Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 Hcrbergú þjtteruppL á. Lof-tl. Sttgtrw er i bÍLskúrnum '' Því hlustar þú aðeins á það sem ég segi þegar ég tala í símann? Já, ég veit ég skrifa illa. — Ég ætla mér líka að verða læknir ... HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hæsta fjall á Suðurlandi Frá Gesti Sturlusyni: í Lesbók Morgunblaðsins er grein eftir Jón R. Hjálmarsson náms- stjóra er nefnist: Sala húsnæðis og Gilitrutt. Er þetta þjóðsagan um Gilitrutt. Á undan sögunni er lýsing á Eyjafjallasveitinni, þar sem sagan gerist. Þar stendur meðal annars: Til hægri rísa Vest- mannaeyjar sæbrattar úr hafi og til vinstri gnæfa hömrum girt og fossum prýdd fjöll en hið efra gnæfir sjálfur Eyjafjallajökull formfagur og tigulegur. Hann teygir sig 1.666 metra upp í himin- blámann og er hæsta fjall á öllu Suðurlandi. Það er þetta með Eyjafjallajökul sem ég vil gera nokkrar athuga- semdir við. Jón segir að Eyjafjalla- í tilefni af umíjöiiun fjölmiðla síðustu daga um svokölluð „Þjóð- lífsmál", þykir rétt að taka fram: Umfjöllun þessi hefur takmark- ast við eitt tilvik. I því var ekki tekið til varna, er málinu var stefnt fyrir bæjarþing og dómi var ekki áfrýjað. Fógeta var því skylt að framfylgja dómnum að kröfu gerðabeiðanda og á ábyrgð hans. Krafan var ekki greidd embætti bæjarfógeta. Hitt mun vera rétt, að fulltrúi við embættið framsendi gerðarbeiðanda ávísun, að eindreg- inni beiðni gerðarþola. Yfirleitt veitir embættið skuldurum ekki jökull sé hæsta fjall á öllu Suður- landi. Þetta er að mínu viti ekki rétt. Hæsta fjall á Suðurlandi og um leið hæsta fjall á íslandi er Öræfajökull. Maður þarf ekki lengi að skoða íslandskortið til að sjá að Öræfajökull er á Suðurlandi, að minnsta kosti landfræðilega þótt hann sé að vísu í Austurlands- kjördæmi. í landafræði sem ég lærði í æsku er Sunnlendingafjórð- ungur talinn ná frá Lónsheiði í Hvalfjarðarbotn. Upphaflega voru mörk fjórð- unga önnur en þau eru nú. Mörk Norðlendingafjórðungs hafa ætíð verið þau sömu, þ.e. úr Hrútaijarð- arbotni í austanvert Langanes. Mörk Austfirðingafjórðungs og Sunnlendingafjórðungs voru við Jökulsá á Sólheimasandi og Sunn- lendinga- og Vestfirðingafjórð- ungs við Hvítá í Borgarfirði. Munu þessi mörk hafa verið dregin með það fyrir augum að jafn margir þingfararkaupsbændur væru í hvetjum fjórðungi. GESTUR STURLUSON Hringbraut 50 Reykjavík slíka þjónustu, en hér var gerð undantekning að ósk skuldara eins og áður segir. Óþarft ætti að vera að taka fram, að slík mál sæta meðferð við dómstóla landsins eftir reglum gildandi réttarfarslaga. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við um embættið á Akureyri sem embætti í öðrum umdæmum landsins. F.h. bæjarfógetans á Akureýri og Dalvík BJÖRN RÖGNVALDSSON, fulltrúi Hjálpar- beiðni Frá Ragnari Sigurðssyni: Það gerist nú æ algengara að fólk noti sér greiðasemi hrekklausra gamalmenna og fær þau til þess að skrifa upp á víxla og skuldabréf. Fylgir þá venju- iega veðleyfi í íbúð eða öðrum eignum. Þetta fólk hirðir síðan ekkert um að greiða af lánum þessum, afborganir og vexti. Það sinnir heldur ekki innheimtuað- gerðum banka eða aðvörunum lögmanna. Lánin vinda síðan uppá sig sbr. lánskjaravísitala og dráttarvextir. Skuldabyrðin eykst stöðugt. Gamalmenni, sem ekki hafa annað en elli- og lífeyr- islaun að bjargast á, ráða ekki við slíka skuldabagga. íbúðin fer undir hamarinn og gamla fólkið, sem ávallt hefur staðið í skilum skilur ekki svona siðferði og miskunnarleysi náungans. Það lifir í stöðugum ótta um að missa ofan af sér meðan vandræða- fólkið gengur hnakkakert um götur og torg og forðast að tala við velgjörðamann sinn. Hálfáttrætt gamalmenni, Halldór Guðnason í Tunguseli 1 í Reykjavík, hefur orðið fyrir svona búsifjum og berst nú ör- væntingafullri baráttu við að halda íbúð sinni. Hún virðist harla vonlítil nema að hjálp komi til. Lánið, sem hann skrifaði undir, er nú orðið að upphæð 1,3 millj. auk annarra lána sem fýlgja íbúðinni. Þeir, sem vildu sinna þessari hjálparbeiðni, eru vinsamlegast beðnir um að senda gjafír sínar á reikn. 5991 á nafni Halldórs Guðnasonar í Landsbanka ís- lands Austurbæjarútibúi, Rvík. RAGNAR SIGURÐSSON Aragötu 10 Reykjavík. Athugasemd vegna „Þjóðlífsmáls“ Víkverji skrifar Víkveiji dagsins fletti á dögunum upp í bók Þórarins Þórarinss- onar, fyrrum ritstjóra Tímans, „Sókn og sigrar — saga Framsóknarflokks- ins“. í kaflanum „Samið við Banda- ríkin um hervernd íslands" (annað bindi, bls. 90—92) segir frá tvenns konar og reyndar gjörólíkri afstöðu Sósíalistaflokksins til íslenzkra utan- ríkis- og öryggismála, eftir því hvern veg vindar blésu af Volgubökkum. Þegar Bretar hernámu ísland í heimsstyijöldinni síðari héldu íslenzk- ir sósíalistar uppi gijótharðri gagn- rýni á heimsauðvaldið, sem þeir köll- uðu svo, og töldu Bandaríkjamenn og Breta fara fyrir. Og þá hét Breta- vinnan svokallaða landráðavinna í þeirra munni. Enda vináttusáttmáli Hitlers og Stalíns í blóma; sá er leiddi til skiptingar Póllands og innlimunar Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin. xxx Sósíalistaflokkurinn snarsneri af- stöðu sinni skömmu síðar. Þar um segir í bók Þórarins: „Það kom fram í ræðu Brynjólfs Bjarnasonar að afstaða Sósíalista- flokksins var allt önnur til setuliðs Bandaríícjanna en hún hafði verið til setuliðs Breta, enda var orðin sú breyting, að Þjóðveijar höfðu nokkr- um dögum áður ráðist inn í Sovétrík- in. í ræðunni sagði Brynjólfur Bjarn- ason m.a.: „Það mun verða litið svo á, að með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, hæstvirts forsætisráðherra til for- seta Bandaríkjanna, hafi ísland glat- að hlutleysi sínu. Það skiptir í raun ekki miklu fyrir okkar rökræður, hvernig verður litið á það mál, eða þó að farið verði í harða skilgrein- ingu á orðinu hlutleysi. Það er alls ekki þetta, sem skiptir máli; heldur hin praktíska hlið málsins, hvernig á það er litið af öðrum þjóðum. Þýzka útvarpið lét ekki á sér standa að lýsa því yfir að Bandaríkin séu kom- in þangað sem stríðið er og þar verði skotið án allrar miskunnar." Síðar í ræðunni fórust Brynjólfi svo orð: „Ef ráðstafanir Bandaríkjanna yrðu til þess að veitt yrði virk aðstoð íþeirri baráttu, sem háð er á austur- vígstöðvunum, þá mundu Islending- ar ekki heldur telja eftir sér það, sem af því stafaði, en það er bezt að láta verkin tala.“ (Alþt. 1941, sum- arþing B 45). XXX á sagði Brynjólfur um sambúð- ina við setuliðið: „Það má ekki takast að ala á neinum íjandskap eða úlfúð milli hermannanna og íslenzku þjóðarinn- ar. Það er andstæðiilgum íslenzkrar alþýðu einum til gagns, að særður þjóðarmetnaður gefi sér útrás í and- úð gegn hermönnunum, sem við eig- um engar sakir við.“ Hér kvað við annan tón en í garð brezka setuliðsins, sem var hér áður en upp úr slitnaði milli Þjóðveija og Rússa. Á máli kommúnista hét vinnan hjá brezka setuliðinu landráðavinna, en nú nefndist vinna hjá bandaríska hemum landvamarvinna. Afstaða kommúnista breyttist eftir að Ijóð- veijar réðust á Sovétríkin 1941.“ Svo segir í bók Þórarins fyrrum Tímaritstjóra. íslenzkir sósíalistar áttu enn eftir að snarsnúast með Sovétríkjunum. Bandarfkin urðu aft- ur óvinur númer eitt. Söngurinn um heimsauðvaldið hljómaði á ný sem aidrei fyrr. Keflavíkurgöngur voru gengnar árum saman. Níðstangir voru reistar. Og landvarnarvinnan varð aftur landráðavinna. Víkveiji dagsins gerir sér grein fyrii' því að heimsmyndin hefur breytzt. Jámtjaldið heyrir fortíð'til. Kommúnisminn er hruninn í Austur- Evrópu. Er er hann hruninn í hugar- heimi íslenzkra sósíalista? Hafa þeir gert upp við fortíð sína á viðeigandi hátt? Islenzkir sósíalistar hafa lofsungið íslenzkt hlutleysi háværar en flestir aðrii'. Þeit' hinir sömu, einir lands- manna, kröfðust þess, að ísland segði Möndulveldunum stríð á hend- ur í lok heimsstyijaldarinnar síðari. Þannig var þá komið þeirra hlut- leysi. Þannig var stefnufesta þessara meintu „hugsjónamanna“ eins og rýja á snúm í austanáttinni. „Prinsippið" fólst í Sovétþjónkuninni, sem aldrei brást fyrr en yfir lauk martröð marxismans austur þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.