Morgunblaðið - 02.04.1992, Side 38
^ 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
Hjá ANDRESI
Fermingarföt, margir litir. Verð kr. 10.900-13.900,-
Herraföt i úrvali. Verð kr. 5.500-17.900,-
Stakir jakkar, m.a. yfirstærðir. Verð kr. 4.900-9.900,-
Stakar buxur í miklu úrvali. Verð kr. 1.000-5.600,-
Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250.
Póstkröfuþjónusta.
Kuldagallar. Verð kr. 5.400,-
Samfestingar í vinnuna. Verð kr. 2.900,-
Stakar buxur. Verð kr. 1.000-6.500,-
Sportfatnaður f úrvali.
Andrés - Fataval, Höfðabakka 9c, sími 673755.
(Opið frá kl. 13-17.30 mánud.-föstud.)
Gamall draumur
— nýr veruleiki
SKóla- o®AePiaó
wrya^
°,ympia Cawer r Qg fis|ettar.
F''ö,hæ,ai ’M0iTefurV að auN
12K nn\nni tynr
gluggainnsláttog
geymslu gagna.
TiWo'>n f ern'ingorffl®*'
STAÐGR6IÐSI-UVERÐ:
aeg
carrerau
18.810 nR*
CARRERAn WD.
23.180 KR*
KJARAN
Skrífstofubúnaður
SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 <
eftir Vilhjálm
Einarsson
„Ég á mér draum“ sagði Grundt-
vig, faðir lýðskólahreyfingarinnar
svipað og Martin Luther King 120
árum síðar. Draumur Grundtvigs var
-um „menntastofnun, þar sem þjóðin
vaknaði smám saman til sjálfsvitund-
ar og þar sem kennararnir lærðu
jafn mikið af nemendum sínum og
hinir ungu af þeim fyrrnefndu: þar
skal ríkja lifandi gagnverkan og inn-
byrðis fræðsla, þannig að það hyl-
dýpi brúist, sem stéttaskipting, að-
all, latínustagl og sérhagsmunastríð
hefur skapað milli fólksins og ieið-
toga þess og kennara."
Ef Grundtvig gamli mætti sjá
draum sinn í framkvæmd í dag er
hætt við að hann yrði hissa og ef til
vil nokkuð vonsvikinn. Áherslan sem
hann lagði á vakningu í góðum þjóð-
legum og kristilegum anda hefur vik-
ið fyrir hagnýtum þáttum. Hér á
eftir verður greint frá heimsókn í
einn þeirra fjölmörgu skóla á Norður-
löndum sem telja sig „grundtvigska"
og halda fast við grundvallarhug-
sjónirnar þótt hinn hagnýti veruleiki
ráði viðfangsefnum að verulegu leyti.
Tvennt er það einkum sem gerir
heimsókn í þennan skóla, Wendels-
berg lýðskólann forvitnilega:
1. Námsbraut í stjórnun- og skipu-
lagningú' tómstundalífs/starfs.
2. Samvinna við aðila utan skólans
um námskeiðahald.
Wendelsberg-lýðháskólinn
var stofnaður árið 1908. Sænska
bindindishreyfingin (NGTO) stofnaði
skólann og varð fyrst meðal þjóðfé-
lagshreyfinga Svíþjóðar að reka eigin
lýðháskóla. Enn í dag tilheyrir skól-
inn bindindishreyfingunni IOGT —
NTO myndar stjóm hans.
Hin glæsilega aðalbygging skól-
ans var reist 1883 og er öll úr timbri.
í Mölnlycke, þar sem skólinn er, var
á síðari hluta 19. aldar mikill iðnað-
ur. Þegar aðaleigandi mikilla spuna-
FAXAFENI 14 . S í M I 68 74 80
Sfiemmtileg og þroskandi ndmskeið
keffast í næstu viku fyrir stúlkur og pilta
1. Snyrting, framkoma, kurteisisvenjur, tjáning
og sviðsframkoma. Verð kr. 7.300,-
2. Ganga, sviðsframkoma og tjáning. Verð kr. 5.500,-
3. Framhaldsnámskeið. NÝTT - NÝTT. Verð kr. 4.000,-
4. Herranámskeið, ganga og sviðsframkoma.
Verð kr. 4.000,-
Tískusýning og prófverkefni í lok námskeiðsins.
Kennarar og leiðbeinendur:
Unnur
Helena
Esther
Dong Qing
Ath.: Allir þeir, sem hafa spurt um námskeiðin, hafi samband sem fyrst.
Innritun daglega frá kl. 17.00- 19.00 í síma 36141.
Giafakort Jg) (J[)
verksmiðja, Bruno Wendel, lét af
störfum byggði hann sér þessa „höll“
til að eyða ellinni í! Glæsilegir salir
með loft og veggskreytingum vitna
um forna auðlegð, en mikið hefur í
seinni tíð vantað á að hægt hafi ver-
ið _að viðhalda dýrðinni sem skyldi.
í rúm áttatíu ár hefur verið bætt
við svo og kennarabústöðum. Nú er
þar rekin skólastarfsemi, sem aðlag-
ast hefur hefur kröfum tímans, þótt
enn sé reynt eftir föngum að láta
hinn „gruntvigska anda“ svífa yfir
vötnunum. Það er sambýlið niilli
skóla og lengri eða skemmri nám-
skeiða og ráðstefna sem vekur at-
hygli mína.
Kreppa í atvinnulífi eykur
skólasókn
Þegar komið er til Wendelsberg
verður strax vart við sérkenni staðar-
ins: nýtísku heimavistarbyggingar til
hliðar við skrautlega aðalbyggingu í
undurfögru umhverfi, þar sem skipt-
ast á skógartjarnir, grasflatir og fjöl-
skrúðugur trjágróður. Friðsæld. Þótt
staðurinn sé rétt utan við borgina
(Gautaborg) er aliur ys og þys víðs-
fjarri.
Birgitta Wendelberg leiðbeindi
mér og sýndi skólann. Hún kennir
við skólann en skipuleggur auk þess
styttri námskeið og ráðstefnur, sem
utanaðkomandi aðilar geta fengið að
halda þar.
Hvernig er aðsóknin að skólanum?
Hún hló við. „Það má segja að
hún sé alltof mikil. Þegar kreppir að
í atvinnulífi og á vinnumarkaði eykst
aðsókn í lýðháskólana. Nú er alveg
fullt í skólanum og á vinnumarkaði
eykst aðsókn í lýðháskólana. Nú er
alveg fullt í skólanum nær 80 nem-
endur í heimavist og það þrengir
möguleikana á því að sina eftirspurn
eftir styttri námskeiðum. Auðvitað
er gott að hafa mikla aðsókn að sjálfu
lýðháskólanáminu en stuttu nám-
skeiðin gefa mestan arð. Þú sérð á
göndu byggingunni að okkur vantar
á að geta lagt nógu mikið í viðhald-
ið.“
Eru rekstrarskilyrði erfið?
„Já og nei. Síðastliðið ár breytti
ríkið fyrirkomulagi á styrkjum til
skólanna. Fram til þess tíma fengum
við styrk samkvæmt höfðatölu nem-
enda frá ári til árs. Nú er starfað í
þriggja ára fjárhagstímabilum og við
fáum heildarupphæð sem byggist á
starfseminni undanfarin þrjú ár.
Vilhjálmur Einarsson
Þessi upphæð breytist ekki næstu
þijú ár. Munurinn er sá að hver skóli
er fijálsari um ráðstöfun fjárins, að
hve miklu leyti því er varið til launa,
viðhalds eða búnaðar. Það á eftir að
koma í ljós hvernig þetta nýja fyrir-
komulag reynist.“
„Hvað með nemendurna?"
„Þeir eru allir yfir 18 ára, flestir
innan við þrítugt en raunar á öllum
aldri. Lýðháskólar veita ágætt tæki-
færi ungu fólki að taka upp þráðinn
hafi það misst hann með einhveijum
hætti: átt erfitt í grunnskóla, veikst
eða ruglast í ríminu. Margir þeirra
búa heima hjá sér og koma alls stað-
ar að af Gautaborgar-svæðinu.
Flestir eru á
tómstundaleiðbeinenda
brautinni
Þarna minntist Birgitta á náms-
braut, sem ég er í vandræðum með
að nefna upp á íslensku: „tómstunda-
leiðbeinenda-braut" er ansi fijótt og
íjölbreytt frístundastarf. Um þetta
vildi ég heyra meira.
„Frístundastjórnendanámið tekur
tvö ár eða 80 kennsluvikur. Það telst
vera á háskólastigi, fyrst þurfa nem-
endur að hafa lokið „stúdentsprófi"
(gymnasie). Nemendur aðstoða einn-
ig í æskulýðs- eða íþrótta- og tóm-
Nýtt íþróttafélag
stofnað á Sauðárkróki
Sauðárkróki.
UM síðustu helgi kom saraan hópur fólks í Sveinsbúð, félagsheimili
björgunarsveitarinnar á Sauðárkróki, til þess að stofna nýtt íþróttafé-
lag, sem leggja mun aðaláherslu á íþróttir fatlaðra og eldri borg-
ara, en félagið er öllum opið.
Á stofnfundinum voru um þijátíu
manns, fólk á öllum aldri og var
mikill áhugi í hópnum. Aðalhvata-
maðurinn að stofnun félagsins er
Sólveig Jónsdóttir og hefur hún
unnið lengi að undirbúningi og
kynningu á þessum félagsskap.
Fundargestir skráðu sig stofnfélaga
en Sólveig Jónsdóttir sagði að
ákveðið væri að allir þeir sem
skráðu sig í félagið fyrir 1. maí nk.
teldust stofnfélagar.
Það hefur verið mikill áhugi fyr-
ir stofnun þessa félags sagði Sól-
veig sem hefur haft mikil sam-
skipti við íþróttafélagið Snerpu á
Siglufirði og fleiri félög sem hafa
svipuð mál á stefnuskrá sinni. Við
höfum farið til Siglufjarðar og feng-
ið að fylgjast með því sem þau eru
að gera þar, en félagið þeirra hefur
núna starfað í fimm ár. Við leituð-
um einnig til bæjaryfirvalda hér á
Sauðárkróki og fengum myndarlegt
fjárframlag til þess að stofna félag-
ið. Við höfum einnig hafið kynningu
á Boccia íþróttinni og höfum fengið
mikið betri aðsókn að æfingum cn.
við þorðum að vona, sagði Sólveig,
enda er stefnt að því að félagar
taki þátt í Islandsmóti í íþróttum
fatlaðra, sem haldið verður nú í vor.
Á stofnfundinum voru gestir
Camilla Hallgrímsson varaformað-
ur íþróttasambands fatlaðra sem
færði hinu nýstofnaða félagi sér-
stakar kveðjur sambandsins og
einnig færði hún félaginu að gjöf
veglegan bikar, Hvatningarbikar-
inn, farandgrip, sem keppt verður
um árlega á vegum félagsins svo
og formaður íþróttafélagsins
Snerpu á Siglufirði, Guðrún Arna-
dóttir ásamt hluta að stjórn félags-
ins og færði Guðrún hinu nýja fé-
lagi fagra gestabók og hluti með
merki þeirra Snerpufélaga. í fund-
arlok þáðu gestir kaffiveitingar í
boði undirbúningshópsins. Formað-
ur hins nýja félags er Sólveig Jónás-
dóttir.
^pt**-