Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 eftir Árna Matthíasson, mynd Einar Falur Ingólfsson SIGURJÓN B. Sigurðsson, sem þekktastur er sem Sjón, er um margt undar- legur maður. Hann kom fram á sjónarsviðið sem hluti af súrrealistahópnum Medúsu fyrir tíu árum og hefur síðan verið meira og minna í sviðsljósinu fyrir fjölmargt í fjölmörgum gerv- um. Hann er ekki bara Sjón, því eins og hann segir sjálf- ur: „Ég hef þrjú aukasjálf, Johnny Triumph, sem er rokkstjarna og söguper- sóna, Birgittu, sem er mest í myndlistinni og aðeins í Ijóðlistinni, og svo er það þessi Sjón sem er skáld. Sigurjón kaupir í matinn og skaffar pening handa þessu liði.“ Birgitta sést æ sjaidnar og lít- ið hefur borið á Johnny Triumph undanfarin miss- eri, en Sjón er allstaðar og símalandi. Ekki er gott að finna hinn „raunverulega" Siguijón, enda er hann ekki gefinn fyrir að láta á sér bera, en sé geng- ið á hann er hann reiðubúinn að segja sögu sína: „Ég á erfitt með að muna nokk- uð sem gerðist fram að þrettán ára aldri. Eftir það er allt nokkuð ljóst, en fram að því er þetta hlutir sem fólk hefur verið að segja mér í fjöl- skylduboðum. Ég held að ég hafi ekki verið erfitt bam. Aðrir hafa sagt mér að ég hafí verið afskap- lega skemmtilegur, lifandi, greind- ur og ræðinn krakki. Mér fínnst það trúlegt. Ég held að ég hafí verið dálítið manískur krakki, jaðraði við of- virkni. Ég hafði afskaplega gaman af að tala, byijaði snemma á því og hef ekki hætt síðan. Ég held reyndar að líf mitt sé einar stórar samræður. Ég sé fyrir mér barnaheimilis- senu, þar sem ég er á gulum regn- galla úti í sandinum og svo er önn- ur minning þegar bítlaæðið gekk yfír. Þá vorum við með ruggu- bretti, sem við áttum að standa á og rugga okkur. Það hefur senni- lega komið með tvistinu, en þegar því lauk og Bítlarnir komu vora brettin tekin upp og notuð sem gít- arar. Við stilltum okkur upp á klif- urgrindinni eins og Bítlarnir á pöll- um, og sungum Se iasjú je je je. Fjögurra/fimm ára var luftgítarinn sem sagt tekinn upp. Ég var mjög hrifínn af bítli og frænkur mínar, sem bjuggu í Skeið- arvoginum og ég var mikið hjá, vora mikla bítlapíur. Ég hafði mik- ið dálæti á Ringo, hann var minn bítili alveg eins og Stúfur var minn jólasveinn." Rithöfundaramma „Ég var eldsnöggur að læra að lesa og las allt milli himins og jarð- ar, þar á meðai Alþýðublaðið, spjaldanna á milli. Ég var í Skeiðar- voginum á daginn, kom snemma á morgnana og hlustaði á Morgun- stund bamanna, en svo var ég far- inn að bíða eftir því að Alþýðublað- ið kom inn um lúguna og las það og sleppti þá Morgunstundinni. Þau umskipti voru eitt af stóru augna- blikunum í lífí mínu. Hinsvegar er ég ekki krati og bamssálin beið því ekki varanlega skaða af að lesa Alþýðublaðið. Það á kannski eftir að koma fram seinna, það era að koma fram gallar á allskonar fólki sem menn hafa haldið að sé allt í lagi, en er nú alltíeinu komið á iista hjá Alþýðuflokknum. Við bjuggum í Túnunum en flutt- umst svo á Kleppsveginn. Þar bjuggum við hjá ömmu minni og ég á því rithöfundarömmu. Hún átti mjög gott bókasafn og ég las þar allt milli himins og jarðar. 'Ég las Bob Moran, Benna og Tom Swift í bland við þjóðsögur Jóns Árnasonar, allt nema draugasög- urnar, mér stóð stuggur af aftur- göngum. Af Kleppsveginum fór ég upp í Breiðholt, upp í Asparfellið, sem er stærsta hús á landinu. Þá var ég tíu ára og fór í hálfan tíu ára bekk, en var svo heppinn að tveir bestu vinir mínir úr Langholtsskóla vora í bekknum. Ég slapp því við að lenda í þessum hiyllilega Breiðholtsskríl, sem ég varð reyndar aldrei var við. Ég heyrði mikið af honum og mamma eins vinar míns spurði mig skömmu áður en við fluttum hvert við ætluðum að flytja. Ég sagði að við ætluðum að flytja upp í Breið- holt, og þá sagði hún vJesús minn, aumingjans barnið". Ég bjóst við að verða skotinn í tætlur eða stung- inn á hol. Mér leið alltaf vel í Breiðholti og á ekki nema góðar minningar það- an. Fólk heldur að þetta hafi allt verið steinsteypuvíti, á meðan við nutum þess að vera á jaðri borgar- innar - stutt að Elliðaánum og upp á Rjúpnahæð. Þessi jaðar var mér mjög mikilvægur. Ég veit ekki hvernig þessi veruleiki sem ég lifði þarna á eftir að hafa áhrif á mig sem rithöfund, en hann er sennilega farinn að gera það, því það er í mér mjög sterk tilhneiging til þess að skrifa um atburði sem gerast á mörkum tveggja mjög afgerandi heima.“ Sjón verður til „Ég ætlaði aldrei að verða lista- maður eða rithöfundur og hugsaði aldrei um það fyrr en ég var fimmt- án ára, þá fékk ég listamannabakt- eríu, en fram að því ætlaði ég að verða dýralæknir. í níunda bekk í Hólabrekkuskóla fór ég að lesa þessi lifandis ósköp af ljóðum. Ég las Stein Steinarr snemma og svo hafði móðir mín einhvem tímann keypt á bókamarkaði Erlend nú- tímaljóð í samantekt Einars Braga og Jóns Óskars og ég las þau mér til dægrastyttingar. Þegar ég fór svo að lesa íslensku módernistana veturinn 1977-78 var ég kominn með nokkuð góðan undirbúning til að fara að skrifa sjálfur. í Hóla- brekkuskóla tók ég að mér sköla- blaðið og vildi hafa ljóð í því. Ég settist því niður og fór að skrifa ljóð og þá kom í ljós að ég kunni þetta móderníska form mjög vel — síðan hef ég ekki snúið aftur. Við létum prenta blaðið hjá Siguijóni í Letri og þar sá ég að það var ekk- ert mál að gefa út sjálfur. Uppúr þessu fór ég að skrifa, en haustið áður hafði ég farið að teikna og þá varð Sjón til, þegar ég var að merkja myndirnar; í lokin á átt- unda bekk og byijun níunda bekks. Svo för ég á listaspíratripp. Ég hafði mjög lengi verið hrifínn af Flóka. Kynntist hans myndlist í sýningarskrá hjá ömmu minni og las öll viðtöl við hann og lærði þau; ég sá hvað það gat verið gaman að vera listamaður, af því að það er mjög sterkt í mér að listamaður er ekki bara einhver einmana mað- ur í litlu herbergi á Frakkastíg sem situr og skrifar ljóðin sín. Það er ákveðin samfélagsleg yfirlýsing að gerast listamaður og hún hlýtur að fela í sér ákveðnar skyldur eins og það að slá trumbur og steypa sér kollskít. í níunda bekk kynntist ég Þór Eldon og síðan hefur verið með okkur mikill vinskapur. Hann var byijaður að skrifa þá og ég birti fyrsta ljóðið hans. Á þessum árum gerðist ég áhugamaður um pönk, en áður hafði ég hlustað á Bowie, Velvet Underground og Roxy Music. Ég var þó ekki eins og Einar Örn með keðjur og leður, heldur var ég meira í nýbylgjupönki og stundaði Herra- fataverslun Andrésar á Skólavörðu- stíg. Þegar við Þór uppgötvuðum þá paradís með pokabuxum og gömlum jökkum og skyrtum og frökkum vissi fólkið í búðinni ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég held ég hafi alltaf verið al- gjörlega tvískiptur. Annars vegar er ég blíður og yndislegur og góður drengur, en á sama tíma hrífst ég algerlega af þessari hörku og nótt- inni og dimmunni og blóðinu og svitanum og sæðinu. Ég held að ég sé afskaplega heilbrigður, dagur og nótt. Sumarið ’78 var ég kominn með nóg í ljóðabók og þótti sjálfsagt að gefa hana út sjálfur. Hún het Sýn- ir. Ég gaf hana út í 150 eintökum sem seldust upp. Svo fór ég á listasvið í fjölbraut því ég ætlaði að verða listamaður." Risastórt partí „Vorið 1978 var sýning í SÚM, sem nýlistadeildin í Myndlistar- og handíðaskólanum var með. Þar sýndi Grétar Reynisson verk sem byggðist á því að hann sendi af handahófí póstkort til fimmtán ára unglinga í Reykjavík og bauð þeim á sýninguna. Besta vinkona mín og æskuástin var ein af hinum heppnú, en Grétar límdi svo póstkortin á risastóra mynd sem hann hafði gert. Við fórum niðreftir og ég hreifst af og mætti á hveijum degi eftir það. Ég tók þátt í gjörningum og hljóðskúlptúrum og skrifaði í blað sem listamennirnir gáfu út. Það réð úrslitum með að ég fór í myndlistina, því ég var viss um að myndlist væri risastórt partí, þar sem alltaf væri eitthvað að gerast og menn væru bara hinir dadaísk- ustu og kjánalegustu. í myndlistinni í Fjölbraut kom annað upp á ten- ingnum. Þar áttu menn að vera að teikna keilur og skyggja þær, reikna út fjarvíddir og gera lita- hringi. Ég var þá kominn með ólæknandi áhuga fyrir listasögu og var búinn að kynna mér allar skemmtilegustu stefnur tuttugustu aldarinnar eins og súrrealismann, dadaismann, fútúrismann, ex- pressionismann og poppið, þannig að ég vildi bara gera einhveija per- formansa. Það var náttúrlega ekki tekið í mál, það var verið að und- irbúa okkur undir lífið. Þetta end- aði með því að ég var felldur á myndlistarsviðinu og beðinn að snúa mér að einhveiju öðra. Fyrir miskunn fékk ég þó að taka upp aftur þá áfanga sem ég hafði fallið í og er því með stúdentspróf af myndlistarsviði. Það er svolítið merkilegt að á þeirri önn sem’ ég var felldur var ég óhemju iðinn við myndlist heima. Herbergið mitt var eitt myndlistarstúdíó og þar sat ég alla daga og skapaði myndlist, en sú list var ekki gjaldgeng uppfrá.“ Medúsa „Á sama tíma og ég var að kvelj- ast í þessu varð Medúsa til. Við Þór vorum búnir að vera miklir vin- ir og áttum að vinum Þorkel Kára Bjarnason og Ólaf Jóhann Engil- bertsson. í gegnum þá kynntumst við Róberti Haraldssyni og Matthí- asi Magnússyni. Sveinn Baldursson fylgdi okkur líka. Einar Melax slóst í hópinn eftir að hann hafði leyft Akureyringum að njóta sín. Þegar Medúsa varð til var farið á risa- stórt fyllerí í heimsbókmenntunum. Þá vorum við orðnir sex með bóka- dellu. Af einhveijum ástæðum stóð uppúr áhuginn á súrrealismanum og dadaismanum og þá var farið að framleiða á fullu, menn lögðust í allsheijar súrrealisma. Við gáfum út bækur, en fyrsta súrrealíska bókin sem kom út hét Birgitta, lítil handteiknuð bók eftir mig. Sumarið 1980 komu út fyrstu alvöra Med- úsubækurnar, Efnahagslíf í. stór- borgum eftir Ólaf Engilbertsson og Lystigarðurinn eftir Matthías Magnússon. Jóhamar kom í skólann haustið 1980 og í Medúsuhópinn vorið eftir. Þór, Matthías, Óli og Einar Melax voru þá búnir að stofna Van Hout- ens Kókó, sem var einskonar sam- bland af hljómsveit og dadaískri uppákomu. Van Houtens Kókó er týnda nýbylgjuperlan og eina band- ið sem var að skapa „industrial“- tónlist fyrir utan það að ljóðagerð náði nýjum hæðum. Ég held að dadaískari skáldskapur hafi ekki verið skrifaður. Textarnir voru skrifaðir undir áhrifum af gífur- legri tedrykkju og Lífgeisla, tíma- riti nýalssinna." Fyrsta uppákoman „Við byijuðum snemma á „per- formansum" og vorum meðal ann- ars með einn í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Við keyrðum inn í skól- ann á opnum Citroén-bragga. Ólaf- ur Engilbertsson drakk blóð klædd- ur í jakkaföt sem hann var búinn að hengja á blaðsíður úr fyrstu ljóðabók sinni og las dadaísk ljóð. Þór Eldon sat klofvega á píanói sem Einar Melax spilaði á og var búinn að smyija sig í framan með kjöt- farsi og las ástleitin ljóð til MH- stúlkna, en Einar var í kjólfötum með lærissneiðahúfu. Ég hljóp um með skreið út úr buxnaklaufinni og brauðhleif á höfðinu og hrópaði ókvæðisorð að áheyrendum. Það endaði auðvitað með því að við vor- um grýttir með kókómjólk og vínar- brauðum, sem var mjög viðeigandi. Við vorum líka með uppákomu í Fjölbraut sem hét Góðir hermenn klára af disknum sínum. Þar sátum við við langborð, allir með ræningja- grímur, berir að ofan og búnir að strá fiðri á borðið og á áhorfenda- svæðið og undir fiðrinu voru kjúkl- ingar. Við sátum og drukkum rauð- vín og átum kjúklinga, en á borðdúknum var sýnd gömul Roy Rogers-mynd og Einar Melax spil- aði á harmonikku. Þar lásum við hver í kapp við annan. Það spurðist út að við hefðum verið að eta hráar dúfur, sem sýnir vel það orð sem fór af okkur. Fólk viSSi ekkert hvað var að gerast, fyrir utan að með þessari ljóðavirkni vorum við að í s i g u r j o n i b i r g i s i g u r ð s s y n i s a m e i n a s t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.