Morgunblaðið - 22.03.1992, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992
Þríar
konur
í þröngum dal
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
FIMM svipmiklar konur fara um sviðið þegar verið er að æfa nýtt
leikrit Þórunnar Sigpirðardóttur, „Elín, Helga, Guðríður“. Auk Þórunn-
ar sem leikstýrir verkinu, eru það leikkonurnar Kristbjörg Kjeld,
Edda Heiðrún Backman, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Björns-
dóttir sem klofa yfir rennandi vatn og þramma um klappir stórbro-
tinnar sviðsmyndar verksins. Þórunn ætlaði upphaflega að skrifa lítið
leikrit um Bjarna skáld Thorarensen, en áður en varði sat hún uppi
með þrjár konur sem bíða í þröngum dal hjá svartri á. Þrjár íslensk-
ar konur sem dæmdar voru hart og eiga margt óuppgert við samfé-
lag sitt. Sú saga varð til síðla nætur, að sögn höfundar, sem segir frá
tilurð verksins er frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 26. mars nk., og
leikkonumar fjórar sem ljá konunum líf segja stuttlega frá tengslum
sínum við sögupersónur.
Fyrir tveimur árum fór Þór-
unn Sigurðardóttir leik-
ritahöfundur og leikstjóri
að stúdera Bjama Thorar-
ensen skáld, líf hans og kvenna-
mál, og hafði í hyggju að semja lít-
ið leikrit fyrir lítið svið með skáldið
í aðalhlutverki.
„Fljótlega fór ég þó að staldra'
við sögu ráðskonunnar Elínar sem
Bjami átti bam með, og þar með
var hann sjálfur afgreiddur," segir
Þómnn.
Saga Elínar varð til þess að Þór-
unn fór að skoða sögu fleiri kvenna
sem höfðu komist í kast við lögin,
eða sem brotið hafði verið
gegn, og áður en hún vissi
af var hún komin með her-
skara af konum. Dulsmál
komu hér mikið við sögu, en
í þeim tilvikum er um að
ræða barnsfæðingu á iaun,
það er að segja, um þungun
er að ræða en barnið kemur
aldrei fyrir sjónir manna.
„Verkefnið tók af mér
stjómina," segir Þórann.
„Það var þessi á, Svartá, sem
ætíð var í huga mér. Nafnið
er reyndar dæmigert fyrir
margar ár á íslandi þar sem
jökulsá rennur í bergvatnsá
oft úr þröngum dal. Þessir
dalir era langir og mjóir með
lítið undirlendi og enda við
opið úthaf.
Að lokum stóð ég eftir með
þrjár konur, feijumann, fljót
og dal.
Maður byrjar á einhveijum
punkti, ég ætlaði í upphafi
að skrifa verk fyrir litla svið-
ið í Borgarleikhúsinu, en síð-
an fór eitthvert ferli af stað.
Á daginn setti ég inn á tölvu upplýs-
ingar og staðreyndir, en á meðan
var undirmeðvitundin í allt öðram
pælingum. Síðla nætur var eins og
saga kvennanna þriggja seytlaði
út úr prentaranum. Leikritið er
aðallega skrifað að næturlagi, milli
klukkan fjögur og sjö.
Heimildir og sviðsmynd
Sögupersónumar Elín, Helga og
Guðríður eiga sér allar fyrirmyndir.
Þótt persónur séu þijár, svona þrí-
und eða þrenning eins og í þjóð-
sagnastefi, eru þær ofnar úr sögum
margra kvenna. Konumar í verkinu
era ólíkar persónur og eiga sér ólíka
sögu. Til dæmis byggir saga Jíelgu
að hluta til á sögu langalangömmu
Þórannar sem bjó í Svartárdal í
Húnavatnssýslu. Elín var dæmd
fyrir hór og var marggift, og Guð-
ríður, sem var vangefín, var einnig
dregin fyrir rétt.
Söfnun heimilda og undir-
búningsvinna tók um hálft ár og
segist Þórann hafa leitað fanga
víða. Las hún meðal annars fjölda
af dómum og bar þar hæst landsyf-
drréttardóma. Einnig hafði hún í
höndum ritgerð um dulsmál og leit-
aði ráða hjá sagnfræðingum um
ýmis atriði.
I haust sem leið fór hún með
leikmyndateiknaranum og arkitekt-
inum Rolf Alme norður í Svartárdal
til að kynna sér staðhætti. Alme,
sem er Norðmaður og mjög fær á
sínu sviði, sér meðal annars um
undirbúning fyrir opnunarhátíð
Ólympíuleikanna í Lillehammer ’94.
„Það er spennandi að fá útlending
til að gera leikmyndina því þeir
skynja oft íslenska náttúru á annan
hátt en við,“ segir Þórann. „Þegar
menn ijalla um fortíð era þeir oft
skilyrtir af verkum fyrri tíma, vilja
bindast niður í ákveðnar hefðir.
Útlendingur sem skynjar landið á
annan hátt losar okkur frá þeim.
Við gerð sviðsmyndar legg ég
áherslu á stílfærslu, ekki natúral-
Ljósmynd/Grímur Bjamason
HÖFUNDUR
Þórunn Sigurðardóttir:
Maður er ætíð að leita að þessum
sannleika
isma. Rolf Alme vinnur einnig alla
búninga og hafa efnin sem hann
notar fengið sérstaka meðferð sem
gefur þeim gamlan blæ.
Tónlistin er samin af Jóni Nor-
dal, en hann samdi einnig tónlistina
í „Haustbrúði“. Jón er dásamlegt
tónskáld. Við hittumst á sunnudög-
um og bárum saman bækur okkar.
Tónlistin er hér spiluð af fimm
strengjahljóðfærum."
Stöðvar klukkuna
Mæt kona sagði að Þórann væri
ein þeirra kvenna sem stöðvaði
klukkuna til að leita sannleikans.
Þórunn segir að þau ummæli geti
vel átt við. „Það er rétt, ég leik
mér mikið með tímann í þessu verki.
Vatn er í þversögn við tímann.
Hafíð hefur verið á sinum stað í
þúsund ár, en vatnið kemur og vatn-
ið rennur burt.
Þegar menn koma upp í Svartár-
dal skynja þeir kyrrstöðuna sem þar
ríkir. Stundum skilur maður ekki
hvemig fólk fór að því að búa þama
öldum saman. Áin er stöðugt á
hreyfingu, en tíminn er alltaf kyrr.
Konurnar þijár eiga sér sögu, ég
tíni út ýmis atvik, dreg þau fram
og einangra tímann."
Þórunn hefur í verkum sínum
gjarnan stöðvað klukkuna í fortíð-
inni til að grafa þar upp sannleik-
ann, eins og til að mynda í leikritun-
um „Guðrún“ og „Haustbrúður".
Þegar hún er spurð hvers vegna
fortíðin sé henni svona hugleikin,
segist hún ekki vera komin lengra.
„Eitthvað er óuppgert, en í raun-
inni skynja ég þennan tíma ekki
sem fortíð. í sögu og réttarfari
landsins era margir ósagðir hlutir
sem menn þurfa að koma frá sér
til að geta skilið nútímann. En von-
andi á ég eftir að skrifa fleiri verk
úr nútíðinni þar sem maður getur
tekið sjálfan sig í gegn. Annars er
mér sagt að konur skynji tímann
öðruvísi en karlar, hvað sem til er
í því.“
Einhver sagnfræðingur blundar
í Þórunni, hún játar í það minnsta
að hún sé grúskari. „En ég hef
þurrkað næstum alla sýnilega sagn-
fræði burt í þessu verki. íþyngi
ekki áhorfendum með aldafarslýs-
ingum. Verkið á að vera dramatískt
og miskunnarlaust. Grikkir sögðu:
„Allt drama er réttarhöld.“ Þegar
við segjum sögu, leiðum við fram
vitni til að fá úrlausn. Viljum fá
sátt eða dóm og prófum okkur
þannig áfram að réttlæti.“
Konurnar í sögunni tengjast hver
annarri eins og fólk sem hittist á
ferð, eða liggur saman á sjúkra-
húsi, að sögn Þórunnar. En karl-
mennirnir eiga þátt í örlögum
kvennanna og eru helstu karlhlut-
verkin leikin af Agli Ólafssyni,
Helga Björnssyni, Ingvari E.
Sigurðssyni og Pálma Gestssyni.
„Bjarni kemur fyrir í öllum
sögunum,“ segir Þórann. „Enda var
það gjarnan svo hér áður fyrr
í fámennu landi, að það vora
sömu dómarar og embættis-
menn sem- komu við sögu í
dómsmálum aftur og aftur.
Aðalhetja verksins er karl-
maður og þarna er mjög átak-
anleg saga sögð af karlmönn-
um líka.
Leikhús- er fyrir mér allt í
senn: Réttarhöld, helgistund,
nautaat og rannsóknar-
leiðangur. Annars er það nú
þannig, að eftir því sem ég
skrifa meira hef ég minna að
segja. Maður gengur sífellt
nær sér, en verkið lifir sjálf-
stæðu lífi.“
I skugga verksins
„Elín, Helga, Guðríður" er
sögulegt verk, eins og íjögur
af þeim fimm leikrituny sem
Þórunn hefur skrifað. „Ég er
hrifín af epík, Ég ferðaðist
um Sovétríkin á þeim tíma
sem ég skrifaði verkið og
heimsótti leikhúsin. I
Leníngrad er mikið byggt á
epík og það er eitthvað sem hentar
mér vel. Þeir hafa náð því þar að
gera epíkina nútímalega, djarfa og
heillandi. Ég var einnig lengi inni
á Munch-safninu í Óslo, og í verk-
inu má finna áhrif frá þeirri vist.“
Þórunn hefur leikstýrt þremur
af fimm verkum sínum og segir að
því fylgi bæði kostir og gallar. „Við
sem erum leikstjórar og höfum far-
ið að skrifa, vitum að þegar ný
verk eru annars vegar er spurning-
in ætíð um það að finna lykilinn.
Við segjum því að betra sé að veifa
röngu tré en öngvu. En einnig ligg-
ur í því viss hætta. Sem höfundur
og leikstjóri er ég tvær persónur,
fínnst oft að höfundur sé systir mín
í fiarska."
Auður Bjarnadóttir sér um sviðs-
hreyfingar og er aðstoðarleikstjóri.
„Hún er frábær,“ segir Þórunn.
„Bæði flink að sjá út hreyfinga-
mynstur og óhrædd við að vera
mér ósammála. Það er ekki svo lít-
ils virði.
Ég stend sjálf í skugga verksins.
Frásögn þessara kvenna þarf að
komast til áhorfenda. Lykilspurn-
ingin er að hlutirnir séu sannir. Það
er mikil áhætta að fjalla um stórar
spurningar, mikið álag og sálar-
þvottur. Maður er að reyna að segja
einhvern sannleika, ætíð að leita
að þessum sannleika. En einnig
hann er afstæður eins og tíminn.“
KRISTBJÖRG KJELD:
LEIKARIER
HLJÓÐFÆRI
„HEILDIN er það sem máli
skiptir," segir Kristbjörg Kjeld
sem leikur Elínu ráðskonu
Bjarna. „Leikari spilar verk sem
búið er að setja í nótur og hann
er bara eitt af hljóðfærunum."
Kristbjörg segist finna til sam-
kenndar með Elínu þótt líf ís-
lenskra kvenna fyrr á öldum sé
ólíkt því sem nú er, og að það sé
starf leikarans að finna fyrir lífinu
sem hann leikur hveiju sinni.
Þegar hún er spurð hvernig hún
nálgast hlutverk sitt, segist hún
leika við ákveðnar aðstæður og það
séu þær, ásamt áhorfendum, sem
gefa persónunni líf. „Það er ekki
hægt að móta persónu sem maður
leikur áður en æfingar heijast, því
þá verður hún steindauð. Þetta er
eins og í lífinu, maður bregst ólíkt
við aðstæðum hveiju sinni. Hins
vegar er það misjafnt hvaða.hlut-
verk ná sterkum tökum á manni.“
Kristbjörg hefur á löngum leik-
ferli leikið mörg og ólík hlutverk
og segist ekki finna mikinn mun á
því að leika til dæmis í verkum
Shakespeares annars vegar og í
rammíslensku verki hins veg-
ar.„Það er enginn grundvallarmun-
ur að leika í gömlu, sígildu verki
eða í nýju verki sem aldrei hefur
verið sýnt áður. Hlutverkið er alltaf
nýtt fyrir leikarann. Það sem öllu
máli skiptir er að það gangi upp í
honum sjálfum. Reynslan er auðvit-
að mikil hjálp, en ég er þó ætíð
jafn ókunnug gagnvart öllum hlut-
verkum í upphafi æfingatímans.
Þótt hlutverk skírskoti ekki til
leikarans verður hann, hvort sem
um er að ræða góðmenni eða ill-
menni, að eiga inni fyrir því. Við
erum nú einu sinni með alla þessa
þætti í okkur, allan skalann.
Það er mikil áreynsla að leika.
Starf leikarans er þess eðlis að sí-
fellt er verið að meta hann og ef
hann á að lifa þetta af verður hann
að vita það sjálfur innst inni hvort
matið sé rétt eða ekki. Það getur
verið jafnerfitt að fá lof eins og
last, einkum ef maður veit að það
er byggt á röngu mati.“
Ljósmynd/Grímur Bjamason
Líklegt er að Kristbjörg eigi sjálf
eftir að leggja oftar mat á vinnu
leiklistamema í framtíðinni en hún
hefur gert til þessa, því í vor lýkur
hún námi í uppeldis- og kennslu-
fræðum frá Kennaraháskóla ís-
lands, svonefndu UF-námi, sem er
réttindanám fyrir list- og verk-
menntakennara á framhaldsskóla-
stigi. Hún er fyrsti leikarinn hér á
landi með langa leikreynslu sem
lagt hefur stund á slíkt nám. „Það
er athyglisvert að skoða leiklistar-
kennslu út frá uppeldisfræðilegu
sjónarmiði, því leiklist má nota í
margvíslegum tilgangi á hinum
ýmsu skólastigum," segir Krist-
björg. „Ég hef einungis fengist við
leiktúlkunarkennslu í Leiklistar-
skóla íslands og finnst gaman að
kenna ungum leiklistarnemum,
samskiptin eru mjög gagnverk-
andi.“
Kristbjörg hefur þó ekki hugsað
sér að taka kennsluna fram yfir
leiklistina. „Þótt það geti verið slít-
andi að vera ætíð undir mælikeri
sem leikari, þá er umbunin dásam-
leg. Hún felst í því að vinna með
góðu fólki þegar verið er að upp-
götva og skapa eitthvað sem skipt-
ir máli.“
HALLDORA BJORNSDOTTIR:
EINBEITING
FYRIR ÖLLU
ELÍN ráðskona kemur fram í sög-
unni bæði ung og sem miðaldra
kona og það er Halldóra Björns-
dóttir sem leikur hana unga. „Mér
finnst mjög spennandi að leika
þessa persónu, ég sé hana eins og
hún verður síðar meir og hef því
framhald af sjálfri mér á sviðinu
sem er nokkuð óvenjulegt."
Halldóra segir að þær Kristbjörg
Kjeld hafi talað saman um persónuna
sem þær báðar leika. „Til dæmis
gerðum við æfingu í upphafi æfin-
gatímans, þannig að ég gekk á eftir
Kristbjörgu. Gekk í spor hennar, tók ■
eftir því hvemig hún hreyfði sig án
þess þó að herma eftir henni, en það
myndaðist streymi % milli okkar.
Annars er engin formúla fyrir því
hvernig ég bý mig undir hlutverk.
Þótt leikferíllinn sé ekki langur hef
ég mínar vinnuaðferðir. í fyrsta lagi
finnst mér mikilvægt að ganga að
hlutverkinu með opnum hug. Ég
byrja á að lesa leikritið vel, skoða
staðreyndir og tek smátt og smátt
afstöðu með persónu minni. í þessu
tilviki skoðaði ég m.a. myndir og las
bækur til að kynna mér daglegt líf
fólks á þessum tíma og hvað væri
helst að gerast. Ég fór líka upp í
sveit til ömmu minnar og lærði að
slá með orfi og ljá. Annars held ég
að persónan mótist yfirleitt mest á
sviðinu. Þar vinnur maður úr hug-
myndum sínum.“
Saga kvennanna þriggja og líf ís-
lenskra kvenna almennt á þessum
tímum snertir mann vissulega og
vekur til umhugsunar. Þær voru
dæmdar fyrir hórdóm og jafnvel
bamsburð. Maður finnur til sam-
kenndar og gerir sér grein fyrir því
ofboðslega karlaveldi sem ríkti. Kon-
ur máttu sín einskis. Nú á tímum
eru önnur lögmál og staða kvenna
er sterkari, en ekki get ég þó séð
að konur séu efstar á blaði í þjóðfé-
laginu.“
Ekki er ár liðið síðan Halldóra
útskrifaðist úr Leiklistarskólanum en
hún fer þó með þijú stór hlutverk
um þessar mundir, Ljalju í „Kæra
Jelenu", Júlíu í „Rómeó og Júlíu“ og
Elínu í ofangreindu verki.„Það hefur
verið mjög lærdómsríkt og örvandi
að fá öll þessi hlutverk strax eftir
skóla.“
Þegar hún er spurð hvort hún
haldi sönsum með þijár konur í koll-
í