Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
Allt í_
fermingár-
veisluna
Graflax (beinhreinsaður)
Léttreyktur lax (beinhreinsaður)
Taðreyktur lax og silungur
Hörpuskelfiskur
Humar
Kanadískar úthafsrsekjjur
Ali hamborgarhryggur
Bayonneskinka
Húsavíkurhangikjjöt
Sjóvarréttir í hvítvínshlaupi
Roastbeef steikt
Kjúklingar steiktir
úsamt allskonar salötum,
sósum og dressing.
Matreiðslumeistarar aðstoða.
NÓATÚN
Nóatúni 17, sími 617000
Draumsýn
Gestir á hótelinu hennar Fíu. Verksmiðjan komin í gang og næg-
ir peningar fyrir kaffi og konjaki.
Leiklist______________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikfélag Kópavogs sýnir Sonur
skóarans og dóttir bakarans.
Höfundur: JökuII Jakobssdn.
Leikstjóri Pétur Einarsson.
Leikmynd og búningar: Orn
Alexandersson. Ljósahönnun:
Ögmundur Jóhannesson og
Alexander Ingvar Olafsson.
Sonur skógarans, Jói, er kominn
heim í gamla þorpið sitt eftir langa
reisu um heimsins höf og með
kvalafulla reynslu í farteskinu.
Hann fór því þorpið hafði fátt að
bjóða manni með háleitar hugsjón-
ir. Hann kom aftur því hugsjónir
hans höfðu beðið skipbrot hinum
megin á hnettinum er hann tók
þátt í því að eyða heilu þorpi af
rangri hugsun, eins og yfirmaður
hans orðaði það. Sú eina sem bjarg-
aðist úr þessu þorpi var Fleur,
handalaus að vísu, og hún er kom-
in í þorpið hans Jóa í leit að spila-
dósinni sinni en ekki hefnd. Jói kom
líka aftur af því að hann hélt að
dóttir bakarans, Dísa, biði enn eft-
ir honum en árin eru of mörg og
Dísa er kona lyfsalans.
Jói kemur ekki einn í þorpið því
með honum kemur Kap, sá sem lét
eyða litlu þorpi en hann er einnig
maður Ijármagnsins og þorpið hans
Jóa er á vonarvöl. Lífæðin, verk-
smiðjan, hefur verið lokuð um lang-
an tíma og fólkið lepur dauðann
úr náskel. Peningum Kaps er því
fagnað og þorpið vaknar til lífsins.
Það vill því ekki nokkur maður Ijá
því eyra að verksmiðjan framleiði
ekki vítamín, eins og Kap telur
fólki trú um, heldur gjöreyðingar-
efni sem getur grandað mörgum
þorpum í einu.
Persónusköpun er ekki marg-
brotin í þessu vérki Jökuls og það
stendur hans bestu verkum talsvert
að baki. Persónur eru fulltrúar
eiginda: Kap er.tákn hins siðlausa
peningavalds, hin vestræna gróðra-
hyggja lætur sig engu skipta hvort
saklaust fólk er drepið eður ei.
Fleur er andstæðan, hún er ekki í
leit að hefnd vegna afdrifa þorpsins
hennar því allt illt skelfir hana og
enginn á slíkt skilið að hennar
mati. Jói missir sjónar á hugsjónum
sínum um stund en sér að sér í
tíma. Flestil' þorpsbúar eru já-menn
þess sem skapar þeim vinnu, háleit
markmið eru þeim fjarlæg. Barna-
skólakennarinn, Albjartur, lifir í
draumheimi skáldskaparins, hann
er andans maður og því hlægileg-
ur. Fulltrúar réttlætisins sigra þó
í lokin og eftir stendur draumsýn
hins firrta manns; einfalt og sak-
iaust líf í fullu samræmi við nátt-
úruna. Veruleikaflótti, gæti ein-
hver sagt.
Leikarar stóðu sig margir með
ágætum og framsögn var yfirleitt
til sóma. Hörður Sigurðsson dró
upp hlýlega mynd af Jóa, túlkun
háns var ákveðin í fyrstu en hann
var aðeins fálmandi í sálarstríði Jóa
í lokin. Inga Björg Stefánsddttir
túlkaði vel sárar tilfinningar Dísu
og Guðrún Bergmann var rögg-
samleg sem Fía hótelstýra, hana
skoiti þó svolítið á blæbrigði í radd-
beitingu. Sigurður Grétar
Guðmundsson var stórskemmtileg-
ur í hlutverki Alberts, túlkun hans
var gamansöm án þess að um of-
leik væri að ræða. Jóhanna Páls-
dóttir lék Fleur og stóð sig prýði-
lega því hlutverkið bíður ekki upp
á mikla túlkun en Jóhanna varaði
sig á allri deyfð og var lifandi allan
tímann. Að öllum öðrum ólöstuðum
var það þó Albert Ágústsson sem
fann mestan hljómgrunn í sinni
persónu og var öruggur í túlkun
sinni á Kap og kuldalegur hláturinn
sagði meira en mörg orð um pers-
ónulega eiginleika Kaps.
Leikmynd var einföld en
skemmtileg og dró upp ágæta
þorpsmynd með verksmiðjuna sem
öllu stjórnaði í baksýn. Ásýnd
þorpsins breyttist svo með tilkomu
peningamannsins í þorpið; báru-
járnshúsin máluð, hótel Fíu fær
nýtt og glæsilegt skilti og húsgögn
sem hæfa uppgangstímum. Leik-
hljóð voru talsvert notuð og fannst
mér það yfirleitt til vansa þar sem
þau virkuðu frekar tilgerðarleg en
að þau styddu við verkið.
Þrátt fyrir að ýmislegt megi út
á verkið setja þá stendur sýningin
undir sínu og óhætt að hvetja
Kópavogsbúa sem og aðra til þess
að líta við í Félagsheimili Kópavogs
en einungis fáar sýningar eru fyrir-
hugaðar.
Gestabækur fyrir öll mannamót
Fást í helstu bóka- og gjafavöruverslunum
DREIFING: lceland Revíew HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 675700, MYNDSENDIR 674066
Kóralandsmót
barna og ung-
linga í Hall-
grímskirkju
Selfossi.
KÓR fimm hundruð barna og
unglinga mun koma fram og.
syngja á fyrsta iandsmóti barna-
og unglingakóra sem starfa á
vegum kirkna að öllu eða ein-
hverju leyti. Landsmótið verður
haldið í Hallgrímskirkju í
Reykjavík 4. apríl og lýkur með
guðsþjónustu klukkan 17.00, þar
sem 18 kórar syngja meðal ann-
ars sameiginlega með aðstoð
Kórs Langholtskirkju undir
stjórn Jóns Stefánssonar. Hörður
Áskelsson er organisti og biskup
íslands, herra Olafur Skúlason,
predikar, séra Karl Sigurbjörns-
son þjónar fyrir altari og börn
munu annast lestra.
Um þrjátíu barna- og unglinga-
kórar eru nú starfandi við kirkjur
eða í tengslum við þær. Flestir kór-
anna hafa verið stofnaðir á síðustu
þremur árum eða síðan söngmála-
stjóri þjóðkirkjunnar byrjaði sér-
stakt átak með námskeiði fyrir kór-
stjóra og útgáfu kirkjutónlistar fyr-
iri baranakóra.
Stjórnendur hafa myndað Sam-
tök um tónlistarstörf barna í kirkj-
um. Þessi samtök gangast fyrir
mótinu með fjárstuðningi Kirkju-
ráðs og Reykjavíkurprófastsdæmis.
Til mótsins koma 18 kórar og fjór-
ar bjöllusveitir. Bjöllusveitirnar
munu spila eftirspil og einnig á
undan guðsþjónustunni frá kl.
16.35. Er öllum heimill aðgangur
og nærvera í guðsþjónustunni á
meðan húsrúm leyfir. Sig. Jóns.