Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 C 15 síðasta forsætisráðherra íranskeis- ara, í París í ágúst. Þeir hafa einnig skipað sér í fremstu röð andstæð- inga tilrauna til að miðla málum í deilum Araba og ísraelsmanna og stóðu fyrir ráðstefnu andstæðinga þeirra tilrauna á sama tíma og efnt var til friðarráðstefnu í Madrid í haust. Skálmöld í Alsír í Alsír hlupu íranar í skarðið þegar Saudi-Arabar sviptu bók- stafstrúarmenn fjárhagsaðstoð vegna stuðnings við Iraka í Persa- flóastríðinu. íranar greiddu veru- legan hluta kostnaðarins við bar- áttu bókstafstrúarmanna fyrir kosningarnar í janúar þegar hreyf- ing þeirra, FIS, hlaut 188 sæti af 231, sem kosið var um í fyrri um- ferð. Síðari umferðinni var aflýst og síðan hefur FIS staðið fyrir nær stöðugum mótmælaaðgerðum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og tugir hafa fallið. Alsírskir bókstafstrúarmenn æsa til uppreisnar, en yfirvöld reyna að fá dómstóla til að banna FIS. Hreyf- ingin segir ofbeldi eina úrræðið. ef hún verður bönnuð og „alvarlegar viðræður“ verða ekki teknar upp. Engin áhrii' hefur haft að tveir leið- togar tengdir FIS hafa verið teknir í stjóm Alsírs, sem reynir að ná aftur yfirráðum yfir 10.000 bæna- húsum með hjálp annars þeirra, trúarieiðtogans Sassi Lamouri í Algeirsborg. Ahrifa múhameðskra bókstafs- trúarmanna er jafnvel farið að gæta í Saudi-Arabíu, höfuðvígi bar- áttunnar gegn Saddam Hussein, sem er líklega girnilegasta herfang- ið í þeirra augnm. Trúaðir öfga- menn í Saúdi-Arabíu halda uppi stöðugri gagnrýni á stefnu stjórn- valda og helztu ríkisstofnanir sæta árásum í trúarstofnunum. Helzti trúfræðingur Saudi-Arab- íu, Abdelaziz bin Baz, hefur sakað öfgamenn um að reyna að „eitra“ andrúmsloftið í landinu og breyta „gegn vilja guðs“. Turki al Faisal prins, yfirmaður leyniþjónustunnar, tók undir þessa gagnrýni í óvenju- legri ræðu og lýsti yfir að bandalag Saudi-Arabíu og Vestui"veldanna í Peraflóastríðinu hefði beinzt gegn islömskum lögum. Súdan byltingarmiðstöð í Súdan hafa íranar aukið ítök sín með hjálp trúarleiðtogans Hass- ans al-Turabis, sem hefur bæði tögl og hagldir í stjórn landsins. Turabi hefur lengi barizt fyrir stofnun isl- amslcs ríkis í Súdan og fyrir tilstilli hans voru innleidd ströng, islömsk lög (sharia), sem kveða á um að aflima skuli fanga eða grýta þá í hel. Turabi hefur sagt að Súdan sé tilvalin bækistöð til útflutnings á islömsku byltinguna til Araba- og Afríkulanda. Athygli hans beinist einkum að grannríkjunum Sómalíu, Eþíópíu, Kenýa og Djibouti. „Eftir eitt ár verður ekki einn einasti franskur hermaður eftir í Djibouti," sagði hann nýlega, Á bak við Súdana standa íranar, sem eru minnugir þess að Khomeini lagði ríka áherzlu á útbreiðslu bylt- ingarinnar til „austurhorns" Afríku. Með aukhum áhrifum í-Súdan hefur fyrsta skrefið verið stigið og nú er talið að íranar stundi víðtæka undirróðursstarfsemi meðal múha- meðstrúarmanna í Kenýa, Eþíóþíu, Sómalíu og Djibouti. Nýlega kölluðu stjórnir Túnis og Egyptalands sendiherra sína heim frá Khartum vegna stuðnings Súd- ana við bókstafstrúarmenn. Jafnvel Gaddaffi ofursti hefur sakað þá um stuðning við heittrúaða í Líbýu. Bandarikjamenn hafa hótað stjórn Súdans hörðu, ef slóð hryðjuverka- manna verði rakin þangað. Hizbollah og fleiri róttæk sam- tök hafa opnað skrifstofur í Khart- um og komið á fót æfingabúðum í Súdan. íranar hafa veitt Súdön- um ríflega efnahagsaðstoð og Súdanar fá eina milljón lesta af olíu á ári frá íran endurgjalds- laust auk 1,4 milljóna lesta á vægu verði. Þeir hafa einnig feng- ið skotfæri og hergögn að and- virði 20 milljónir punda frá íran, þar á meðal kínverskar Silkworm- flaugar. Um 2.000 íranskir byltingarverðir og 1.000 liðsmenn Hizbollah munu hafa verið sendir til Súdans og sjá aðallega um þjálfun hermanna og mannvirkjagerð. Þeir hafa meðal annars þjálfað nýliða í vopnuðum alþýðusveitum, sem eiga að treysta stjómina í sessi, og bókstafstrúar- menn, sem eiga að taka við stöðum yfirmanna í súdanska hernum. Togstreita í Mið-Asíu Á sama tíma hefur skjótt hrun Sovétríkjanna leitt til þess að íran- ar hafa reynt að auka áhrif sín í íslömsku lýðveldunum í Mið-Asíu og jafnvel boðið sovézkum kjarn- orkuvísindamönnum að ganga í sína þjónustu, þótt því sé neitað. Nýlega hraðaði James Baker utanríkisráð- herra sér til lýðveldanna til að flýta fyrir opnun bandarískra sendiráða, sem eiga að vega upp á móti írönsk- um áhrifum. Bandaríkjamenn reyna að tryggja að Mið-Asíulýðveldin taki sér Tyrki til fyrirmyndar en ekki írana. Ef íbúar lýðveldanna fara að dæmi Tyrkja er talið að þeir muni aðhyllast hófsemi í trúmálum, lýðræði og hugmyndir um frjálst markaðshagkerfi, en islamska bók- stafstrú, valdboðsstefnu og fjand- samlega stefnu gagnvart Vestur- löndum, ef þeir fara að dæmi írana. Vestrænir leiðtogar hafa hvatt Tyrki til að taka að sér forystuhlut- verk í þessum hluta heims til að efla vestræn áhrif. Tyrkir hafa tek- ið vel í það, en kvarta yfir of litlum stuðningi frá Vesturlöndum. Hing- að til hafa þeir borið hærri hlut í samkeppni við írana um vinsældir og áhrif í Mið-Asíu. Það sem af er árinu hafa Tyrkir gert samninga um efnahags- og menningarmál við Mið-Asíulýðveld- in Kazakhstan, Úzbekístan, Túrkm- enístan og Kírgízístan auk Az- erbajdzhans í Kákasus. Forsetar Úzbekístans, Kazakhstans og Krírgízístans hafa farið lofsamleg- um orðum um „tyrknesku fyrir- myndina" og lýst því yfir að þeir muni velja „tyrknesku leiðina.“ íbúar þessara nýju, sjálfstæðu lýðvelda að Azerbajdzhan undan- skildu eru hófsamir súnnítar eins pg Tyrkir, en ekki sjítar eins og íranar. Þjóðir Mið-Asíu eru fátækar og frumstæðar og af 50 milljónum múhameðskra íbúa svæðisins eru 60% af tyrkneskum uppruna eða tala mál skyld tyrknesku. Margir þeirra líta upp til Tyrkja. sem þeir telja hafa tekizt að koma á fót þróttmiklu velmegunarþjóðfélagi með samblandi af einkaframtaki, lýðræði og aðskilnaði ríkis og kirkju. Viðskipti og trúboð íranar hafa tekið upp stjórnmála- samband við öll lýðveldi Sovétríkj- anna fyrrverandi og samið við þau um viðskipti. Samkomulag mun hafa tekizt um plíuleiðslu frá Az- erbajdzhan um íran til Persaflóa. íranar reyna að gera svipaðan samning við Túrkmenístan um jarðgasleiðslu og hafin er lagning járnbrautar þaðan til Teheran. Áhrif írana eru mest í Tadzhí- kístan, þar sem þeir hafa heitið fé til smíði bænahúsa, og í Fergana- dalnum, sem skiptist milli Úzbekíst- ans, Kírgízístans og Tadzhíkístan. Dalurinn er gróðrarstía bókstafs- trúarmanna og þar hefur oft komið til þjóðernisátaka á síðustu misser- um. I Tadzhíkístan eru uppi raddir um stofnun „Stór-Tadzhíkistans“ er nái inn í Afganistan. Afganskir skæruliðar njóta samúðar í Mið- Asíu og fá aðstoð frá íran ef þeir játa bókstafstrú. Sumir telja fullmikið gert úr til- raunum írana til að auka áhrif sín í norðri og segja að ekki megi gera þá að nýrri „grýlu“ í stað gömlu Sovétríkjanna. Iranar vilji ekki valda ólgu í Mið-Asíu og reyni þvert á móti að koma í veg fyrir umrót. Hættu á úbreiðslu kjarnavopna sé ekki til að dreifa. Einu kjarnorku- vopnin í Mið-Asíu séu langdræg og öll í Kazakhstan og undir eftirliti yfii-valda í Moskvu. í Kákasus séu heidur engin lítil, seljanleg kjama- vopn, hentug hryðjuverkamönnum. Aðrir telja að. Iranar vilji nota Mið-Asíu til að auka mátt sinn og megin, fá þaðan ódýrt hráefni og vinnuafl og koma sér upp pólitískri bækistöð til að útbreiða bókstafs- trú. íranar njóta ekki eins mikils álits og Tyrkir í Mið-Asíu. Lýðveldin hafa mestan áhuga á bættum efna- hag, þótt útþenslustefna írana kunni að fá hljómgrunn hjá bók- stafstrúarmönnum. Hófsamari öfl eni talin sigurstranglegri, ef til lengri tíma sé litið, þar sem mann- sæmandi kjör virðist aðalkeppikefl- ið. Nýlega gengu Mið-Asíulýðveldin í áður óvirkt viðskiptabandalag ír- ans, Pakistans og Tyrklands, ECO. Mið-Asíulýðveldin gera sér vonir um aðstoð frá þessu nýja, 250 millj- óna manna islamska efnahags- bandalagi, sem Rafsanjani írans- forseti kallar „eina, stóra múham- eðsþa fjölskyldu“. Á leiðtogafundi bandalagsins í Teheran tilkynntu íranar að þeir hefðu komið á fót samvinnusamtök- um Kaspíahafsríkja með bækistöð í Teheran, ásamt Azerbajdzhan, Kazakhstan, Túrkmenístan og Rússlandi. Aðstoðarutanríkisráð- herra Irans, Abbas M'aleki, sagði að Iranar „hefðu ekki áhuga á út- flutningi á bókstafstrú til Mið-Asíu og ríkisstjórnir lýðveldanna hefðu aldrei sagt það. Við viljum efna- hagssamvinnu og stöðugleika og jafnvægi á landamærunum,“ sagði hann. íranar eiga við efnahagserfið- leika að stríða og hafa takmarkaða fjárhagsgetu til að útbreiða bylting- una í Mið-Asíu. íranskir kaupsýslu- menn standa tyrkneskum að baki og geta ekki boðið eins hagstæð lán. „Almenningur treystir írönum ekki fyllilega, þótt þeir virðist hafa komizt að því að efnahagsaðstoð sé vænlegri til árangurs en trúar- ofstæki,“ segir vestrænn stjórnar- erindreki. Kjarnorka á útsöluverði Sum vestræn ríki virðast hafa meiri áhyggjur af vaxandi ógnun frá ríkjum múhameðstrúarmanna á suðurvæng NATO að því er fram kom á fræðilegri ráðstefnu um öryggismál í Miinchen nýlega. Þar kom fram uggur um að Íranar, Líbýumenn, írakar eða Pakistanar kunnu að kaupa hluta kjarnorku- búnaðar Sovétríkjanna fyrrverandi og ráða áður sovézka sérfræðinga í sína þjónustu til að smíða „isl- amska sprengju". Tortryggni múhameðskra bók- stafstrúarmanna í garð Vestur- landa stendur á gömlum merg, þótt margir þeirra séu hlynntir markaðs- hagkerfi. Ríkisstjómir nokkurra landa í Þriðja heiminum, sem hafa fylgt Vesturlöndum að málum, sýndu bókstafstrúarmönnum um- burðarlyndi á dögum kalda stríðsins til að vega upp á móti áhrifum vinstrisinna. Þótt þeir hefðu ekki beinlínis samúð með írökum gramd- ist þeim að Vesturveldin ákváðu að leggja kjarnorkuáætlun íraka í rúst án þess að aðhafast nokkuð gegn ísraelsmönnum, sem talið er næsta víst að hafi komið sér upp kjarn- orkuvopnum. Á ráðstefnunni var ekki minnzt á Varsjárbandalagið sáluga og fjall- að um „umhverfis-hryðjuverk“ í anda Iraka, „fólksfjölgunar-spreng- ingu“ í Norður-Afríku, togstreituna í Mið-Asíu og kinverskar eldflaugar í Miðausturköndum. Talsmaður þýzkra jafnaðar- manna í utanríkismálum, Norbert Gansel, vildi ekki að „islömsk bók- stafstrú yrði gerð að nýjum óvini“. Formælandi vestur-þýzka land- varnaráðuneytisins, Willy Wimmer, hvatti og til gætni og taldi viðbrögð Vesturlanda við sigri FIS í Alsír bera vott um svipaðan „tauga- óstyrk" og þegar sovézkum SS-20 kjarnaflaugum var stillt upp á síð- asta áratug. Nýtt olíubann? Gerhard Stoltenberg landvarna- ráðherra endurvakti hugtök frá ár- unum fyrir írönsku byltinguna 1979 og sagði að „nýtt hættuástand gæti skapazt af mörgum samvirk- andi ástæðum á svæðum, sem hefðu úrslitaþýðingu fyrir Evrópu“. Hann kvað umrót á óróasvæðinu frá Pak- istan til Alsírs geta náð til næsta nágrennis Evrópu og sagði: „Við blasa hættur, sem geta haft áhrif á okkur. Eg tel ekki útilokað að olíu- bann kunni að koma aftur til greina." Pierre Lelleouche, ráðunautur hægri leiðtogans Jacques Chiracs, lýsti áhyggjum Frakka af ólgunni í Alsír. Hann kvað mesta hættu stafa frá hugsanlegri fólksfjölgun í múhameðskum ríkjum, sem kynnu að koma sér upp kjarnorkuvopnum innan skamms, og nefndi tvö. „Als- ír og Pakistan eru við túngarð Evr- ópu,“ sagði hann. Forseti brezka herráðsins, Sir Richard Vincent marskálkur, lagði áherzlu á að hætta kynni jafnvel að stafa frá ríkjum, þar sem hóf- samir múhameðstrúarmenn væru við völd, og benti á að auðvelt væri að flytja eldflaugar frá Saudi- Arabíu til Norður-Afríku. „Saudi- Arabar eiga kínverskar eldflaugar, sem gætu hæft London á morgun, ef þær væru fluttar vestur Miðjarð- arh'áf," sagði hann. Þótt Tyrkir eigi aðild að NATO hafa þeir lengi verið litnir hornauga vegna múhameðskrar arfleifðar og mannréttindabrota. Nú biðla vest- rænir leiðtogar ákaft til þeirra í þeirri von að stjórn þeirra geti breitt út vestrænan hugsunarhátt í Mið- Asíu. „Bandamenn okkar Tyrkir munu hafa afgerandi áhrif á af- stöðu íslömsku lýðveldanna sunnan Sovétríkjanna fyrryerandi," sagði framkvæmdastjóri NATO, Manfred Wörner. „Það gæti ráðið úrslitum í heimi múhameðstrúarmanna.“ Trúboð í Mið-Asíu; Tyrkir bjóða betri viðskiptakjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.