Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRETTUM SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 C 23 MATUR GRIMUBALL Þeir voru mjög ánægðir, eru hrifnir af hráefninu og það er nokkuð gefið mál að þeir eiga eftir að rita um ferðina í blöð sín. Það er sannast sagna að íslensk matarmenning er orðin hátt skrif- uð og er eitt af þeim atriðum sem við getum og eigum að auglýsa sérstaklega erlendis," sagði Ema Hauksdóttir formaður Samtaka veitinga- og gistihúsa í samtali við Morgunblaðið. Þjóðvetjarnir voru hér í viku og fóru víða. Þeir snæddu m.a. í Perl- unni, á Café Óperu, á Janatan Livingstone Máv, Við Tjörnina, á Holtinu og á Hótel íslandi þar sem þeir tóku inn heila sýningu í leið- inni. Áherslu lögðu þeir á kvöld- verði, en þeir snæddu einnig víða í hádeginu. Þjóðverjarnir ásamt nokkrum íslenskum gestum í Perlunni. JAPONSK GÆÐI DCX500 Verð með plötuspilara Verð án plötuspilara... xr 56.890, - stgr. ..kr. 49.990,- stgr. Umboðsrm REYKJAVÍK: Heimilistæki hf., Sætúni 8, Frístund-Kringlan, Kringlunni, Rafbúð Sambandsins, Holtagörðum, Kaupstaður í Mjódd. AKRANES: Skagaradíó. BORGARNES: Kaupfélag Borg- firðinga. ÍSAFJÖRÐUR: Póllinn hf. SAUÐÁRKRÓkUR: Raf- sjá. OLAFSFJÖRÐUR: Valberg. AKUREYRI: Radíónaust. HÚSAVÍK: KÞ. Smiðjan. VESTMANNAEYJAR: Brimnes. SELFOSS: Kf. Árnesinga. KEFLAVÍK: Radíókjallarinn. Gunnar Asgeirsson hf. Borgartúni 24 Sími 626080. Fax. 629980. íslensk matarmenning or ðin hátt skr ifuð Útvarp: FM/LW/MW 24 stöðva minni (12 á FM) Magnari: 120 watta (2x60W) 5-banda tónjafnari Rafdrifin hækkun/lækkun Segulband: Tvöfalt kassettutæki Hraðupptaka Dolby B Samtengd afspilun Geislaspilari: Minni fyrir allt að 16 lög Fyrir báðar stærðir af geisladiskum Lagaleitun Endurtekning Spólar inn í lög Fjarstýring: Mjög fullkomin,16 aðgerðir. Hátalarar: 80 wött 3-way Booster Fyrir skömmu voru staddir hér á landi fjórir þýskir blaðamenn, en för þeirra hingað var skipu- lögð af Flugleiðum og Sam- bandi veitingæ og gistihúsa. Blaðamenn þessir eru ýmist fastráðnir eða fastir dálkahöf- undar við þekkt blöð í Þýska- landi og má nefna Esquire, Brigitte, þýsku útgáfu Cosmo- politan og Suddeutche Zeitung. Þetta eru fagmenn í menningu og mat. Hingað voru þeir komn- ir til að þræða veitingahús og smakka á íslenskri matseld eins og hún gerist best. Hnykill sigraði Árlegt grímuball var haldið í félagsheimilinu Baldurs- haga 29. febrúar sl. Eins og við var að búast fjölmenntu börn og unglingar á ballið í hinum skringilegustu bún- ingum. Keppt var um besta búning- inn, og í lokin voru þrír bestu valdir og verðlaunaðir. Yngsti þátttakandinn var tæp- lega tveggja mánaða gamall en sá elsti yfir fertugt. Foreldr- ar og aðrir gestir greiddu at- kvæði fyrir þrjá bestu búning- ana og sá sem sigraði var stúlka, klædd sem hnykill. í öðru sæti og þriðja var jólatré og kokkur. R. Schmidt. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Þau voru nú ekki öll há í lofti börnin sem tóku þátt í grímu- ballinu. Morgunblaðið/Ólafur Bjarnason. „Lúðvík“ í miklum ham.... POPP Fjör á „Bifró“ Bifróvision, árleg sönglaga- keppni Samvinnuháskóla- nema var haldin nýlega í Hótel Borgarnesi. Alls kepptu að þessu sinni 15 manns um sigurlaunin og var kynnir útvarpsmaðurinn Þor- geir Ástvaldsson. Umsjónarmenn keppninnar segja Þorgeir hafa tekið það skýrt fram er keppni hófst, að í þessari sönglagakeppni „væri ver- ið að velja flytjendur en ekki lög,“ en ekki öfugt eins og í annarri ónefndri árlegri sönglagakeppni. Enda er ekki verið að flytja nýtt eða frumsamið efni. Að sögn Bifrómanna, er fyrir- komulag keppninnar sérstakt. Átt er við, að keppendur eru kynntir undir dulnefni og sérstakur um- boðsmaður þeirra sér um öll sam- skipti við hljómsveitina og kynningu fyrir keppnina. Það er síðan ekki fyrr en stóra stundin rennur upp og keppendur stíga fram á sviðið, að það upplýsist hveijir eru á ferð- inni. Dulnefni sigurvegarans að þessu sinni var „Lúðvík“, en hann flutti gamla slagarann „Slappaðu af!“ sem Flowers sungu á árum áður. Er „Lúðvík“ stikaði fram á sviðið þekktu skælingar þar Heiðar Inga Svansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.