Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASÖGUR SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Dreifðu kröftunum ekki um of í dag. Þú ert ef til vill með of mörg járn í eldinum núna. í kvöld blandar þú saman leik og starfi og þér ferst það vel. Naut (20. apríl - 20. mai) Þér kann að bjóðast freistandi atvinnutækifæri núna, en þú ættir að bíða með að leita þér fjármálaráðgjafar. Sinntu menningarmálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þetta er heppilegur dagur til að ræða mál sem snerta við- skipti og fjármál. Leggðu þunga áherslu á gætni og hófsemd. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS^ Stundum hleypur ímyndunar- aflið með þig í gönur. Láttu smávegis afturkipp ekki hafa of sterk áhrif á þig eða fylla þig sjálfsefa. Talaðu hrein- skilnislega við ástvini þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Verkefni sem þú hefur með höndum tekur meiri tíma en þú gerðir ráð fyrir, svo að þú verður ef til vill að fresta þátt- töku I félagsstarfi. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl <9$ Það gæti orðið mikil tímasóun hjá þér að blánda saman leik og starfi núna. Þið hjónin haf- ið margt að segja hvort öðru um þessar mundir. (23. sept. - 22. október) Þú verður að byija á því að leysa einhver vandamál heima fyrir áður en þú getur farið að njóta dagsins með góðri samvisku. í kvöld sinnir þú áhugamálum þínum. Sporödreki (23. okt. -21. nóvember) HHS Þú þarft að viðhafa ítrustu gætni ef þú skrifar upp á ein- hveija pappíra núna. Haltu þig heima I kvöld og sinntu smá- verkefnum sem beðið hafa úrlausnar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þið hjónin eruð ekki sammála um skipan fjármála ykkar núna. Kvöldið skaltu helga ástvinum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gengur á ýmsu hjá þér ef þú ákveðiir að vinna í dag. Þó fer allt vel á endanum. Þú hefur sterk áhrif á annað fólk núna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) tðk Þér hættir til að taka skakkan pól í hæðina núna varðandi ákveðið mál. Reyndu að létta á hjarta þínu með því að tala út um hlutina við ástvini þína. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -iax Þú ættir fremur að heimsækja aðra núna en bjóða til þín gestum. Taktu þér tíma til að vera út af fyrir þig með hugs- unum þínum. Leggðu drög að því að smala saman vinum þínum. Stjórnusþána á að lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Svo ég býst við því að þú verðir að spyrja sjálfan þig „Hvort vildirðu heldur að gerðist, að flugdrekinn minn festist í tré eða yrði undir trukk?“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar hægri handar andstæð- ingur meldar lit þar sem þú átt Kxx, borgar sig sjaldnast að yfirtaka grandið. Mjög oft spil- ast spilið betur í hendi makkers. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D104 ♦ ÁKG9 ♦ D64 *D52 Suður ♦ K52 y D62 ♦ KG10 + ÁG109 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 1 hjarta 1 spaði 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Utspil: spaðasjö. Geimið er einfalt í norður, en suður var af þeim gamla skóla að öll spil spilist best í eigin hendi og var fljótur að tryggja sér grandið. Hvernig getur hann réttlætt frekjuna í sögnum? í fyrsta lagi með því að stinga upp spaðadrottningu. Þannig stöðvar hann spaðasóknina í bili. í annað stað má hann ekki ana beint í laufsvíninguna, því ef hún misheppnast brýtur vörnin spað- ann og austur á væntanlega inn- komu á tígulás. Suður verður fyrst að tryggja sér slag á tígul: Vestur Norður ♦ D104 ♦ ÁKG9 ♦ D64 ♦ D52 Austur ♦ 73 ♦ ÁG986 ♦ 7543 II ♦ 108 ♦ 987 ♦ Á532 ♦ K643 ♦ 87 Suður ♦ K52 ♦ D62 ♦ KG10 ♦ ÁG109 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Linares um dag- inn kom þessi staða upp í viður- eign tveggja af kunnustu vest- rænu stórmeisturunum. Nigel Short (2.685), England og Jan Timinan (2.620), Hollandi, sem hafði svart og átti leik. Short lék síðast 17. c2 — c3. 17. - Hxa4!!, 18. Dxa4 - Rh4, 19. g3 - Rf3+, 20. Kg2 - Be6!, 21. Rhl (ömurlegur leikur, en Short fann ekki önnur ráð til að útbúa flóttaleið fyrir kónginn. 21. Kxf3? gengur ekki vegna 21. - Bd5+, 22. Ke2 - He8+, 23. Kdl - Bf3 mát) 21. - Bd5!, 22. Hxf3 — Rf5 (Með hrók er hvítur ótrúlega varnarlaus í þessari stöðu) 23. Rf2 - Rh4+, 24. Kfl - Rxf3, 25. d3 - Rxh2+, 26. Ke2 — Bc6 og Short gafst upp. Mót fyrir 40 ára og eldri: Næstkomandi miðvikudags- kvöld, 25. marz kl. 19.30, hefst I félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12, skákmót fyrir 40 ára og eldri. Teflt verður einu sinni í viku, á miðvikudögum, sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Þátt- töku má tilkynna I síma TR eða á staðnum. Tímatakmörk verða væntanlega lVi klst. fyrir 36 leiki og sfðan hálftími til að ljúka skák- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.