Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 ÆSKUMYNDIN... ERAFLÁRU V. JÚLÍUSDÓTTUR, FRAMKVÆMDASTJÓRA ASÍ Lærði snemma að bjarga sér „Það sem hefur einkennt Láru alla tíð er hvað hún hefur verið ákveðin og dugleg að bjarga sér. Hún hefur alltaf haldið á sínum rétti og ekki látið neitt aftra sér,“ segir Ingibjörg Júlíusdóttir, systir hennar, sem er sex árum eldri. „Tveggja ára fór hún út í búð með túkall í vasanum á svunt- unni sinni og snuð í munninum og ætlaði að kaupa nammi. Hún kom reyndar heim án þess að hafa keypt neitt en þetta lýsir framtaksseminni,“ segir Ingibjörg. Lára fæddist 13. apríl 1951 í Reykjavík, næstyngst fjögurra systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Símonardóttir og Júlíus Halldórsson. Lára bjó öll æskuárin á sama stað, við Þorfinnsgötu. Þar ólst hún upp í sannkölluðu fjöl- skylduhúsi því að þar bjuggu líka afi hennar og amma auk frænd- fólks. Af þeim var mikill styrkur að sögn þeirra systra og umhverf- ið mjög öruggt að alast upp í. „Eg held að ég hafi verið ósköp venjuleg sem krakki en eldri systk- ini mín kvörtuðu sáran yfir því hve frek og uppáþrengjandi ég var, en ég held að eldri systkini geri það nú yfirleitt,“ segir Lára. Ingibjörg systir hennar segir að þar sem hún var elst hafi það komið í sinn hlut að passa Láru þegar þess þurfti. „Lengi á eftir elti hún mig og vinkonu mína og gaf sig ekki þótt við reyndum að sleppa undan henni. En henni fyr- irgafst allt því að hún var svo Ijúf og góð.“ Að sögn Láru var líf og fjör hjá krökkunum úti á kvöldin í brenni- bolta og öðrum þeim leikjum sem vinsælir voru þá. Landspítalatúnið var sérstaklega vinsælt. Nálægðin við skátaheimilið olli því að hún komst snemma í kynni við skátana og þeirra starf. „Skátamir voru Lára V. Júlíusdóttir hefur alltaf verið framtakssöm og hefur ekki látið neitt aftra sér. ijlJ 1 ; . mun vinsælli í þá daga en þeir eru jHr |j||||^ í dag. Ég held ég hafi verið sex eða sjö ára þegar ég byijaði í skátunum. Það voru alltaf einhver skátamót, útilegur eða böll. Ég man eftir að einu sinni ætlaði ég og vinkona mín að fara á skáta- ball en það var uppselt. Við létum samt ekkert aftra okkur og skrið- um inn um glugga og komumst á ballið. Enginn sá okkur og við skemmtum okkur konunglega.“ Ingibjörg segir Láru alltaf hafa verið einstaklega duglega við að útvega sér vinnu. Hún hafi byijað að bera út blöð þegar hún var sjö eða átta ára og hafi haldið því áfram í sex ár. Hún Iét hvorki veður né vind aftra sér í blaðaút- burðinum og stóð alltaf utan við Ríkið á Snorrabrautinni og seldi aukablöðin. Lára fór líka í sveit að Selparti i Flóa á hveiju sumri frá tíu ára aldri þangað til hún varð fjórtán ára. Þar undi hún sér vel í garðyrkjunni og kom heim sæl og útitekin á haustin. ÚR MYNDASAFNINU . . ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Hdmsóknir erlendra Heimsóknir __ erlendra þjóðhöfð- ingja til íslands hafa löngum þótt tíðindum sæta enda hafa slíkir viðburðir ætíð fengið rækilega umfjöllun í fjölmiðlum. í mynda- safninu í dag rifjum við upp nokkrar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Elst'a myndin er frá því í júlí 1948 þegar danski for- sætisráðherrann Hans Hedtoft kom í heimsókn til íslands. Heimsóknin þótti vel heppnuð og styrkti hún vináttubönd Islendinga og Dana eftir viðkvæmt tímabil í kjölfar lýð- veldisstofnunarinnar. Danski for- sætisráðherrann hélt boð um borð í freigátunni Niels Ebbesen og þar var myndin tekin af honum og hjón- unum Paul Reumer og Önnu Borg. Tvær myndanna eru frá þyí unl og eftir 1960 og á annarri þeirra er Lyndon B. Jo- hnsson, þáverandi vara- forseti Bandaríkjanna og síðar forseti, í hópi íslendinga á götu í Reykjavík. Á hinni er Golda Meir, sem kom hingað til lands í maí 1961. Hún var þá utan- ríkisráðherra ísraels, en varð síðar forsætisráðherra á árunum 1969 til 1974. Loks er svo mynd frá því í október 1970 þegar Nicolae Ceau- sescu þáverandi Rúmeníuforseti kom í stutta en formlega heimsókn til íslands á leið sinni vestur um haf til Bandaríkjanna. Hjónin Paul Reumer og Anna Borg ásamt danska forsætisráðherran- um Hans Hedtoft um borð í freigátunni Niels Ebbesen. SVEITIN MÍN... HRAPPSSTAÐIR í VÍÐIDAL, V-HÚNAVATNSSÝSLU Hrappsstaðir í Víðidal. „ÞAÐ SEM hefur tengt mig við sveitina síðan ég flutti er það að ég hef farið þangað í göngur á hverju hausti," segir Ingi Tryggvason, deildarlögfræðing- ur hjá lögreglunni. „Ég átti heima á Hrappsstöðum fram undir tvítugt eða þangað til að ég fór í skóla suður. Foreldrar mínir og síðan bróðir minn bjuggu þarna þar til fyrir þrem- ur árum. Þar býr engin núna.“ Hrappsstaðir eru fremsti bær í Víðidal austan Víðidalsár, alveg við heiðarröndina þar sem við tekur Víðidalstunguheiði. Upp af henni er Arnarvatnsheiði og Ieiðin niður í Borgarfjörð. Bærinn stendur rétt austan við Víðidalsá Ingi Tryggvason. sem er ein besta laxveiðá landsins. Víðidalsá rennur eftir dalnum nið- ur í Hópið. I ánni er skammt frá bænum mikið gljúfur sem heitir Kolugljúfur. Ofan Hrappsstaða austanmegin er Víðidalsfjall sem er lítill fjallgarður sem aðskilur Víðidal frá Vatnsdal. Frá bænum er gott útsýni til norðvesturs til Vatnsnesfjalls." Sérstaða Hrappsstaða er ná- lægðin við heiðina, enda er oft mikil umferð ferðalanga á sumrin yfír Arnarvatnsheiði.“ ÞANNIG... GERJR GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR BLÓMASKRE YTINGAR Morgunblaðið/Jón Svavar Guðný í Blómavali með skreytingu þar sem meðal annars er að finna krókusa, írís, birkigreinar og mímósugreinar. Efhiúr náttúrunni heilla Guðný, sem er skrúðgarð- yrkjufræðingur að mennt, segir að það sé um að gera fyrir fólk að nota hugmyndaflugið þegar það hefst handa við gerð blóma- skreytinga. „Það gengur allt í blómaskreytingar," segir hún og aðalatriðið er að nota það sem maður hefur við höndina hverju sinni og vera ófeiminn við að nota hluti úr náttúrunni, „meira að segja rabarbarablöð geta ver- ið skemmtileg til skreytingar". Fyrst af öllu finn ég mér hentuga körfu með breiðu opi og í botn- inn set ég blautan oasis (grænn svampur) og þek hann með lauf- blöðum eða jafnvel mosa. Þá er röðin komin að blómunum og venjan er að hafa 3-5 aðalblóm í skreyting- una, svo sem fimm misháar páska- liljur ef um er að ræða páskaskreyt- ingu. Mikið atriði er að stinga blóm- unum vel niður í svampinn þannig að þau verði stöðug." Guðný segir líka miklu skipta að notuð séu beitt áhöld þegar leggirnir á blómunum séu skornir. „Það á að skáskera mjúka leggi og hafa sárið um 1 sm á lengd. Alls ekki má tæta mjúka leggi né klippa þá því þá er hætta á að þeir loídst og taki þá ekki upp neitt vatn.“ Með aðalblómunum er svo hægt að setja hvaða blóm sem er og bend- ir Guðný á krókusa með páskaliljun- um og eins sé sniðugt að skreyta með miklu af birkigreinum. Hún segir ágætt að velja saman blóm sem standi svipaðan tíma eða haga því þá þannig að eitt geti tekið við af öðru og þá séu dauðu blómin fjarlægð jafnóðum. Skreytinguna þarf svo að vökva vel á hveijum degi. Guðnýju finnst mikilvægt að hafa blóm í kringum sig og hún er ákaf- lega hrifin af villtum íslenskum jurt- um. „Það er hægt að ná alveg ótrú- legri fjölbreytni í skreytingar með því að nota villtar jurtir og þar má til dæmis nefna hvöpn, stör og bald- ursbrá. Nú svo er hægt að nota laufblöð af hvaða pottaplöntu sem er í skreytingarnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.