Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 28

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 Hörð átök í Jóhannesarborg Stríðandi fylkingar blökkumanna börðust með byss- um og sprengjum í hverfinu Alexandra í Jóhannesar- borg í gær. Bardagarnir kostuðu að minnsta kosti þrjá menn lífið og rúmlega 30 særðust. A myndinni má sjá bifreiðar sem kviknaði í á meðan bardagarn- ir geisuðu. Bandaríkin: Slæm útreið fyrir Clinton í Vermont New York. Reuter. JERRY Brown bar sigur úr býtum í forkosningum bandarískra demó- krata í Vermont og eru úrslitin áfall fyrir Bill Clinton, sem tapaði einnig fyrir Brown í Connecticut. Sainkvæmt skoðanakönnum meðal kjósenda Demókrataflokksins eru þeir ánægðir með hvorugan fram- bjóðandann og vilja gjarna fá einhvern þriðja mann í slaginn. Brown vann mikinn sigur í Verm- ont, fékk 47% atkvæða, og það, sem gerði hlut Clintons sýnu verri, var, að hann lenti í þriðja sæti á eftir „óbundnum" atkvæðum þeirra, sem hvorugan frambjóðandann vildu kjósa. Voru þau 25% en Clinton fékk stuðning 17%. í forkosningum repúblikana vann George Bush for- seti sinn mesta sigur til þessa, hlaut 80% atkvæða en Pat Buchanan ekki nema 2%. 18% voru „óbundin“. Clinton hefur mikla foiystu hvað varðar kjörmannafjölda og hann hefur verið að gera sér vonir um, að góður sigur í forkosningunum í New York næsta þriðjudag tæki endanlega af skarið um framboðs- mál demókráta í forsetakosningun- um í haust. Margt bendir samt til, að meðal demókrata séu vaxandi efasemdir um Clinton sem forseta- frambjóðanda. Hefur blökkumaður- inn Jesse Jackson hvatt til, að fund- inn verði þriðji maðurinn höfði þeir Clinton og Brown ekki til kjósenda. ■»■ ♦ ♦ Nýfundnaland: Aðgerðaleysi kanadísku stjórnarinnar mótmælt St. John’s. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í sameiginlegri yfirlýsingu sjómanna, fiskvinnslufólks, útgerðar- manna og fiskverkenda á Nýfundnalandi sem birt var á þriðjudag er þess krafist að ríkisstjórn Kanada taki þegar við stjórn fiskveiða á kanadíska landgrunninu utan 200 mílnanna. Yfirlýsingunni var komið fyrir í kænu rétt utan 200 mílna markanna á Nýfundnalandsbanka. Sjö kana- dískir togarar mannaðir fulltrúum hagsmunaaðila í sjávarútvegi sigldu út fyrir 200 mílurnar til að leggja á táknrænan hátt áherslu á rétt Kanada til að stemma stigu við þeirri óstjórn sem ríkir við veiðar á svæðinu. John Crosbie,' sjávarút- vegsráðherra Kanada, -sagði á fundi með blaðamönnum í St. John’s að þarlend stjórnvöld myndu einskis láta ófreistað til að koma skikk á fiskveiðar á kanadíska landgrunn- inu, tími yfirgangs og ofbeldisverka væri hins vegar engan veginn kom- inn. Snemma á þriðjudagsmorgun lögðu fulltrúar kanadísks sjávarút- vegs lítilli kænu við bauju rétt utan 200 mílnanna. Kænan var skreytt herráðsfánum allra byggðarlaga á Atlantshafsströnd Kanada auk þess sem yfirlýsing til kanadísku stjórn- arinnar var lögð í kænuna. Tals- Frakkland: Enn mikil óvissa um framtíð Edith Cresson París. Reuter. EDITH Cresson, forsætisráðherra Frakklands, átti í gær langan fund með Francois Mitterrand Frakklandsforseta, fjórða daginn í röð. Er talið að hún hafi reynt að fá forsetann af því að biðja hana um að segja af sér og gefa sér í staðinn leyfi til að stokka upp í ríkisstjórninni. Venja er að halda ríkisstjórnarfundi í Frakklandi á miðvikudögum og var búist við tilkynningu um breytingar á ríkis- stjórninni að honum loknum. Mitterrand ákvað hins vegar að aflýsa fundinum. Frönsk dagblöð, sem og heimild- armenn innan Sósíalistaflokksins, töldu í gær líklegt að Pierre Be- regovoy, ráðherra efnahagsmála, yrði næsti forsætisráðherra Frakk- lands. Dagblaðið Le Monde sagði hins vegar að svo virtist sem ágrein- ingur hefði komið upp milli Be- regovoy og forsetans er þeir hittust á fundi á þriðjudag. „Er Mitterrand í þann mund að skipta um skoð- un?“ spurði blaðið í forsíðufrétt. Svo virðist einnig sem ýmsir af leiðtogum Sósíalistaflokksins, svo sem Pierre Joxe yarnarmálaráð- herra og Liónel Jospin menntamála- ráðherra, hafi hafið herferð fyrir því að Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, verði fyrir valinu, þar sem þeir telji Beregovoy ekki líklegan til að fá almenning til að Hykkjast um Sósíalistaflokkinn á ný. Ólíklegt þykir aftur á móti að Delors fáist menn aðgerðanna sögðust með þessu vilja á táknrænan og friðsam- legan hátt undirstrika rétt og skyld- ur Kanada til að vernda fiskstofnana á Nýfundnalandsbanka. Þegar kæn- unni hafði verið komið fyrir héldu kanadísku togararnir á veiðislóð flota Evrópubandalagsins þar sem reynt var að hafa áhrif á spænska og portúgalska sjómenn með frið- samlegum fortölum án árangurs. Samkvæmt fréttum frá miðunum kom bræla í veg fyrir að Kanada- mennirnir færu um borð í eitthvert EB-skipanna til að afhenda mót- mæli sín. Meðan á þessum aðgerðum stóð flaug Crosbie sjávarútvegsráðherra yfir skipin í einni af eftirlitsflugvél- um kanadísku stjórnarinnar. Hann notaði tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við aðgerðirnar. Síðar sagði hann við blaðamenn að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að „koma vitinu“ fyrir aðildarríki Evr- ópubandalagsins í þessu efni. Crosbie lagði áherslu á að ekki yrði látið undan kröfum fárra‘„kjaft- aska“ um flotaíhlutun á miðunum, slíkt væri að minnsta kosti um sinn hið mesta óþarfaverk. Hins vegar væri það ljóst að ekki yrði hikað við að beita harkalegum aðgerðum í framtíðinni ef önnur ráð dygðu ekki. Á meðan á aðgerðunum stóð voru 99 erlend fiskiskip við veiðar rétt við 200 mílna mörkin á Nýfundna- landsbanka. Þar af voru 72 frá Evrópubandalaginu, mest spönsk og portúgölsk skip. Það þóttu slæmar fréttir á Nýfundnalandi að í hópi spönsku togaranna voi'u að minnsta kosti þrír er áður stunduðu ólögleg- ar veiðar við Namibíu. Mikill urgur er í Nýfundlending- um vegna ofveiða erlendra togara á kanadíska landgrunninu en tog- araíloti þeirra hefur verið í veiði- banni vegna yfirvofandi hruns mik- ilvægustu fiskstofnanna. Það eru því einungis erlendir togarar sem stunda veiðar á Nýfundnalands- banka um þessar mundir. Forsætis- ráðherra Nýfundnalands, Clyde Wells, hefur krafist þess að Kanada lýsi einhliða yfir yfirráðum sínum yfir landgrunninu frá og með 1. júlí n.k. Stjórnvöld í Ottawa vilja hins vegar bíða fram yfir umhverf- ismálaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Brasilíu í júní. Viðhorf sjó- manna er hins vegar í stuttu máli: „fyrst íslendingar gátu það, getum við það einnig". Patriot-kerfið: Saudi-Arab- ar veittu Kínverjum upplýsingar London. The Daily Telegraph. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur komist að þeirri nið- urstöðu að Saudi-Arabar hafi veitt Kínverjum leynilegar upplýsingar um Patriot-gagnflaugakerfið. Upphaflega var því haldið fram að Israelar hefðu verið að verki og ásakanir þar að lúlandi ollu erfiðleikum í sambúð Bandaríkja- manna og ísraela. Bandaríkjamenn létu bæði ísrael- um og Saudi-Aröbum Patriot-gagn- flaugakerfi í té eftir innrás íraka í Kúveit. Voru þau notuð með góðum árangri til að granda Scud-flaugum sem Irakar skutu á Israel og Saudi- Arabíu meðan á Persaflóastríðinu stóð. Bæði Israelar og Saudi-Arabar hafa gert samstarfssamninga við Kínveija á sviði hergagnafram- leiðslu. Komið hefur í ljós að Kínvetj- ar komust yfir tæknilegar upplýs- ingar um Patriot-flaugarnar og beindist grunur Bandaríkjamanna að ísraelum. Talið var að Kínvetjar hefðu fengið afhentar upplýsingar um eldflaugakerfið í leynilegri för ísraelskra embættismanna undir for- ystu Moshe Arens varnarmálaráð- herra til Peking í fyrrahaust. Við rannsókn málsins, sem reynd- ar stendur enn yfir, lagði ísraelska leyniþjónustan Mossad fram gögn sem þykja sanna að Saudi-Arabar hefðu afhent kínverskum tækni- mönnum, sem sinntu viðhaldi á kín- verskum flugskeytum saudi-arabíska hersins, gögn um Patriot-flaugarnar. Samkvæmt upplýsingum Mossad sömdu Kínvetjar og Saudi-Arabar um það að skiptast á upplýsingum um eldflaugakerfi hvors annars í heimsókn varnarmálaráðherra Saudi-Arabíu til Peking árið 1988. Cresson til að gegna embættinu. Árið 198.3 var einnig svipuð umræða í gangi um hvort skipta ætti um forsæt- isráðherra í Frakklandi. í því embætti sat þá Pierre Mauroy og líklfegustu arftakamir voru taldir vera þeir Delors og Beregovoy. Menn minn- ast þess nú að þá tók Mitterrand sér níu daga til að hugsa málið og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að skipta ekki um forsætisráðherra. Cresson gaf enga yfirlýsingu út að loknum fundi sínum með Mitterrand í gær en talsmaður hennar gaf í skyn að hún yrði enn í embætti þegar tæki að vora. Verð á hlutabréfum snarlækkar í Japan Tókvó. Reuter. Tókýó. Reuter. SEÐLABANKI Japans lækkaði í gær vexti sína meira en nokkru sinni í rúrnan áratug til að blása lífi í efnahag landsins sem hefur verið í lægð að undanförnu. Þetta leiddi til mikillar verðlækkunar á hlutabréfa- markaðinum og hefur verð japanskra hhitabréfa ekki verið lægra í fimm ár. Fjármálainenn telja þó að botninum hafi verið náð en segja að verulegs efnahagsbata sé ekki að vænta í bráð. Seðlabankinn lækkaði vexti sína Nikkei-hlutabréfavísitalan lækk- um 0,75 prósentustig í 3,75% áður aði um 537,24 stig, eða 2,78%, við en markaðir opnuðu í gær. Þetta er í fjórða sinn sem bankinn lækkar vexti sína frá því þeir voru hæstir í júlí síðastliðnum, en þá voru þeir 6%. Ákvörðun bankans kom ekki á óvart því stjórn Iandsins hafði 'lengi knúið á um vaxtalækkunina og fjöl- miðlar höfðu mánuðum saman verið með vangaveltur um að hennar væri að vænta. tíðindin og fór niður í 18.808 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan er lægri en 19.000 stig frá því 14. janúar 1987 og hún er nú helmingi lægri en þegar hún var hæst 29. desember 1989, er hún varð 38.915 stig. „Það eru enn margir sem vilja selja hlutabréf," sagði Toranoubu Sugai hjá hlutabréfafyrirtækinu Le- hman Brothers. „Ef við göngum út frá því að vaxtalækkunin hafi jákvæð áhrif á efnahaginn eftir hálft ár gæti verð hlutabréfa haldist svona lágt í einn eða tvo mánuði.“ • Kyodo-fréttastofan skýrði frá því í gær að fylgi Kiichi Miyazawa for- sætisráðherra hefði lækkað niður í 24,1% og væri helmingi minna en í sambærilegri könnun í desember. Miyazawa á í vök að verjast vegna hneykslismála sem samstarfsmenn hans eru viðriðnir og búist er við að stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn, skipti um forsætis- ráðherra eftir þingkosningarnar í júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.