Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
Hátíðarhöld sumardaginn fyrsta
LANDSMENN fagna fyrsta
degi sumars í dag með skrúð-
göngum, dansleikjum og guð-
þjónustum.
Reykjavík
í Reykjavík verða nokkrar
skrúðgöngur. Gengið verður frá
Ártúns- og Selásskóla kl. 13.30
að félagsmiðstöðinni Árseli.
Hljómsveitin Stella hú auk trúða
og risa setja svip sinn á skrúð-
gönguna. Fjölskyldudagskrá
hefst því næst í Árseli sem stend-
ur til kl. 16.
í félagsmiðstöðinni Frosta-
skjóli skemmtir m.a. hljómsveitin
Neistar, trúður kemur í heimsókn
og boðið verður upp á andlitsmál-
un fyrir krakkana.
Tvær skrúðgöngur verða á
vegum félagsmiðstöðvarinnar
Fjörgyn. Fer önnur frá Hamra-
skóla að hringtorgi, austur Fjall-
konuveg að Foldaskóla kl. 13.30.
Hin fer frá Húsaskóla vestur
Fjallkonuveg að Foldaskóla einn-
ig kl. 13.30. Þá verður skemmtun
í félagsmiðstöðinni frá kl. 14 til
kl. 16 þar sem m.a. hljómsveitin
Fjörkarlar skemmta auk þess
ýmislegt annað verður á boðstóln-
um.
Skrúðgöngur verða frá Ártúns-
og Selásskóla kl. 13.30. Kvik-
myndasýning verður í félagsmið-
stöðinni Árseli kl. 14 og danssýn-
ingar verða. Þá koma fram trúðar
og börnum gefst kostur á að láta
mála sig.
Þeir sem vilja láta mála sig í
framan geta mætt í Langholts-
skóla kl. 13.45. Þaðan verður
farið í skrúðgöngu að féiagsmið-
stöðinni Þróttheimum kl. 14. Frá
kl. 14.30 til kl. 17 verður boðið
upp á skemmtidagskrá þar sem
börnin fá m.a. að fara á hestbak
auk þess sem karoketæki verður
á staðnum.
Hafnarfjörður
Gengið verður frá Skátaheimil-
inu kl. 9.45 um Norðurbæinn til
skátamessu í Víðistaðakirkju. Þar
predikar séra Sigurður H. Guð-
mundsson og Páll Gíslason fyrr-
um skátahöfðingi flytur hug-
vekju. Skátar og Lúðrasveit Tón-
listarskólans leiða gönguna að
kirkjunni.
Frjálsíþróttadeild F.H. stendur
fyrir víðavangs-
hlaupi fyrir alla
aldursflokka og
hefst það við
ráðhús bæjarins
kl. 13.
Skátatívolí
verður á
Strandgötu og
hefst það kl. 14
og gefst börn-
um á öllum aldri
kostur á að
reyna sig í ýms-
um þrautum.
Að kvöldi
sumardagsins
fyrsta Ijöl-
menna hafnf-
irskir skátar á
afmælishátið
skátafélagsins
Vífds í
Garðabæ.
skátahöfðingi.
Farið verður í skrúðgöngu frá
mótum Hofstaðarbrautar og
Karlabrautar undir leik lúðra-
sveitarinnar Svansins. Skátar úr
Vífli ganga fyrir göngunni með
fánaborg. Gengið verður að
skátaheimilinu þar sem trúðar og
tröll koma m.a. í heimsókn. Auk
þess verður hin
árlega kaffisala
Vífils haldin
þar.
Að kvöldi
dags verður
skátafélagið
Vífill með skát-
askemmtun í til-
efni 25 ára af-
mælis félagsins
í félagsmiðstöð-
inni Garðalundi
í Garðaskóla við
Vífilsstaðaveg
og hefst hún kl.
20. Skátalögin
verða sungin og
því næst sér di-
skótekið Dollý
um danstónlist.
Akranes
Seltjarnarnes
Sýning verður á handavinnu
eldri bæjarbúa í íbúðum aldraðra
á jarðhæð frá kl. 14-17. Sýndur
verður afrakstur vetrarins. Einn-
ig verður kaffisala á vegum
kvenfélagsins Seltjamar í Félags-
heimili Seltjamarness og hefst
hún kl. 15.
Garðabær
Fánaathöfn verður við Garða-
kirkju kl. 11 og að henni lokinni
verður skátamessa þar. Skátar
munu standa heiðursvörð og vígð-
ir verða nýliðar inn í félagið.
Ræðumaður dagsins verður Ág-
úst Þorsteinsson fyrrverandi
Afmælismót Dreyra verður
haldið í tilefni af 50 ára afmæli
Akraneskaupstaðar kl. 10 á
skeiðvelli félagsins að Æðarodda.
Keppt verður í flokki bama, ungl-
inga og fullorðinna. Keppnis-
greinar em gæðingaskeið, 150
metra skeið, tölt, fjór- og fím-
mangur.
Auk þess verður ýmis sýning-
aratriði og aðgangur verður
ókeypis. Kl. 10.30 verður skrúð-
ganga frá Skátahúsinu við Há-
holt að Akraneskirkju. Fyrir
göngunni fara skátar og Skóla-
hljómsveit Akraness undir stjórn
Andrésar Helgasonar. Kl. 11
verður skátamessa í Akranes-
kirkju.
Gunnar Eyjólfsson skátahöfð-
ingi predikar. KI. 13 leikur lið
Akraness á móti Selfyssingum á
Jaðarsbökkum í knattspyrnu í
Litlu bikarkeppninni. Á lóð
Grundaskóla opnar Skátafélag
Akraness þrautabraut fyrir bæj-
arbúa kl. 15. Kl. 16 verður sýnd
Walt Disney-mynd fyrir alla fjöl-
skylduna í Bíóhöllinni í boði Akra-
neskaupstaðar.
Frá kl. 9-16 verður dótadagur
í Jaðarsbakkalaug. Börn og ungl-
ingar eru hvött til að hafa með
sér leiktæki sem nota má í sund-
laug, t.d. vindsængur, báta og
bolta. Aðgangur er ókeypis.
Frá kl. 13-16 verður Bjarna-
laug hituð upp fyrir foreldra með
ungabörn.
Borgames
Guðþjónusta verður í Borgar-
neskirkju kl. 13.30 þar sem skát-
ar aðstoða. Skrúðganga verður
frá Borgarneskirkju að Skalla-
grímsvelli kl. 14.15. Kl. 14.30
fagna hestamenn sumri með
firmakeppni. Hestamannafélagið
Skuggi býður yngri kynslóðinni á
hestbak í tilefni dagsins kl. 16.
Kópavogur
Skátarnir í Kópavogi halda
sína árlegu kaffisölu sumardag-
inn fyrsta til styrktar starfsemi
sinni. Kaffisalan verður í Félags-
heimili Kópavogs neðstu hæð frá
kl. 15-18.
Selfoss
Skátar á Selfossi verða með
hefðbundna dagskrá sumardag-
inn fyrsta. Skrúðganga verður frá
Sandvíkurskóla klukkan 10.30 og
gengið til skátamessu í Selfoss-
kirkju. í skátamessunni verða
ungskátar vígðir inn í hreyfing-
una. Klukkan 14.00 standa skát-
ar fyrir fjölskylduskemmtun í
Hótel Selfossi þar sem einnig
verður boðið upp á kaffíveitingar.
Signý Sæmundsdóttir
Ljóðatón-
leikar
Gerðubergs
FIMMTU og síðustu tónleikarnir
í Ljóðatónleikaröð Gerðubergs
verða haldnir laugrdaginn 25.
apríl kl. 17.00 og mánudaginn 27.
apríl kl. 20.30 í Gerðubergi. Á
þessum tónleikum munu Signý
Sæmundsdóttir sópran og Jónas
Ingimundarson píanóleikari flytja
ljóðasöngva eftir Dinastera, Dup-
arc, Satie, Ravel og Liszt.
Signý Sæmundsdóttir sópran
stundaði söngnám við Tónlistarskóla
Kópavogs og Söngskólann í Reykja-
vík og lauk einsöngvaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Vínarborg 1988.
Helstu kennarar hennar í Vín voru
Helene Karuso, Erik Werber og
Wolfgang Garbriel. Signý hefur tekið
þátt í uppfærslum íslensku óperunn-
ar, síðast í Töfraflautunni, einnig í
tónleikahaldi bæði heima og erlendis,
haldið sjálfstæða tónleika, komið
fram með kammerhópum af ýmsum
toga og með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Hún starfar sem söngkennari
við Nýja tónlistarskólann.
Efnisskrá með þýðingum Reynis
Axelssonar fylgir með hveijum að-
göngumiða. Skólafólk og ellilífeyris-
þegar fá afslátt á báða tónleikana
gegn framvísum skírteina.
1
Velunnarar Vatnaskógar athugið!
Kaffisalan verður haldin í dag,
sumardaginn fyrsta, að Háaleitisbraut 58,
3. hæð og hefst kl. 14.00 og stendur til
Um kvöldið, kl. 20.00, verður
Skógarmannavaka á sama stað
ATH. SKRANING I
• •
Framkvæmdastj óri Ogurvíkur:
Verðmæti meltu stór-
lega ofreiknað hjá RF
„MÉR SÝNIST í fljótu bragði, að þeir hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins hafi reiknað mögulegt verð á meltu anzi hátt svo ekki sé meira
sagt. Þeir telja hana seljast á 4.200 tonnið, en þeir sem ég hef talað við
í fiskimjölsverksmiðjunum, vilja ýmist ekki sjá meltuna eða aðeins
borga innan við 1.000 krónur fyrir tonnið. Það svarar til kostnaðar
vegna maurasýrunnar einnar. Við framleiddum meltu um borð í Frera
1986, en það var alveg sama hvað við reyndum, cnginn vildi borga
það mikið fyrir hana að við hefðum eitthvað upp úr framleiðslunni,"
segir Gísli Jón Hermannsson, framkvæmdastjóri Ógurvíkur hf., í sam-
tali við Morgunblaðið
Nokkur ágreimngur er nú kominn
,upp vegna útreikninga Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins á möguleg-
um hagnaði af fullnýtingu sjávar-
fangs um borð í frystitogurum. Þar
er gert gert ráð fyrir því að meltu-
framleiðsla um borð geti skilað
hagnaði og sá útreikningur byggður
á afurðaverði að upphæð 4.200 krón-
ur á hvert tonn. Björn Guðmunds-
son, einn starfsmanna stofnunarinn-
ar, segir, að við útreikning á verð-
mæti meltunnar hafi verið farin
sama leið og við útreikninga á verði
á loðnu til bræðslu, það er miðað
við innihald þurrefnis og fitu. Meltan
hafi verið unnin án vandræða í físki-
mjölsverksmiðjum, meðal annars á
Bolúngarvík, og á grunni þessa hafí
verð þetta verið fengið.
Gísli Jón Hermannsson segist
hafa fengið þau svör í Krossanesi,
að þar kæri menn sig ekki um að
kaupa mellu og hjá Lýsi hf. hafi
menn verið tilbúnir að láta hann
hafa verð fyrir meltuna sem svaraði
til kostnaðar af maurasýru við verk-
unina um borð. „Miðað við þessa
útreikninga RF, sýnist mér bezt að
við lengjum bara skipin og verkum
allan aflann í meltu. Við myndum
græða mest á því. Menn verða að
halda sig við raunveruleikann við
útreikninga af þessu tagi. Við erum
líka taldir geta haft mikið út úr því
að hirða lifrina, en staðan er því
miður sú í dag að hér vill enginn
kaupa lifur. í fyrsta sinn í manna
minnum kaupir Lifrarsamlagið í
Eyjum ekki lifur og færum við að
koma með hana í land, þýddi það
bara aukinn kostnað við að eyða
henni. Það er kannski sárt að segja
það, en í dag er það bezta sem við
getum gert við lifrina að láta fuglinn
fá hana, hann býr úr henni bezta
gúanó f heimi, okkur að kostnaðar-
lausu. Við hjá Ögurvík reynum stöð-
ugt að gera sem mest verðmæti úr
því, sem í okkar hlut kemur af fiskin-
um við landið. Við tímum ekki frek-
ar en aðrir að fleygja verðmætum.
Við höfum meðal annars fengið til-
boð frá sænskum aðilum, sem vilja
kaupa af okkur blokkfrystan úr-
gang, hausa og slóg til fóðurgerðar
fyrir loðdýr. Þeir eru tilbúnir til að
greiða okkur tvær krónur sænskar
á hvert kíló fyrir úrganginn kominn
til Svíþjóðar. Það vantar mikið upp
á að það dugi, því flutningskostnað-
ur er mikill. Við erum sem sagt að
reyna en þetta er strembin barátta
og menn verða að halda sig við jörð-
ina, þegar á að fara að reikna gróð-
ann út,“ segir Gísli Jón Hermanns-
son.