Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIULIFSSTRAUIVfAR 22..MARZ 1992 ,yC ,7 SIDFRÆÐl/Er rangt að hatapersónur? HATUR HATIJR er frumtilfinning. Það sprettur úr vitund- arlífinu, og dafnar í viðhorfi eins manns til ann- ars. Það er afstaða til einhvers sem við þekkjum eða höfum kynnst. Það á sér stað á milli persóna, en það er líka hægt að hata sjálfan sig eins og það er hægt að vera sjálfum sér reiður. Hatursmaður getur viðurkennt eiginleika og hæfileika þess sem hann hatar, og jafnvel borið virðingu fyrir stöðu hans og menntun. Hann getur nefnilega 'mp),.... im látið hatrið bein- ast einvörðungu að persónunni sjálfri.. Hinn hat- aði stendur oft í vegi fyrir haturs- manni sínum, hvort sem það er viljandi eða óviij- andi verk. Og hatursmaðurinn hefur löngun til að verða vaidameiri. Hatursmaður telur að aðstæður sínar batni, sé andstæðingi hans rutt úr veginum. Hatur er sterk tilfinning, og hættu- leg. Hún getur gefið mátt til að framkvæma. Sá sem hatar sér hlutina oft í svarthvítu ljósi. Hann eftir Gunnar Hersvein Það hefur verið skrifað um þessa mynd, að Goya hafi með meistaralegri notkun lita getað túlkað hatrið og hryllinginn. varpar dimmu á andstæðing sinn, hversu líkur sem hann er honum sjálfum, og baðar sjálfan sig í Ijós- inu. Þannig réttlætir hann hatrið fyrir sjálfum sér. Náin tengsl við hinn hataða, eru algeng. Sagan sýnir að hatur og svik eiga sér oft stað milli sam- starfsmanna og „vina“. Hatur hef- ur tilfinningalega séð líkt eðli og ást. Það er heitt eins og ástin og tekur stundum sæti hennar í hjartanu. „Þar sem ástin bjó, gist- ir hatrið nú,“ er stöku sinnum hægt að segja. Hatur er frumtil- finning sem við getum ekki afneit- að. Hatur er möguleiki sem getur blossað upp, og ef til vill myndi fólk ekki þekkja mátt ástarinnar, ef andstæða hennar gæti ekki orð- ið að veruleika. Hatur er oftlega skiljarilegt, til dæmis sem gremjublandin van- þóknun. Við getum haft andstyggð á mönnum sem hafa gert okkur eitthvað viðurstyggilegt. Eða ímugust á þeim sem sífellt reita okkur til reiði, eða vilja vinna mein. En þegar hatrið verður grimmt fjandsamlegt hugarfar í garð einhvers fer það að eitra persónuleikann. Það verður óseðj- andi ástríða, sem gerir viðkomandi smátt og smátt ófæran til að elska. Hatrið breiðist út um sál hans og huga, og heltekur hjartað. Hatrið verður sjúkt og hatursmaðurinn hættir að geta ráðið við það, alveg eins og ást getur orðið sjúk. Allajafna værum við betur sett án hatursins, því ástin er vænlégri til vinnings. Hatrið er þó staðreynd, og menn geta haft óbeit á ýmsu, til að mynda á hinu illa, og nú er komð að kjamanum í þessum pistli: Það er rétt og gott að hata eða leggja fæð á allt sem leiðir til ills; saurlífi, ofbeldi, ijandskap, deilur, eigingirni, flokkadrætti, öfund, of- drykkju, leti, fégirni, ofmetnað, lygi, illvilja, og annað þvíumlíkt, en rangt að hata mennina sjálfa sem ástunda slíkt. Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og annað sem tilheyrir þessum flokki duga miklu betur til að bæta mennina, heldur en haturshugur. Jesús sagði: „Þér hafið heyrt, að sagt var: „Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn,“ en ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ (Matt. 5,43-45). Við eigum ekki hrós skiiið fyrir að elska þá sem okkur elska, það er sjálfsagt mál, en við eigum hrós skilið ef við getum elskað þá sem elska okkur ekki. Það er höfuðnauðsyn að gera greinarmun á persónunni annars vegar og verkum hennar hins veg- ar. Hatursmenn rugla iðulega þessu tvennu saman, og beina hatri sínu gegn persónunni. Það eykur hatrið í heiminum. Hvers vegna er rangt að hata persónu? 1. Ástæðan getur legið í öfund, hroka, vanmáttarkennd eða öðrum löstum þess sem hatar. 2. Það er engin ástæða að hata mann- eskju sem er aðeins leiðinleg, ef hún vinnur verk sín vel. 3. Þegar grannt er skoðað finnst ástæðan í afleiðingum þess sem manneskj- an gerir. Það er rangt að hata persónu, því manneskja getur batnað, og hún getur hætt að gera það sem hún gerir. Rétt viðbrögð eru fólgin í því að vinna gegn Ijótu athæfi, en bera umhyggju fyrir persónunum sjálfum. Reyna með öllum tiltækum ráðum að sporna gegn illri breytni, með þá von í bijósti að manneskjan sjálf muni batna. Hún verði be' ri maður, því batnandi manni er best að lifa. Og það er mikilvægt að gera eitt- hvað, því aðgerðaleysið gefur hatr- inu í heiminum svigrúm til að láta illt af sér leiða. Hatur er í raun ákvörðun eða skoðun, það lifir og hrærist í við- horfi manneskjunnar. Hatur verð- ur hættuiegt þegar hatursmaður fer að vinna andstæðingi sínum mein, ofsækja hann eða troða ills- akir við. Haturstilfmningin verður alltaf til, og það er ekki svo slæmt í sjálfu sér. Listin felst aftur á móti í því að beina hatrinu gegn hinu illa, hvort sem það birtist hjá okkur sjálfum eða öðrum, og elska síðan manneskjurnar. Elskið lífið, og hatið allt sem vinnur gegn því! Speki: Ást er sól, hatur er úlfur sem eltir hana á röndum. hXKNISFRIEÐl/Stöndum við á tímamótum? Gölluðgen Á OKKAR öld og síðari hluta þeirrar nítjándu hefur hver sjúkdóms- valdurinn á fætur öðrum verið afhjúpaður, hver fylkingin af ann- arri dregin fram í dagsljósið: Bakteríur, sníklar, veirur, efnaskipta- rask, vaneldi, eitranir, mengun og nú síðast gallar í genum, en þau eru stundum nefnd a íslensku erfðavísar eða arfberar. Samt er enn margt á huldu. Astma er einn þessara dularfullu sjúkdóma en nú hafa tveir breskir vísindamenn, Julian Hopkin og William Cookson, leitað uppi gengalla sem veldur astma og væntanlega fleiri ofnæmissjúkdóm- um. Þrautreyndir erfðafræðingar hafa fylgst með rannsóknum þeirra félaga og samstarfsmanna þeirra í Oxford og spá vel fyrir ár- angri þessarar iðju. „Þegar okkur hefur tekist að fá nákvæma vitneskju um galla gens- ins og um prótín þess eru líkur til að varnir aukist gegn þrálátum sjúkdómi og einnig batahorf- ur þeirra sem þegar þjást af honum,“ segir Hopkin. Sennilegt er að innan fárra ára komi til sögunnar eitt eða fleiri lyf sem reynist hemill á ofnæmisvaldandi prótín þessara gölluðu gena. Til undirbúnings þeirri lyija- gerð má búast við að taka þurfi blóðdropa með Smá- nálarstungu úr hæl allra ný- fæddra barna og leita að gengallanum. Þau þeirra sem hann fyndist í þyrfti að kosta kapps um að veija fyrstu mánuði ævinnar fyrir ryki utan húss og innan, fijódufti plantna, hári hunda og katta og öðru því sem líklegast er til að setja ofnæmiskerfið í gang. Aldrei fyrr hefur fundist gen sem á sök á erfiðum sjúkdómi og jafnal- gengum, því að milljónir manna um allan heim eru astmaveikar. Og ef takast mætti að finna gen sem tengjast öðrum algengum sjúkdóm- um svo sem krabbameini og truflun- um í hjarta og æðakerfi gætum við hagað lífsferli okkar í samræmi við þá spá sem veðurstofa genanna úthlutaði hveijum og einum. Oxford-starfshópurinn vann með blóðsýni eitt þúsund manna úr hundrað astmafjölskyldum og varð þess vís að sjúkdómurinn getur gengið í erfðir frá hvoru foreldr- anna sem er, en þó eru meiri líkur á þeim arfi frá móður en föður. Annað hvert afkvæmi hinna astma- veiku mæðra er líklegur arftaki. Þeir sem fást við þessar vanda-' sömu rannsóknir líkja þeim við teskeiðagröft fornleifafræðinga. Er það raunar trúleg saga þegar þess er gætt að á hveijum hinna 46 litn- inga í frumum mannslíkamans eru mörg þúsund gen. Álit vísinda- manna er að þriðja hver manneskja sé með „ofnæmisgen“ og að 85 af hundraði þeirra sem búa við slíkt séu líklegir til að fá einhver ein- kenni sem rekja megi til ofnæmis; smávægilega viðkvæmni í húð, eks- em, plöntuofnæmi eða astma. Um það bil þriðjungi þeirra sem eru með ofnæmisgen hættir til að fá svæsin astmaköst. Á síðari áium hefur sjúkdómurinn víða orðið útbreiddari en áður og á margvísleg mengun vafalítið sinn þátt í því. Á hinn bóginn njóta æ fleiri astmasjúklingar góðs af töflum og innöndunaiiyfjum, sem draga úr einkennum og jafnvel halda sjúk- dómnum að mestu í skefjum. Vaxandi áhugi lækna og erfða- fræðinga á tengslum gena við sjúk- dóma lofar góðu og kynni að fá miklu áorkað í, framtíðinni. Geðsjúk- dómar? Æxlisvöxtur? Hver veit? Stöndum við ef til vill á tímamótum? STÚDÍÓ JÓNÍNU OG ÁGÚSTU KYNNift Léttara líf er þriggja mánaða skóli ætiaður konum sem eru meira en 40 kíló yfir kjörþyngd. Markmið námsins er að breyta um lífsstíl sem stuðlar að léttara lífi jafnt andlega sem líkamlega um ókomna framtíð. Kennslan byggist á fundum og gönguferðum um falleg svæði innan borgarmarkanna. - Gönguferðir. - Fitumælingar og viktun. - Vikulegir fundir, hópaðhald, stuðningur og fræðsla. - Uppskriftir að léttu mataræði. - Heimaverkefni. Allar nánari upplýsingar í síma STUDÍÓ JÓNINU & ÁGÚSTU Sketfan 7. 108 Reykjavik. S 689868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.