Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 14 C Bókstafstrúarmenn í sókn: krossferð í anda Khomeinis. Æst til uppreisnar: viðbúnaður í Algeirsborg. Herskáir múhamebstrúarmenn í sókn fráPersaflóa tilNoróur-Afríkuy en Tyrkir mynda mótvœgi í Mid-Asíu eftir Guðmund Halldórsson HERSKÁIR múhameðskir bók- stafstrúarmenn eru í sókn á svæðinu frá Persaflóa í austri til Marokkó í vestri og ógna hófsöm- um ríkisstjórnum í þessum heimshluta. Þeir sækja innblást- ur í kenningar Khomeinis heitins trúarleiðtoga og íranar líta á sig sem hreyfiafl þessarar nýju krossferðar. Um leið reyna Iran- ar að efla áhrif heittrúaðra múhameðstrúarmanna í Mið- Asíulýðveldum Sovétríkjanna sálugu, en þar vega Tyrkir upp á móti áhrifum þeirra. Iranskir byltingarverðir hafa verið sendir út af örkinni til að stjórna baráttu bókstafs- trúarmanna á nýjurn víg- stöðvum. A sama tíma eru Iranar taldir standa í vegi fyrir tilraunum til að hefta útbreiðslu kjarnorku- vopna og styðja hryðjuverk. Sam- búð þeirra og Bandaríkjamanna hefur því kólnað, þótt hún virtist lagast eftir lausn gísladeilunnar í fyrra. Morðið á Abbas Musawi, leiðtoga Hizbollah-hreyfingar írana í Líban- on, hefur leitt til aukinnar gagnrýni á stuðning Bandaríkjamanna við ísrael og minnt þá á að Hizbollah stóð á bak við árásirnar á sendiráð þeirra og búðir bandarískra land- gönguliða í Líbanon 1983. Æ betur hefur komið í ljós að hagsmunir og hugmyndir Bandaríkjamanna og írana stangást á í meginatriðum og þeir virðast á margán hátt ósætt- anlegir andstæðing'ar. Ágreiningurinn hvarf í skuggann í Persaflóastríðinu þegar ósigur Saddams Husseins var hagur beggja. íranar héldu sig utan við átökin og treystu stöðu sína, komu aftur á sambandi við Saudi-Arabíu og fleiri stuðningsríki Bandamann og juku áhrif sín í Iöndum sem studdu íraka. Vegna aukinna áhrifa írana var samþykkt eftir stríðið að lönd utan Persaflóasvæðisins tækju ekki þátt í samvinnu um öryggi þess, þar á meðal Egyptaland. Áhugi Irana á hlutverki verndara og lögreglu Persaflóasvæðisins virðist hafa vaknað á ný. George Bush forseti hrósaði írön- um fyrir að standa utan við hildar- leikinn og lét í ljós þakklæti þegar síðasti gísl Hizbollah, Terry Ander- son, var látinn laus í lok síðasta árs. Vestræn ríki hafa keppzt um að selja írönum tæknibúnað og veita þeim lán síðan Khomeini lézt. Það hefur yfirleitt verið talið til góðs, þótt hvatt hafi verið til gætni og bent á slæma reynslu af viðskipt- um við Saddam Hussein á líðnum áratug. írönsk kjarnasprengja? Síðan gísladeilan leystist hefur afstaðan til Irána breytzt á ný. Sovétríkin hafa hrunið og bókstafs- trúarmenn í Alsír hafa sýnt mátt sinn í kosningum, þótt þeir væru rændir sigrinum. Nú eru Iranar taldir mesta ógnunin við bandaríska hagsmuni í þessum hluta heims. Tortryggnin í garð írana hefur aukizt vegna grunsemda um að þeir reyni að koma sér upp kjarna- vopnum að dæmi íraka. Flestir telja að það muni taka írana mörg ár, en Bandaríkjamenn hafa hafið mikla herferð til að afstýra því að íranar verði kjarnorkuveldi. Vegna þrýstings frá Bandaríkja- mönnum var sending kjamorku- búnaðar frá Argentínu til Teheran stöðvuð nýlega. Lagt er hart að Indverjum að selja írönum ekki kjarnaofn ög reynt að koma í veg fyrir að þeir fái kjarnorkubúnað frá Kínveijum, sem hafa hjálpað þeim að smíða kjarnakljúf. Uggur um íranar verði kjarn- orkuveldi hefur aukizt vegna óstað- festra frétta um að þeir reyni að ráða í sína þjónustu fyrrum sovézka kjamorkusérfræðinga, ef til vill frá Mið-Asíu, og kaupa ýmsan tækni- búnað á svörtum markaði. Uggur- inn hefur ekki dvínað við það að ekkert grunsamlegt kom í ljós þeg- ar mannvirki í Iran vom nýlega könnuð á vegum Alþjóðakjamorku- stofnunarinnar. „íranar virðast staðráðnir í að afla sér aukinnar kjamorkuþekk- ingar,“ sagði bandarískur sérfræð- ingur. „Öll sú vitneskja, sem þeir afla sér í kjarnorkumálum, eykur hæfni þeirra með tímanum og Bandaríkjastjórn vill koma í veg fyrir það.“ íranar efla herafla sinn af kappi og verja fjórðungi olíu- tekna sinna til landvarna sam- kvæmt sumum heimildum. Jafnframt virðast íranar enn standa fyrir „ríkisrekinni hryðju- verkastarfsemi". Þeir em grunaðir um að hafa staðið á bak við mörg hryðjuverk að undanfömu, þar á meðal morðið á Shapour Bakhtiar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.