Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 37

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 37 Borgarspítalinn er skemmtilegur og líflegur vinnustaður. Starfsfólki gefst kostur á sveigjan- legum vinnutíma, aðstöðu til heilsu- Sláturfélag- Suðurlands styrkir Bjama Friðriksson flýlega kom Carolyn Hearne fyr- ir hönd Effemex til íslands vegna styrktarsamnings er gerður var milli Effemex (söluaðila Uncle Ben’s hrísgtjóna) og Bjarna Frið- rikssonar, júdómanns. Hrisgtjón eru mjög kolvetnisrík fæða og því tilvalinn orkuforði fyrir íþróttamenn sem vilja ná góðum árangri í starfi og leik. Sláturfélag Suðurlands sem er umboðsaðili og innflytjandi Uncle Ben’s hrísgtjóna hafði milligöngu Eitt atriði úr myndinni. Stjörnubíó sýnir myndina „Strákarnir í hverfinu“ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýningar niyndina „Strákarnir í iiverfinu“ (Boyz N the Hood). Leikstjóri myndarinnar er John Sigleton sem m.a. var útnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn. Aðalhlutverk leika Ice Cube og Cuba Gooding Jr. Myndin hefur hlotið athygli og kallað á hörð viðbrögð. í Bandaríkj- unum urðu víða uppþot og óeirðir þegar myndin vat' frumsýnd. Jóga fyrir eldri borgara JÓGASAMTÖKIN Heimsljós efna nú til nýjungar í starfseminni sem er sérstök jóganámskeið fyrir eldri borgara og hefst hið fyrsta 9. apríl nk. Um er að ræða léttar teygjustell- ingar og öndunaræfingar, sem þjálfa vöðva og örva rétta starfsemi tauga og kirtla. Aðferðirnar eru öruggar og einfaldar og auðvelt að skilja þær. Þar sem jógaæfingar eru gerð- ar hægt og rólega krefjast þær ekki mikils úthalds eða sveigjanleika. Þess vegna geta gamlir gert þær ekki síð- ur en ungir og jafnvel fóik með lík- amlega sjúkdóma getur haft mikið gagn af jóga. Námskeiðin verða haldin í nýju húsnæði samtakanna í Skeifunni 19, 2. hæð, og hefst fyrsta námskeiðið sem fyrr segir 9. apríl og mun standa í fjórar vikur. Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmludögum kl. 10-11. Kennari verður Hulda Sigurðardóttir sem kennt hefur jóga í hartnær 30 ár. Þátttökugjald á námskeiðunum er 2.500 krónur og skal tilkynna þátt- töku til líkamsræktarstöðvarinnar World Class eða til Helgu G. Sigurð- ardóttur. um gerð samningsins. Effemex styrkir Bjarna Friðriksson til æf- inga og undirbúnings fyrir Ólymp- íuleikana sem haldnir verða í Barc- elona á Spáni 25. júlí til 9. ágúst 1992. Meðfylgjandi mynd var tekin er Bjarni Friðriksson og Carolyn Hearne frá Effemex staðfestu samningin með handsali. EIGUM ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR AF SKRÚFUM, BOLTUM, RÓM, MÚRFESTINGUM OG HNOÐUM í HEILDSÖLU & _ _ H F Ármúli 17 108 Rvk. S:.689123 á HJUKRUN ARFRÆÐINCAR - LÆKNAR OKKUR BRÁÐVANTAR FÓLK Okkur á Borgarspítalanum vantar samstarfsfólk vegna nýrra og aukinna verkefna á bráðadeildum. Framundan eru krefjandi tímar og mikið uppbyggingarstarf. Því þörfnumst við enn fleiri hjúkrunarfræðinga og aðstoðarlækna. -d «=aa li Jj [lí j' jj Á Borgarspítalanum gefst kostur á að taka þátt í lifandi þróunarstarfi. Aðstoðarlæknum býðst skipulagt námsár (blokkarstöður) sem byggir á markvissri starfsþjálfun í hinum ýmsu sérgreinum. Hjúkrunarfræðingum, nýútskrifuðum sem öðrum, er vilja kynnast nýjum starfsvettvangi, stendur til boða skipulagt starfsþjálfunarár, kjörár. Ennfremur gefast fjölbreytt tækifæri til símenntunar fyrir hjúkrunarfræðinga á spítalanum. ræktar undir leiðsögn sjúkraþjálfara, afnot af sundlaug og auk þess er möguleiki á bamaheimilisplássi. Borgarspítalinn er einn stærsti spítali landsins og hefur sérstöðu á mörgum sviðum.Hann er aðalbráða- spítalinn og veitir landsmönnum slysaþjónustu allan sólarhringinn. Borgarspítalinn býður ykkur velkomin til starfa. Nánari upplýsingar veitir Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696356 og yfirlæknar viðkomandi deilda í síma 696600. BORGARSPÍTALINN AUO.ÝSÍNGASTOFA REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.