sínum. Þeir eru búnir að reka þá verslun frá því í janúar 1980 undir nafninu Verslun Jóns og Stefáns. Rætt var við Jón um verslunarmál í Borgarnesi í dag og framtíðarhorfur. „Ég tel að Borgarnes sé í dag á mörkum þess að vera á Stór-Reykja- víkursvæðinu og að vera á lands- byggðinni, hvað verslun og sam- gongur varðar. Það er alveg ljóst að við erum í hörku samkeppni við Reykjavík, sérstaklega sérvöru- verslanir, en ekki alveg eins mikið í matvöruversluninni. Við erum alveg sambærilegir í verði við til dæmis . hverfaverslanir í Reykjavík. En að sjálfsögðu geta stórmarkaðirnir í Reykjavík boðið upp á lægri vöru- verð enda geta þeir fengið mikla afslætti í sínum innkaupum hjá heild- um að allir myndu leggjast í óreglu með tilkomu bjórsins en það gerðist nú ekki og ég tel að það gerðist ekkert frekar þó að leyft yrði að selja bjór og léttvín í matvöruverslun- um.“ Möguleikar á aukinni verslun „Við Borgnesingar verðum að bjóða upp á meira fyrir ferðamann- inn. Ferðafólk verður að hafa nóg við að vera. Við höfum til dæmis mjög góðan golfvöll sem er mikið notaður af ferðafólki og bústaðafólki í héraðinu. En það eru vannýttir möguleikar á aukinni þjónustu. Hestamenn gætu til dæmis nýtt að- stöðu sína betpr yfir sumartímann, verið með námskeið og reiðtúra. Þá vantar tilfinnanlega útisundlaug í Borgarnes, ég er viss um að hún myndi draga fólk að, sérstaklega ef það væru vatnsrennnibrautir og tæki fyrir krakkana. Þannig „vatnagarð- ur“ myndi sópa fólki úr sumarbú- staðahverfunum niður í Borgarnes á góðviðrisdögum og öll þjónustu og verslunarfyrirtæki myndu njóta góðs af því. Þetta styður nefnilega allt hvað annað og þegar upp er staðið er það sú heildarþjónusta sem veitt er í bæ eins og Borgarnesi sem skipt- ir mestu máli,“ sagði Jón Haraldsson að lokum. TKÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.