Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 27

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Fæðingarheimilið í Reykjavík: Deildar memingar um skoðun ráðuneytis á rekstri á árinu ÁRNI Gunnarsson, formaður stjórnar Ríkisspítala, seglst skilja bréf heilbrigðis- og tryggingamál- aráðuneytisins svo að smám sam- an eigi að færa fæðingar af Fæðingarheimili Reykjavíkur yfir á kvennadeild Landspítalans. Breytingin eigi að ganga yfir fyr- ir næstu áramót og í kjölfar henn- ar verði Fæðingarheimilinu breytt í legudeild sængurkvenna. Árni Sigfússson, formaður stjórnar sjúkrahúsa Reykjavikborgar, seg- ist aftur á móti treysta því að Fæðingarheimilið verði rekið með óbreyttum hætti til áramóta. Ríkið tók við rekstri Fæðingarheimilis- ins 1. apríl og segir Árni Sigfús- son að verulegur sparnður rnuni felast í þeirri tilhögun þar sem hún auðveldi náið samstarf milli Fæðingarheimilis og kvennadeild- ar Landspítalans. „Eg held að ágreiningurinn í þessu máli snúist um það að Reykjavíkur- borg telur sig hafa tryggingu fyrir því frá heilbrigðisráðuneytinu að Fæðingarheimilið verði rekið allt þetta ári óbreytt, þ.e.a.s. þar fari aliar fæðingar fram, en í bréfi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu er þess getið að á fjárlögum séu 10 milljónir króna til að bæta fæðingar- aðstöðu á kvennadeild Landspítal- ans. Eins og segir í bréfinu orðrétt, til að gera þeirri deild mögulegt að sinna jafnframt þeim fæðingum er fara fram á Fæðingarheimilinu. Því lítum við svo á að það sé hugmynd ráðuneytisins að fæðingar á Fæðing- arheimilinu færist smátt og smátt yfir á fæðingardeild Landspítalans. Þetta er áréttað í sama bréfi þar sem segir, jafnframt verði á árinu lokið þeim framkvæmdum sem nauðsyn- legar eru á kvonnadeild þannig að hagræðing vegna yfirtöku Fæðingar- heimilisins verði að fuliu náð frá næstu áramótum," sagði Árni Gunn- arsson í samtali við Morgunblaðið. Árni Sigfússon sagðist hafa rætt málið við fulltrúa lieilbrigðisráðu- neytisins og fulltrúa ríkisspítalanna. „Af þessum samtölum er ljóst að það er stefnt að því að reka Fæðingar- heimilið í óbreyttri mynd út árið. Ég geri mér grein fyrir að menn geta ekki lofað lengra fram í tímann þar sem að fjárlög eru ákveðin um hver áramót. Við hljótum einungis að vona að það verði nægur styrkur manna Galleríið íspan er í hluti af fyrir- tækinu Ispan hf. og að sögn Gríms Guðmundssona forstjóra er þetta í fyrsta skipti sem galleríið er notað fyrir opna sýningu sem þessa. Kópavogskvöldið hefst kl. 18 næstkomandi föstudag í Félags- heimili Kópavogs. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og m.a. syng- ur kór aldraðra undir stjórn Kristín- ar Pjetursdóttur, Róbert Arfinsson til þess að veita fjármagni j Fæðing- arheimilið áfram,“ sagði Árni. Árni sagði að ýmsir endar væru enn óljósir varðandi yfirtöku ríkisins á Fæðingarheimilinu. Launakostnað- ur væri kominn til ríkisins en eftir væri að ræða húsnæðismál og aðra smærri lið. leikari les „Únglingurinn í skógin- um“ eftir Halldór Laxness, Sigfús Halldórsson og Friðbjörn G. Jóns- son flytja lög eftir Sigfús, Guðjón Leifur Gunnarsson og Hrefna Eg- gertsdóttir úr Tónlistarskóla Kópa- vogs leika sarnan á trompet og píanó og Kársneskórinn syngur lag- ið „Kópavogsbær" undir stjórn Marteins H. Friðrikssonat' auk ýmislegs fleira. Morgunblaðið/KGA Frá sýningu verka listamanna úr Kópavogi í Galleríi Ispan. Málverkauppboð á Kópavogskvöldi: Verkin sýnd í Galleríi Ispan KÓPAVOGSKVÖLD ungmennafélagsins Breiðabliks verður haldið föstudaginn 3. apríl næstkomandi í Félagsheimili Kópavogs. Meðal þess, sem verður á dagsskrá er uppboð á 24 verkum eftir þekkta lista- menn úr Kópavogi og eru verkin til sýnis í Galleríi íspan á Smiðjuvegi 7 í dag frá kl. 17 til kl. 20. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf.: Undirbúin verði sam- eining við Islandsbanka AÐALFUNDUR Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. samþykkti í gær tillögu um að heimila stjórn félagsins að undirbúa samruna þess við Islandsbanka hf. Þegar drög að samningi milli félaganna liggja fyrir skulu þau ásamt öðrum gögnum er varða samrunann lögð fyrir fund hluthafa til ákvörðunar. I ræðu sinni sagði formaður stjórnar, Brynjólfur Bjarnason, að sú staða gæti komið upp að félag- ið þyrfti að ákveða hvort það sé tilbúið til að t.d. Eignarhaldsfélag Iðnaðarbankans og Verslunarbankans sameinist íslandsbanka, jafn- vel þótt Eignarhaldsfélag Alþýðubankans geri það ekki á sama tíma. Hagnaður Eignarhaldsfélags Iðnaðarbankans nam 79,4 milljón- um króna á síðastliðnu ári saman- borið við 262,6 milljóna hagnað árið áður. Mestu munar um hlut- deild eignarhaldsfélagsins í hagnaði Islandsbanka, sem var 33,8 milljón- ir árið 1991 en 159,9 milljónir árið 1990. Á aðalfundinum gerði fram- kvæmdastjóri félagsins, Steingrím- ur Eiríksson, grein fyrir ársreikn- ingi og sagði hann að hluthafar mættu alls ekki líta svo á að 79 millj. kr. hagnaður væri ástæða fyrir að viðhalda lífi eignarhaldsfé- lagsins, sé mið tekið af hagnaði íslandsbanka hf. 1991. Ef inni- stæða félagsins í íslandsbanka hefði verið í formi hlutafjár hefði hagnaður bankans orðið meiri og sá hagnður hefði skilað sér til hlut- hafa með hærri tekjufærslu. Á fundinum var samþykkt tillaga um að greiddur yrði 10% arður á árinu 1992. Eigið fé félagsins var í árslok 1991 rúmlega 1.803 milljónir sam- anborið við framreiknað eigið fé upp á 1.816 milljónir árið áður, sem er 12,7 milljón króna lækkun á milli ára. Á aðalfundinum nefndi Brynjólf- ur ástæður fyrir sameiningu félags- ins við Islandsbanka. Hann sagði m.a. að kostnaðarsamt væri að reka eignarhaldsfélögin, sameining kæmi betur út skattalega, og óraun- hæft væri að skrá íslandsbanka á Verðbréfaþinginu ef fjórir hluthafar ættu nær 99% hlutafjárins. Stjórn félagsins frá fyrra ári var endurkjörin samhljóða án mótfram- boðs. LÖGMENN SUÐURLANDSBRAUT 4SF. Gestur Jónsson hrl., Hallgrímur B. Geirsson hrl., Jóhannes Albert Sœvarsson hdl. Höfum flutt skrifstofu okkar í Mörkina 1, 108 Reykjavík, sími 812122, og fengið til liðs við okkur Ragnar Halldór Hall hrl. TTLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - aUt í einttiferd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.