Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992
59
KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN
ÍÞtíám
FOLK
■ MARTHA Ernstdóttir keppti
í sterku 10 km götuhlaupi í Flórída
um síðustu helgi. Hún varð í siö-
unda sæti á 33.42 mínútum.
■ GUÐRJÖRG Gylfadóttirvarp-
aði kúlu 15,12 metra á innanhúss-
móti í Bandaríkjunum fyrir
skemmstu. Um síðustu helgi keppti
hún á móti utanhúss og varpaði þá
14,88 metra. Hún sigraði í báðum
þessum mótum.
■ HÖRÐUR Magnússon, marka-
kóngur úr FH, hefur verið valinn í
íslenska landsliðshópinn sem mætir
ísrael ytra 8. apríl. Hörður kemur
inn í stað Atla Helgasonar, Vík-
ingi, sem kemst ekki í áðurnefndan
landsleik vegna próflesturs í Há-
skóla íslands.
H STEFÁN Aðalsteinsson,
knattspymumaður, hefur ákveðið
að leika með Þrótti Neskaupstað
næsta keppnistímabil. Hann lék
með Leiftri frá Ólafsfirði í 3. deild
sl. sumar og gerði fimm mörk fyrir
liðið í deildinni.
H SALIH Porca byrjar vel með
Val. Júgóslavinn, sem kom frá
Selfossi í vetur, gerði þrjú mörk í
Færeyjum á dögunum. Valsmenn
léku tvo leiki þar — sigruðu fyrst
landslið Færeyinga 3:0 og síðan
meistaralið KI frá Klakksvík, einnig
3:0. Antony Karl Gregory, Porca
og Hörður Már Magnússon skor-
uðu gegn landsliðinu, en gegn KI
gerði Porca tvö mörk og Antony
Karl það þriðja.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Evrópukeppni meistaraliða
Átta liða úrslit
A-riðill:
Sofia, Búlgaríu:
Rauða stjarnan - Sampdoria, Ítalíu.1:3
Sinisa Mihajloviv (19.) - Srecko Katanec
(34.), Goran Vasilyevic (42. sjálfsm.,), Ro-
berto Mancini (77.). 35.000.
Aþenu, Grikklandi:
Panathinaikos - Anderlecht (Belgfu) ...0:0
20.000.
Staðan:
Sampdoria.................5 3 1 1 9:4 7
Rauðastjaman..............5 3 0 2 7:7 6
Anderlecht................5 1 2 2 5:7 4
Panathinaikos.............5 0 3 2 0:3 3
B-riðilI:
Prag, Tékkóslóvakíu:
Sparta Prag - Barcelona...........1:0
Horst Siegl (66.). 27.374.
Lissabon, Portúgal:
Benfica - Dynamo Kiew.............5:0
Cesar Brito (25., 62.), Isaias Soares (71.),
Sergei Yuran (83., 87.). 10.000.
Staðan:
Barcelona...............5 3 1 1 8: 3 7
Sparta Prag.............5 2 2 1 7: 6 6
Benfica.................5 1 3 1 7: 3 5
DynamoKiew..............5 1 0 4 2:12 2
Evrópukeppni bikarhafa
Fyrri leikir í undanúrslitum:
Mómukó:
Mónakó - Feyenoord (Hollandi).....1:1
Patrick Valery (25.) - Rob Witschge (8.).
18.000.
Briigge, Beigíu:
Club Briigge - Werder Bremen......1:0
Daniel Amokachi (5.). 21.000.
Evrópukeppni félagsliða
Fyrri leikir í undanúrslitum:
Genúa, ítalfu:
Genúa - Ajax (Hollandi)...........2:3
Carlos Aguilera (73., 80.) - Stefan Petters-
son (1.), Bryan Roy (60.), Aron Winter
(88.). 38.000.
Madríd:
Real Madríd - Tórínó..............2:1
Gheorghe Hagi (60.), Femando Hierro (65.)
- Walter Casagrande (57.).
93.000.
England
Everton - Southampton.............0:1
- (Cockerill 24). 15.201.
Tottenham - West Ham..............3:0
(Lineker 16., 53., 60. vsp.). 31.809.
ídag
Skíðamót íslands
Ólafsfjöröur:
Ganga kl. 11.00
15 km ganga karla (hefðb. aðferð)
10 km ganga pilta 17-19 ára (hefðb.)
5 km ganga kvenna (hefðb. aðferð)
Handknattleikur
Heimsókn landsliðs S-Kóreu:
Strandgata, Haukar - S-Kórea.,.18.30
Körfuknattleikur
1. dcild kvenna:
Strandgata: Haukar - ÍBK...kl. 20
Kennarháskóli: ÍS - KR.....kl. 20
URSLIT
Handknattleikur
Valur-Fram 16:22
íþróttahús Val, miðvikudaginn 1. apríl 1992,
íslandsmótið í handknattleik - úrslitakepj^jl
1. deildar kvenna.
Mörk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 4, Una
Steinsdóttir 4/3, Berglind Ómarsdóttir 3,
Kristín Amþórsdóttir 3, Ama Garðarsdóttir
1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1.
Mörk Fram: Ósk Víðisdóttir 5, Þórunn Garð-
arsdóttir 4, Díana Guðjónsdóttir 4/4, Hulda
Bjamadóttir 3, Inga Huld Pálsdóttir 3, Auður
Hermannsdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1.
ÍBV - Stjarnan 19:22
íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum:
Mörk ÍBV: Judith Esztergal 8, Stefanía Guð-
jónsdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Ragna
Birgisdóttir 2, Dögg Lára Sigurgerisdóttir 1,
Katrín Harðardóttir 1.
Varin skot: Laufey Jörgensen 6/1, Þórunn
Jörgensen 5.
Mörk Stjörnunnar: Herdís Sigurbergsdóttir
6, Harpa Magnúsdóttir 4, Margrét Vilþjálms-
dóttir 3, Ingibjörg Andrésdóttir 3, Guðný
Gunnsteinsdóttir 3, Ragnheiður Stephensen
2, Sigrún Másdóttir 1.
Varin skot: Nina Getsko: 11/2.
Grótta - FH 24:27
íþróttahúsið Seltjamamesi:
Mörk Gróttu: Laufey A. Sigvalda 9/7, Sigrið-
ur Snorradóttir 4, Björk Brynjólfsdóttir 4,
Þórdís Ævarsdóttir 2, Ema Hjaltested 2, Elísa-
bet Þorgeirsdóttir 1, Brynhildur Þorgeirsdóttir
1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 7 og Sól-
veig Steinþórsdóttir 6/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk FH: Berglind Hreinsdóttir 6, Jolita
Klimavicená 6, Rut Baldursdóttir 6/1, Amdís
Aradóttir 6/2, Hiidur Harðard. 1, Maria Sig-
urðardóttir 1, Thelma Ámadóttir 1.
Varin skot: Gyða Úlfarsdóttir 18/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn
lngibergsson hefðu mátt taka leikinn af meiri
alvöru.
Áhorfendur: 80 og allir með á nótunum.
ÍBK-Víkingur 13:17
íþróttahúsið í Keflavík: __
Mörk ÍBK: Hajni Mezei 8/3, Eva Björg
Sveinsdóttir 2, Olafía Bragadóttir 1, Ásdís
Þorgilsdóttir 1, Þuriður Þorkelsdóttir 1.
Mörk Víkings: Andrea Atladóttir 7/2, Halla
Helgadóttir 3/3, Svava Sigurðardóttir 3, Matt-
hildur Hannesdóttir 2, Svava Ýr Baldvinsdótt-
ir 1, Heiða Erlingsdðttir 1.
Körfuknattleikur
Úrslitakeppni efstu liða 1. deildar karla:
Höttur-ÍR........................81:89
■ÍR sigrað í fyrri leiknum og heldur áfram.
í A - Breiðablik.................83:80
■Liðin hafa unnið sinn hvom leikinn, og
mætast í þriðja sinn til að skera úr um hvort
keppir við ÍR um sigur í deildinni. Efsta liðið
fer upp í Japisdeildma, en lið númer tvö
mætir næst neðsta liði Japisdeildar um sæti
í henni næsta vetur.
Knattspyrna
Reykjavíkurmót karla:
ÍR - Ámiann.........................5:2
Þorri Ólafsson 3, Kristinn Guðmundsson,
Kristján Halldórsson - Ólafur Már Ólafsson,
Rúnar Sigurðsson.
Blak
íslandsmótið, úrslitakeppni kvenna:
UBK-ÍS......................... .2:3
...........(15:5,13:15,15:6,3:15, 7:
1. deild karla:
Þróttur - Skeiðam...................3:0
.................(15:11,15:11,15:12)
Reuter
Gianluca Vially sækir að marki Rauðu stjömunnar í gærkvöldi. Hann átti
hlut að máli, þegar Júgóslavar gerðu sjálfsmark.
Júgóslavar*
féngu skell
Sampdoria með pálmann í höndunum
RAUÐA stjarnan frá Júgóslavíu
fékk skell í Sofíu í Búlgaríu í
gærkvöldi, þegar ítalska liðið
Sampdoria kom sá og sigraði
3:1 í næst síðasta leik liðanna
í átta liða úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða í knatt-
spyrnu. Sampdoria nægir
sennilega jafntefli gegn Panat-
hinaikos 15. apríl til að komast
í úrslitaleikinn á Wembley, að
öllum líkindum gegn Barcel-
ona, sem er efst í B-riðli, þrátt
fyrir 1:0 tap gegn Sparta Prag
íTékkóslóvakíu.
Sampdoria sigraði í fyrri viður-
eigninni gegn Rauðu stjörn-
unni og þjálfari ítalska liðsins sagði
fyrir leikinn í gærkvöldi að það
kæmi sér vel að leika í Búlgaríu,
því þá væru að.eins 20.000 áhorf-
endur á bandi Rauðu stjörnunnar í
stað 80.000, ef liðið léki á heima-
velli. Þetta voru orð að sönnu, en
útlitið var ekki bjart eftir 13 mínút-
ur — þá skoraði Mihajlovic beint
úr aukaspyrnu. 20 mínútum síðar
jafnaði Júgóslavinn Katanec og
skömmu fyrir hlé varð Rauða
stjarnan fyrir áfalli, þegar Va-
silijevic hitti boltann illa og skoraði
í eigið mark.
Leikurinn var harður og voru níu
menn bókaðir, sex frá Sampdoria
og þrír frá Rauðu stjörnunni.
Barcelona tapaði óvænt 1:0 í
Prag, en liðið á eftir að fá Benfica
í heimsókn og nægir sennilega jafn-
tefli til að fara í úrslit. „Við erum
með stig á Spaila og framhaldið
er undir okkur sjálfum komið,“
sagði Johan Cruyff, þjálfari Barcel-
ona.
Dusan Uhrin, þjálfari Sparta#^
sagði að aðeins Benfica gæti komið
Sparta í úrslit. „Við höfum ekki enn
misst af úrslitaleiknum, sérstaklega
með í huga að Benfica leikur betur
á útívelli."
FH nýtti framlenginguna
„ÞETTA var ömurleg lokamín-
úta", sagði Sigríður Snorra-
dóttir leikmaður Gróttu eftir
24:27 tap gegn FH í æsispenn-
andi leik á Nesinu. Eftir hníf-
jafnan leik tókst FH að skora
þrjú síðustu mörkin í seinni
hluta framlengingar og þarf því
þriðja leik þar sem fyrri leik lið-
anna lauk með sigri Gróttu
19:20, einnig íframlengingu.
Stjarnan, Víkingur og Fram
tryggðu sér hins vegar sæti í
fjögurra liða úrslitum.
Jolita gerði fyrstu fjögur mörk
FH en var þá tekin úr umferð
og sást lítið meir. FH-stúlkurnar
reyndu að klippa
kiæmar af Gróttu-
sókninni með því að
taka Laufey úr um-
ferð en það gekk
brösuglega því þá losnaði um aðrar
sem sáu um mörkin.
Jafnt var eftir fyrri hlutá fram-
lengingar en þá hafði Gyða í marki
FH varið vítaskot. Þegar tvær mín-
útur voru eftir small síðan allt sam-
an hjá FH-stúlkunum og þeim tókst
að gera þrjú mörk í röð.
Laufey, Þórdís og Sigríður léku
mjög vel hjá Gróttu að öðrum ólöst-
uðum og hjá FH voru Rut, Berglind
og Hildur góðar og Gyða varði vel.
Öruggt hjá Stjömunni
Sigur Stjömunnar var aldrei í
hættu í Vestmannaeyjum. Fyrri
hálfleikur var reyndar nokkuð jafn
lengst af, Stjömustúlkurnar þó
ávallt yfir, oftast tveimur mörkum
en þær náðu fjögurra forskoti fyrir
leikhlé, 7:11.
Þrátt fyrir góða baráttu heima-
manna í seinni hálfleik náðu þeir
ekki að sigra deildarmeistarana.
Stjarnan er þvl komin í undanúrslit
íslandsmótsins en ÍBV er úr leik.
Markvörðurinn Nína Getsko var
best I jöfnu liði Stjörnunnar en Jud-
ith Esztergal best hjá ÍBV.
Fram sigldi yfir Val
Slakur sóknarleikur og léleg
nýting á dauðafærum í fyrri
hálfleik gqrði vonir Valsstúlkna að
enSu ’ annarri viður-
Hanna Katrin eigninni gegn Fram
Friðriksen í gærkvöldi. Það var
skrilar aðeins í byijun sem
jafnræði var með
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Rut Baldursdóttir, FH, fær óblíðar móttökur hjá Gróttustúlkunni Þórdísi
Ævarsdóttur í gærkvöldi.
liðunum. Þá kom mjög slæmur leik-
kafli hjá Val þar sem m.a. þrjú
hraðaupphlaup og eitt víti fóru for-
görðum. Fram nýtti sér mistök
Valsliðsins til hins ýtrasta og hrein-
lega sigldi yfír það. Staðan í leik-
hléi var 12:4.
Allt annað var að sjá til Valsliðs-
ins í síðari hálfleik, en forskot Fram
var of mikið. Fram lék skynsamlega
I sókninni og gaf lítið eftir þrátt
fyrir öruggt forskot. Ósk Víðisdótt-
ir og Þórunn Garðarsdóttir voru
atkvæðamestar og gerðu falleg
mörk úr hornunum.
Mótspyma fyrir hlé
Keflavíkurstúlkur veittu Víking-
um harða keppni framan af í
Keflavík og í hálfleik höfðu þær
fjögurra marka for-
Bjöm skot, 10:6. En eins
Blöndal og í svo mörgum
skrifarfrá leikjum fyrr I vetur
Keflavik varð síðari hálfleik-
ur þeim þrautinni þyngri og Víking-
ur vann örugglega, 17:13.
„Stelpurnar mættu of sigurvissar
til leiks og hafa talið að það væri
aðeins formsatriði að sigra. En þær
komust fljótlega að öðru því
Keflavíkurliðið var tilbúið að beijast
og það var ekki fyrr en í síðari
hálfleik að okkur tókst að ná tökum
á leiknum,“ sagði Gústaf Björnsson
þjálfari Víkinga sem var allt annað
en ánægður með frammistöðuna
hjá liði sínu í fyrri hálfleik.
Keflavíkurstúlkurnar náðu ágæt-
um köflum í fyrri hálfleik á meðan
lítið gekk hjá stúlkunum úr Hæðar-
garði. Þetta breyttist í síðari hálf-
leik og það tók þær keflvísku 8
mínútur að skora sitt fyrsta mark.
Sóknarleikur þeirra var afar fábrot-
inn og hugmyndasnauður. Hajni
Mzei var atkvæðamest í liði ÍBK
ásamt Sunnevu Sigurðardóttur
markverði. Víkingsliðið leikur hrað-
an og skemmtilegan handknattleik
og á hrós skilið. Andrea Atladóttir
og Sigrún Ólafsdóttir markvörður
voru bestar í liðinu í þessum leik.
Kóreumenn
byrja gegn
Haukum
Landslið Suður-Kóreu í hand-
knattleik, sem kom til
landsins í gær öllum að óvörum
fær æfingaleiki, þó tíminn hafi
verið naumur. í kvöld mætir það
Haukum í íþróttahúsinu við
Strandgötu og hefst leikurinn
klukkan 18.30. Síðan fer liðið
til Vestmannaeyja og tekur þar
þátt í móti ásamt ÍBV og ungl-
ingalandsliðinu, en á sunnudag
tekur FH 'amóti Kóreumönnum
klukkan 20.30 að Kaplakrika.
HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KVENNA