Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 C 19 Stutfmyndahátíð JÓHANN Sigmarsson hjá Kvikmyndafélagi íslands og handritshöfundur myndarinnar Veggfóður - erótísk ástarsaga, hyggst efna til stuttmyndahátiðar á Kaffi Hressó og auglýsir nú eftir myndum í hana. Hátíðin er fyrst og fremst ætluð ungum kvik- myndagerðarmönnum og áhugamönnum um kvik- myndir," sagði Jóhann í sam- tali. „Sýnt verður í þremur flokkum mynda, 16 mm, 8 mm og í myndbandakerfi með skjá. Hátíðin verður 28. til 30. apríi en skilafrestur á myndum er til 10. apríl. Myndir má senda á skrifstofu Kvikmyndafélags íslands, pósthólf 891, 101 Reykjavík', og hægt er að ná í mig á skrifstofunni. Eg vona að fólk kunni að meta þetta framtak og að undirtektir verði góðar,“ sagði Jóhann. Hann sagði ætlunina að halda fræðilega fyrirlestra um tæknileg atriði er varða kvikmyndagerð meðfram sýningunum. „Þarna getur allur almenningur komið og sýnt verk sín sem hann ann- ars fær aldrei tækifæri til að sýna nema fjölskyldu og vinum og fengið ókeypis fræðslu og séð það sem aðrir eru að fást við. Ég held það verði ekkert mál að fá þátt- takendur. Við eigum svo mikið af kvikmyndafólki í landinu," sagði Jóhann að lokum. Stjörnu- ferðalagVI SJÖTTA myndin úr „Star Trek“-flokknum heitir Ónumið land eða „The Undiscovered Country" og er væntanleg í Háskólabíó öllum sönnum „Trekkum" til hátíðabrigða. Það stefnir í að „Star Trek“-myndirnar verði einhver langlífasta myndaröð bíósögunnar. Þær eru vin- sælar vestra þótt aðsókn annarstaðar sé dræm. Leik- stjóri er Nicholas Meyer en hann gerði líka mynd númer tvö. Leonard Nimoy er höf- undur sögunnar, sem er n.k. geimútgáfa af atburðum austantjalds síðustu ára þar sem hið illa veldi Klingon- IBIO Mynd Olivers Stones um Kennedymorð- ið vekur upp minningar um aðrar póíitiskar sam- særismyndir eins og t.d „All the President’s Men“ eftir Alan J. Pacula, sem sýnd var í Ríkissjónvarp- inu fyrir skemmstu. Var gaman að bera saman ólíkan frásagnarmáta myndanna þar sem ann- ars vegar er aragrúa upp- iýsinga dælt á áhorfand- ann með hröðum klipp- ingum og sífelldu áreiti en hins vegar hin hefð- bundna frásögn af árangursríkri rannsókn- arblaðamennsku. Hvað efnistök varðar hafði myndin um forsetamenn- ina lítið breyst með árun- um. Pacula gerði afar góð- an samsærisþriller á und- an þeirri mynd sem heitir „The Parallax View“ og er. vel þess virði að rifja upp í tengslum við JFK. í henni leikur Warren Beatty blaðamann sem verður vitni að morði á öldungadeildarþing- manni og kemst að því að æðri yfirvöld stjóma yfirhylmingum og blekk- ingum við rannsókn þess. í myndinni eru ófáar til- vísanir í Kennedymálið og er allt andriimsloft hennar verulega samsæ- riskennt þar sem ein- hverskonar „Warren- nefnd“ kveður úrskurð um að allt sé með felldu í lokin. Geislið mig inn; Shatner í viðbragðsstöðu. anna hrynur. Margt athyglis- vert kemur í ljós eins og t.d. það að Spock rekur ættir sín- ar til Sherlock Holmes. Christopher Plummer leik- ur illmennið í myndinni en með önnur hlutverk fara Kim Cattrall og módelið Iman. 15.000 SEÐ JFK ALLS hafa nú um 15.000 manns séð myndina JFK eftir Oliver Stone í Bíóborginni og Sagabíó að sögn Áma Samúelssonar eiganda Sambíóanna. Þá hafa um 20.000 manns séð hasar- myndina Síðasti skátinn með Bruce Willis, um 22.000 manns gaman- myndina Kroppaskipti, um 18.000 manns spennu- myndina Svikráð með Goldie Hawn og um 15.000 manns Thelmu og Louise. Næstu myndir Sambíó- anna verða gamanmyndin- „Father of the Bride" með Steve Martin og Martin Short, spennumyndin „Kuffs“ með Christian Slater, spennumyndin „Fi- nal Analysis“ með Richard Gere og Kim Basinger, spennumyndin „Shining Through,, með Michael Douglas, dramað „The Doctor" með William- Hurt,„For the Boys“ með Bette Midler og James Caan, gamanmyndin- „Biame it on the Bellboy" með Dudley Moore og loks„Stonecold“ með ný- stirninu Brian Bozworth, sem leikur mótorhjólatöff- ara, en Michael Douglas ■ framleiðir. Af væntanlegum sumar- myndum Sambíóanna má nefna framhaldsmyndirnar þijár „Alien 3“ með Sigo- umey Weaver í víkingaham gegn geimskrímslunum ógurlegu, „Batman Ret- urns“ með Michael Keaton í gömlu rullunni en Danny De Vito og Michelle Pfeif- fer í hlutverkum óþokk- anna, Mörgæsarinnar og Kattarkonunnar, og „Let- hal Weapon 3“ með þeim Mel Gibson og Danny Glo- ver í lögguhlutverkunum. Framleiðandinn Joel Silver lét sig ekki muna um að sprengja upp fjölbýlishús fyrir eitt atriði myndarinn- ar. Þá má nefna spennu- myndina „The Hand that Rocks the Cradle“ og nýj- ustu mynd John Carpent- ers, Minningar ósýnilegs manns. Á meðál mynda sem Ámi hefur fest kaup á má nefna nýjustu mynd Spike Lees, „Malcolm X“ og sænsku gamanmyndina Golfarann _ eftir Lasse Áberg en Árni sagði að leikstjórinn yrði væntan- lega viðstaddur fromsýn- ingu myndarinnar í haust. FóiJt MBreski leikstjórinn John Boorman er farinn af stað með nýja mynd sem heitir „Broken Dreams“ og er með Sean Connery, River Phoenix og Winona Ryder í aðalhlutverkum. Boorman skrifaði handritið ásamt leikstjóranum Neil Jordan en það er um ungan mann sem leitar muna er faðir hans hefur komið undan. Connery fer líka með aðal- hlutverkið í nýju'stu mynd Philips Kaufmans en það er „þriller" sem heitir „The Rising Sun“ og er gerður eftir skáldsögu Michaels Crichtons. MLeikstjóri Addamsfjöl- skyldunnar, Barry Sonnen- feld, leikstýrir næst Micha- el J. Fox í myndinni Hús- vörðurinn eða „The Conci- erge“. Það er rómantísk gamanmynd um mann sem lendir í ævintýrum meðal ríka fólksins á stóru hóteli. MÞrír ágætis leikarar koma saman í nýjustu mynd breska leikstjórans Johns Schlesingers. Hún heitir Sakleysinginn eða „The Innocent" en með aðalhlut- verkin fara Anthony Hopk- ins, mjög eftirsóttur eftir Lömbin þagna, Isabella Rossellini og Campbell Scott. Sakleysinginn er glæpasaga sem segir frá morði og svikum í Berlín eftirstríðsáranna byggð á sögu Ians McEwans. KVIKMYNDIR™™ Er daubinn eittkvaö nýtt? Sumarmynd Sambíóanna; Sigourney Wea- ver enn í stórhættu í „Alien 3“. FarsæU endir ALDREI fyrr í kvikmyndasögunni hafa verið gerðar jafnmargar myndir um dauðann og nú hin síðustu ár. Hver myndin á fætur annarri kannar framhaldslífið eins og þær eigi hreinlega lífið að leysa. Sú nýjasta er Dauður aftur, „þriller" um endurholdgun. Sú vinsæl- asta er Draugar, „þriller" um Patrick Swayze á astral- planinu. eftir Arnald Indriðason „Longtime Líklega eiga dauðamynd- irnar vinsældum Drauga líf sitt að þakka en hún hefur aflað um 30 millj- arða íslenskra króna í heims- dreifingu. í kjölfarið eða með- fram hafa fylgt myndir eins og „Dying Young", Companion“, „Jacob’s Ladder“, „Alwa- ys“, „Defending Your Life“, „Flatíiners" og „The Doct- or“, en allar hafa þær verið sýndar á Islandi nema sú síðstnefnda. Við höfum því fengið að sjá dauðann í ólík- ustu myndum, sem þó eiga það sameiginlegt flestar að gefa áhorfendum tækifæri til að upplifa það sem þeir kannski spá hvað mest í; líf eftir dauðann. Dauðinn er greinilega kominn í tísku. Sérstaklega nú á tímum andlegra málefna þar sem fólk kemst sjaldnast nær jörðu en á Plútó. • Dauðamyndirnar eru ekki allar jafn heillandi og Draugar eða eins vinsælar. Tvær þær skynugustu voru sýndar í Bíóborginni: „Def- ending Your Life“ og „Jacob’s Ladder“ en fengu litla aðsókn. Einnig „Longt- ime Companion“, sem sýnd var í Regnboganum og fjall- aði um alnæmisdauða í sam- félagi samkynhneigðra. Tvær fyrrnefndu voru kannski ekki nógu aðgengi- legar eða sögurnar vöktu ekki almennan áhuga. Önn- ur var um mann sem fór til himna og þurfti þar að veija líf sitt áður en hann fékk að ganga inn í endurholdg- unarkerfið; hvernig hann breytti í lífinu hafði áhrif á framhaldið. Hin er öll um óra deyjandi manns. Hann veit ekki hvort hann er dauður eða lifandi og áhorf- andinn ekki heldur. Það er ekki fyrr en á lokasekúnd- unni sem botn fæst í málið en þá er myndin líka búin. Hún er ekki beint um fram- haldslífíð heldur frekar það sem gerist á landamærum lífs og dauða og hugmyndin er bráðsnjöll. „Flatliners" hitti aftur í mark enda beindist hún að unglingamarkaðinum. Ung- stjörnur í læknanámi ferð- Dauðinn knýr dyra; úr „Flatliners,, og „Defending Your Life“. uðust yfir móðuna miklu með hjálp læknavísindanna og komust að því að astral- planið er ekkert annað en djúp sektarkennd. Stjarnan úr henni, Julia Roberts, höfðaði ekki til jafnmargra í krabbameinsdramanu „Dying Young“, vandaðri klútamynd um ástir hjúkr- unarkonu og dauðvona sjúklings, sem sveik þó áhorfendur um lokagrátinn. Sjúklingurinn dó í uppruna- legri útgáfu en myndin var klippt eftir prafukeyrslu á nokkrum sýningum og hann virtist á góðum batavegi þegar um lauk. Steven Spielberg glímdi við spurninguna um fram- haldslífið í myndinni „Alwa- ys“ en hafði ekki erindi sem erfiði í væminni sögu um flugmann sem deyr og fer til himna (Audrey Hepburn var Lykla-Pétur) en snýr aftur sem draugur og trygg- ir velferð kærustunnar. Bretar filmuðu nýlega svip- aða sögu, „Truly, Madly, Deeply“, þar sem Álan Rick- man snýr frá Edens fína rann til að liuga að kær- ustunni sinni. í anda góðra Hollywood- mynda er hvergi efast um líf eftir dauðann. Hvað yrði þá um farsælan endi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.