Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Fullt verö fyrir ofn, keramikhellu og viftu kr. 101.830 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 81.466 HAfSÍB &SAMBANDSINS MIKLAGARÐI S.692090 Ef eitthvað bjátar á 1 sjúkrahúsa- kerfinu bitnar það á heilsugæslu - segir Ingimar Sigurðsson for- stjóri heilsugæslustöðva og Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur INGIMAR Sigurðsson lögfræðingur, sem tók við starfi forstjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík og Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur um síðustu áramót, segist ekki geta séð hvernig efla eigi heilsuvernd og heilsugæslustarf almennt í Reykjavík nema með auknum fjármunum. Hann segir að væntingar um að draga myndi úr kostnaði sjúkratrygginga og sjúkrahússkerfisins með tilkomu heilsugæslunnar, hafi ekki gengið eftir og að stjórnvöld verði að gera það upp við sig með hvaða hætti festa eigi heilsugæsluna í sessi, en það sé yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að efla heilsu- gæslu og starfsemi, sem veitt er utan sjúkrahúsa. Ingimar segir það augljóst að á sama tíma og dregið sé úr þjón- ustu sjúkrahúsa sé tilgangslítið að ætla samdrátt í heilsugæslunni þar sem þjónustuskerðingin hljóti að bitna á starfsemi sem veitt er utan sjúkrahúsa. Á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík fer öll stjórnun heilsu- gæslu og heilsuverndar í Reykja- vík fram auk þess sem rekin er heimahjúkrun, barnadeild, mæðradeild, lungna- og berkla- varnadeild, atvinnusjúkdóma- deild, skólatannlækningar og skólaheilsugæsla. Heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík eru nú sex og er fyrirhugað að opna þá sjö- undu í Grafarvogi í maímánuði næstkomandi. Þá er heilsugæslu- stöð í Álftamýri rekin af einkaaðil- um samkvæmt’ samningi við heilsugæsluna í Reykjavík. „Ég er talsmaður þess að samið verði um Ijöibreyttara rekstrarform, svo sem við starfandi heimilis- lækna um að þeir taki að sér heilsuverndarstarf. Þó verður að leggja áherslu á að starfsemin sé öll á ábyrgð heilsugæslunnar en ekki sjúkratrygginga eins og nú er að hluta til. Það myndi draga úr fjárfestingakostnaði, þar sem viðkomandi læknar gætu lagt til starfsaðstöðu," segir Ingimar. Hann segir að varðandi starf- semi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur liggi nú fyrir tillögur um framtíðarrekstur, sem ætlunin sé að hrinda í framkvæmd á næstu árum. Þar sé gert ráð fyrir að stöðin starfi sem sérstök heilsuvemdarstofnun og hafi yfir- umsjón með heilsuverndarstarfi í Iandinu og samræmingu þess. Ennfremur komi hún til með að annast þróun heilsuyerndar í starfi heilsugæslustöðva, rann- sóknir og kennslu heilbrigðis- stétta á sviði heilsuverndar og framkvæmd heilsuverndarþjón- ustu eftir því sem ástæða þyki innan sem og utan Reykjavíkur. Ingimar, sem áður gengdi starfi Morgunblaðið/KGA Ingimar Sigurðsson forstjóri heilsugæslustöðva í Reykjavík og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, segir að ekkert komi sér í raun á óvart í nýja starfinu en bætir við að hann sé kannski kominn í þá að- stöðu að framkvæma hluti sem hann tók þátt í að móta innan ráðuneytisins. Hann segir þó að fólk sé almennt ekki nógu vel að sér um heilsugæslustarfssemina og að í umræðunni um minnkandi starfsemi sjúkrahúsa hefði gleymst að geta þess að það kall- aði á aukna starfsemi heilsugæsl- unnar. „Staðreyndin er sú að ef eitthvað bjátar á í sjúkrahúsakerf- inu þá sér þess fljótt merki í heil- sugæslunni, sérstaklega í heima- hjúkrun." Hann segir það alveg ljóst að heimahjúkrun sé mjög vaxandi þáttur í rekstri heilsugæslunnar sér í lagi ef af fyrirhuguðum sum- arlokunum sjúkrahúsa verði. „Ef litið er á heildina þá eru þessi mál ákaflega samtvinnuð. Ef ekki tekst að veita þjónustuna ánnað hvort á sjúkrahúsunum eða í heilsugæslunni þá bitnar þjónust- an á hinu,“ segir hann. Ingimar segir engan vafa á því að mikil hagræðing sé fólgin í heilsugæslustarfsseminni. Hann nefnir heimahjúkrun sem dæmi, þar sem um 800 einstaklingum sé veitt sú þjónusta að staðaldri í meira eða minna mæli og að kostnaður Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heimahjúkrun nemi 100 þúsund krónum á einstakling á ári. „Greinilegt er að kostnaður við hvern sjúkling er mun lægri en á sjúkrahúsunum og það er því augljóst að einhverja stefnu verður að móta í þessum málum í hagræðingarskyni. Með skipu- legri og markvissri heilsugæslu er hægt að draga verulega úr kostnaði samfélagsins við heil- brigðisþjónustuna þegar fram líða stundir ekki síst ef áhersla verður lögð á svokallaðar heilsuverndar- greinar, sem m.a. byggja á því að hafa áhrif á mótun lífsstíls fólks,“ segir Ingimar Sigurðsson að lokum. Skoipnar varir eru lítið argnayndi Þurrar, flagnaðar varir. Afleiðing sólar- ljóss, vinds og kulda. Eða þurrs innilofts! Þess vegna eru fómarlömbin jafnt áhuga- samir sjónvarpsáhorfendur sem og iðnir trimmarar. Það er sama hverjir lífshættir g þrnir eru, Blistex mýkir og fegrar varir I þínar með femu móti. . . | STAUTURINN: Blistex, varasalvi með í PABA sólvöm. TTJPAN: Blistex, varasmyrsl til að lina verki í kuldabitnum vörum eða frunsum. HANDHÆGU KRUKKURNAR: Blistex, varaáburður til að mýkja, græða og verja varimar daglega. Lip-Medex, græðir og mýkir mjög þurrar spmngnar varir og fmnsur. Blistex endurnærir þurrar og sprungnar varir. Heildsala: KEMIKALÍA HF GARÐABÆ daily » §. cbNpmgSC 6? Í^fSs^ALMLOSORES A Fever BhstefS. Severesy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.