Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 VORUM EINS OG LANDAFIANDAR eftir Einor Örn Gunnarsson í REISULEGU húsi í miðborg Prag, nánar tiltekið á horni Liliová og Karlova, er að finna veitingastaðinn „Reykjavík". Húsið var byggt árið 1904 á grunni gam- allar ölstofu sem starfrækt hafði verið frá því á fjórtándu öld. Þangað vandi Karl 4. keisari komu sína. I húsinu var starfandi um árabil fyrsta kvikmyndahús borgarinnar. Blaðamaður ieit við á dögunum og for- vitnaðist frekar um þennan veitingastað, tilkomu hans og rekstur. Það eru hjónin Þórir Gunnarsson og Ingi- björg Jóhannsdóttir sem eiga og reka „Reykjavík" ásamt tékkneskum manni að nafni Jirí Hanausek. Rætt viö hjónin Ing\ Jóhannsdóttur og. Gunnarsson sem reka veitingastaöinn „Reykjavík “ í Prag Morgunblaðið/Heiko Marn au hjónin eru bæði úr Reykjavík og þar hafa þau verið í veitinga- rekstri síðastliðin tuttugu ár. Saman eiga þau bömin Gunn- ar Egil, sem nemur við Mennta- skólann við Sund, og Soffíu Rut, sem stundar nám í bandarískum skóla í Prag. „Ég er mikill ævintýramaður,“ segir Þórir, „og flökkublóðið hefur alltaf verið mjög sterkt í mér. Ég fór til að mynda til Bandaríkjanna árið 1967 og réð mig þar sem matreiðslumann á eina fimm stjörnu hótelið sem þá var starf- andi í miðvesturríkjunum. Hótelið hét Carrousel-inn og þar hafði ég meðal annars umsjón með útigrillveislu sem haldin var fyrir þáverandi fylkisstjóra Kaliforníu, Ronald Reagan. Frá Bandaríkjunum fór ég til Sviss árið 1969 og var þar í um það bil sex mánuði. Þar vann ég á hóteli í Ziirich sem heitir Savoy. Frá Zurich snéri ég aftur til Bandaríkjanna og dvaldi þar fyrst í San Francisco og síðan í New York, samanlagt í tvö og hálft ár. í New York kynntist ég andanum í bandarísku atvinnulífi og þá hvernig hægt er að vinna sig upp ef maður leggur hart að sér. Upphaflega ætlaði ég mér ekki að stoppa lengi í New York. Ég var þar bara í fríi á leið minni til íslands. En eftir nokkurra daga aðgerðaleysi fór mér að leiðast svo ég ákvað að fá mér vinnu í stuttan tíma. Sá tími reyndist þegar upp var staðið vera fimm mánuðir. Þegar heim til íslands var kom- ið keypti ég hlut í Matstofu Austurbæjar. Matstofuna rak ég í um það bil 12 ár eða þar til ég leigði hana út. Á tímabili var ég í einu og öðru. En tildrög þess að ég er nú staddur í Prag í veitinga- rekstri eru þau að ég rak veitinga- stað og veisluþjónustu uppi á Ártúnshöfða sem heitir Höfða- kaffi. í gegnum veisluþjónustuna komst ég í kynni við ýmsa Tékka þar sem ég sá um veislur fyrir tékkneska sendiráðið. Árið 1989 var okkur hjónunum lánuð íbúð í Prag af sendifull- trúanum Jirí Zeman, sem var starfandi á íslandi. Meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við tékk- neskum manni sem rak veitinga- stað sem var í eigu borgarinnar. í tíð kommúnistastjórnarinnar voru allir veitingastaðir reknir af hinu opinbera. Við sögðum við hann meira í gamni en al- vöru að við myndum koma og hjálpa hon- um að reisa veitinga- hús þegar kommún- istarnir væru farnir. Tveimur mánuðum síðar hringdi hann og sagði: „Kommúnist- amir eru að fara.“ Það vaknaði strax hjá okkur áhugi og við byijuðum fljót- lega að vinna í þessu. Hann kom til íslands sumarið eftir og dvaldi hjá okkur í einn mánuð en allan tímann kynnti hann sér íslenska matar- gerð. Síðan fórum við til Tékkóslóvakíu sam- an og könnuðum alla möguleika. Við feng- um stað sem heitir Zlatého Rozne og opnuðum þar einn fyrsta einkarekna veitingastaðinn í Prag eftir fall kommúnismans. Þann stað kölluðum við ísland og hann gekk ljómandi vel. Sá veitingastaður var staðsett- ur í miðju sendiráðshverfinu og náði fljótlega miklum vinsældum. Sendiherrar erlendra ríkja og starfsfólk sendiráða urðu fastir viðskiptavinir. Við fluttum inn hráefni til matargerðar frá íslandi og gerum enn. Við vorum þó ekki sammála um ýmis atriði varðandi framtíð staðarins þannig að ég dró mig út úr fyrirtækinu og stofnsetti Reykjavík. Eg hafði kynnst ungum manni að nafni Jirí Hanausek og hann hafði þá nýlega eignast þetta hús sem hýsir staðinn. Saga hans er mjög sérstök því að hann dvaldi á heimili fyrir munaðarlaus börn fyrstu þijú tii fjögur ár ævi sinnar eða þar til eldri hjón óskuðu eftir að ættleiða hann. Eftir að hafa alið hann upp í fjögur ár treystu þau sér ekki leng- ur til að sjá um hann. Miðaldra hjón tóku hann þá að sér og dvaldi hann hjá þeim þar til hann stofn- aði eigið heimili. Ástæða þess að eignin er komin í hans hendur er sú að þessa mánuði eru stjórnvöld að afhenda sannanlegum eigend- um eignir til baka eftir valdatíð kommúnistastjórnarinnar. Gamla konan sem í upphafi tók hann að sér gat sannað eignarrétt sinn að byggingunni. Þegar réttur hennar var ljós afsalaði hún húsinu til Hanausek. Hann fékk mörg há tilboð í eign- ina en gekkst inn á tilboð mitt. Ég bauð honum fast starf í beinu framhaldi af þegnskylduvinnu sem hann varð að gegna. Einnig bauðst ég til þess að kenna honum það sem ég kann til verka sem veit- ingamaður. Leiguskilmálarnir eru sérstakir og samkvæmt þeim verð- ur hann hluthafi þegar fram líða stundir. Við fengum lykilinn að húsnæðinu í október. Á fyrsta degi fengum við tékkneskan arki- tekt til að líta á staðinn. Hann var fús til að taka verkefnið að sér og sagði að því gæti verið lokið strax í janúar eða febrúar. Ég sagði honum að ég mætti ekkert vera að því að bíða svo lengi því að ég vissi um hollenskt fyrirtæki sem gat útvegað mér miklu hrað- ari þjónustu. Ég var á leið til Hollands daginn eftir og bauð honum að koma með sem hann þáði. í Hollandi var unnið hörðum höndum og hönnun lokið að mestu leyti á einum degi. Um kvöldið flaug arkitektinn heim til Prag en ég og Ia dvöldum áfram í Hol- landi til að velja innréttingar og skrautmuni. Arkitektinn tók strax til við að undirbúa verkið. Hann sá um að hent væri út gömlu inn- réttingunni og stóð að undirbún- ingi málningarvinnunnar. Hálfum mánuði síðar kom send- ingin frá Hollandi. Þann fyrsta nóvember var staðurinn tilbúinn en við vorum þá ekki komin með rekstrarleyfi því að skrifstofu- báknið er fremur seinvirkt. Við urðum að bíða eftir leyfinu í um það bil þijár vikur. Á meðan notuð- um við tímann til að kynna staðinn og íslenskan fisk. Þann tuttugasta nóvember fengum við loks pappírana stimpl- aða. Staðurinn fylltist á opnunar- kvöldinu og það hefur verið stöð- ugur straumur hingað síðan. Við höfum 54 sæti hér og höfum náð að hafa í þeim á fimmta hundrað manns á dag. Ég hugsa að þetta sé með bestu nýtingu á veitinga- stað þótt víða væri leitað. Við höfum ekkert auglýst staðinn en hann er mjög vel staðsettur. Níu- tíu og fimm prósent af viðskipta- vinum okkar eru útlendingar og þá aðallega viðskiptafólk. Hér eru þúsundir manna í ýmiss konar viðskiptaerindum. Fyrir utan það er ferðamannastraumur- inn til Tékkóslóvakíu mikill. Það er talið að um 45 milljónir ferða- manna hafi heimsótt landið á síð- asta ári. Umferð gangandi vegfarenda á Karlova, hér fyrir framan staðinn, var mæld í fyrrasumar, á háanna- tímanum og reyndist hún vera um sextíu þúsund manns á klukku- stund. Það sem við erum að gera í dag er aðeins þáttur í að byggja upp borg sem verður ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu.“ Hafið þið orðið vör við miklar breytingar á þjóðlífinu þann tíma sem það hafið dvalið hér? „Já, svo sannarlega," svargr Ingibjörg. „Þegar við komum til borgarinnar var til dæmis ekki hægt að fá nema eina tegund af brauði. Þetta brauð var lítið, líktist helst pylsu- brauði og maður átti í erfiðleikum með að smyija það. Mjólk fékkst aðeins í dósum eða pokum og tannkrem var ófáanlegt. Innkau- papokar úr plasti voru ófáanlegir og þegar maður fór út í búð var snæri bundið um vöruna. Það var mjög erfitt fyrir okkur að venjast þessu. Við vorum eins og landa- fjandar á milli Þýskalands og Prag. Stundum gerðum við inn- kaupin í Austurríki. Það tók okkur stundum heilan dag að leita að sérstökum vörum, til dæmis grænmeti. í augum Tékka var grænmeti bara dýrafóð- ur nema það væri súrsað. Tékk- arnir sem unnu hjá okkur héldu að við værum orðin vitlaus þegar við komum með þetta inn á stað- inn. Límband var ekki hægt að fá og klósettpappír var illfáanlegur, rétt eins og bremsuborði. Útstillingar í búðargluggum voru fábreyttar. Það var helst að sjá áfengisflöskur, sígarettur og Eánnski eina til tvær aðrar vöru- tegundir sem verslunin hafði orðið sér úti um. Smátt og smátt sá maður breytingar. Verslanir tóku að selja vörur frá ýmsum löndum, til dæmis frá Hollandi, Þýskalandi og Austurríki. Síðastliðið sumar jókst vöruúr- valið til muna en stærsta breyting- in varð um jólin. Þegar ég kom til Prag eftir jólafrí á íslandi var ástandið mikið breytt til hins betra. Nú er til dæmis komin IKEA-verslun hér í Prag, það er kominn stór vörumarkaður sem er í eigu Spánveija og þar er vöru- úrvalið mikið. Hér eru komin al- mennileg bakarí sem útlendingar hafa verið hjálplegir við að byggja upp. Heildsölur þekktust ekki en þær eru nú óðum að skjóta upp kollinum. íslendingar sem hafa komið hingað á árum áður virðast oft ekki hafa áhuga á að heim- sækja borgina aftur. Við urðum nokkuð vör við þetta viðhorf síð- ast þegar við vorum heima. Margt af þessu fólki trúir ekki þeím breytingum sem átt hafa sér stað og ég lái þeim það ekki, breyting- arnar hafa verið það örar.“ Hvað er framundan hjá ykkur? Ingibjörg verður fyrir svörum: „Hingað til hefur okkur vegnáð vel enda tækifærin óteljandi. Það hefur þó krafist mikilla fórna að ná þessum árangri. Erfiðast var að skilja í sundur íjölskylduna. Það voru mörg ljón í veginum þegar við komum hingað því að þjóð- félaginu hafði verið miðstýrt í 42 ár. Að byggja upp einkarekið fyrir- tæki á þeim grunni sem hér var reyndist mjög erfitt. Hér í Prag höfum við eignast marga vini og við horfum björtum augum til framtíðarinnar. Að öllu óbreyttu munum við halda áfram veitinga- rekstri okkar og Islandskynningu í þessari fallegu, hundrað turna borg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.