Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDÁGUR
22. MARZ 1992
STANGVEIDI/L^m menn af
mistökum?
Sýnd
veiði en
ekki gefin
OFT ER SAGT að við Iærum
mest af mistökum. Það kann
að vera satt en þau geta oft
orðið dýrkeypt. Því er mönnum
ráðlagt að lesa sér til um við-
fangsefnið og það er auðvitað
góðra gjalda vert. En í veiði-
skap verður að segja að þrátt
fyrir fjöldann allan af kennslu-
og leiðbeiningabókum um veiði
er lestur þeirra ónóg æfing.
Lærdómurinn fer fram á ár-
bakkanum. Reynslan, mislök
og velgengni, þokar veiðimann-
inum áfram á vegi veiði-
mennskunnar. Stundum eiga
sér þó stað óvænt atvik sem
valda því að maður stendur
eftir eins og glópur, klórar sér
í höfðinu og spyr: „Hvað gerð-
ist nú?“
Við ræddum um daginn um
feigan fisk sem náðist á land
þrátt fyrir líkurnar einn á
móti tíu. Svo eru aðrir fiskar sem
frá upphafi virðast dauðadæmdir
en synda þegar minnst varir
fijálsir og al-
sprækir út í
strauminn á ný.
Stundum veit
maður á sig
klaufaskap,
stundum liggur
skýringin í aug-
um uppi en ein-
staka sinnum
gerist eitthvað óskilgreint og fisk-
urinn er laus. Þeir fiskar lifa í
minningunni.
Það virðist nokkuð mikið á einn
mann lagt að missa fjóra síðustu
fiskana sem hann setur í síðasta
veiðidag sumarsins. Þetta varð ég
þó að þola. Eg ætla að segja frá
einum þeirra.
Það var mikið vatn í ánni en
þokkalegt veður. Ég var að vígja
nýju tvíhenduna mína og setti á
„eldfuglinn" nr 6, enn eina út-
færsluna af rækju sem oft reynist
vel þegar haustar.
Á móts við girðinguna tekur
fiskur þungt og hiklaust. Eins og
vani er þegar veitt er með sökk-
línu bíð ég þangað til laxinn snýr
við og strengist á línunni. Þá tek
ég þéttingsfast á móti, fullviss
um að flugan sitji vel í vinstra
Lax skal á landi lofa!
kjaftvikinu á honum. Finn að
þetta er enginn smáfiskur. Nú er
gott að hafa tvíhendu. Ég fikra
mig í átt til lands, gæti þess að
hafa stöngina háreista og læt hjólbr-
emsuna eina halda við fískinn. Er
kominn á grunnt vatn þegar laxinn
stekkur. Felli strax stöngina.
Hann er að minnsta kosti
fjórtán pund, greinilega harðsnú-
inn fiskur, sennilega hængur og
tekur roku upp ána. Það er allt
með felldu, sambandið eðlilegt og
stöngin bregst ekki fremstu von-
um. Varla getur nokkuð komið í
veg fyrir að þessi fiskur náist.
Eg kemst klakklaust um klauf-
ina upp á moldarbarðið. Þar er
aðstaða og skilyrði hin ákjósan-
legustu, átakið upp á við og með
straumnum. Fiskurinn er tiltölu-
lega rólegur, þumbast aðeins;
veiðimaðurinn fumlaus og í fullu
jafnvægi, orðinn skjálftalaus í
hnjáliðunum, þykist eiga alls kost-
ar við þennan fisk. En þá gerist
það. - Hvað bilaði? - Allt laust. -
Enginn fískur. Flugan kemur sem
snöggvast upp úr vatninu, rekur
síðan umkomulaus niður ána.
Hingað til hafði allt gengið eins
og til var ætlast, það er að segja
eins og stendur í bókunum.
Fiskurinn tekið eins og hann átti
að taka, að því er virtist. Veiði-
maðurinn brugðist við honum á
réttu augnabliki, að því er virtist.
Lækkað stangartoppinn - þegar
fiskurinn stökk - eins og á að
gera. Hann er kominn í kjörstöðu
til að þreyta fiskinn. Tekur hæfi-
lega á laxinum og tækin, stöngin
og hjólið, vinna samkvæmt áætl-
un. Rétt farið að öllu. Þessi lax
var svo gott sem kominn á land
þegar öllum kenningum var koll-
varpað.
Ég veit svo sem ekki hvað átti
sér stað eða hvar flugan stóð í
fiskinum; velti hann sér svona
faglega að hann losaði við hana
á snúningum, nuddaði hann úr sér
við botninn eða hvað? Ekkert svar.
Engin skýring.
eftir Gylfa
Pólsson
UlVIHVERFISIVIAL/Z>/z umhverfismál heimspekilegs eblis?
Sannindi aftvennum toga
UMRÆÐAN um ástand umhverf-
ismála á jörðinni hefur snúist
mest um hin ytri lífsskilyrði —
hungur, offjölgun, mengun, of-
nýtingu takmarkaðra auðlinda
og fullyrðinga um að nú sé breyt-
inga þörf á lifnaðarháttum
mannkyns. Jafnframt heyrast þó
raddir um þörf á hinni huglægu
byltingu — nýjum viðhorfum og
nýjum sannindum. Þá beinast
augu manna ekki hvað síst til
vísindamanna á sviði lífeðlis- og
efnafræði. Menn segja að óbeint
eigi sú óöld sem ríki vegna
áníðslu manna á náttúruauðlind-
irnar rætur að rekja til þess að
menn hafi haft tröllatrú á hinum
hefðbundnu rannsóknaraðferð-
um náttúruvísindanna.
Nú segja sumir í hópi þessara
vísindamanna að sannindi
náttúrunnar séu af tvennum toga.
Menn geti aldrei sagt fyrir með
óyggjandi vissu um þróun á jörðinni
út frá þeim for-
sendum sem við-
höfð eru á vett-
vangi raunvísinda.
Menn verði líka að
taka með í reikn-
inginn hið óvænta
og það sem aldrei
eftir Huldu verður útskýrt
Val.ysdo.tur með okkar rökvísj
Menn eigi sem sagt að hætta að
gera hinn mikla greinarmun á raun-
vísindum og hugvísindum eins og
þar sé um að ræða tvo póla sem
aldrei geti skarast. Líta beri á al-
heiminn sem eina heild og þá sé
ekki hjá því komist að ætla hinu
óútskýranlega drjúgan þátt. Á
þessu eru auðvitað skiptar skoðanir
en ekki úr vegi að færa þessa hlið
mála í tal í pistli sem þessum.
Nýlega birtist viðtal í dönsku blaði
við dósent í hagnýtri lífeðlisfræði
við háskólann í Roskilde, P.V. Crist-
ensen. Hann hefur eins og margur
annar miklar áhyggjur af ástandi
umhverfismála á þessari jörð og
vill endurskoða þá ríkjandi skoðun
náttúruvísindamanna eða vísinda-
manna raungreina að endanleg
vissa fáist um þróun með hefð-
bundnum rannsóknum lífeðlisfræð-
innar. Þar þurfi ný viðhorf að koma
til. Hann er einn þeirra sem draga
í efa gildi þróunarkenningar Darw-
ins, sem byggist á sigri hins sterka
yfir því íjem veikara er. Honum er
hugstæðari kenning Jean Baptiste
Lamarc sem segir að einbeitt við-
leitni einstaklinga í náttúrunni til
að öðlast meiri lífslíkur breyti
erfðagenum einstaklingsins á löng-
um þróunarferli í þá átt. Gíraffinn
hefði t.d. ekki svona langan háls
nema
af því að
teygjasig
í lauf
tijánna um
árþúsundir. ^
Þetta ér um-
hugsunarefni fyrir
þá sem hafa gaman af
að líta í kringum sig.
Vísindamenn á sviði raun-
vísinda sem fjalla um náttúr-
una án þess að gera grein fyrir
því siðleysi sem felst í ofnýtingu
náttúruauðlindanna eru á villigöt-
um, segir hann. Ábyrgð þeirra er
mikil. Staðreyndin sé hins vegar sú
að velferðarríkin hafí komið sér upp
hagkerfi sem sæki ótæpilega í þann
takmarkaða sjóð. Reyndar hafi
marxískt kerfi heldur ekki boðið
upp á annan kost. Nú er hins vegar
brýn nauðsyn á siðfræðilegum hag-
fræðikenningum sem grundvallast
á virðingu fyrir öllum þáttum í ríki
náttúrunnar.
Honum fínnst rangt þegar
vísindamenn nútímans gera grcin-
armun á því sem líffræðingar kalla
„hina lifandi náttúru“ og „hinni
dauðu náttúru" sem er viðfangsefni
eðlisfræðinnar. Alheimurinn sé ein
lifandi heild. Kenningin um að líf
hafí fyrst orðið til úr aldauðu stand-
ist ekki.
„Niels Bohr og Albert Einstein
voru ekki hræddir við að taka heim-
spekilegar vangaveltur til greina
við eðlisfræðirannsóknir sínar,“
segir hann. „Það gaf þeim yfírburð-
ina. Og þeir hófu rannsóknir sína
út frá hinu almenna og þekkta og
fíkruðu sig til hins sértæka. Það
er rétta aðferðin. Menn eiga ekki
að hefja rannsóknir á hinu sértæka
til að gera að almennum sannind-
um.“ Hann bendir og á að rann-
sóknarverkefni á raunvísindasviði
eigi ekki að vera bundin í rannsókn-
arstofum. Þau eigi að fara fram úti
í náttúrunni, menn eigi að skoða
fjöllin og skýin og umhverfíð allt
eins og það birtist. Þannig munu
þessar fræðigreinar eiga sinn þátt
í að
eyða
fírringu
mannsins
í nútíman-
um.
í lok viðtals-
ins vitnar hann í
breskan prófessor
sem er prestlærður eðl-
isfræðingur. Sá hefur bent
á nauðsyn þess að skapa
heildstæða heimsmynd þar sem
trúvísindi og raunvísindi njóti jafn-
ræðis. Sjálfur aðhyllist hann engar
sérstakar trúarskoðanir — fullyrðir
bara að aldrei verði sannað að and-
inn eða líf hafí sprottið af and-
lausri náttúru. Alltaf verði hið
óræða fylgifískur mannsins. Það sé
staðreynd í sjálfu sér sem aldrei
verði sett í formúlu. Tökum dæmi,
segir hann. Nýútsprungin lauf
tijánna. Náttúruvísindin segja þau
vera árstímabundið bylgjufyrirbæri.
Ekkert meir. Ekki eitt orð um þá
gleði sem vorskógurinn vekur í
vitundinni sem er þó staðreynd og
nokkuð algild sannindi.
Menn geta líka íjallað um mál-
verk eftir Rembrandt og sagt sem
svo: Jú, jú, faglega samsettir litir
— og afgreitt verk eftir Shakespe-
are sem blekmynstur á pappír! „Á
uppgangstíma markaðslögmálanna
sem nú ríkja, á allt að vera svo
blákalt og augljóst, segir þessi sér-
fræðingur í hagnýtri lífeðlisfræði.
„Þau eiga að leysa allan vanda.
Állir fá tækifæri til að einblína á
eigin hagnaðarmöguleika. Sú af-
staða þrengir hins vegar kosti og
hugtakavídd hagfræðinnar. Hætt
er við að sú ólga sem þessi stefna
vakti á 4. áratugnum muni rísa á
ný. Lögmál markaðarins ein og sér
uppfylla ekki kröfuna um betra líf
eða heilbrigðara umhverfi. Því er
þörf á nýrri og annars konar hug-
myndafræði, sem tekur mið af öll-
um þáttum mannlegar tilveru —
innri sem ytri — og hún verður að
vera í sátt við móður jörð.“ Þetta
eru líklega orð að sönnu.
NÝJfOGSTÆRRI F JÖLSKY LDUBÍLL
Þessi bíll er 20 cm lengri en hin
■ hefðbundna SAMARA og rúmbetri.
Bíllinn hentarþvi vel fjölskyldufólki. LADA
SAMARA stallbakur er fimm manna og
með lokaðri farangursgeymslu (skotti).
BIFREIDAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF
Ármiila 13, 108 Reykjavik, simar 68 12 00 8 3 12 36