Morgunblaðið - 02.04.1992, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
NEYTENDAMAL
Streita getur veikt ónæmiskerfið
Kvef heí'ur verið þrálátur kvilli
hér í vetur, hvað sem veldur. Sál-
fræðingar telja sig hafa komist
að því að mikil andleg streita get-
ur valdið kvefi og öndunarfæra-
sýkingum. í nýlegri rannsókn sem
breskir vísindamenn og banda-
rískir sálfræðingar við Carnegie
Mellon University í Pittsburg
unnu sameiginlega að, hefur verið
hægt að sýna fram á að streita
getur haft mikil áhrif á starfsemi
ónæmiskerfis líkamans. Sálfræð-
ingarnir fengu til liðs við sig við
rannsóknina 420 heilbrigða karl-
menn. Þeir voru flokkaðir í fjóra
hópa og höfð til viðmiðunar
streituviðbrögð sem þessir ein-
staklingar höfðu upplifað árinu
áður, hvernig þeir töldu sig hafa
stjórn á daglegu lífi sínu, og
hversu oft þeir upplifðu neikvæðar
tilfinningar, neikvæðar hugsanir,
þunglyndi, önuglyndi og reiði.
Hluti hópsins fékk dropa í nef
með nokkrum tegundum af önd-
unarfærasýklum og aðrir dropa
af saltupplausn.
í ljós kom að sá hópur einstakl-
inga sem hafði upplifað mestu
streituna, hvort sem hann hafði
fengið öndunarfærasýklana eða
saltupplausn, reyndist vera tvöfalt
viðkvæmari fyrir kvefi, miðað við
einstaklingana úr streituminnsta
hópnum, og fimm sinnum næmari
fyrir öndunarfærasýkingum. Nið-
urstaðan breyttist ekki þó að tekn-
ir væru með aðrir áhrifaþættir á
ónæmiskerfið eins og aldur, kyn,
ofnæmi, þyngd, fyrri sýkingar,
reykingar, áfengisneysla, mat-
aræði, líkamsæfingar, svefn, fjöldi
eða sýkingar heimilismanna.
Þessi tengsl á milli streitu og
kvefs virtust ekki vera háð þessum
persónulegu áhrifaþáttum, en þau
þykja benda til minna mótstöðu-
afls ónæmiskerfisins gegn sjúk-
dómum almennt, segir í grein sem
birt var í ágúst 1991 í New Eng-
land Journal of Medicine, og í
grein undir fyrirsögninnni: Emoti-
onal Stress linked to common cold,
sem birt var í Science News í
ágúst á síðasta ári.
I annari grein sem birt var í
apríl 1991 í sama tímariti undir
fyrirsögninni Questions of mind
over immunity, eru kynntar rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
þessu sviði á síðustu árum. Þar
segir m.a. að þótt ekki séu allir
vísindamenn sammála um áhrif
streitu á starfsemi ónæmiskerfís-
ins, hafi þessi tengsl verið tekin
til endurskoðunar á síðustu árum.
Vísindamenn eru í auknum mæli
farnir að viðurkenna að tengslin
séu til staðar og hafa verið gerðar
rannsóknir sem felast í því að
skilja starfsemi þessara tengsla.
Það hefur ekki reynst auðvelt.
Um miðjan síðasta áratug var
gerð rannsókn á á mjög þunglynd-
um körlum og leiddi hún í ljós að
hvítu blóðkornin sem vinna á sýk-
ingum, urðu óvirk þegar þau voru
örvuð með efnum sem áttu að
fjölga þeim. Þetta virtist ekki hafa
áhrif á mótstöðuafl yngri sjúkl-
inga, en hjá mörgum hinna mið-
aldra og eldri sjúklingum, fækkaði
mjög þeim hluta hvítu frumnanna
sem mynda mótefni gegn sýking-
um. Margar rannsóknir sem gerð-
•ar hafa verið þykja benda til þess
að samband sé á milli starfsemi
ónæmiskerfisins og miðtauga-
kerfisins sem aftur leiðir líkur að
því að þunglyndiseinkenni geti á
einhvern hátt komið fram að til-
hlutan efnasambanda sem fara á
milli heila og ónæmisfrumna
Þessar niðurstöður koma að
vísu ekkert á óvart, alþýðuvísindin
hafa ætíð haldið því fram að lík-
aminn þurfi að vera í góðu jafn-
vægi svo að hann geti hrundið
sjúkdómum frá sér. Þó að nú séu
viðurkennd áhrif streitu á ónæm-
iskerfíð, hefur ekki verið hægt að
finna bein tengsl við einhveija
ákveðna sjúkdóma. Það hefur
komið fram við rannsóknir sem
gerðar hafa verið á síðustu 30
árum, að fólk sem upplifir mikla
streitu í lífi sínu fær oftar sýking-
ar í öndunarfæri eins og innflú-
ensu og kvef og leitar oftar til
læknis af heilsufarsástæðum en
aðrir.
Fjölmargar bækur hafa verið
skrifaðar um þetta efni og verður
fróðlegt að fylgjast með fram-
vindu rannsókna á þessu áhuga-
verða sviði og fá svör við mikil-
vægum spurningum eins og t.d.
hvað valdi því að sumir eru við-
kvæmari fyrir streitu en aðrir og
næmari fyrir sjúkdómum, Það
breytir ekki þeirri staðreynd að
með jákvæðu hugarfari má lækna
marga sjúkdóma. M. Þorv.
Soyasósa vörn
gegn krabbameini?
Magakrabbi hefur verið mjög
algengur í Japan og hafa sumir
japanskir vísindamenn talið að
soyasósa væri orsakavaldurinn, en
hún inniheldur efni sem veldur
stökkbreytingum í bakteríum.
Bandarískur vísindamannahópui'
sem ætlaði að sannprófa kenning-
una komst að hinu gagnstæða,
soyasósan reyndist innihalda efni
sem vinna gegn krabbameini. Dýr-
atilraunir leiddu í ljós að minni hluti
þeirra tilraunadýra (músa) sem
fengu soyasósu með fóðrinu mynd-
uðu krabbamein, jafnframt reynd-
ust þau dýr sem fengu mest. af
soyasósunni hafa mest af þessum
krabbameinshindrandi efnum.
Rannsóknirnar sem unnar voru
við háskólann í Wisconsin undir
stjói-n Michael W. Pariza leiddu í
ljós að soyasósan inniheldur efna-
sambönd sem hafa verulega mikla
þráavarnavirkni, en mörg þráa-
varnaefni eru talin hindra myndun
krabbameins. Niðurstöðurnar voru
birtar í júni á síðasta ári í tímarit-
inu Cancer Research. Þar ályktuðu
vísindamennirnir að þessi efnasam-
bönd í soyasósu geti, að minnsta
kosti að hluta, hindrað myndun
krabbameins. M. Þorv.
BÓKHALDS- OG
REKSTRARNÁM
72KLST.
Námið er hnitmiðað og sérhannað með þarfir atvinnu-
lífsins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemend-
ur með víðtæka þekkingu á bókhaldi, ásamt hagnýtri
þekkingu á sviði verslunarréttar.
Námsgreinar;
★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög
★ Bókhaldsæfingar og reikningsskil
★ Verslunarreikningur
★ Launabókhald
★ Virðisaukaskattur
★ Raunhæft verkefni
- afstemmingar og uppgjör
★ Tölvubókhald - opMsallt
★ Réttarform fyrirtækja
★ Samningagerð
★ Viðskiptabréf, ábyrgðir, fyrning skulda.
Ef þú vilt auka þekkingu þína á bókhaldi, styrkja stöðu
þína á vinnumarkaðinum, vera fullfær um að annast
bókhald fyrirtækja eða starfa sjálfstætt, þá er þetta
nám fyrir þig.
Viðskiptaskólinn býður uppá litla hópa - einungis reynda
leiðbeinendur - bæði dag- og kvöldskóla - sveigjanlég
greiðslukjör.
Viðskiptaskólinn
Skólavörðustíg 28, Reykjavík, sími 624162.
1900 varaliturinn fundinn upp. 1991 varaliturinn enduruppgötvaöur.