Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 34

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 íslandsbanki: Fjöregg hf. tekur við rekstri ali- fuglabúsins BÚIST ER VIÐ að í dag, fimmtu- dag, verði skrifað undir samning um kaup Fjöreggs hf. á fasteign- um í Sveinbjarnargerði á Sval- barðsströnd, af íslandsbanka. Þá verður væntanlega einnig gerður lejgusamningur við Fjöregg um bústofninn. Árni Pálsson lögmaður íslands- banka sagði að málið væri nokkurn veginn frágengið og væri reiknað með að frá kaupum Fjöreggs hf. yrði gengið í dag. Alifuglabúið Fjöregg í Svein- bjamargerði var lýst gjaldþrota í júní í fyrra og keypti Islandsbanki hluta fasteigna á uppboði sem fylgdi í kjölfarið. Frá því um miðjan desember hefur bankinn einnig átt » allan bústofn og lausafé og hefur hann verið að reyna að selja þessar eignir. Að Fjöreggi hf. standa þau Anny Larsdóttir og Jónas Halldórsson auk fleiri aðila, en þau áttu og ráku alifuglabúið fram að gjaldþroti. -----*—*—*--- Alþýðusamband Norðurlands: Fundur um stöðuna í kjaramálum STAÐAN í viðræðum um nýjan kjarasamning verður rædd á fundi sem Alþýðusamband Norð- urlands hefur boðað til í Alþýðu- húsinu á Akureyri á morgun, föstudag. Á fundinum kemur miðstjórn AN, sambandsstjórn og varasam- bandsstjórn saman og fer yfir stöð: una í kjarasamningaviðræðum. I þessari viku hafa verið haldnir fundir í hinum ýmsu félögum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Norðurlands og verða þau viðhorf sem þar hafa komið fram kynnt auk þess sem reynt verður að meta stöðu mála og næsta skref. Spurningakeppnin Gettu betur: Spila ólsen-ólsen og mæta í sömu fötunum MA-INGARNIR Finnur, Magnús og Pálmi spila ólsen ólsen, en VMA-ingarnir Pétur og Rúnar mæta til leiks í sömu fötunum; það þykir í lagi þó Skafti skipti um föt. Það verður mikill slagur í íþróttahöllinni á Akureyri annað kvöld, föstudagkvöld, þegar fulltrúar framhaldsskólanna í bænum, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri, keppa til úrslita í spurninga- keppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sem sýnd verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Og að sjálfsögðu fylgir ákveðin hjátrú keppni sem þessari, þannig er MA-ingum nauðsynlegt að spila ólsen og VMA-piltar leita að sokkunum sem þeir klæddust í síð- asta þætti. Lið Menntaskólans á Akureyri fór með sigur af hólmi í keppn- inni í fyrra, en í því eru þeir Finn- ur Friðriksson, Magnús Teitsson og Pálmi Óskarsson. Þeir félagar voru í gær að bera saman bækur sínar á heimili Finns. „Keppnin leggst bara vel í okkur og að sjálf- sögðu stefnum við að því að sigra,“ sögðu þeir galvaskir. „Þessi vika hefur verið svipuð öðrum, við höfum mætt í skólann að venju, enda um að gera að taka þetta ekki of hátíðlega. Mað- ur bætir ekki svo miklu við sig á svona skömmum tíma, þannig að það þýðir ekkert að liggja yfir bókum, það stressar mann bara,“ sagði Finnur. Þeir félagar mæta nú í áttunda sinn til keppni í sjónvarpinu og segjast vera farnir að sjóast í því að koma þar fram. I fyrstu hafi tilhugsunin um að vera í sjónvarp- inu truflað þá nokkuð, en nú snú- ist allt um keppnina sjálfa. Félagarnir úr liði Verkmennta- skólans á Akureyri, Pétur Maaek Þorsteinsson, Rúnar Sigurpálsson og Skafti Ingimarsson, fóru yfir spurningar úr Trivial Persuit í aðstöðu nemendafélags skólans í gær. Þeir sögðust hafa legið yfir alfræðibókum eftir að þeir komust í keppnina í sjónvarpinu, en í þess- ari viku eru piltarnir með frjálsa mætingu í skólann og hafa notað tímann vel til að búa sig undir úrslitakeppnina. „Það fylgir því dálítil streita að vera í sjónvarpinu, það var þægilegra á meðan keppnin var í útvarpinu og þá gekk okkur líka betur, en það er gaman að þessu,“ sögðu þeir félagar og staðhæfðu að þeir hefðu upphaflega alls ekki ætlað að taka þátt í þessari keppni. Hjá því hefði þó ekki ver- ið komist, einungis fimm nemend- ur hefðu mætt í undankeppni sem fram fór innan skólans fyrir keppnina. „Nú stefnum við að því að vinna og ef allt gengur upp á það að geta tekist," sagði Pétur. Það er mikil stemmning í báð- um skólum og dyggir stuðnings- menn liðanna láta eflaust í sér heyra. Lionsmenn syðra styðja Gissur GISSUR, sem er tveggja ára gam- all Labradorhundur í eigu Daní- els Snorrasonar, lögreglufulltrúa hjá rannsóknarlögreglunni á Ak- ureyri, á hauk í horni sem er Li- onsklúbburinn Njörður í Reykja- vík. Gissur, labradorhundur í eigu Daníels Snorrasonar lögreglufull- trúa, sem Lionsmenn í Reykjavik hafa ákveðið að „fæða og klæða“ í eitt ár. Á félagsfundi hjá klúbbnum ný- lega var samþykkt að veita Daníel styrk að upphæð 140 þúsund krónur til að halda hundinn, en áætlað er að kostnaður við að halda hundinn á einu ári nemi þeirri upphæð. Á umræddum félagsfundi kom lög- reglumaður frá fíkniefnadeild í heimsókn til Lionsmanna og fræddi þá um þessi mál og kom m.a. fram í máli hans að ekki hefði fengist viðurkenning hjá opinberum aðilum fyrirþví að halda sérþjálfaðan „hass- hund" hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. Daníel Snorrason hefur sjálfur séð um að þjálfa Gissur í frítíma sínum auk þess að ala hann og greiða af honum tryggingar og gjöld, enda telur hann brýna nauðsyn á að tiafa til taks á Akureyri þjálfaðan hund í tengslum við fíkniefnaleit. Fíkni- efnamálum hefur fjölgað mjög í bænum og er augljóst að auðgunar- bi'otum í tengslum við þau hefur einnig fjölgað umtalsvert. Morgunblaðið/Rúnar Þór Magnús, Pálmi og Finnur í liði Menntaskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Kúnar Þór í liði Verknienntaskólans á Akureyri eru þeir Skafti, Pétur og Rúnar. Tónleikar Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur sína árlegu tónleika fyrir styrktar- félaga sína dagana 2., 3. og 4. april nk. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju og hefjast kl. 20.30 fímmtudaginn 2. og föstudaginn 3. apríl en kl. 17.00 á laugardeginum. Söngstjóri kórsins er nú Ámi Harðarson og er þetta fyrsta árið sem hann stjórnar kórnum á tónleik- um. Á síðastliðnu ári starfaði hann sem æfingastjóri hjá kórnum. Undir- leikari á tónleikunum verður Jónas Ingimundarson píanóleikari. Hann hefur áður starfað með Fóstbræðr- um bæði sem stjórnandi og undir- leikari. Efnisskrá tónleikanna verður fjöl- breytt að vanda, þar verða bæði flutt innlend og erlend lög. Flutt verður frumsamið verk, Söngvar til jarðar- innar, eftir John Speight, sem hann hefur samið fyrir kórinn við ljóð eft- ir Hannes Pétursson. Einsöng í verk- inu syngja Marta Halldórsdóttir, sópran, og Viktor Guðlaugsson, ten- ór. Marta er nú við söngnám í Munchen. Viktor, sem er tónmennta- kennari, lýkur burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík nú í vor. , Af öðrum innlendum lögum má nefna lag eftir Gylfa Þ. Gíslason við ljóð eftir Kristmann Guðmundsson er hann orti á norsku, Sommerens sidste blomster, þar sem Árni Jó- hannsson syngur einsöng og lag eft- ir Björgvin Guðmundsson, íslands lag, þar sem Þorsteinn Guðnason syngur einsöng. Tvö lög verða flutt eftir Árna Thorsteinsson, Sumarnótt og Fyrsta vordægur, og einnig tvö lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Töframynd í Atlantsál og Sprettur. Meðal verka sem kórinn flytur eftir erlenda höfunda má nefna Dance of Gnomes eftir Edward MaeDowell, Invocation eftir Claude Debussy, þar sem Marta Halldórs- dóttir syngur einsöng, og Bolero eftir Maurice Ravel. Þótt tónleikarnir séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir styrktarfélaga kórsins verður unnt að fá miða á tónleikana eftir því sem húsrúm leyf- ir og verða þeir seldir í anddyri Lang- holtskirkju fyrir hveija tónleika. (Fréttatilkynning) Karlakórinn Fóstbræður. Tyrkneskur þjóðlagadjass í Gerðubergi TYRKNESKI tónlistarmaðurinn Hadji Tekbilek heldur tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 4. apríl kl. 16.00. Hadji leikur á tyrknesk blásturs- og strengjahljóðfæri (ney, saz og zurna) auk altsaxófóns og flautu. Meðleikarar Hadjis á tónleikunum verða Steingrímur Guðmundsson á slagverk og Páll E. Pálsson á bassa. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í tónleikaröð þar sem leikin verður órafmögnuð alþýðutónlist. Næstu tónleikar verða tónleikar Kuran Swing laugardaginn 2. maí og KK-hljómsveitarinnar mánu- daginn 18. maí. Hadji Tekebilek fæddist í Adana er í fremstu röð tyrkneskra djass- í Tyrklandi 1948 og hefur fengist tónlistarmanna og einnig þeirra við tónlist frá níu ára aldri. Hann sem leggja stund á þjóðlega tyrk- neska tónlist. Síðustu ár hefur Hadji búið í Svíþjóð og starfað sem tón- listarmaður hjá sænska Þjóðleik- húsinu. Tónleikagestum gefst einnig tækifæri til að skoða fjölbreytta myndlist í Gerðubergi. Ásta Erlingsdóttir opnar sýningu í veitingabúð Gerðubergs á laugar- daginn og sýningu Önnu Guðjóns- dóttir lýkur 7. apríl. Einnig eru sýnd verk í eigu Reykjavíkurborgar í Gerðubergi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.