Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. aprfl)
Nýjar upplýsingar sem þú
kemst yfir breyta áætlunum
þínum varðandi flárfestingu.
Þú kannt að leiðast út í of-
rausn og bruðl þegar þú tekur
á móti gestum núna.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (fifö
Þú ert með umfangsmiklar
ráðagerðir í viðskiptum, en
sumar þeirra kunna að vera
óraunhæfar. Hafðu samráð við
maka þinn áður en þú grípur
til sameiginlegra sjóða ykkar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Kynntu þér ítarlega verðlag
áður en þú ferð út í meiri hátt-
ar innkaup. Taktu ekki þátt í
neins konar viðskiptum þar
sem peningar eiga að vera fljót-
teknir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf)
Þú kannt að eyða allt of miklu
í dag. Lagaðu vinnuaðstæður
þínar að þeim viðfangsefnum
sem þú hefur með höndum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
<e€
Gættu þess að glata ekki verð-
mætum í dag. Stattu við öll
loforð sem þú hefur gefið öðru
fólki. Þú nýtur þess að fara
út með fjölskyldunni.
Meyja
(23. ágúst - 22. septemberl <T-f
Láttu ekki trufla þig svo hast-
arlega að þú náir ekki að ijúka
skylduverkum þínum. Kunn-
ingi þinn er stórorður með af-
brigðum, en það stendur iítið
á bak við stóryrðin.
(23. sept. - 22. október)
Gakktu úr skugga um að alit
fari heiðarlega fram í viðskipt-
um sem þú átt aðild að í dag.
Varaðu þig á persónum sem
kynnu að notfæra sér aðstæð-
urnar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér hættir til að eyða of miklu
í dag. Sýndu forsjálni og aðgát
við skipulagningu ferðalags
sem stendur fyrir dyrum hjá
þér.
Bogmaóur
(22. nóvt — 21. desember)
Varaðu þig á tilboðum sem þér
berast. Mundu að ekki er allt
gull sem glóir; í kvöld stundar
þú sjálfsskoðun og metur hlut-
ina upp á nýtt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu ráðríka persónu ekki
stjóma þér. Nánum ættingja
þínum eða vini hættir til að
vera helsti eyðsiusamur í dag.
Einhver trúir þér fyrir sínum
innstu málum í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þér hættir til að ýta hlutunum
á undan þér núna. Taktu á þig
rögg og ljúktu því sem ljúka
þarf. Veittu heilsu þinni og
mataræði nána athygli.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) jSlr
Láttu skemmtanafíknina ekki
fá of lausan tauminn núna og
vandaðu val þitt á þeim sem
þú umgengst. Tími þinn er allt
of dýrmætur til að láta hann
fara í súginn.
Stjörnuspáncr á aó lesa sem
dcegradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
GKETT/fc, Hv/Ofcr \ EIMS GOTT A&
'A éS HELDOR AP GBFA EKKI
Hafa sprautl)- em\ pamgar. hus-
srfZEHGJOeiHDip? //Mvwoie um sig
LJOSKA
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Erlar Kristjánsson sendi þætt-
inuni þetta tilþrifamikla spil,
sem kom upp í innanfélagsmóti
hjá Bridsfélagi Stykkishólms í
janúar síðasliðnum. „Spilin léku
í höndum formanns félagsins,
Eggerts Sigurðssonar, en mót-
herjarnir vilja ekki láta nafn síns
getið,“ segir Erlar:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 109864
V5
♦ G95
+ DG54
Austur
♦ DG
V10874
♦ 10764
♦ 1073
Suður
♦ 72
V ÁKG983
♦ ÁD82
♦ 8
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
1 grand Pass pass 2 hjörtu
2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu
Pass Pass Dobl
„Vestur hóf spilið með ÁK í
spaða og síðan ÁK í laufi, sem
suður trompaði. Eggert svaraði
á líkan hátt með AK í hjarta,
tígulás og drottningu, sem vest-
ur drepur með kóng. Og velur
að spila út spaða. Austur kastar
laufi og suður tígli. í laufa-
drottningu hendir austur tígli,
en suður trompar og spilar tígli
á gosa blinds. Eftirleikurinn er
lesendum augljós," segir Erlar.
Vestur
♦ ÁK53
*D2
♦ K3
♦ ÁK962
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Skákþingi Hafnarfjarðar
1992, sem háð var í febrúar og
mars, kom þessi staða upp í viður-
eign Arinbjörns Gunnarssonar
(2.095) og Agústs Sindra Karls-
sonar (2.245), sem hafði svart og
átti leik.
28. - Hxh3!, 29. Hxh3 - Dxg4
(Með skiptamunsfórninni hafa
varnir hvíta kóngsins verið brotn-
ar niður.) 30. Rgl — Bg3+, 31.
Kg2 - Bh4+ og hvítur gafst
upp. Ágúst sigraði með yfirburð-
um á mótinu, hlaut 8 v. af 9
mögulegum og varð Skákmeistari
Hafnarfjarðar í tíunda skipti! Guð-
mundur Gíslason varð annar með
7. v., Björn Freyr Björnsson þriðji
með 5 v. og síðan komu Sigur-
björn Björnsson, Arinbjörn Gunn-
arsson og Heimir Ásgeirsson með
4 'h v. í B-flokki sigraði Guðmund-
ur S. Jónsson.
Um helgina fara fram síðustu
þrjár umferðirnar í deildakeppni
SI í Faxafeni 12. Teflt er á föstu-
dagskvöld og allan laugardaginn.
Deildakeppnin hefur aldrei verið
jafn spennandi og nú, a.m.k. fjór-
ar sveitir eiga möguleika á sigri,
Skákfélag Akureyrar,' Taflfélag
Garðabæjar og báðar sveitir Tafl-
félags Reykjavíkur.