Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 47

Morgunblaðið - 02.04.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 47 Hjónaminning: Runólfur Jónsson Jónína V. Jónsdóttir Runólfur: Fæddur 4. nóvember 1902 Dáinn 1. febrúar 1992 Jónína Vilborg: Fædd 1. apríl 1906 Dáin 5. febrúar 1990 Með fáeinum orðum vildi ég minn- ast þeirra ágætu hjóna Runólfs Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur frá Litla-Sandfelli í Skriðdal, sem nú hafa kvatt okkur, við leiðarlok eru rifjuð upp örfá brot úr sjóði minn- inganna sem ég vildi aðeins staldra við, með þessum línum er efst í huga þakklæti okkar hjóna fyrir þeirra tryggð og vináttu í gegnum árin. Runólfur lést 1. febrúar sl. en Vil- borg 5. febrúar 1990 og eru þau jarðsett á Akureyri, en þar höfðu þau búið síðan 1958. Runólfur Jónsson var fæddur í Stóra Sandfelli 4. nóvember 1902. Hann var þriðja barn þeirra Jóns Runólfssonar og Kristbjargar Kristjánsdóttur. Elst var Björg fædd 11. maí 1895, lést 24. september sama ár. Björg fædd 2. júlí 1896 og dvelur nú á Sjúkrahúsinu í Neskaup- stað og Gróa Kristrún f. 31. ágúst 1905 og dvelur nú á hjúkrunarheim- ili á Egilsstöðum. Jónína Vilborg Jónsdóttir var fædd á Vaði í Skriðdal 1. apríl 1906. Var hún næstyngst af 5 alsystkinum, en eldri mörg hálfsystkini frá móður. Foreldrar. hennar voru Jón Björgvin Jónsson frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og Ingibjörg Bjarnadóttir frá Viðfirði. Jón Runólfsson og Kristbjörg Kristjánsdóttir flytjast að Litla Sand- felli 1904 og bjuggu þau þar síðan þar til Jón lést 1924, langt um aldur fram, Kristbjörg heldur áfram búi í Sandfellj og tekur Runólfur þá við búsforráðum og heima eru þær að mestu Björg og Gróa og vat' mikil samheldni milli þeirra systkina sem haldist hefur í gegnum árin. Runólfur og Vilborg giftust vorið 1926 og hefja þá búskap í Sandfelli og búa þar til 1958 að þau flytjast til Akureyrar. Þau eignuðust 8 börn, tvö þeirra létust ung. Þau eru: Krist- björg, Jón, látinn, Jón Björgvin, Ingi- björg, Kjartan, Sigurður, Arný, látin og Arný Aðalbjörg. Öll eru þau bú- sett í Eyjafirði nema Kjartan sem býr á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Vilborg var mikil mannkostakona og trygglynd, Runólfur dáði hana rnjög og var samband þeirra elsku- legt og virðing þeirra gagnkvæm hvors til annars. Björgu systur Run- ólfs og stjúpmóður þess er þetta rit- ar þótti afar vænt um Vilborgu og mat hana mikils. Hún var ein af þessum hógværu og traustu konum sem helgaði sig heimili sínu og börn- unum þeirra. Hún var mikil handa- vinnukona og margt af hennar vinnu telst til listiðnaðar sem er eftirsóttur. Fyrstu kynni mín af Sandfells- heimilinu eru tengd því að ég smá- drengur fór að fara sendiferðir á milli bæja, þá innan við 10 ára ald- ur, fara með gönguseðla, fundarboð og þess háttar. Þá var í Sandfeili ungur drengur, Haraldur Magnús- son, sem nú er nýlátinn aðeins eldri en ég og áttum við góð samskipti. Var alla tíð mjög kært með þeim Runólfi og honum. Þá eru góðar minningar frá því er Sandfellsfólkið köm til heyskapar norður yfir Grímsá, einkum var það síðla sum- ars. Þá voru auðvitað samskipti á milli unglinganna eins og gengur, þá var verið á engjum fram í myrkur á kvöldin, Runólfur var áhugasamur heyskaparmaður og lipur sláttumað- ur en þá voru það gömlu handverk- færin sem notuð voru og allt hey auðvitað flutt á hestum. í huganum er ljúf minning frá hlýjum vordögum er við fermingar- börnin úr sveitinni vorum nokkra daga í Sandfelli til spurninga hjá sr. Þórarni á Valþjófsstað. Það var létt yfir samræðum þeirra Runólfs og prests og eru þetta minnisstæðir Kristján Óla með því hugarfari að láta sambandið ganga þrátt fyrir að þau kæmu frá svo ólíkum menning- arheimum. Auðvitað gekk það þó líf- ið væri ekki bara dans á rósum því einn af mörgum kostum Önnu Báru var mikil aðlögunarhæfni. Þennan tíma héldum við alltaf góðu sambandi, hringdum, skrifuð- um eða sendum hvor annarri telefax og stöppuðum stálinu hvor í aðra ef allt gekk ekki að óskum. Þegar ég heimsótti hana síðastliðið vor sýndi hún mér stolt hversu vel þau voru búin að koma sér fyrir. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þessari yndislegu konu og bið hann að veita íjölskyldu hennar styrk í þeirra miklu sorg. Maddý. Einhvers staðar stendur skrifað: „Þeir sem guðirnir elska, deyja ung- ir.“ Þessi orð komu mér í hug þegar ég fékk eins og kalda vatnsgusu þá fregn að vinkona mín og fyrrum skólasystir, Anna Bára Kristjáns- dóttir, væri látin. Ég ætla hér í fáum og fátæklegum orðum að minnast liennar og þakka henni samfylgdina, sem varð allt of stutt. Hvers vegna, spyr maður sjálf- an sig. Það var árið 1985 að ég hóf nám í Samvinnuskólanum á Bifröst. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þar, fyrir utan fegurð staðarins, var þessi systkinunum, okkar fyrstu misseri í höfuðstaðnum. Nú liðu árin en aldrei leið langur tími milli þess að við hittum Möddu og Villa, ýmist í Reykjavík eða uppi á Akranesi þar sem við bjugg- um um nokkurra ára skeið. Vilhjálmur var einstakur maður að flestu leyti. Hann var livers manns hugljúfi, harðduglegur, iðju- samur og féll aldrei verk úr hendi. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd ef á þurfti að halda. Þá var hann mikill hagleiks- maður og þúsundþjalasmiður og gilti þá einu livort hann var í eldhús- inu við matargerð, fékkst við bíla- smíði eða húsbyggingar. Sá tími sem ég kynntist Vilhjálmi hvað nánast var einmitt er hann vann við að byggja fallegt einbýlis- hús suður í Vogum á Vatnsleysu- strönd er þau fluttust síðar í. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að aðstoða hann framan af á byggingartímanum og er mér það til efs að ég hafi í annan tírrtá lært eins mikið á jafnskömmum tíma og dáðist ég mjög að kunnáttu Vil- hjálms og útsjónarsemi. dagar. Þá gleymist ekki alúð hús- freyjunnar og alls heimilisfólksins. Árin líða, erfiðleikar og veikindi steðja að, sem setja sitt mark á lífið; verður það ekki að öllu rakið hér, húsmóðirin dvelur langdvölum á sjúkrahúsi í fjarlægð, þá urðu til vin- -• arbönd sem haldist hafa og þessum árum eru líka margar góðar minning- ar tengdar. Árið 1958 bregða þau Runólfur og Vilborg búi og flytjast tii Akur- eyrar, margt kom til, erfiðleikar í búskap o.fl. Þá þegar höfðu sum börn þeirra sest að fyrir norðan og mun það hafa nokkuð um ráðið. Fyrstu árin vann Runólfur í Sam- bandsverksmiðjunum, en lengst af við blaðið Dag og ýmis innheimtu- störf. Lengst af bjuggu þau í eigin íbúð að Langholti 17, í sambýli við Sigurð son sinn og fjölskyldu hans. Var ljúft fyrir börnin að vita af afa og ömrnu á neðri hæðinni. Við hjónin minn- umst með þökk allra hlýju stundanna þar. Eftir lát Viiborgar bjó Runólfur áfram í íbúð sinni með aðstoð barna sinna. Síðustu samverustundir okkar voru er börn og afkomendur komu sarnan að Laugalandi í ágúst sl. Þar var saman kominn glæsilegur afkom- endahópur og erum við hjónin þakk- lát að fá að taka þátt í þeim fagnaði. Runólfur naut sín vei þetta kvöld en þó var sýnt að líkamsþrek fór dvínandi. Síðustu mánuði dvaldi hann svo á Seli, hjúkrunarheimili á Akur- eyri og lést þar 1. febrúar sl. Við leiðarlok koma í hugann þakkir fyrir ljúfar minningar frá liðnum árum. Blessuð sé minning þeirra Runólfs og Vilborgar. Jón S. Einarsson. fíhlega, káta og hressa stúlka að austan. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast henni og varð okkur vel til vina. Ég minnist þess sérstaklega hversu ijúf og góð hún var, en þó ákveðin og hörkudugleg. Þær voru ófáar stundirnar sem mér hlotnuðust á Bifröst til að spjalla , við þessa vinkonu mína. Mér er það minnisstætt eitt sumar er við höfðum lokið skóla, að ég var á ferð um Austfirði og kom þá við á Reyðarfirði á sólbjörtum degi og bankaði uppá hjá Önnu Báru. Hún tók á móti mér brosandi, með barnið sitt í fanginu. Þetta var geimsteinn- inn hennar; sem henni þótti svo vænt um. Á þessum sólbjarta degi fyrir austan var margt skrafað og skeggrætt, um skólann og framtíð- ina, en hún varð því miður allt of stutt. Nú þegar Anna Bára er á leið á æðri stig tilverunnar, vil ég þakka henni fyrir þessa stuttu samfylgd hér á jörðu. Ég veit-að vel verður tekið á móti henni í nýjum heimkynnum og þar mun henni líða vei. Ég votta aðstandendum hennar öllum mína dýpstu samúð og bið guð að styðja þau í þessari raun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, lians dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steindór Karvelsson. Nú seinni árin bar fundum okkar allt of sjaldan saman og má sjálf- sagt rekja ástæður þess til þess hversu vel manni hefur tekist að tiieinka sér lifnaðarhætti nútíma- þjóðfélags, þ.e. að hafa ekki tíma til að lifa lífinu lifandi, vera upptek- inn af sjálfum sér og lífsgæðakapp- liiaupinu og það er sárt til þess að vita að ástvinamissi þurfti til að maður ranki við sér og hugsi hvað maður sé að gera sjálfum sér og þeim sem næst manni standa. Já, það er sannarlega sárt að sjá á eftir manni sem Vilhjálmi en huggun mín er sú að eiga minning- una um þennan mikilhæfa mann og vitneskjuna um að það eitt að kynnast slíkum manni göfgar líf manns um ókomin ár. María og Vilhjálmur eignuðust tvö börn og eru þau Kristín, 25 ára; og Vilhjálmur Þór, 17 ára. Ég vil að lokum, elsku Madda, Kristín og Villi Þór, fyrir liönd fjöl- skyldu minnar votta ykkur rnína dýpstu samúð og vona að góður guð verði með ykkur og öllum þeim er um sárt eiga að binda. Sturla Einarsson. Kveðjuorð: Anna B. Kristjáns- dóttir — Reyðarfirði Fædd 18. desember 1965 Dáin 7. mars 1992 Ég trúi’ á Guð, þó titri hjartað veika og tárin blindi augna minna ljós, ég trúi, þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin- rós, ég trúi, því að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svo ég sé varla handa minna skil. Ég trúi’ á Guð. Ég trúði alla stund, og tár mín hafa drukkið Herrans ijós og vökvað aftur hjartans liljulund, svo lifa skyldi þó tiin bezta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi.“ Þó mig nísti tár og tregi, ég trúi’ á Guð og lifi, þó ég deýi. (Matthías Joch.) Ástkær vinkona okkar, hún Anna Bára, er látin. Það er erfitt að trúa því og hryggð okkar er dýpri en orð fá lýst. Okkur sem auðnaðist að kynnast henni langar að minnast hennar í fáeinum orðum með þakk- læti fyrir stutta, en góða samfylgd. Anna Bára var trúr og tryggur vin- ur, liún var einkar hjartahlý og hafði ríka samúð með þeim er minna máttu sín. Hún var jafnframt kát og gam- ansöm og átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðar lífsins. Vinum sínum sýndi hún skilning og^ef eitthvað slettist upp á vinskapmn var hún ætíð fyrst til sátta. Við minnumst geislandi bross liennar og hláturs og sú minning yljar okkur um hjartarætur. Anna Bára eignaðist yndislegan son, Krist- ján Óla. Hann var stolt hennar _og augasteinn. Við vottum Kristjáni Óla og föður hans, Pascal, sambýlis- manni Önnu Báru, foreldrum henn- ar, Kristjáni og Álfheiði, og systrum hennar, Öllu, Möggu, Kollu og Láru Valdísi, okkar innilegustu og dýpstu samúð og biðjum Guð að veita þeim huggun og hjálp í sorg þeirra. Ættingjum og ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. (Spám. K.G.) Anna Bára veilti okkur sannar- lega mikla gleði og hryggð okkar er mikil en minning hennar lifir í hjörtum okkar. Við kveðjum hana nú í hinsta sinn. Blessuð sé minning hennar. Daddý, Systa, Hrönn, Dísa, Bjöggi, Bjarney, Bubba, Rikka, Didda. Fréttin um að Anna Bára vinkona mín væri dáin kom eins og reiðar- slag. Fyrstu viðbrögð mín voru að þetta gæti ekki verið satt. Ég hafði fengið bréf frá henni aðeins deginum áður þar sem hún sagði að allt léki í lyndi þrátt fyrir að hún fengi nokk- uð slæm höfuðverkjaköst. Anna Bára sem var svo lífsgiöð. Hún sem ætlaði sér að eignast mörg börn því hún átti svo mikla ást og umhyggju að gefa. Ég fékk ekki einu sinni tækifæri til þess að sýna henni barnið mitt. En vegir guðs eru órann- sakanlegir. Við Anna Báru kynntumst þegar við unnum saman á ferjunni Nor- rænu. Við lentum í sama klefa og strax fyrsta kvöldið tókst með okkur mikil vinátta. Við komumst að því að við áttum ótrúlega margt sameig- inlegt þó að hún væri miklu opnari en ég. Hún var í miklu uppáhaldi meðal áhafnarinnar því hún var vin- ur allra og þrátt fyrir mikla vinnu sem stundum tók á taugarnar var hún alltaf fersk og hress. Alltaf tilbú- in að hjálpa öðrum, taka aukavaktir eða fara fyrst á fætur til að undirbúa opnun kaffiteríunnar. Veturinn eftir var ég búin að skrá mig í nám í París. Ég vildi ekki að leiðir okkar skildu svo mér tókst að fá hana til að koma með mér og læra frönsku. Veturinn í París var ógleymanleg- ur. Við bjuggum þrjár saman í svo plnulítilli íbúðarholu að erfitt var að skipta þar um skoðun og oft í tnikium kulda, en við áttum saman frábærar stundir spókandi okkur á kaffihúsum heimsborgarinnar. Þar sem Anna Bára átti svo auðvelt með að kynn- ast fólki kom hún oft heim með hóp af suður-amerískum bekkjarfélögum eða.tók okkur hinar með í rússneskt partý. Eins og flestir sem þar hafa verið, féll Anna Bára fyrir hinni rómantísku París og þar hitti hún og varð ást- fangin af barnsföður sínum, Pascal. Eftir þennan vetur skildu leiðir okkar. Ég varð áfram í París en hún fór heim á Reyðarfjörð til að eignast barnið sitt, Kristján Óla, sem varð hennar líf og yndi. Þar bjó hún svo næstu tvö árin þó að hugurinn stefndi alitaf til Paseals í París. Að lokum lét hún verða af því og flutti með Vilhjálmur Þ. Þor- bergsson - Kveðjuorð Fæddur 4. ágúst 1931 Dáinn 17. febrúar 1992 Mánudaginn 17. febrúar barst mét- sú fregn út á sjó að mágur minn, Vilhjálmur Þór Þorbergsson, hefði andast þá um daginn. Þar var sannarlega góður maður genginn langt um aldur fram. Hafði Vil- hjálmur, eða Villi eins og hann var oftast kallaður, barist með einstök- um hetjuskap í rúm fimm ár við illvígan sjúkdóm og einkenndist sú barátta reyndar af þeim eiginleikum sem einkenndu Vilhjálm alla tíð, eða karlmennsku, trú á lífið og það góða sem það býr yfir, bjartsýni, baráttuþreki og ásetningi urn að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Sár söknuður og biturleiki fylltu ltuga minn eftir þessa fregn og beindist biturleikinn að því hversu óréttlátt lífið getur verið og hversu mannlegur máttur má sin lítils frammi fyrir almættinu. Kynni mín af Villa hófust fyrir röskum 25 árum, er ég þá 8 ára snáði fluttist með foreldrum mínum og systkinum vestan frá Barða- strönd suður til Reykjavíkur en nokkru áður höfðu María, elsta systir mín, og Villi hafið sambúð og bjuggu í lítilli, vinalegri íbúð á Smáragötunni í Reykjavík. Skipar þessi litla íbúð á Smára- götunni alveg sérstakan sess í huga mínum því segja má að út frá henni hafi litli sveitadrengurinn skoðað og kynnst nýjum heimi, sem höfuð- borgin og nágrenni hennar voru í hans augum. Það er sérstaklega ljúft að minnast þess hversu vel Villi tók okkur systkinunum og hversu fórnfús og elskuleg þau Villi og María voru gagnvart okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.