Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 2. APRÍL 1992
55
I
I
<
<
Samverka-
menn
kærleikans
Frá Einarí Ingva Magnússyni:
MARGIR eru vantrúaðir á tilvist
guðs eða einhvers æðri máttar. Slíkt
er í sjálfu sér ekkert furðulegt, þar
sem guð er ekki sjáanlegur á þann
hátt sem flestum hefur verið kennt
að skynja tilveruna. En innra með
okkur öllum er samt þessi þrá og
lúmska vitneskja um að einhver guð
eða æðri máttur sé til. Koma margir
upp um sig þegar lífhætta steðjar
að þeim og þeir hrópa upp yfir sig:
Ó, guð hjálpi mér!
En hvernig ætti „ósýnilegur" guð
að koma mönnum til hjálpar? Þannig
er að til er mikill fjöldi manna og
kvenna sem hafa einstaklega gott
hjartalag. Þetta fólk hefur meðfædda
góðmennsku og er tilbúið að rétta
hjálparhönd hvenær sem er. Þó þetta
góðhjartaða fólk gangi ekki með
merkimiða á sér til vitnisburðar
hjartagæsku sinni mætti án efa kalla
það samverkamenn kærleikans-
guðs,er vér biðjum til þegar við segj-
um: Faðir vor!
Og nú kemur hið einfalda, sann-
leikurinn, sem þó er svo undursam-
legur og dýrðlegur. Þegar maður í
neyð sinni krýpur á kné og biður guð
um hjálp, þá leitar guð til þessa fólks,
því hann veit að það af fúsu og glöðu
geði fer bróður og systur tii hjálpar.
A þennan hátt samverkar allt til
góðs, sé það gert í drottni. Eða eins
og bróðir sagði við systur um dag-
inn: Þegar ég bað guð um hjálp,
sendi hann þig. Til þín leitaði guð,
þegar ég þurfti á hjálp að halda.
EINAR INGVI MAGNÚSSON
stud. theol
Heiðargerði 35 Reykjavík
HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF.
kt. 451290-1189
Ármúla 13a, Reykjavík
Skráning á Verðbréfaþing Islands
Frá og með 2. apríl 1992 verður Hlutabréfasjóður VÍB hf., HVÍB, skráður
á Verðbréfaþingi Islands.
Megintilgangur HVÍB er að gera einstaklingum og öðrum fjárfestum kleift
að kaupa hlutabréf með góðri áhættudreifingu.
Eignaskipting HVIB
Innlend skuldabréf 24,8%
Spariskírteini ríkissjóös 7,0%
Húsbréf 1,6%
Onnur skbr. og víxlar 16,2%
Innlend hlutabréf 43,2%
Erlend hlutabréf 13,2%
Laust fé 18,8%
Heildareignir 1. apríl: 250 milljónir
' Fjöldi hluthafa l.apríl: 950
Allar upplýsingar um sjóðinn liggja frammi lijá Verðbréfamarkaði
Islandsbanka, Armúla 13a.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
PageMakér á Macintosh & PC
Útgáfa fréttabréfa, eyðublaðagerð, auglýsingar og uppsetning skjala.
Námskeið fyrir alla þá sem vinna að útgáfu og textagerð. 4^
Höfum kennt á PageMaker frá árinu 1987.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan 1>
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar tiP
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J)
Hjartans þakklœti sendi ég öllum œttingjum,
vinum og starfsfólki Holiday Inn, sem gerðu
mér 70 ára afmœlisdaginn, 21. mars, ógley-
manlegan meÖ heimsóknum, þjónustu og öll-
um góÖu gjöfunum, blómunum og heillaskeyt-
unum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Ljósheimum 20.
Prestafélag Austurlands, sóknarnefnd Bakka-
gerÖiskirkju, hreppsnefnd BorgarfjarÖar,
sunnudagaskólinn, sóknarbörn og vinir um
land allt. Ég sendi ykkur hjartanlegustu þakk-
ir fyrir veglegt afmœlishóf í FjarÖarborg, gjaf-
ir, skeyti og heimsóknir, sem gerÖu mér daginn
ógleymanlegan. Hjartans þakkir.
GuÖ blessi ykkur.
Sverrír Haraldsson.
Páskar á
Hótel Örk
15.-20. APRIL 1992
Gestgjafi: Bryndís Schram
Fjölbreytt dagskrá alla dagana s.s. morgunleikfimi/skokk, tennis,
kynnisferðir með Jóni R. Hjálmarssyni, gönguferðir um Hveragerði
með kunnugum leiðsögumanni, áhugaverðir fyrirlestrar um
margvísleg málefni, skemmtidagskrá með landsþekktum
listamönnum og píanóbar á kvöldin.
6 DACAR (5 NÆTUR)
ÁÓTRÚLE6U VERDI
KR.
4.300^
FYRIR MANNINN YFIR NÓTT í TVÍBÝLI
Innifalið: Gisting, morgunverður og kvöldverður, þ.m.t.
hátíðarkvöldverður á páskadag.
A Hótel örk eru öll herbergin með baði, síma, útvarpi, sjónvarpi
og míníbar. Á hótelinu eru 2 barir, bjartur laufskáli, setustofur og
sundlaugarbar. Notalegt umhverfi, skreytt verkum íslenskra lista-
manna og blómskrúði úr gróðurhúsum Hveragerðis.
Clestir hafa frían aðgang að upphitaðri útisundlaug með heitum
pottum, gufubaði með hveragufu og líkamsræktarsal. Við hótelið er
skokkbraut, 2 tennisvellir, 9 holu golfvöllur og 18 holu púttvöllur.
A. hótelinu er fullkomin nuddstofa með leir- og olíuböðum, rekin af
hinum frábæra sjúkranuddara Wolfgang Roling og einnig
hárgreiðslu- og snyrtistofa.
6 6 I FYRRA VAR UPPSELT
— TRYGGÓU ÞÉR PLÁSS í TÍMA
XT1 SIMA 98-34700
HÖTEL ÖDK
__________________________HVERAGERÐI
MUNIÉ> GJAFAKORTIN VINSÆLU